Hvatar, skilyrðingar og skerðingar

Halldóra Mogensen fjallar um afnám krónu á móti krónu skerðinga öryrkja en hún segir það meira en sjálfsagt réttindamál og fullkomlega rökrétt skref ef markmiðið er að aðstoða öryrkja við að hlúa að heilsu sinni og mögulega komast aftur á vinnumarkað.

Auglýsing

Í lok febr­úar kynnti félags­mála­ráðu­neytið skýrslu um lífs­kjör og fátækt barna á Íslandi árin 2004-2016. Nið­ur­staða er sú að þrátt fyrir að staða barna á Íslandi sé almennt góð þá er bág fjár­hags­staða barna ein­stæðra for­eldra og öryrkja áhyggju­efni. Stefna eða stefnu­leysi stjórn­valda er einnig áhyggju­efni. Skýrslu­höf­undur telur að ekk­ert bendi til þess í aðgerðum rík­is­stjórna í kjöl­far efna­hags­hruns­ins að það hafi verið sér­stök áhersla á að vernda börn á Íslandi fyrir áhrifum krepp­unnar né heldur að það hafi verið reynt að bæta lífs­kjör barna þegar hagur þjóð­ar­bús­ins fór að vænkast. Dæmi um það sé aðgerð­ar­leysi á hús­næð­is­mark­aði sem hefur haft veru­leg áhrif á lífs­kjör barna, sér­stak­lega barna ein­stæðra for­eldra og öryrkja. Ein­faldasta leiðin til að bæta lífs­kjör þeirra barna sem standa fjár­hags­lega verst í þjóð­fé­lag­inu er að bæta kjör for­eldra þeirra, bæta kjör öryrkja og ein­stæðra for­eldra.

Afnám krónu á móti krónu skerð­inga öryrkja hefur verið í umræð­unni um nokk­urt skeið. Tals­menn örorku­líf­eyr­is­þega hafa lagt fram skýra kröfu um afnám þeirra í aðdrag­anda síð­ast­lið­inna alþing­is­kosn­inga. Eins og með svo margt ann­að, þá lof­uðu fram­bjóð­endur allra flokka að þetta mikla órétt­læti yrði fært til betri veg­ar.

Það að afnema krónu á móti krónu skerð­ingar er meira en sjálf­sagt rétt­inda­mál, það er full­kom­lega rök­rétt skref ef mark­miðið er að aðstoða öryrkja við að hlúa að heilsu sinni og mögu­lega kom­ast aftur á vinnu­mark­að­inn. Krónu á móti krónu skerð­ingar gera það að verkum að ein­stak­lingar sem búa við hana fest­ast í fátækt­ar­gildru - Hver ein­asta króna sem þeir afla sér í tekjur skerðir aðrar tekjur þeirra. Ein­stak­lingur sem hefur tak­mark­aða getu til að taka þátt í vinnu­mark­aði en vill þó leggja sitt af mörkum hefur þannig engan hag af því. Van­mátt­ur­inn og streitan sem fylgir því að missa alla stjórn á lífi sínu, vera upp á skil­yrta lág­marks ölm­usu rík­is­ins komin hindrar bata og stuðlar í versta falli að frek­ari heilsu­m­issi. Afnám krónu á móti krónu skerð­inga felur í sér vald­efl­ingu ein­stak­lings­ins til að feta sig inn á vinnu­mark­að­inn á þann hátt og þeim hraða sem hentar hverjum og ein­um.

Auglýsing

Þing­mál Pírata um afnám krónu á móti krónu skerð­inga fór í 1. umræðu á Alþingi 24. sept­em­ber 2018 og var að henni lok­inni sent til vel­ferð­ar­nefndar til umfjöll­un­ar. Þegar nefndir hafa lokið umfjöllun sinni um ein­staka þing­mál er þeim alla jafna vísað til 2. umræðu, svo að halda megi áfram vinnu með mál­ið. Vinnu vel­ferð­ar­nefndar um málið lauk í des­em­ber 2018 og lagði ég til að málið yrði afgreitt úr nefnd. Meiri­hluti nefnd­ar­innar felldi til­lög­una með vísan til þess að afnám krónu á móti krónu skerð­inga væri í vinnslu í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu, að sú vinna væri á loka­stigum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu myndi við­kom­andi starfs­hópur skila til­lögum sínum á næstu vik­um. Því væri ekki tíma­bært að taka málið úr nefnd. Þessi bókun meiri­hluta nefnd­ar­innar var gerð þann 10. des­em­ber og eru því rúmir þrír mán­uðir síð­an. Ekk­ert bólar þó á til­lög­unum sem vísað var til.

Í íslenskri stjórn­skipan fer Alþingi með lög­gjaf­ar­valdið - valdið til að setja lög og valdið til að breyta lög­um. Valdið til að breyta lögum um almanna­trygg­ingar og afnema krónu á móti krónu skerð­ingar er að fullu í höndum Alþing­is. Það má því alveg velta því upp á hverju neitun meiri­hluta vel­ferð­ar­nefndar á því að afgreiða málið úr nefnd byggi. Ekki hefur hann kallað eftir eða rekið á eftir til­lögum starfs­hóps­ins og hann virð­ist að öllu leyti sáttur með að málið sé nú fast í nefnd. Orð­ræða félags- og barna­mála­ráð­herra um málið virð­ist benda til þess að rík­is­stjórnin ætli að standa fast á því að ekk­ert verði gert varð­andi krónu á móti krónu skerð­ingar nema sam­hliða inn­leið­ingu á hinu marg­um­rædda starfs­getu­mati. Stað­reyndin er þó sú að engin sam­staða ríkir á milli hags­muna­að­ila og rík­is­stjórn­ar­innar um hvernig starfs­getu­mati skuli háttað og það er enn langt í land varð­andi lausn í þeim efn­um. Svo virð­ist sem að örorku­líf­eyr­is­þegar muni fá að bíða áfram eftir rétt­læt­inu.

Biðin bendir til þess að stjórn­völd sjá ekki þann ávinn­ing sem felst í því að vald­efla ein­stak­linga með því að tryggja efna­hags­leg og félags­leg rétt­indi þeirra og skapa þannig raun­veru­legt frelsi og svig­rúm fyrir fólk til að lifa á sínum eigin for­send­um. Starfs­getu­matið er svipan á meðan að afnám krónu á móti krónu skerð­inga er hvat­inn, fjár­fest­ing í verð­mætum mannauð.

Full­trúar allra flokka sem eiga sæti á Alþingi hafa talað fyrir afnámi krónu á móti krónu skerð­inga, eins og sjá má í mynd­bandi sem Öryrkja­banda­lagið tók sam­an. Nú þegar slíkt frum­varp liggur til­búið til afgreiðslu úr vel­ferð­ar­nefnd er meiri­hlut­inn hins vegar ekki til­bú­inn að afgreiða það. Flokk­arnir sem standa að meiri­hluta­sam­starf­inu eru ekki til­búnir til að fá málið inn í þingsal, að ræða um það og þurfa að greiða atkvæði um það. Því þannig myndu þeir svíkja þau lof­orð sem þau gáfu öryrkjum í aðdrag­anda kosn­inga.

Höf­undur er þing­kona Pírata og for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþingis.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar