Votlendið og hálfa jörðin

Smári McCarthy segir lífríki jarðar vera í vandræðum – og lífríki Íslands í raun líka. Framræsing votlendis stefni ýmsum fuglategundum í óþarfa hættu en endurheimt gæti blásið nýju lífi í íslenska náttúru.

Auglýsing

Fram­ræst vot­lendi er það kallað þegar grafnir eru skurðir til að vatn renni úr jarð­veg­inum þar sem vot­lendi er, til þess að hægt sé að nota landið í eitt­hvað sem bændum þykir gagn­legt. Slíkir skurðir hafa verið grafnir út um allt land, oft til að búa til beit­ar­land eða rækt­un­ar­land, en þó er ein­hverra hluta vegna um 85% alls lands sem hefur verið fram­ræst ónot­að. Það eru ekki til góðar skýr­ingar á því hvers vegna menn hafa fram­ræst sexfalt meira land en þörf er á, en fram­ræsta landið losar um metan og aðrar gróð­ur­húsa­loft­teg­undir eftir því sem líf­ræn efni í jarð­veg­inum eru brotin niður af örverum þegar vernd­ar­hjúpur vatns­ins er far­inn.

Í vot­lendi þrífst mikið líf­ríki fugla, smá­dýra og plantna sem geta oft ekki lifað í fram­ræstu landi. Þetta er meðal fjöl­breytt­ustu líf­ríkja sem finn­ast á Íslandi og má gera ráð fyrir því að end­ur­heimt vot­lendi muni stuðla að því að þessar teg­undir stækki og þrí­fist. Fram­ræs­ing vot­lendis hefur bein­línis gert mörgum fugla­teg­undum lífið erfitt og það algjör­lega að óþörfu.

Nátt­úra Íslands

Við gætum lík­lega náð að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 10 milljón tonn á ári ef rík­is­sjóður myndi koma til móts við bændur sem eru til­búnir til að end­ur­heimta vot­lendi á sínum jörð­um, eða ein­fald­lega fjár­magna Vot­lend­is­sjóð til að geta að minnsta kosti núllað út kostn­að­inn við end­ur­heimt vot­lend­is. Það væri heil­mik­ill sig­ur. En sig­ur­inn yrði í raun­inni tvö­fald­ur.

Auglýsing

Stað­reyndin er að hnatt­hlýnun raskar líf­ríki um allan heim og líf­væn­legum stöðum fyrir fjöl­margar dýra­teg­undir fer þess vegna fækk­andi. Á með­al­d­egi deyja út milli fimm til fimmtán teg­undir líf­vera. Þurrkast út; munu aldrei sjást aft­ur. Þetta er að minnsta kosti þús­und sinnum hrað­ari teg­unda­dauði en þekkt­ist fyrir tíð mann­kyns­ins. Við getum nefnt sumar teg­und­irnar sem deyja út á nafn – eins og hvíti nas­hyrn­ing­ur­inn eða Yangze árhöfr­ung­ur­inn – en flestar teg­und­irnar mun almenn­ingur aldrei heyra um.

Líf­ríki jarðar er í vand­ræð­um, og líf­ríki Íslands í raun líka. Fram­ræs­ing vot­lendis stefnir óðins­hana, jaðraka, lóu­þræl, stelk og öðrum fugla­teg­undum í óþarfa hættu; en end­ur­heimtin gæti blásið nýju lífi í íslenska nátt­úru. Styrk­ing nátt­úr­unnar er sigur út af fyrir sig.

Hálf jörð

Líf­fræð­ing­ur­inn Edward O. Wil­son hefur lagt til hug­mynd­ina um Hálfa jörð. Í henni felst að við getum bjargað líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika í heim­inum með því að leggja helm­ing alls yfir­borðs jarðar í hendur nátt­úr­unn­ar. Í því felst ekki að velja einn helm­ing og flytja allt fólkið burt það­an, heldur ein­fald­lega að lönd taki sig til og ákveði að verja ýmis­konar vist­kerfi með því að taka þau frá fyrir nátt­úr­una.

Ímynd­aðu þér skóg þar sem lifa hund­rað teg­undir líf­vera – trjáa, fugla, skor­dýra, sveppa og svo fram­veg­is. Felldu nú helm­ing­inn af trjánum fyrir íbúa­byggð eða bíla­stæði eða hvað­eina. Eftir stendur hálfur skóg­ur, en í skóg­inum má búast við að aðeins 84 teg­undir séu eft­ir. Í líf­fræði er oft miðað við að líf­rík­is­missir túlkast yfir í teg­unda­missi í hlut­falli við fjórðu rót. Af þessum sökum er auð­velt fyrir okkur að ákveða að hlífa teg­und­unum við skaða, en það kostar okkur bók­staf­lega land.

Þegar ákveðið var að fram­ræsa sexfalt meira land en þörf var á datt lík­lega engum í hug að þetta myndi fækka fuglum á himn­um. En tor­tím­ing vist­kerfa er bæði eitt­hvað sem þekk­ist út um allan heim og eitt­hvað sem er í hendi okkar að stöðva.

Mið­há­lend­is­þjóð­garður

Hug­myndin um „Hálfa jörð“ rímar við hug­mynd­ina um mið­há­lend­is­þjóð­garð að sumu en ekki öllu leyti. Í mið­há­lend­is­þjóð­garði eins og þeim sem rætt hefur verið um væri 45% af yfir­borði Íslands. Þar væru að finna flestar teg­undir líf­ríkja sem finn­ast yfir höfuð á Íslandi. En með átaki í end­ur­heimt­ingu vot­lend­is, stækkun þjóð­garða, og friðun ákveð­inna haf- og strand­svæða mætti bæði tryggja að Ísland legði sitt af mörkum til vernd­unar hálfrar jarð­ar, en um leið gefa nátt­úru Íslands stóra vítamíns­sprautu.

Og svo myndum við draga saman losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 10 milljón tonn á ári í leið­inni.

Hver gæti and­mælt slíkri snilld?

Vandi máls­ins

Að óbreyttu myndu bændur lík­lega tapa á þess­ari hug­mynd. Þótt mikið af land­inu sé ónotað er dýrt að moka í skurð­ina. Flestir þeirra bænda sem ég hef talað við myndu glaðir leggja sitt af mörkum til að vernda nátt­úrna og gera það jafn­vel að eigin frum­kvæði. En svona stór breyt­ing á ekki að þurfa að koma bændum illa. Þvert á móti.

Það er löngu orðið tíma­bært að við gerum okkur grein fyrir því að sú land­bún­að­ar­stefna sem hefur verið rekin á Íslandi í langan tíma er ekki að skila okkur þeim árangri sem við vilj­um. Land­nýt­ing gæti verið mark­viss­ari og nátt­úru­vænni, afurðir gætu verið meiri, betri og um leið ódýr­ari fyrir neyt­end­ur, og bændur gætu haft það tölu­vert betra. En er hægt að ná öllum þessum mark­miðum sam­tím­is?

Það er engin til­viljun að flest iðn­ríki urðu iðn­ríki í fyrstu eftir stór­tækar laga­breyt­ingar sem litu að land­notk­un, ábú­anda­rétt og land­bún­að­ar­háttum (sjá t.d. Þýska­land, Japan og Banda­rík­in). En á Íslandi hefur land­eign­ar­réttur hald­ist mikið til óbreyttur frá land­námi, þótt land­bún­að­ur­inn hafi vissu­lega þró­ast tölu­vert.

Póli­tískur kjarkur

Ef íslenskir ráða­menn hefðu til í sér snefil af póli­tískum kjarki, þá væri hugs­an­lega hægt að gera nýjan samn­ing við bænda­stétt­ina. Í því sam­hengi mætti leggja til eft­ir­far­andi aðgerða­lista:

  1. Mið­há­lend­is­þjóð­garður er stofn­að­ur.
  2. Mark­mið sett um end­ur­heimt 80% alls fram­ræsts vot­lendis á næstu 10 árum.
  3. Rík­is­sjóður býðst til að kaupa end­ur­heimt vot­lendi af bændum á föstu hekt­ara­verði; það land verði fært undir Mið­há­lend­is­þjóð­garð eftir því sem það gengur upp land­fræði­lega.
  4. Sjóður settur á lagg­irnar til að fjár­magna inn­viða­upp­bygg­ingu hjá bænd­um, með það mark­mið að tvö­falda nýtni hvers hekt­ara.

Sum­sé, bændur myndu skipta út hluta af land­inu sínu fyrir pen­inga, ásamt því að fá stuðn­ing rík­is­ins við að tvö­falda fram­leiðni sína með betri innviðum og nýrri tækni. Ætla má að ein­hverjir fær­ist úr bænda­stétt og vissu­lega mun með­al­stærð bújarða minnka – en gögn alls­staðar að úr heim­inum sýna að minni bújarðir skila að jafn­aði meiri fram­leiðni per hekt­ara. Ætla má að bændur komi vel út úr þess­ari áætl­un, ásamt áður­nefndum jákvæðum áhrifum fyrir nátt­úr­una.

Hvað kostar þessi áætl­un? Marga millj­arða. En ljóst er að þetta er tölu­vert ódýr­ara en að gera ekk­ert í mál­inu, því eins og áður sagði: Jörð­inni er skít­sama hvað kostar að gera við skemmd­irn­ar.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar