Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum

Ingrid Kuhlman telur að mikið sé hægt að læra af viðhorfi eldri borgara en í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn.

Auglýsing

Alþjóð­legi ham­ingju­dag­ur­inn er hald­inn í sjö­unda sinn 20. mars að frum­kvæði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Mark­miðið með deg­inum er að vekja til vit­undar um mik­il­vægi ham­ingj­unn­ar.

Und­ir­rituð útskrif­að­ist með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði frá Buck­ing­hams­hire New Uni­versity haust 2018. Loka­verk­efnið var eig­ind­leg rann­sókn á skynjun og skiln­ingi eldri borg­ara á vellíð­an. Rann­sókn­ar­spurn­ing­arnar voru: Hvernig skynja og skil­greina eldri borg­arar á Íslandi vellíðan og hvaða þættir hafa að þeirra mati áhrif á vellíðan á efri árum? Þátt­tak­endur voru sjö ein­stak­lingar á aldr­inum 70-79 ára en sam­kvæmt rann­sókn Emb­ættis land­læknis á heilsu og líðan Íslend­inga árið 2012 upp­lifa ein­stak­lingar á þeim aldri mestu ham­ingj­una. Tekin voru hálf­opin við­töl og gögnin síðan þema­greind.

Sjö þemu fund­ust í svörum við­mæl­enda sem sýna hvernig þeir hafa skapað sér ham­ingju­ríka til­veru. Segja má að svör þátt­tak­enda séu eins­konar upp­skrift að vellíð­an. Hér fyrir neðan verður fjallað um þemun sjö:

Auglýsing

1. „Þú skapar þér þína ham­ingju“

Við­mæl­endur telja að ekki eigi að bíða eftir því að verða ham­ingju­samur heldur þurfi maður að skapa sér sína ham­ingju. Með því að við­hafa jákvætt við­horf, ein­blína á skemmti­lega hluti og velta sér ekki upp úr því sem maður getur ekki haft áhrif á sé hægt að auka vellíð­an. Æðru­leysi ein­kennir svör við­mæl­enda, sem telja mik­il­vægt að gera það besta úr því þeir hafi. Þeir leggja áherslu á að njóta hvers augna­bliks og litlu hlut­anna:

„Það eru svo ótrú­lega margir litlir hlutir sem eru bara dásam­legir á hverjum degi. Til dæm­is, mér dettur nú bara í hug rúmið mitt, það er svo gott rúmið mitt [bros­ir], að ég hlakka til að fara upp í rúmið mitt á kvöldin þegar ég er orðin þreytt og, og … lesa góða bók, það finnst mér mjög skemmti­legt. Mér finnst líka ægi­lega gaman að elda, elda smá góðan mat svona, og um helgar að fá sér kannski eitt rauð­víns­glas ... með mann­in­um, þetta er allt voða gam­an.”

2. Að stofna til og við­halda góðum tengslum



Rauði þráð­ur­inn í frá­sögnum þátt­tak­enda er að gefa af sér og rækta félags­skap við afkom­endur og vini. Sjá börnin verða að manni, fylgj­ast með barna­börn­unum vaxa úr grasi og taka þátt í lífi þeirra. Þeir telja að jákvæð félags­tengsl auki lífs­á­nægju og almenna vellíð­an. Það veiti þægi­lega til­finn­ingu að eiga net í kringum sig og geta deilt til­finn­ingum sínum og áhyggjum með öðr­um. Þátt­tak­endur eru flestir frekar virkir félags­lega og leita eftir því að vera innan um annað fólk:

„... ég hef mikla þörf fyrir að hitta fólk þannig að ég reyni alltaf að vera ein­hvers staðar að gera eitt­hvað með fólki. Og það finnst mér mín ham­ingja, að geta það.“

3. Að stunda reglu­bundna lík­ams­rækt

Við­mæl­endur eru mjög með­vit­aðir um mik­il­vægi þess að huga að heils­unni til að geta tekið þátt í því sem lífið býður upp á. Þeir stunda margs­konar lík­ams­rækt eins og göngut­úra, Qigong, vatns­leik­fimi, sund, Zumba, stóla­jóga, golf og styrkt­ar­þjálf­un. Þeir telja að lík­am­leg­ur, and­legur og félags­legur ávinn­ingur lík­ams­ræktar sé ótví­ræð­ur. Reglu­leg hreyf­ing bæti svefn­inn, geri þá frísk­ari og orku­meiri, bæti lund­ina og auki félags­lega vellíðan þeirra.

„Dans­inn er svo ynd­is­legur og mús­íkin og þetta kemur manni í svo gott skap og manni líður svo vel ... ég hlakka til hvers tíma. Bara í hvert skipti sem maður fér héðan út frá henni [Zumba kenn­ara] þá er maður bara kom­inn upp í ein­hverjar hæð­ir.“

4. Að hafa til­gang og merk­ingu í líf­inu

Við­mæl­endur leggja mikla áherslu á mik­il­vægi þess að vera ein­hvers virði fyrir annað fólk og stuðla að vellíðan ann­arra, t.d. með því að taka í sjálf­boða­liða­starfi eða stjórn­málum og gera þannig sam­fé­lagið betra. Virk þátt­taka í sam­fé­lag­inu og að láta gott af sér leiða gefur þeim til­gang:

„Maður þarf líka að finna að maður sé að gera eitt­hvert gagn þó að maður sé á átt­ræð­is­aldri, það er bara þannig. Það er nauð­syn­legt að maður finni að maður hafi eitt­hvert hlut­verk.“

Þeir telja einnig mik­il­vægt að læra, dafna og vaxa og hafa eitt­hvað sem fangar hug­ann á hverjum degi, t.d. með því að taka þátt í félags­starfi, sækja fræðslu, stunda list­mál­un, lesa bæk­ur, ferðast, sinna garð­yrkju­störf­um, hlusta á tón­list, prjóna, leysa kross­gátur og hreyfa sig.

5. Að upp­lifa jákvæðar til­finn­ingar

Við­mæl­endur und­ir­strika mik­il­vægi þess að líta glaður og stoltur yfir far­inn veg og vera sáttur við sjálfan sig og stöð­una sem maður er í. Einnig að horfa björtum augum til fram­tíð­ar­inn­ar. Í við­töl­unum má skynja margar jákvæðar til­finn­ingar eins og gleði, þakk­læti, æðru­leysi, áhuga, von, stolt, skemmt­un, inn­blást­ur, kær­leik og lotn­ingu:

„Það er fal­legt veður í dag, skýja­farið er meira að segja fal­legt líka, og við getum speglað okkur í haf­inu sem við sitjum hérna og horfum út um glugg­ann.”

6. Að vera tengdur nátt­úr­unni

Teng­ingin við nátt­úr­una kemur mjög sterkt fram hjá við­mæl­end­um, sem segja að nátt­úran gefi þeim gildi og merk­ingu. Að kom­ast í snert­ingu við nátt­úr­una, fylgj­ast með vor­fugl­um, fá súr­efni í lungun á göngum og upp­lifa heilandi mátt vats­ins og hafs­ins vekur með þeim kraft og vellíð­an:

„... þegar manni líður illa þá getur maður horft til hafs­ins og notið þess, og þá birtir til því að til­brigðin í því eru jafn merki­leg og í lífi okkar mann­anna. Kannski er það þess vegna sem maður hefur svona kraft. Ég sæki kraft­inn mjög mikið í það að njóta þess að vera við haf­ið.“

7. Að upp­lifa vellíðan þrátt fyrir mót­læti

Við­mæl­endur lýsa vel hvernig hægt er að upp­lifa jákvæðar til­finn­ingar eins og þakk­læti og kær­leik þrátt fyrir erfið veik­indi maka og síðar maka­missi, eins og með­fylgj­andi lýs­ing sýn­ir:

„... þarna er sam­band okkar í miklum veik­leika, þú veist, aðstæð­urnar eru þannig, en aldrei í eins miklum styrk­leika. Það var algjör­lega ótrú­leg lífs­reynsla. Allt önnur nálg­un, allt aðrar þarfir sem bók­staf­lega köll­uðu á alla þessa nánd. Fólk hélt að ég væri að drep­ast úr þreytu. En við nutum sam­ver­unn­ar, bara á annan hátt, en aldrei eins mikið og þarna. Þarna er svo mikið að gefa og svo mikið að þiggja, þetta var mér mik­ils virði ... þetta var mjög dýr­mætur tími í okkar líf­i.“

Áföll geta þroskað fólk og gert því kleift að njóta lífs­ins á annan og dýpri hátt.

Tengsl milli þem­anna sjö

Sterk tengsl eru milli ofan­greindra þema. Við­mæl­endur upp­lifa jákvæðar til­finn­ingar eins og gleði, sælu­vímu og ham­ingju við að stunda hreyf­ingu. Hreyf­ingin hefur áhrif á lík­am­lega, and­lega og félags­lega vellíðan þeirra og gefur þeim til­gang. Þeir upp­lifa jákvæðar til­finn­ingar eins og stolt, áhuga og ánægju við skap­andi vinnu og vits­muna­lega örvandi athafn­ir. Að láta gott af sér leiða gefur þeim ekki aðeins til­gang og merk­ingu heldur einnig tæki­færi til að kynn­ast nýju fólki, sem aftur eykur vellíðan þeirra. Þeir stofna til og rækta félags­tengsl í þeim til­gangi að upp­skera jákvæðar til­finn­ing­ar. Teng­ingin við nátt­úr­una færir þeim jákvæðar til­finn­ingar og til­gang.

Loka­orð

Svörin færa okkur heill­andi inn­sýn í það hvernig eigi að lifa ham­ingju­ríku og ánægju­legu lífi og hvað eldri borg­arar gera dags dag­lega til að auka vellíðan sína. Við getum lært mikið af svörum og við­horfi þeirra. Athygl­is­vert er að velta fyrir sér hvað vellíðan á efri árum þýði nákvæm­lega. Eins og einn við­mæl­end­anna orð­aði svo vel:

„En það sem maður upp­hugs­aði sem ham­ingju þegar maður var fer­tug­ur, er það svo ham­ingja sem maður velur þegar maður verður 75 ára?”

Höf­undur grein­ar­innar er með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og gegnir starfi fram­kvæmda­stjóra Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, ingrid@t­hekk­ing­armidl­un.is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar