Misdjúp kolefnisspor

Páll Hermansson, hagfræðingur með áratuga reynslu alþjóðlegum flutningageira, heldur áfram að skrifa ítarlegar greinar um skipaflutninga og áskoranir í umhverfismálum.

Auglýsing

Helstu mönnum skipa­fé­lag­anna tala gjarnan um kolefn­is­sporið, hvað það sé umhverf­is­vænna að flytja með skip­um, en með öðrum far­ar­tækj­um. Það er reyndar ekki alltaf rétt. Það er mik­ill munur á litlu skipi og stærra skipi, og að flytja með fullu skipi eða hálf tómu, en í þess­ari grein er borin saman olíu­notkun gáma­flutn­inga á vegum á Íslandi og með því sem talað hefur verið um sem strand­ferð­ir.

Áður voru vegir lélegir og flutn­inga­bílar voru búnir mun verri dekkjum en þekkj­ast í dag, svo farmur land­flutn­inga­bíla var lít­ill og tók langan tíma að fara á milli. Mest af flutn­ingum til og frá lands­byggð­inni fór með strand­ferða­skip­um. Vörur komu og fóru beint milli hafna á strönd­inni og erlendra hafna. 

Hring­veg­ur­inn var byggður með var­an­legu slit­lagi. Skip fluttu vöru í gámum og flutn­inga­bílar gátu tekið meiri farm, og Hval­fjarð­ar­göng styttu veg­inn norð­ur. Rík­is­skip lok­aði og Sam­skip og Eim­skip tóku við, voru með skip á strönd­inni, en Sam­skip hætti því á árinu 2000 og Eim­skip í lok árs 2004. 

Auglýsing

Á þeim 9 árum sem liðu þangað til þessir flutn­ingar voru teknir upp á ný, voru oft umræður um hvað skipa­flutn­ingar væru umhverf­is­vænni en bíl­ar. Í apríl 2005 gaf Sam­göngu­ráðu­neytið út skýrslu, NEFND­AR­Á­LIT UM ÞRÓUN FLUTN­INGA INN­AN­LANDS, sem mærði umhverf­is­lega yfir­burði strand­flutn­inga, byggt á óraun­hæfum for­send­um, eins og 80% farmnýt­ingu skipa. Þó var minnst á útreikn­inga Eim­skips með sam­an­burði á notkun skips, Mána­foss, og flutn­inga á veg­um, þar sem talið var að útstreymi kold­tví­oxíðs minnk­aði um 57% sam­fara því að flutn­ingum var hætt með Mána­fossi (síða 13) og allt flutt með bíl­um. Síðan þá hafa bílar orðið mun umhverf­is­vænni, í og með vegna krafna Evr­ópu­sam­bands­ins um meng­un­ar­varn­ir.

Loks­ins strand­sigl­ingar á ný

Árið 2013 hófu bæði Sam­skip og Eim­skip þessar sigl­ingar að nýju. Þáver­andi sam­göngu­ráð­herra fagn­aði í við­tölum við fjöl­miðla: Loks­ins, loks­ins.

Áður en eft­ir­far­andi stað­hæf­ing er sann­reynd verður að taka fram að ákvæði í lögum um skyldu hafna til að upp­lýsa um magn sem flutt er um hafn­irnar hefur verið túlkað þannig af yfir­vald­inu, Vega­gerð­inni, að þetta geri menn bara þegar and­inn blæs mönnum það í brjóst og þá sé bara upp­lýst um það sem menn vilja upp­lýsa um. Það hafa orðið til nokkrar skýrslur sem byggj­ast á ófull­komnum upp­lýs­ingum þótt höf­und­arnir telji sig vænt­an­leg hafa full­komnar upp­lýs­ing­ar. Hefur verið kvartað til Úrskurð­ar­nefndar upp­lýs­inga­mála vegna þessa.

Mynd:  SEQ Mynd \* ARABIC 1 Skip Samskip á leið frá Sundahöfn til Sauðárkróks 8 ágúst 2018. Það fer fjarri því að fjöldi gáma í dekki sé venjulegur fyrir innanlandsflutninga.  

Með ófull­komnum upp­lýs­ingum má álykta að heildar fjöldi gáma með skipum sem losa og lesta á nokkrum höfnum á strönd­inni  sé um 20.600 gáma­ein­ing­ar, TEU, á ári. Tveir þriðju þeirra með vöru til hafnar eða frá, og þriðj­ungur tómir gám­ar. Hér er átt við hafn­irnar Ísa­fjörð, Sauð­ár­krók, Akur­eyri og Húsa­vík. Til skamms tíma komu meg­in­lands­skip Eim­skips viku­lega við á Reyð­ar­firði. Gámar til  Reyð­ar­fjarðar eða frá eru ekki inni­faldir í gáma­fjöld­an­um.

Á síð­asta ári voru flestar vik­urnar skip beggja félaga í höfn­un­um, þannig má segja að á árs­grund­velli voru nálægt 90 við­komur í höfn­unum sem þýðir að það voru að jafn­aði 230 TEU í hverri ferð skipa sem höfðu yfir 500 TEU burð­ar­getu. Skipin héldu áfram til Fær­eyja, Bret­lands og meg­in­lands­ins.  Ef þessi flutn­ingur með skipum hefði farið með bílum að stóru meg­in­lands­skipi hefði kolefn­is­sporið þá orðið minna, af því að stór flutn­inga­skip menga hlut­falls­lega minna en hin smærri.  

Áfram veg­inn

Ef þessi farmur hefði allur farið á þjóð­veg­ina í venju­legum gámum, þá hefðu verið um 7.200 ferðir flutn­inga­bíla, fram og til baka, 4,2 milj­ónir kíló­metra. Með því að reikna með að jafn­aði 45 lítra eyðslu á hund­rað kíló­metra hefði þurft til 1.590 tonn af dísilolíu 77 lítra á TEU.  66% hefðu farið til Reyð­ar­fjarð­ar­hafn­ar, en þaðan hafa verið viku­lega sigl­ingar og 34% til Grund­ar­tanga­hafn­ar, en það eru viku­legar við­komur þriggja skipa sem fara til meg­in­lands­ins og til Eng­lands. Til að minnka kolefn­is­sporið er kjörið að nota Grund­ar­tanga fyrir vörur til og frá lands­byggð­inni í stað Sunda­hafn­ar.

Mynd 2 45´PW frystigámur á leið inn í höfnina í Dyflini. Sjá má fremst og aftast að um 45´gám er að ræða og 33 Euro Pallets bendir til að um víðan gám sé að ræða.

Við flutn­ing með gámum innan Evr­ópu með skipum og járn­brautum eru mestan part not­aðir 45 feta gámar, aðeins víð­ari en venju­legir gámar til þess að geta koma fyrir tveimur 120 cm pöllum hlið við hlið í gámn­um. Á fag­mál­inu er rætt um 45´PW-gáma. Sé varan ekki mjög þung má koma 15% meira magni í gám­inn. Þá er 15% meira magn í hverri ferð á veg­un­um. Notkun slíkra gáma gæti sparað akstur og þar með olíu­notkun um það bil 10%. Skipa­fé­lögin hafa enn ekki boðið upp á þessa minnkun kolefn­is­spors­ins, vænt­an­lega vegna þess að alþjóð­leg  reynsla hefur kennt útgerðum að þegar rúm­tak gáma hefur stækk­að, sem þýðir að skipið getur borið færri gáma, hefur gengið illa að fá flutn­ings­kaup­anda til að borga fyrir aukið rými. Afgreiðslu og akst­urs­kostn­aður kaup­and­ans minnkar á hvern rúmmetra, og þar gæti sparn­að­ur­inn verið mun meiri en kostn­aður vegna auk­ins rým­is. Eim­skip hefur þó til­kynnt að þeir séu að fjár­festa í 45´PW-frysti­gám­um. 

Olíu­sóun

Til að halda úti einu skipi sem fer viku­lega í kringum landið þarf 3.000 tonn af skipa­olíu sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Eim­skip í skýrsl­unni frá á árinu 2005, sem gerir 145 kíló af skipa­olíu á TEU – tvisvar sinnum meira kolefn­is­spor en með bíl. Tvö skip voru notuð mest allt árið. Þau eyða 6.000 tonnum sem þýðir 290 kg á TEU  sem er 3,8 sinnum meira en með bíl. Um þessar mundir er Sam­skip viku­lega og Eim­skip aðra hverja viku. Kolefn­is­jafnan segir að þá þurfi 2,8  sinnum meiri skipa­olíu en ef allt færi með bíl­um. Skipa­ol­ían er mun meira meng­andi en dísil­ol­ía.

Það má reyndar teygja sporið alla leið til Bíldu­dals. Þangað eru núna viku­legar sigl­ingar til að skila 15 gámum og lesta aðra 15 gáma með laxi. Skipa­olía sem þarf fyrir sigl­ing­una norður og til baka í Sunda­höfn er nálægt 15 tonn. Magnið sem fór í gámana hefði kom­ist í 13 vöru­flutn­inga­bif­reiðar sem hefðu þurft sam­tals 5 tonn til að kom­ast báðar leið­ir. Skipa­sporið er þrisvar sinnum dýpra en bíla­spor­ið. 

Kostn­aður vegna þjóð­vega

Fyrir margt löngu hélt tals­maður strand­ferða því fram að það hægt væri að flytja allt með skipum og því væru veg­irnir afgang­stærð (ekki nákvæm­lega eftir haft).

Nú eru veg­irnir þunga­miðja allra flutn­inga. Fólk keyrir á milli og fólk tekur rút­ur. Í skýrslu frá 2013 (Áhrif þunga­tak­markanna á veg­um, síða 25 ) var mat höf­undar skýrsl­unnar að 52–66 vöru­flutn­inga­bílar færu um veg­ina á sól­ar­hring. Ef gáma­sigl­ingum á strönd­ina yrði hætt mundu bæt­ast við um 24-28 ferðir á dag. Lang­flestir vegir eru byggðir fyrir þann þunga sem fluttur er allt árið. Það er óum­deilt að þung öku­tæki slíta vegum mun meira en fólks­bíl­ar. Hins vegar er slit á vegum vegna veð­urs óháð umferð. Góða vegi þarf, hvort sem farnar eru 50 eða 70 ferðir vöru­flutn­inga­bif­reiða sem eru búnar sam­kvæmt ströng­ustu kröfum um akstur á veg­um. 

Heldur er minna um bein­harðar upp­lýs­ingar um kostnað við vöru­flutn­inga á vegum lands­ins. Nágrannar okk­ar, Sví­ar, vita að til að ná árangri eða taka réttar ákvarð­anir þarf að byggja á áreið­an­legum upp­lýs­ing­um. Sam­kvæmt þeim er kostn­aður vegna slits vega, þegar drátt­ar­bíll með vagn með 40 tonna heild­ar­þunga er ekið, 4,89  ís­lenskar krónur á kíló­met­er, sam­kvæmt gengi 21 febr­úar 2019 (Vi­erth, Evalu­at­ing the external cost of trailer tran­sport 31012018) . Við­ur­kennd evr­ópsk við­miðun kennd við Ricardo gefur þennan kostnað hærri, 7,87 ísl krón­ur. Af því allt er dýr­ara á Íslandi er kannski rétt að setja 50% álag á þessa upp­hæð sem yrði þá kr. 11,81 á kíló­met­er. Kostn­aður vegna slits á vegi frá Akur­eyri til Reyð­ar­fjarðar og til baka yrði því kr. 6.661. Sé gert ráð fyrir að kostn­aður á hvern ekinn kíló­meter sé $ 2, eða kr. 240, þá er fram­lag til slits veg­ar­ins 5% af tekjum ferð­ar. Best væri að fá þennan kostnað í einni lyk­il­tölu frá Vega­gerð­inni, eins og tíðkast erlend­is.   

Drátt­ar­bíll með vagn og 45´PW gám vegur 21 tonn og er því þungi farms við 40 tonna heild­ar­þunga 19 tonn. Sam­kvæmt reglu­gerðum getur mesti heild­ar­þungi verið 49 tonn með ákveðnum skil­yrðum sem þýðir nálægt 28 tonna farm­þyngd. Kostn­aður vegna slits mundi aukast veru­lega, en samt vel þess virði miðað við að auka farm með 45%.

Sam­kvæmt evr­ópskum útreikn­ingum (ITF, 28 júní 2018) er launa og olíu­kostn­aður sam­tals 56 – 74% af kostn­aði ferð­ar. Fer nærri að tæpur helm­ingur kostn­aðar akst­urs­ins renni í rík­is­sjóð. Má gera ráð fyrir að með þeim tekjum hins opin­bera yrðu þessir flutn­ingar ekki nið­ur­greiddir og umhverf­inu betur borgið á vegum en með þeim skipa­rekstri sem hefur við­geng­ist.

Vegir og rútur í stað flug­véla og skipa

Hér hefur verið rakið að núna er flutn­ingur gáma inn­an­lands umhverf­is­vænni á vegum en skip­um. Flutn­inga­bílar hafa orðið spar­neytn­ari í liðnum ára­tug. Þróun flutn­inga­bíla miðar að því að hægt verði að knýja þá með raf­magni. Þegar lausn verður fundin á hleðslu málum verður mengun af akstri slíkra bíla hverf­andi.

Það þarf að halda áfram að gera göng og bæta og stytta vegi. Á teikni­borð­inu eru til­lögur sem leiða til 20 km stytt­ingar á leið­inni milli Akur­eyrar og Reykja­vík­ur. Kostn­aður er um tvö kís­il­göng. Lang­flestir sem fara á milli, fara með bíl og stærsti hluti kostn­aður ferð­ar­innar er olía og þar getur stærsti hlut­inn farið í að byggja upp veg­ina. Miðað við 1000 öku­tæki á sól­ar­hring og að jafn­aði 8 lítra eyðslu á 100 km, þá mun þessi stytt­ing leiða til 500 tonna minni olíu­notk­unar á ári.

Stytt­ing leiðar og örugg­ari vegir koma þeim til bóta sem vilja ferð­ast milli lands­hluta á eigin veg­um!

Draumar og veru­leiki

Það er enn mikið talað um strand­sigl­ing­ar. Sumt eru draumar og annað er veru­leiki. Í frum­varpi til Sam­göngu­á­ætl­unar lagt fram hausið 2018 segir á síðu 30 Með auknum strand­sigl­ingum hefur útflutn­ings­höfnum fjölg­að. Í árs­lok 2017 voru reglu­bundnir vöru­flutn­ingar frá 11 höfnum hring­inn í kringum um land­ið. Fyrst þarf að vera ljóst hvað telst til strand­flutn­inga. Í þessum skrifum er miðað við reglu­lega flutn­inga í gámum til og frá hafna á strönd­inni, sem ekki var þjónað af slíkum skipum milli 2005 og 2013, Ísa­fjörð­ur, Sauð­ár­krók­ur, Akur­eyri og Húsa­vík. Hafnir í Fjarða­byggð höfðu viku­lega við­komu Evr­ópu­skips, og sömu­leiðis Vest­manna­eyjar sem hafði tvær við­kom­ur.

Sem dæmi um hversu þessir flutn­ingar voru vax­andi, þá fækk­aði Eim­skip sigl­ingum á strönd frá því að vera viku­lega í að vera á hálf­s-­mán­aðar fresti um það leiti sem frum­varpið var lagt fram. Reyndar með skipi sem hefur 40% meiri burð­ar­getu, en eftir sem áður er flutn­ings­getan 70% af því sem var.  Enn og aft­ur, vöntun á upp­lýs­ingum veikir þessa umræðu, en samt er ég nokkuð viss um að ég er jafn illa upp­lýstur og sam­göngu­ráð­herra.

Aðrir flutn­ingar um hafnir á strönd eru flutn­ingur á upp­sjáv­ar­fiski á pöllum með frysti­skipum frá a.m.k. 7 höfn­um, flutn­ingur á áburði og olíu og annar til­fallandi flutn­ingur eins og hey úr Skaga­firði og Húna­vatns­sýslu til Nor­egs. Þessir flutn­ingar eiga það sam­eig­in­legt að verð farms er til­tölu­lega lágt, og að þeir þola bið. Vika til eða frá skiptir yfir­leitt  ekki máli.

Gáma­flutn­ingur er með dýr­ari vöru sem oftar en ekki er flutt reglu­lega í smærri skömmtum til mót­tak­anda sem býst við vör­unni á vissum degi, um það bil.

Evr­ópu­sam­bandið hefur reynt að færa flutn­inga af vegum til járn­brauta og skipa. Árangur hefur verið klénn í flestum til­vik­um, af mörgum ástæð­um; menn vilja dag­legar afskip­an­ir, verð­munur er lít­ill og það hefur oft gengið erf­ið­lega að sanna að skipa­flutn­ingar séu umhverf­is­vænni en land­flutn­ingar eða blanda af land­flutn­ingum og far­þega­ferj­um. Þar veltur á hag­kvæmni stærð­ar­innar því eftir því sem skipin eru stærri minnka nei­kvæð umhverf­is­á­hrif (og reyndar eftir því sem skipin eru nýrri, því sífellt koma nýjar umhverfis­kröfur við hönnun skipa). En í fæstum til­fellum er hægt að fylla stór skip nógu oft, að hafa fleiri en eina brott­för á viku. Fyrir marga nægir ekki ein brott­för á viku. 

Skipin sem hafa verið notuð á strönd­inni eru 505 TEU, og nýt­ing þeirra er í stand­sigl­ingum er minna en 40%, senni­lega um að jafn­aði 25%. Sam­an­burður að ofan sýnir að land­flutn­ingar hafa í öllum til­fellum mikla umhverf­is­lega yfir­burði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar