Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og hvað svo...

Auglýsing

Í dag höld­um við upp á alþjóð­legan dag kvenna­bar­átt­unnar og konur víða um heim­inn eru einnig að halda upp á þennan merki­lega dag. Bar­áttan um jafn­rétti heldur áfram þar til­ að VIÐ teljum að raun­veru­legt jafn­rétti hafi náðst. Það er mik­ill heiður að fá að flytja ræðu hér í dag fyrir hönd kvenna af erlendum upp­runa  á Íslandi. En það er afar sorg­legt að hugsa til þess að marg­ar þeirra kvenna sem ég stend sem full­trúi fyrir í dag eru í verk­falli þar sem þær ­mót­mæla þá gildru sem þær finna sig í hér á Íslandi og jafn­vel það sem verra er, þá eru miklu fleiri sem eru ekki í verk­falli heldur í vinn­unni og í þess­ari söm­u ­gildru.

Hvaða gildra er það sem ég er að tala um? Það er gildra van­virð­ing­ar, það er  gildra sam­fé­lags­legrar sóun­ar! Stað­reyndin er sú að alltof margar konur af erlendum upp­runa lýsa fram­komu í sam­fé­lagi sem hefur um langa hríð snúið baki gagn­vart ýmsu mis­jöfnu sem átt hefur sér stað gagn­vart okk­ur. Fram­koma af hálfu opin­berra stofn­ana, vinnu­staða, stétt­ar­fé­laga og því mið­ur, í sann­leika sagt, af hálfu íslenskra kyn­systra okk­ar. Þetta hefur leitt til þess að margar okkar upp­lifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga skilið sama rétt gagn­vart vernd, kjörum, aðstöðu- og rétt­inda í ís­lensku sam­fé­lagi. Ég við­ur­kenni það að þegar ég hef fundið fyrir höfnun og/eða van­virð­ingu er erfitt að átta mig á því hvort það hafi verið vegna þess að ég er útlensk eða vegna þess að ég er kona… eða útlensk kona?!?

Alltof margar kyn­systur mínar eru fastar í þess­ari gildru sem er lág­launuð störf og oft fleiri en eitt lág­launað starf. Menntun er auð­vitað leiðin upp úr lág­laun­aðri ­gildru EN alltof margar okkar fá ekki einu sinni menntun okkar metna til fulls svo að hægt sé að færa okkur upp í betur launað starf og færa okkar þekk­ingu og kraft til sam­fé­lags­ins. Ofmennt­un ­meðal inn­flytj­enda á vinnu­mark­aði er ekki nýtt af nál­inni, við höfum öll heyrt um ein­hverjar eða jafn­vel unn­ið ­með konum af erlendum upp­runa sem eru ofmennt­að­ar. Í jan­úar var þessi ofmennt­un við­ur­kennd opin­ber­lega þegar Hag­stofan gaf út sér­hefti félags­vísa uminn­flytj­endur og þar kemur fram að ofmenntun var miklu hærri meðal fólks af er­lendum upp­runa í lág­laun­uðu starfi en inn­fæddum í sama starfi. Er ekki kom­inn tími til að við hættum að tala um það og gerum eitt­hvað? Breytum þessu! Af hverju má ekki meta ­menntun okkar til hærri launa og færa okkur upp úr þess­ari gildru?

Auglýsing

Kjara­bar­átta kvenna af erlendum upp­runa er bar­átta um virð­ingu. Ég vil ekki horfa lengur í tár­vot augu og sjá alla leið­ina inn í hjörtu full af reiði hjá vin­konum mín­um ­sem eru spreng­lærðar og hlusta á þær lýsa bar­áttu fyrir því að fá sann­girni, fá við­ur­kenn­ingu fyrir því að þær ERU sál­fræð­ing­ar, kenn­ar­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, lækn­ar, lög­fræð­ing­ar, mark­aðs­fræð­ing­ar, frétta­konur eða lista­konur sem starfa dag­lega við störf sem er bæði lág­laun­að og Íslend­ingar vilji sjálf ekki starfa í. Jafn mik­il­vægt er að virða rétt kvenna af erlendum upp­runa án form­legrar mennt­unar til að mennta sig hér á Ís­landi alveg eins og íslenskar kyn­systur þeirra og bjóða þeim upp á sama tæki­færi til að færa sig upp í launa­töflu og í sam­fé­lagi!

Yfir­skrift ­dags­ins í dag er kjara­bar­átta. Við værum sáttar við það að fá hærra kaup og betri kjör á vinnu­staðnum en leyfum okkur einnig að setja á dag­skránna for­dóma, mis­munun og nið­ur­brot sem konur af erlendum upp­runa upp­lifa á íslenskum vinnu­mark­aði. Ræðum aðeins eina opin­bera grein­ingu á launa­mun milli starfs­mannaaf erlendum upp­runa og Íslend­inga. Reykja­vík­ur­borg  stóð fyrir þess­ari grein­ingu og þar kom fram að erlent starfs­fólk var með 23,7% lægri grunn­laun en starfs­fólk með íslenskt ­rík­is­fang og 24,7% lægri heild­ar­laun. EN þegar menn raða hlutum upp inn­an­ ­starfa­flokks, mennt­unar (eins og þau eru við­ur­kennd af hálfu yfir­manna og ­launa­deildar ), fag- og starfs­ald­urs og vinnu­tíma dregur veru­lega úr þessum mun ­sem end­ur­spegl­ast í því að leið­réttur launa­munur grunn­launa er 3,1% og heild­ar­launa 3,2% á hóp­un­um.

Það seg­ir okkur að það séu mjög fáar konur af erlendum upp­runa sem starfa á fagsviði sem ­sér­fræð­ing­ar, sem milli­stjórn­endur og/eða stjór­ar… Sorg­legt en satt þá virð­is­t vera sem svo að okkur sé ekki treyst fyrir slíkum störf­um. Um dag­inn var Al­þingi Íslands loks­ins að gefa rík­inu leyfi til að ráða inn­flytj­endur í störf með því að fella niður þá kröfu í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins að ein­stak­lingur verði að vera íslenskur rík­is­borg­ari til að geta fengið starf hjá rík­inu. Hugsið ykk­ur, ­konum af erlendum upp­runa er ekki treyst fyrir því að starfa sem sér­fræð­ingur í ráðu­neyt­inu, ekki einu sinni í mál­efnum utan­ríkis eða inn­flytj­enda! Sama má ­segja í einka­geir­anum og þó að það liggi ekki grein­ing fyr­ir, erum við í Sam­tök­um kvenna af erlendum upp­runa ekki að taka á móti konum af erlendum upp­runa sem ­starfa í stjórn fyr­ir­tækja eða í ábyrgð­ar­starfi hjá bönk­um, líf­eyr­is­sjóðum eða ­trygg­inga­fé­lög­um.

Gáf­að­ar­, ­mennt­að­ar, sterkar og fal­legar konur sem flytja hingað til lands eiga sér söm­u drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta fram­tíð og vel­gengni. Það er ­sam­fé­lags­leg sóun þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna ­kerf­is­bund­inna for­dóma, van­rækslu og mis­mun­un­ar, er þeim þröngvað í hlut­verk ræsti­tæknis á Alþingi, aðstoð­ar­konu í eld­húsi leik­skóla eða í umönnun á hjúkr­un­ar­heim­il­u­m á meðan meistara­gráður í sál­fræði liggja á hill­unni að safna ryk­i. 

Dag­ur­inn í dag snýst um sam­stöðu kvenna, að við stöndum hér saman og sam­mæl­umst um að við viljum að sam­fé­lagið leggi sig fram við að virða jafnan rétt okkar kvenna til­ betri kjara og virð­ing­u.. við stöndum saman í að efla kraft allra kvenna á Ísland­i. ­Konur af erlendum upp­runa krefj­ast nú sömu athygli sem og stuðn­ings frá íslenskum kyn­systrum okkar og að sam­fé­lagið bregð­ist við okkar ósk um virð­ingu með sama hætti og íslenskra kvenna.  Fyr­ir­tæki,  stétt­ar­fé­lög, opin­berar stofn­an­ir, sam­tök og sveit­ar­fé­lög þurfa að leggja sig fram í að útrýma mis­munun og sóun sem ég lýsi hér í dag. Þið þurfið að horfa sér­stak­lega til vald­efl­ingar þeirra við­kvæmust­u ­meðal okk­ar. Mik­il­vægt er að vinnu­veit­endur og stétt­ar­fé­lög tryggi það að við ­séum upp­lýstar um rétt­indi okkar og að þið virðið það að við viljum aðgang að okkar rétt­indum og tæki­færum til að deila með ykkur því besta sem við höfum fram að bjóða á vinnu­staðnum og í sam­fé­lag­inu. Síð­ast en ekki síst krefj­umst við að ­þið kæru íslensku kyn­systur standið með okk­ur, styðjið okkur og leyfið okkur að standa ávallt sam­hliða ykk­ur.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None