Sögur af sjálfbærni

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur skrifar aðra grein sína af þremur um íslensk víðerni og Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Hér birt­ist önnur grein mín um íslensk víð­erni og Hval­ár­virkj­un. Grein­arnar verða þrjár í heild­ina, svo mikið reynd­ist efn­ið. Í fyrstu grein minni var fjallað um íslensk víð­erni í alþjóð­legu sam­hengi og ábyrgð Íslend­inga sem vörslu­manna allra­villt­ustu land­svæða Evr­ópu. Í þess­ari grein er hug­mynd­inni um að Íslend­ingar eigi heið­arnar teflt fram and­spænis við­skipta­mód­eli erlendra eig­enda Hval­ár­virkj­un­ar­hug­mynd­ar­inn­ar. Frek­ari kort­lagn­ing víð­erna­skerð­ingar og hug­leið­ing um stefnu stjórn­valda bíður þriðju grein­ar­inn­ar, sem mun einnig birt­ast hér á Kjarn­an­um.

Íslensku heið­arnar

Hvernig met­ur þú auð­legð heið­anna? Hér er ein til­raun til að nálg­ast nátt­úru­gæði þeirra:

Heiðar eru fæð­ing­ar­stað­ir. Uppi á heiðum lands­ins kvikna lækj­ar­sprænur í dýgrænum mýra­drögum og heið­bláum fjalla­vötn­um. Þessu vatni eiga til­veru sína að þakka fuglar og smá­dýr, jafn­vel stofnar smá­fiska sem lifa ein­angr­aðir í vötnum eða efstu lækj­ar­drög­um. Vist­kerfi heið­ar­lend­is­ins flétt­ast saman í flóknu sam­spili sem lætur kannski ekki mikið yfir sér nema rétt á meðan við mann­fólkið gefum því örlít­inn gaum. Gaumur okkar skiptir þó ekki máli, vist­kerfin eru þarna óháð hon­um. Heiðar sem virð­ast líf­lausar og eyði­legar eru ekki ein­ungis heim­kynni fjöl­margra plöntu- og dýra­teg­unda heldur fæða þær einnig líf­ríki lág­lend­is­ins í gegnum smá­læki og ár sem seytla ýmist niður á lág­lendið um lág­stemmdar flúðir eða falla saman í stór­kost­legum fossum um gljúfur og gil. Stór hluti vatns­ins sem heið­arnar draga í sig fellur líka neð­an­jarðar um vatns­mikla og tæra grunn­vatns­strauma, sem koma upp sem lindir á lág­lend­inu eða flæða jafn­vel beint niður í sjó.

Auglýsing
Heiðar eru ein mik­il­væg­ustu vist­kerfi lands­ins og órjúf­an­legur grund­völlur allra okkar nátt­úru­gæða á lág­lend­inu. Mik­il­vægi þeirra verður ekki mælt í mega­vöttum eða gíga­vatt­stund­um. Hér er löngu búið að virkja marg­falt meira en Íslend­ingar í raun þurfa og heið­arnar og fall­vötn þeirra eru okkur miklu mik­il­væg­ari óvirkj­uð. Þegar við fórnum þeim undir mann­anna verk erum við í raun að saga undan okkur sjálfum eina allr­am­ik­il­væg­ustu grein líf­rík­is­ins.

Eða eigum við kannski að meta heið­arnar svona?

Heiðar eru upp­spretta mik­ils auðs. Þær eru í raun stór hluti af auð­æfum Íslend­inga og þeim lífs­gæðum sem við höfum byggt hér upp í okkar harð­býla landi. Heiðar lands­ins fæða af sér fall­vötn­in, und­ir­stöðu lífs­hátta okkar síðan snemma á síð­ustu öld þegar stór­virkj­ana­fram­kvæmdir hófust og það sem talið er mesta fram­fara­skeið þjóð­ar­inn­ar.

Heið­arnar eru safn­svæði regn­vatns og snjóa­laga sem gefa af sér afl og orku. Aflið virð­ist lítið í upp­hafi, smá­lækir og sytrur sem safn­ast saman í sífellt stærri og vatns­meiri ár, en þær eru uppi­staða hins virkj­an­lega vatns­afls. Á fögrum sum­ar­dögum eru árnar fagrar á að líta og gaman að fara um heiða­lönd­in, en mesta feg­urðin býr í afl­inu sjálfu, hinni virkj­an­legu frumorku vatns­ins sem streymir án afláts allt árið um kring, óháð duttl­ungum veð­ur­fars­ins.

Er hægt að tala um raun­veru­lega nýt­ingu þegar slíkar gull­námur eru frið­aðar fáum til gagns? Eru heið­blá uppi­stöðu­lón með smá­stíflum og snotrum skurðum ekki eðli­leg nýt­ing á þeim nátt­úru­auð­lindum sem heið­arnar eru? Hefur fer­kíló­metra­taln­ing heið­ar­lendis sem ein­hvers konar jað­ar­víð­erna í raun eitt­hvert gildi, sér­stak­lega þegar fáir fara um heið­arnar og flestir myndu hvort eð er upp­lifa virkj­ana­svæðin nán­ast eins og þau væru ósnort­in? Raun­veru­legt gildi heiða­flæ­manna liggja í vatns­afl­inu, með því getum við nýtt landið og byggt upp sam­fé­lag með sæm­andi lífs­kjör­um. Ef ekki væri fyrir þessi miklu land­flæmi værum við fátæk­ari á allan hátt.

Per­sónu­leg afstaða

Hvor afstaðan höfðar frekar til þín, kæri les­andi? Hljóma kannski báðar jafn­vel, eða hvor­ug? Fer það ef til vill eftir því hvernig skapi þú ert í, hver er að tala, hvar þú býrð eða við hvað þú starfar? Skiptir máli hvort þú hafir komið upp á heiði eða ekki? Er önnur hvor afstaðan yfir höfuð rétt­mæt­ari? Bygg­ist nið­ur­staða hvers og eins kannski fyrst og fremst á lífs­við­horfum og póli­tískri afstöðu?

Er ekki aug­ljóst að hægt er að snúa öllu á haus og mála þá mynd sem mann langar til að koma á fram­færi með því að velja hverju sagt er frá og hvern­ig? Snýst and­stæðan á milli  nátt­úru­verndar og auð­linda­nýt­ingar í þágu virkj­ana­fyr­ir­tækja bara um mis­mun­andi orð­ræðu þar sem ýmist er höfðað til nátt­úru­til­finn­inga eða lífs­bar­átt­unnar við nátt­úru­öfl­in, sem eru hvort tveggja svo sterkir frum­þættir í okkur Íslend­ingum vegna nálægð­ar­innar við nátt­úr­una?

Auglýsing
Er víst að hægt sé að kom­ast að skyn­sam­legri nið­ur­stöðu í svona flóknum mál­um? Ef mis­mun­andi orð­ræða ræður svona miklu í þeirri mynd sem við sjá­um, væri ef til vill ráð að gera til­raun til að skilja sann­reyn­an­leg gögn frá orða­flaumnum og greina rök­in? Myndu skýr og skilj­an­leg gögn í svona málum breyta ein­hverju um afstöðu þína? Og ef svo er, hver ætti að hafa það hlut­verk að koma á fram­færi réttum upp­lýs­ingum um gildi mis­mun­andi nátt­úru­gæða og auð­linda sem fólk er aug­ljós­lega ekki sam­mála um hvernig skuli nýta?

Þróun umræð­unnar

Umræða um nátt­úr­una og nýt­ingu hennar þró­ast hratt. Við­horf til nátt­úru­gæða breyt­ast eðli­lega með ógn­ar­hraða á tímum lofts­lags­breyt­inga og sífellt ágeng­ari nýt­ingar manns­ins um alla ver­öld. Umræðan er gjör­breytt í dag frá því fyrir jafn­vel örfáum árum, sama til hvaða þáttar umhverf­is­með­vit­undar litið er, auð­linda­nýt­ing­ar, neyslu, umgengni við nátt­úr­una eða stöðu manns­ins í henni.

Ef við förum lengra aftur í tím­ann, ára­tugi eða jafn­vel ald­ir, þá hefur það verið almennt við­horf að nátt­úr­una bæri að nýta í þágu manns­ins. Fyrst á síð­ari hluta 19. aldar tók að bera á öðrum við­horfum fyrir alvöru en þau ein­skorð­uð­ust við afmark­aðan hóp fólks og varla er hægt að tala um almenna nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ingu fyrr en um miðja síð­ustu öld, í það minnsta hér á Íslandi. Á þeim tíma fjöll­uðu enn margir íslenskir nátt­úru­fræð­ingar jöfnum höndum um nátt­úru­gæði út frá sjón­ar­hóli auð­linda­nýt­ingar og um nátt­úr­una hennar sjálfrar vegna. Þannig má segja að þeim mis­mun­andi við­horfum sem birt­ust í upp­hafi grein­ar­innar hafi í mörgum til­vikum verið haldið fram af sama fólk­inu, sem þekkti nátt­úru lands­ins vel og skildi af miklu inn­sæi hvað í henni bjó.

Hug­myndir almenn­ings um nátt­úru­gæði og ágenga auð­linda­nýt­ingu fyrri tíma eiga hins vegar mun síður upp á pall­borðið í dag þótt enn eimi eftir af stór­virkj­ana­við­horfi síð­ustu ald­ar. Það er ekk­ert óeðli­legt, því að í mann­inum býr nýj­unga­girni og löngun til að umbylta umhverfi sínu með því að snúa á nátt­úru­öfl­in. Sú sýn hefur vissu­lega fært okkur ótal tæki­færi en um leið einnig hremm­ingar lofts­lags­breyt­inga og ört þverr­andi nátt­úru­gæða.

Með hinni breyttu heims­mynd er gamla róm­an­tíska hug­myndin um hug­djarfa beislun fall­vatn­anna í þágu fátækrar þjóðar í eðli sínu úrelt. Þeir sem mæltu fyrir slíkum við­horfum um miðja síð­ustu öld litu í því til hags miklu fátæk­ari þjóðar en þeirrar sem lifir á Íslandi í dag, þjóðar sem hafði í fall­vötn­unum ef til vill tæki­færi til að nýta áður ónýttar auð­lindir og skapa úr þeim verð­mæti sem ekki voru til staðar fyr­ir. Í dag fram­leiða Íslend­ingar hins vegar lang­mesta raf­orku í heimi miðað við höfða­tölu. Mun­ur­inn á þeirri þjóð sem horfði til fall­vatn­anna upp úr miðri síð­ustu öld og þeirrar sem lifir hér í dag er eins og svart og hvítt. Þótt ekki sé nema litið til ann­arra þjóða heims er aug­ljós­lega ekki hægt að færa rök fyrir því að við þurfum að auka raf­orku­fram­leiðslu. Við fram­leiðum nú þegar marg­falt meira en flestar aðrar þjóðir virð­ast þurfa. Vissu­lega væri hægt að fram­leiða meiri raf­orku, því við eigum enn mikla orku ónýtta í fall­vötnum og jarð­varma. Mögu­leikar á orku­fram­leiðslu fela þó síður en svo í sér að nýt­ing sé nauð­syn­leg.

„Græna orkan“ og lofts­lags­málin

En þetta snýst nú ekki bara um Ísland, eða hvað? Raf­orku­fram­leiðsla á Íslandi kemur í veg fyrir að kolum eða olíu sé brennt fyrir stór­iðju ann­ars staðar í heim­in­um, er það ekki? Því er sífellt haldið að okkur að „græna orkan“ í fall­vötn­unum og háhita­svæð­unum sé mik­il­væg í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Ekk­ert raun­veru­legt styður þó slíkar hug­myndir annað en ofurein­földun á mjög flóknu kerfi fram­boðs og eft­ir­spurnar raf­orku, hrá­efna og fram­leiðslu. Raf­orku­fram­leiðsla á Íslandi hefur auk­ist gríð­ar­lega á þess­ari öld, og mest af þeirri aukn­ingu hefur farið til stór­iðju eins og álf­ram­leiðslu, en auð­vitað er engin leið að sýna fram á að sú fram­leiðsla hafi komið í stað álf­ram­leiðslu ann­ars staðar með brennslu kolefn­iselds­neyt­is.

Ofurein­föld­unin felst í því að fjalla um álf­ram­leiðslu og aðra orku­freka stór­iðju eins og um lok­aðan markað sé að ræða, þar sem aðeins sé pláss fyrir ákveðið magn fyr­ir­tækja á heims­mark­aðnum og að fram­leiðsla á einum stað komi í veg fyrir fram­leiðslu ann­ars stað­ar, líkt og um kvóta­kerfi væri að ræða. Ekk­ert er fjær sanni.

Raunin er sú að meira að segja eig­endur álver­anna á Íslandi hafa verið að opna ný álver knúin með brennslu kolefna­elds­neyt­is. Þannig á Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, stóran hlut í álveri sem opnað var árið 2004 í Oman á Arab­íu­skag­an­um, en það álver er knúið áfram af raf­orku frá risa­stóru gasorku­veri í nágrenn­inu. Ekki kom hin gríð­ar­mikla fórn Kára­hnjúka­svæð­is­ins í nafni grænnar orku í veg fyrir að það álver væri opn­að.

Auglýsing
Aukin stór­iðja hér á landi er nefni­lega ekk­ert meira en bara akkúrat það, aukin stór­iðja. Álver reist hér með „grænni orku“ kemur ekki í veg fyrir að álver séu reist ann­ars staðar á sama tíma, jafn­vel af sama aðila, knúin með jarð­efna­elds­neyti. Þessi ofurein­falda mynd sem sem teiknuð er af „grænu orkunni“ bygg­ist á þeirri for­sendu að hin fágætu og mik­il­vægu íslensku víð­erni séu afgangs­stærð sem skipti engu máli í stóra sam­heng­inu.

Víð­erni og óspillt nátt­úra eru hins vegar ger­semar Íslands, auð­æfi sem við höfum erft frá for­feðrum okkar og við höfum ekki rétt til að spilla þeim á ævi­skeiði einnar kyn­slóð­ar, sér­stak­lega ekki í þágu ein­feldn­ings­legrar orð­ræðu sem horfir á hag­kerfi út frá þröngu sjón­ar­horni. Við aðstoðum umheim­inn og afkom­endur okkar ekki með því að týna og glata því dýr­mætasta sem landið geym­ir. Við gætum auð­veld­lega eytt öllum víð­ern­unum okkar í þágu stór­iðj­unnar og virkj­ana­iðn­að­ar­ins á mjög skömmum tíma en það væri bara dropi í hafið miðað við orku­þörf mann­kyns, og myndi ekki koma í veg fyrir opnun nýrra kola- eða gasorku­vera ann­ars stað­ar.

Þegar tals­menn áfram­hald­andi virkj­un­ar­stefnu í þágu stór­iðju segja að fórna þurfi víð­ernum lands­ins í þágu bar­átt­unnar gegn lofts­lags­breyt­ingum þá er ein­fald­lega verið að afvega­leiða almenn­ing. Það er verið að búa til orð­ræðu sem hentar áfram­hald­andi virkj­ana­stefnu, sem er fyrst og fremst í þágu orku- og stór­iðju­fyr­ir­tækja. Eyði­legg­ing íslensku víð­ern­anna er þegar upp er staðið ekki í þágu mann­kyns. Hún gengur einmitt þvert á móti gegn hags­munum mann­kyns sem horfir upp á sífellt þverr­andi víð­erni um alla jörð. „Fórn­irn­ar“ svoköll­uðu eru sjálfs­blekk­ing, rétt­læt­ing fyrir virkj­un­ar­stefn­unni, og hald­laus sem slík.

Aðrar leiðir til að takast á við lofts­lags­breyt­ing­arnar eru okkur Íslend­ingum miklu greið­ari heldur en að auka stór­iðju á kostnað víð­erna og ósnort­innar nátt­úru. Nær­tæk­ast væri að auka sjálf­bærni ann­arra þátta atvinnu­lífs­ins og stór­minnka neyslu. Við þurfum miklu frekar að fækka bílum í stað þess að friða sam­visk­una með því að smíða þá úr áli.

Það er mik­il­vægt að hafa ofan­greint í huga þegar rætt er um Hval­ár­virkj­un, því tals­menn hennar nýta sér óspart orð­ræðu og tísku­orð sam­tím­ans þegar virkj­un­ar­á­formin og eyði­legg­ing víð­ern­anna suður af Dranga­jökli eru rétt­lætt. „Sjálf­bærn­i“, „raforku­ör­ygg­i“, „bar­áttan við lofts­lags­breyt­ing­ar“, „græn orka“ – þessu er öllu saman fleygt fram án nokk­urs rök­stuðn­ings eða vit­rænnar umræðu. Á almenn­ingur ekki betra skilið í sam­fé­lags­um­ræð­unni heldur en slíkt orða­salat án raun­veru­legs inni­halds?

„Sjálf­bærni” Vest­fjarða eða HS Orka Group?

Veist þú, les­andi góð­ur, að frá því að þrír Vest­firð­ingar fengu hug­mynd­ina rétt fyrir hrun að laga raf­orku­ör­yggi í lands­fjórð­ungnum með virkjun Hvalár, hefur allt breyst? Virkj­ana­hug­myndin sjálf er ára­tuga gömul en komst fyrst almenni­lega á skrið fyrir um ára­tug þegar fyr­ir­tækið Vest­ur­verk tók hana upp á sína arma. Til að sann­girni sé gætt þá var hug­myndin með virkj­un­inni upp­haf­lega að efla orku­ör­yggi Vest­fjarða, einkum norð­ur­fjarð­anna. Árið 2013 var virkj­unin sam­þykkt inn í ramma­á­ætlun með 35 MW upp­sett afl. Virkj­unin þótti afar óhag­kvæm en hún átti hins vegar að tengj­ast inn á Ísa­fjörð, eins og kemur skýrt fram í gögnum í ramma­á­ætl­un, og byggð­ist mat Hval­ár­virkj­unar á þeirri for­sendu. Mik­il­vægt er að hafa í huga að það mat fór fram fyrir gild­is­töku laga um ramma­á­ætlun árið 2013 en æði margt hefur breyst í því umhverfi öllu sam­an, eins og til dæmis aðferðir við svona mat sem hafa þró­ast mikið.

Hval­ár­virkjun hefur í allri sam­fé­lags­um­ræðu verið rekin áfram af hinu vest­firska Vest­ur­verki, sem hefur skrif­stofu á Ísa­firði. Vest­ur­verk er þannig aðili að samn­ingum við land­eig­endur tveggja jarða á virkj­ana­svæð­inu og hand­hafi rann­sókn­ar­leyfis frá Orku­stofnun sem tengt er Hval­ár­virkj­un. Ef kafað er dýpra kemur þó ýmis­legt annað í ljós, sem ekki er endi­lega haldið að almenn­ingi. Það er kannski ekki skemmti­legt eða þægi­legt að horfast í augu við það en litla félagið Vest­ur­verk er ein­ungis að nafn­inu til hluti af þessum virkj­ana­á­form­um, raun­veru­leik­inn er ein­fald­lega allt ann­ar.

Frá því að útgáfa Vest­firð­ing­anna af Hval­ár­virkjun fór í nýt­ing­ar­flokk árið 2013 hefur eign­ar­hald Vest­ur­verks og Hval­ár­virkj­un­ar­hug­mynd­ar­innar gjör­breyst. Vest­ur­verk er nú dótt­ur­fé­lag HS Orku á Suð­ur­nesjum, eins og margir vita og fram kemur á heima­síðu þess síð­ar­nefnda. Yfir­takan fór fram árið 2015. Almenn­ingur gerir sér auð­vitað grein fyrir því að það kostar gríð­ar­mikla fjár­muni að vinna að virkj­un­ar­hug­mynd. Vest­ur­verk hafði árið 2013 ekk­ert bol­magn til að fjár­magna Hval­ár­virkj­un­ar­verk­efnið og leit­aði loks á náðir HS Orku, sem hefur síðan nán­ast gleypt vest­firska fyr­ir­tæk­ið, fyrst með því að eign­ast hlut í félag­inu 2014, sem jókst árið eftir upp í rúm­lega helm­ings­hlut þegar yfir­takan á Vest­ur­verki fór fram. HS Orka greiddi sam­tals 120 millj­ónir fyrir að ná þessum yfir­ráð­um. HS Orka jók eign­ar­hlut sinn svo ár frá ári og í árs­lok 2017 átti fyr­ir­tækið 71% í Vest­ur­verki.

Á árinu 2018 hefur hlutafé í litla félag­inu enn verið aukið en eng­inn rekstur hefur raun­veru­lega farið fram í því frá 2015 og allt sem fram fer að nafn­inu til hjá Vest­ur­verki er gert upp með sam­stæðu­reikn­ingi HS Orku. Allt eru þetta opin­ber gögn. HS Orka seg­ist á heima­síð­unni eiga 70% hlut í sjálfu virkj­un­ar­verk­efn­inu Hval­ár­virkjun á móti Vest­ur­verki. Sé það rétt, á eign­ar­halds­fé­lag Vest­firð­ing­anna, Gláma fjár­fest­ing­ar, enn minna í þessu verk­efni en fram­an­greint gefur til kynna. HS Orka á tvo af þremur stjórn­ar­mönnum í Vest­ur­verki og stjórn­ar­for­mað­ur­inn er Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku. Vest­ur­verk hefur bein­línis runnið inní sam­stæð­una HS Orku.

Vest­firsk víð­erni í þágu erlendra fjár­fest­ing­ar­sjóða

Svo má halda áfram á þessum nótum og skoða eign­ar­hald HS Orku, sem var upp­haf­lega selt úr opin­berri eigu á árunum 2007-2010. HS Orka er nú dótt­ur­fé­lag Magma Energy Sweden AB og er árs­reikn­ingur HS Orku 2017 hluti af sam­stæðu­reikn­ingi móð­ur­fé­lags­ins Alt­erra Power Cor­porta­tion sem er með höf­uð­stöðvar í Kanada. Alt­erra er frá 2018 aftur í eigu ann­ars félags, Inn­ergex Renewa­ble Energy Inc. sem er fyr­ir­tæki skráð í kaup­höll­inni í Toronto í Kanada. Eins og margir vita er stjórn­ar­for­maður HS Orku Ross Beaty, sem heldur á meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu í gegnum áður­greint skúffu­fyr­ir­tæki Magma Energy. Alls eiga erlend fyr­ir­tæki 66,6% í HS Orku og fara því með yfir­ráð í fyr­ir­tæk­inu og um leið dótt­ur­fé­lagi þess, Vest­ur­verki.

Hljómar þetta eins og sú vest­firska fram­taks­semi sem lagt var upp með í upp­hafi Hval­ár­virkj­un­ar­verk­efn­is­ins? Virkj­ana­hug­myndir og við­skipta­módel eig­enda HS Orku í kringum Hvalá eru ein­fald­lega ekki Vest­firð­inga leng­ur. Það má raunar efast um að þær séu yfir höfuð íslenskar, því yfir­ráðin eru það ekki – fyr­ir­tæki sem er sagt vest­firskt, er bara skel og hefur fyrir löngu verið yfir­tekið af fyr­ir­tæki á Suð­ur­nesjum sem aftur er í meiri­hluta­eigu erlendra fyr­ir­tækja.

Eign HS Orku í því sem gert er í nafni Vest­ur­verks sam­anstendur af „eign­færðum þró­un­ar­kostn­að­i“, sem eig­endur og fram­kvæmda­stjórn HS Orku telja lík­legt að muni breyt­ast í eign í hendi með fram­tíð­ar­hagn­aði af Hval­ár­virkjun en að öðrum kosti verði þró­un­ar­kostn­að­ur­inn ein­fald­lega færður í bók­haldi fyr­ir­tæk­is­ins sem virð­is­rýrn­un. Upp­haf­legur þró­un­ar­kostn­aður Vest­ur­verks af Hval­ár­virkj­un­ar­á­formunum og til­fall­inn kostn­aður við verk­efnið eftir yfir­töku HS Orku á Vest­ur­verki er með öðrum orðum hluti af „eign” í sam­stæðu­reikn­ingi kanadísks félags á hluta­bréfa­mark­aði og dótt­ur­fé­lags þess. Fái þessi sam­stæða ekki tekjur af nýt­ingu fall­orku Hvalár, Rjúk­andi og Eyvind­ar­fjað­arár á Ströndum með til­heyr­andi rýrnum víð­erna Íslands, mun virði sam­stæð­unnar ein­fald­lega rýrna sem nemur þró­un­ar­kostn­að­in­um.

Hér er því ein­föld spurn­ing, sem í raun rammar inn bar­átt­una um Hvalá og Dranga­jök­ul­svíð­ern­in: Hvort viljum við frekar leyfa þessum aðilum að virkja og horfa upp á grafal­var­lega og end­an­lega rýrnun víð­ern­anna og ein­stakrar nátt­úru Íslands, eða sleppa virkjun og láta rýrn­un­ina ein­fald­lega koma fram í bók­haldi erlendra fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækja sem snertir okkur á Íslandi í raun ekki neitt?

Til hvers er þá Hval­ár­virkj­un?

Lokapúslið í þess­ari fléttu er svo auð­vitað spurn­ingin um ástæðu þess að eig­endur HS Orku höfðu svona mik­inn áhuga á að taka Vest­ur­verk yfir og ná yfir­ráðum yfir stórum hluta Dranga­jök­ul­svíð­erna. Jú, svarið felst að miklu leyti í hinni stór­skað­legu stór­iðju­virkj­ana­stefnu síð­ustu ára­tuga, sem sumir vilja enn ríg­halda í. HS Orka á og rekur tvær jarð­varma­virkj­anir á Reykja­nesskaga, í Svarts­engi og úti á Reykja­nesi, og hefur á síð­ustu árum stundað í þeim ósjálf­bæra og ágenga nýt­ingu jarð­varma. Orkan er að mestu seld til Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga, helsta við­skipta­vinar HS Orku, en einnig hefur HS Orka raf­orku­sölu­samn­ing við óbyggða kís­il­verk­smiðju Thorsil og jafn­vel aðra mögu­lega stórnot­endur raf­orku.

Auglýsing
Vegna auk­innar raf­orku­smá­sölu þarf HS Orka hins vegar meira afl á álags­tímum en fyr­ir­tækið getur aflað sjálft með sínum virkj­unum og kaupir það því dýrt auka­afl, svo­kallað toppafl, af öðrum raf­orku­fyr­ir­tækjum eins og Lands­virkj­un. Þar kemur til kasta Hval­ár­virkj­un­ar. Eftir að HS Orka tók yfir Vest­ur­verk með ýmsum virkj­ana­kostum á Vest­fjörð­um, hefur útfærsla Hval­ár­virkj­unar stökk­breyst að því leyti að afl­geta virkj­un­ar­innar hefur verið aukin úr 35 MW upp í 55 MW til að mæta þörfum HS Orku fyrir mikið toppafl í stuttan tíma, sem fyr­ir­tækið þarf þá ekki að kaupa af öðr­um.

Þessi nýja útfærsla hefur legið fyrir frá árinu 2014 og er algjör­lega löguð að aðstæðum HS Orku. Við­skipta­módel Hval­ár­virkj­unar teng­ist Ísa­firði eða öðrum á Vest­fjörðum ekki á nokkurn hátt leng­ur, heldur þjónar hlut­höfum og við­skipta­vinum HS Orku, sem eru að lang­mestu leyti suð­vest­an­lands. Eða varla heldur nokkur því fram að álverið á Grund­ar­tanga sé mik­il­vægur hluti af raf­orku­ör­yggi og „sjálf­bærni“ Vest­firð­inga í raf­orku­mál­um?

Afstöðu­leysi er ekki í boði

Hvora afstöð­una sem þú hefur til nátt­úr­unnar og nýt­ingar henn­ar, sem lögð var fram fremst í grein­inni, taktu hana á upp­lýstan hátt. Ekki láta segja þér að þú þurfir að taka afstöðu byggða á því hvort þú búir fyrir vest­an, norður á Ströndum eða fyrir sunn­an, eða jafn­vel í útlönd­um, eða hvort þú hafir yfir­leitt komið á svæð­ið. Verndun nátt­úr­unnar er hvort eð er ekki ein­vörð­ungu fyrir okkur sjálf heldur ekki síður afkom­endur okkar og umheim­inn. Nátt­úran er ekki einka­mál land­eig­enda eða orku­fyr­ir­tækja, við eigum hana og berum ábyrgð á henni öll sam­eig­in­lega hvar í heim­inum sem við erum stödd.

Víð­ernin á Vest­fjörðum eru mik­il­vægur hluti af nátt­úru­ger­semum heims­ins og við skulum hafa það á hreinu að ef hin miklu Dranga­jök­ul­svíð­erni með bæði Horn­ströndum og Ófeigs­fjarð­ar­heiði verða enn jafn­ósnortin og þau eru nú eftir hund­rað ár, þá verður það ein­ungis vegna þess að við tókum með­vit­aða ákvörðun um að vernda þau einmitt núna! Ef við gætum okkar ekki verður vaðið áfram. Vilji hinna erlendu eig­enda HS Orku er skýr og nú er róið að því öllum árum að skipu­lags­breyt­ingar verði sam­þykktar og afgreiddar sem fyrst, jafn­vel svo hægt sé að hefja vega­gerð upp á Ófeigs­fjarð­ar­heiði í vor. Þá verður að öllum lík­indum ekki aftur snú­ið, og sorg­leg örlög meiriparts Dranga­jök­ul­svíð­erna inn­sigluð með eyði­legg­ingu heið­ar­inn­ar.

Víð­ernin vernda sig ekki sjálf. Þau hafa hvergi gert það í heim­inum og alveg sér­stak­lega ekki á Íslandi þar sem hugs­un­ar­laus og tóm­látur raf­orku­þorsti sunn­lenskra orku­fyr­ir­tækja, sem nú eru komin í erlendar hend­ur, fær að ráða för. Ef skamm­tíma­sjón­ar­mið um ósjálf­bæra og óaft­ur­kræfa auð­linda­nýt­ingu fá öllu ráð­ið, frekar en heild­stæð sýn á fram­tíð nátt­úr­unn­ar, víð­ern­anna og okkar sess meðal þeirra, þá munu víð­ernin halda áfram að hverfa hvert á fætur öðru þar til þau hætta að verða til. Við þurfum að taka upp­lýsta ákvörðun um að hætta að hugsa um þau sem afgangs­pláss sem situr eftir þegar búið er að virkja og nýta allt sem orð­ræða stór­virkj­un­ar­hugs­unar segir okkur að sé ein­hvers virði í aurum talið. Víð­ernin eru miklu mik­il­væg­ari í sjálfum sér en svo að nokkur ætti að leyfa sér að tala um þau sem óþarfar líf­lausar auðnir sem engu máli skipta.

Í þriðju og síð­ustu grein minni í bili um Hval­ár­virkjun og Dranga­jök­ul­svíð­erni mun ég fjalla um hvernig það gat gerst að meiri­hluti víð­ern­anna við Dranga­jökul eru komin á teikni­borð virkj­un­ar­að­ila án þess að nokkur hafi náð að spyrna fótum við. Þar mun loks birt­ast heild­ar­mynd víð­erna­eyði­legg­ing­ar­innar á Ófeigs­fjarð­ar­heiði, sem hingað til hefur mark­visst verið haldið frá almenn­ingi.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, stjórn­ar­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræði­fé­lagi og í sam­tök­unum ÓFEIGU nátt­úru­vernd sem vinna að verndun víð­ern­anna á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar