Upplýsingagjöf lífeyrissjóða

Framkvæmdastjórar Frjálsa lífeyrissjóðsins, EFÍA og LSBÍ og Lífeyrissjóðs Rangæinga segja að lífeyrissjóðir og eftirlitsaðilar hafi lagt sig fram við að miðla ítarlegum upplýsingum um starfsemi þeirra. Það megi hins vegar alltaf gera betur.

lifeyrissjodsamsett.jpg
Auglýsing

Á tímum upp­lýs­inga­tækni er krafa um aukið gagn­sæi og greiðan aðgang að upp­lýs­ingum eðli­leg og ætla má að sú krafa eigi bara eftir að aukast. Hún gildir að sjálf­sögðu um líf­eyr­is­sjóði og ánægju­legt að sjá stöðugt fleiri láta sig mál­efni líf­eyr­is­sjóða varða. Virku aðhaldi sjóð­fé­laga ber að fagna og allri upp­lýsandi og gagn­legri umræðu um líf­eyr­is­kerfið skal haldið á lofti enda er það hagur okkar allra.

Rétt er að fara yfir hvar og hvernig nálg­ast má helstu upp­lýs­ingar um líf­eyr­is­sjóð­ina og hvaða upp­lýs­ingar er þar að finna.

Vef­síður sjóð­anna

Fyrst ber að nefna vef­síður líf­eyr­is­sjóð­anna en hafa ber í huga að hver líf­eyr­is­sjóður er sjálf­stæð ein­ing og birtir því ein­ungis upp­lýs­ingar um sína starf­semi, en ekki ann­arra. Á vef­síð­unum má nálg­ast árs­reikn­inga sjóð­anna sem inni­halda ítar­legar upp­lýs­ingar um ávöxt­un, eigna­sam­setn­ingu, kostnað við rekstur og fjár­fest­ingar og árangur fjár­fest­inga svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa margir líf­eyr­is­sjóðir einnig dregið saman helstu upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ing­um, svo sem upp­lýs­ingar um ávöxtun sl. ára og birt þær sér­stak­lega á vef­síðu sinni. Sumir ganga svo enn lengra og birta reglu­lega yfir­lit yfir allar fjár­fest­ingar sín­ar, sund­ur­liðað á ein­stök verð­bréf. Loks setja flestir líf­eyr­is­sjóðir fréttir um starf­sem­ina á vef­síður sínar og/eða senda þær í tölvu­pósti til sjóð­fé­laga.

Auglýsing

Opin­berir aðilar

Næst má nefna opin­bera aðila sem taka saman upp­lýs­ingar um alla líf­eyr­is­sjóði og birta á vef­síðum sín­um. Fjár­mála­eft­ir­litið tekur saman upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóða og birtir ítar­lega sam­an­tekt yfir helstu lyk­il­tölur úr árs­reikn­ingum þeirra, s.s ávöxt­un, kostnað og trygg­inga­fræði­lega stöðu en rétt er að hafa í huga að upp­gjörs­að­ferðir sam­trygg­ing­ar­líf­eyr­is­sjóða eru ólíkar og því eru tölur um ávöxtun ekki að öllu leyti sam­an­burð­ar­hæf­ar. Þá hóf Fjár­mála­eft­ir­litið nýverið að birta árs­fjórð­ungs­lega sam­an­tekt á eigna­flokkum fjár­fest­inga líf­eyr­is­sjóð­anna.

Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða

Þá má ekki gleyma Lands­sam­tökum líf­eyr­is­sjóða sem ásamt því að birta sam­an­tekt á ávöxtun sér­eign­ar­deilda líf­eyr­is­sjóð­anna sl. 5 og 10 ár, taka saman upp­lýs­ingar um sjóð­ina í heild og birta undir Hag­tölum líf­eyr­is­sjóða á vef­síðu sam­tak­anna. Jafn­framt eru þar birtar fréttir og fræðslu­greinar um líf­eyr­is­mál.

Sjóð­fé­laga­yf­ir­lit

Ef við beinum svo sjónum að sjóð­fé­lögum og hvaða upp­lýs­ingar þeir geta fengið um sína eigin stöðu þá senda líf­eyr­is­sjóðir út yfir­lit tvisvar sinnum á ári. Á þeim yfir­litum kemur fram hvað sjóð­fé­lagi hefur greitt í sjóð­inn sl. mán­uði, hvaða rétt­indi sjóð­fé­lag­inn á í sínum sjóði og áætluð rétt­indi við starfs­lok m.v. áfram­hald­andi iðgjalda­greiðsl­ur. Vilji sjóð­fé­lagi nálg­ast þessar upp­lýs­ingar oftar eða með raf­rænum hætti þá hefur hann aðgang að slíkum yfir­litum fyrir hvert það tíma­bil sem honum hugn­ast inni á vef við­kom­andi sjóðs yfir­leitt undir heit­inu Mínar síð­ur. Flestir laun­þegar hafa hins vegar greitt í fleiri en einn sjóð um ævina og til veita sem besta yfir­sýn komu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að sam­eig­in­legu verk­efni sem kall­ast Líf­eyr­is­gátt­in. Í Líf­eyr­is­gátt­inni geta sjóð­fé­lagar nálg­ast upp­lýs­ingar á einum stað um öll áunnin rétt­indi í þeim sam­trygg­ing­ar­líf­eyr­is­sjóðum sem þeir hafa greitt í um ævina.

Sam­fé­lags­miðlar

Sam­fé­lags­miðlar hafa hafið inn­reið sína hjá líf­eyr­is­sjóðum líkt og ann­ars staðar og nokkrir sjóðir hafa nýtt sér þá leið til að auka sýni­leika sinn og sam­skipti við sjóð­fé­laga. Þá hafa sjóð­irnir almennt lagt mikla vinnu í vef­síður sínar og nýtt sér staf­ræna þróun til að koma upp­lýs­ingum á fram­færi með skýrum hætti. Þeirri vinnu er þó ekki lokið enda er vinnu við góða fram­setn­ingu upp­lýs­inga aldrei lokið og stöðugt hægt að betrumbæta.

Per­sónu­leg ráð­gjöf og fræðslu­fundir

Þrátt fyrir þá miklu og jákvæðu þróun sem orðið hefur á tækn­inni og raf­rænni þjón­ustu má ekki gleyma mann­lega þætt­in­um. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins bjóða sjóð­fé­lögum sínum upp á per­sónu­lega ráð­gjöf og þjón­ustu og jafn­framt halda margir sjóðir reglu­lega opna fræðslu­fundi fyrir sína sjóð­fé­laga og er þeim í ein­hverjum til­fellum streymt um sam­fé­lags­miðla til að sem flestir geti nýtt sér þá.

Sam­an­burður á ávöxtun líf­eyr­is­sjóða

Af þess­ari yfir­ferð má ljóst vera að upp­lýs­inga­gjöf líf­eyr­is­sjóð­anna er umtals­verð, enda eðli­leg krafa sjóð­fé­laga að gott aðgengi sé að upp­lýs­ingum um þeirra eignir og rétt­indi. Varð­andi aðgengi að sam­an­burði á ávöxtun líf­eyr­is­sjóða þá hafa Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða nú þegar tekið saman upp­lýs­ingar um ávöxtun sér­eign­ar­deilda líf­eyr­is­sjóð­anna og birt þann sam­an­burð á vef­síðu sinni og er það vel. Þá er fyr­ir­hugað hjá sam­tök­unum að birta sam­bæri­lega sam­an­tekt á ávöxtun á sam­trygg­ing­ar­deildum líf­eyr­is­sjóða. Sam­an­burður á sam­trygg­ing­ar­deildum er hins vegar ekki ein­faldur og huga þarf að mörgum þáttum svo hann sé sam­an­burð­ar­hæf­ur. Til að svo sé þarf fyrst og fremst að leið­rétta fyrir mark­aðs­á­vöxtun skulda­bréfa sem gerð eru upp á kaup­kröfu. Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, hefur til dæmis í nýút­kominni grein á vefnum efna­hagsmal.is fjallað um sam­an­burð á lang­tíma­á­vöxtun og áhættu líf­eyr­is­sjóða á betri hátt en áður hefur verið gert.

Enn betri upp­lýs­inga­gjöf í fram­tíð­inni

Auk­inn áhugi sjóð­fé­laga á mál­efnum líf­eyr­is­sjóða er mikið fagn­að­ar­efni og von­andi mun hann aukast enn frek­ar. Líf­eyr­is­sjóðir sem og eft­ir­lits­að­ilar þeirra hafa lagt sig fram um að miðla ítar­legum upp­lýs­ingum und­an­farin ár og stöðugt er bætt í. Það er hins vegar ljóst að alltaf má gera betur og bæta fram­setn­ingu. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með og taka þátt í þróun mála næstu árin í þá átt að auka enn frekar upp­lýs­inga­gjöf í góðu sam­ráði við sjóð­fé­lag­ana, eig­endur líf­eyr­is­sjóð­anna.



Höf­undar eru fram­kvæmda­stjórar Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins, EFÍA og LSBÍ og Líf­eyr­is­sjóðs Rang­æ­inga.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar