Átak í meðferð sorps og úrgangs

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um meðferð sorps og þær leiðir sem eru í boði vegna hennar.

Auglýsing

Nú sem stendur eru sveit­ar­fé­lög víða um land að reyna að sam­ræma skipu­lag sorp­með­ferðar án telj­andi aðkomu rík­is­ins. Sorpa hefur náð lang­bestum árangri en byggða­sam­lagið hefur ekki getað haldið áfram að taka við úrgangi utan síns þjón­ustu­svæðis af eðli­legum orsök­um.

Víða er pottur brot­inn

Sorp­með­ferð er ekki nægi­lega umhverf­is­væn hér á landi og end­ur­nýt­ing ekki full­nægj­andi. Miklu skiptir að svo sé og ekki hvað síst þegar horft er til ímyndar Íslands og stöðu lofts­lags­mála. Með­ferð úrgangs er ýmist ófull­nægj­andi eða í bið­stöðu víða um land. Meðal ann­ars er úrgangi ekið langar leið­ir, nýir urð­un­ar­staðir fást ekki og brátt stefnir í að evr­ópskar reglu­gerðir heim­ili ekki urðun líf­ræns úrgangs. 

Auglýsing
Staðan felur í sér áskorun um að fara í saumana á þessum mála­flokki og koma upp sam­ræmdu skipu­lagi og heild­rænum lausn­um. Það ger­ist ekki án aðkomu rík­is­ins. Með nýju jarð­gerð­ar- og met­an­stöð Sorpu er stigið stórt fram­fara­skref. Sams konar en minni stöðvar gætu verið ein helsta úrbót í sorp­málum utan svæðis Sorpu.

End­ur­skipu­lagn­ingar er þörf

Ég hef hvatt til þess að rík­is­stjórnin komi á fót verk­efna­hópi skip­uðum full­trúum ríkis og allra sveit­ar­fé­laga (t.d. land­sam­taka/­sam­banda), og sér­fræð­inga. Verk­efni hans í þéttu sam­ráði við sveit­ar­fé­lögin gætu verið þessi:

  • Sam­ræmt skyldu­flokk­un­ar­kerfi fyrir allt landið
  • Skipt­ing lands­ins í sam­lags­um­dæmi með full­nægj­andi aðstöðu til flokk­unar
  • Flutn­ings­kerfi úrgangs innan hvers umdæmis og lág­mörkun akst­urs
  • End­ur­vinnsla og end­ur­nýt­ing inn­an­lands þar sem hentar
  • Flutn­ingur til útlanda frá til­teknum höfnum
  • Jarð­gerð og met­an­fram­leiðsla í hverju umdæmi eða sem næst því
  • Brennsla úrgangs aðeins þar sem allra ítrasta þörf krefur
  • Urðun óvirks og óflokk­an­legs úrgangs (ein­göngu)

Í stað jarð­gerðar og hluta end­ur­vinnslu (t.d. á ýmiss konar plasti) gæti komið kerfi strand­sigl­inga þar sem úrgangi er safnað saman á lands­vísu í ´ser­stakt gma­á­flutn­inga­skip með vist­vænan vél­bún­að. Úrgang­ur­inn væri fluttur á svo­kallað „kalt“ land­svæði og brennt í einni hátækni­stöð sem skilar veru­legri raf- og varma­orku umfram orku sem fer í í koma brun­anum af stað. Slíkt verk­efni hefur verið for­unnið af Sorp­orku. Alla kosti þarf að kanna og reikna bæði raun­kostn­að, kostn­að­ar­skipt­ingu milli ríkis og sveit­ar­fé­laga, vist­spor og hag­ræð­ingu sem af sam­ræmdu kerfi hlýst.

Kostn­aður við alla þessa iðju er og verður tölu­verður og í mörgum til­vikum umfram tekj­ur. Þess vegna þarf að koma til sam­komu­lag ríkis og sveit­ar­fé­laga hvernig fjár­málum skuli hagað í þágu umhverfis og íbúa lands­ins. Vel má vera að hækkun þjón­ustu­gjalda þurfi að hluta til þess að mála­flokknum sé borg­ið, auk rík­is­fram­lags. Koma verður með­ferð úrgangs á lands­vísu í full­nægj­andi horf á 2-3 árum.  Það er verk­efni sem þolir litla bið.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Það helsta hingað til: Ríkisforstjórarnir og þingmennirnir á háu laununum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt það fyrirferðamesta hefur snúist um miklar launahækkanir sem æðstu embættismenn og ríkisforstjórar hafa fengið á undanförnum árum.
Kjarninn 22. apríl 2019
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Framtíðarstörfin í framtíðarumhverfinu
Kjarninn 22. apríl 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Af íslenskum stjórnmálum um páska 2019
Kjarninn 22. apríl 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Auðvitað einungis mannlegur“
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur heldur betur hrist upp í fólki og segist umhverfis- og auðlindaráðherrann hafa fundið fyrir vonleysi í kjölfar útgáfu hennar. Þó hugsi hann fremur í lausnum og hvernig eigi að útfæra þær.
Kjarninn 22. apríl 2019
Þröstur Ólafsson
Og allir komu þeir aftur og enginn ...
Kjarninn 22. apríl 2019
Neftóbakssala heldur áfram að aukast
Neftóbakssala jókst í fyrra um 19 prósent og voru tæplega 45 tonn af neftóbaki seld árið 2018. Neftóbaksneysla er að aukast hjá fólki á þrítugsaldri sem og konum. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman um tíu prósent.
Kjarninn 21. apríl 2019
Karolina Fund: Eitraður úrgangur
Karolina Fund-verkefni vikunnar er ljóðasafn Bjarna Bernharðs 1975 – 1988.
Kjarninn 21. apríl 2019
Árni Már Jensson
Ljósið í samúðargáfunni
Kjarninn 21. apríl 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar