Framtíð ungs fólks og komandi kynslóða er í húfi

Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá birtir stuðningsyfirlýsingu við unga fólkið sem mótmælir aðgerðarleysi stjórnvalda.

Mótmæli ungs fólks vegna loftslagsbreytinga
Auglýsing

Stuðningsyfirlýsing í tilefni heimsloftslagsmótmæla ungs fólks föstudaginn 15. mars, frá Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá:

Mörg hundruð þúsund nemendur í hundruðum borga út um allan heim hafa fylgt fordæmi Gretu Thunberg frá Svíþjóð og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Það er gott að taka sér orð Gretu í munn: „Fólk segir mér að það fyllist von þegar það sér mig og önnur ungmenni í skólaverkfalli,“ og það segir „ó, börnin munu bjarga okkur.“ En nei, það gerum við ekki. Við erum of ung til að geta gert það. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að fullorðnast og bjarga málunum í framtíðinni. Fólkið sem hefur völdin núna þarf að gera það núna.“ Ákall ungmenna um allan heim er að ,,það sé tími til kominn að tala minna og gera meira.“

Þetta unga og frakka fólk kallar eftir neyðaraðgerðum til að stöðva hlýnun jarðar. Það hefur sameinast undir myllumerkjunum #FridaysForFuture og #Climatestrike og viðburðinum Global Strike For Future 15. mars á Fésbók. Ríkisstjórn Íslands hefur skrifað undir Parísarsáttmálann, þar sem lögð er áhersla á að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 2°C. Nýjustu rannsóknir Alþjóðaloftslagsráðsins sýna hins vegar að hlýnun yfir 1.5°C muni ógna tilveru okkar. Plánetan hefur þegar hlýnað um 1°C. Samt stefnum við núna í 3.5°C, vegna þess að þjóðir heims hafa ekki lofað nógu kröftugum aðgerðum.

Þetta á líka við um Ísland.

Auglýsing

Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá styðja loftslagsverkföllin og þær mikilvægu kröfur sem liggja að baki þeim. Þrítugasta og þriðja grein nýju stjórnarskrárinnar kveður á um að „nýtingu náttúrugæða skuli haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.“ Sú staðreynd að ný stjórnarskrá Íslands hafi ekki verið innleidd er mikið hneyksli fyrir stjórnendur landsins. Með innleiðingu 33. greinar bæri stjórnvöldum að virða rétt komandi kynslóða.

Undir þessa grein skrifa stjórnarkonur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.

 • Alexandra Briem
 • Andrea Helgadóttir
 • Árný Elínborg Ásgeirsdóttir
 • Bergljót Tul Gunnlaugsdóttir
 • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
 • Helga Bára Bartels Jónsdóttir
 • Isold Uggadóttir
 • Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir
 • Katrín Oddsdóttir
 • Kristín Erna Arnardóttir
 • Kristín Vala Ragnarsdóttir
 • Nichole Leigh Mosty
 • Ruth Stefnis
 • Sema Erla Serdar
 • Svala Hjörleifsdóttir
 • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar