Að fara yfir strik

Sigríður Jónsdóttir skrifar um frumvarp um þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu.

Auglýsing

Mörgum brá í brún við lestur hat­urs­fullra athuga­semda á íslenskum vef­miðlum við fréttir af fjöldamorðum í bæna­húsi múslima í Christchurch. Á sama tíma flúðu hæl­is­leit­endur af Aust­ur­velli, þar sem þeir höfðu mót­mælt í nokkra daga ómann­úð­legri með­ferð stjórn­valda, en mætt ofbeld­is­fullum og til­efn­is­lausum aðgerðum lög­reglu og aðför ras­ista í kjöl­far­ið. Þeir voru ekki lengur öruggir þar, stand­andi fyrir framan styttu þjóð­hetj­unn­ar, mót­mæl­and­ans Jóns Sig­urðs­son­ar.

Þing­mað­ur­inn Smári McCarthy sagði í færslu á Face­book að sér væri brugð­ið, það kæmi honum á óvart hversu útbreitt útlend­inga­hatur væri á Íslandi. Hann sagð­ist ótt­ast ofbeldi gagn­vart þessum ágætu mönnum sem flúðu af Aust­ur­velli öryggi síns vegna, og að hann ótt­að­ist að ein­hver af þeim sem hefði tekið þátt í hat­urs­orð­ræð­unni væri mögu­lega til­bú­inn að feta í fót­spor ódæð­is­mann­anna í Christchurch og Utøya. Ég deili þessum ótta, en þessi staða kemur mér ekki á óvart. Á Íslandi býr ekk­ert öðru­vísi fólk en í Nýja Sjá­landi eða í Nor­egi.

Hatur er aldrei ný og fersk hug­mynd ein­stak­linga, heldur afleið­ing við­tek­inna við­horfa og afstöðu þeirra sem telja sig í rétt­mætri og rétt­læt­an­legri for­rétt­inda­stöðu gagn­vart jað­ar­hóp­um. Það getur kraumað undir yfir­borði sam­fé­laga, en verður fyrst hættu­legt þegar hat­urs­orð­ræðan er rétt­lætt og gerð rétt­mæt. Þegar hún fær við­ur­kenn­ingu og rými á opin­berum vett­vangi fær hún tæki­færi á að nær­ast og safna fylgj­end­um. Þaðan er þeim beint inn á lok­aða vefi og inn í sam­fé­lags­hópa þar sem inn­ræt­ing getur átt sér stað í friði. Til­hneig­ingin er sú að stilla jað­ar­hópum upp hvorum á móti öðrum í þeim til­gangi að ala á hug­mynd­inni um sam­keppni um opin­bera aðstoð. Þunga áherslu verður að leggja á að þjón­usta við, eða skortur á þjón­ustu, eins hóps verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir mann­rétt­inda­brotum gagn­vart öðrum hóp­um. Og sjaldn­ast eru það jað­ar­hóp­arnir sem beita þess­ari rétt­læt­ingu, heldur áhrifa- og valda­fólk utan þeirra.

Auglýsing

Getur verið að aðstæður hafi breyst hér á landi? Hvers vegna er fólk fullt af andúð í garð hæl­is­leit­enda og flótta­manna og til­búið nú til að fella grímuna og kalla eftir morðum á sak­lausu fólki, jafn­vel eldri konur og umhyggju­samar ömm­ur, eins og Ill­ugi Jök­uls­son benti á í áhrifa­mik­illi grein í Stund­inni fyrir skömmu?

Við höfum farið yfir strik og við komumst ekki til baka.

Opin­bert ofbeldi

Til­efn­is­lausa ofbeldið sem lög­reglan beitti frið­sama og óvopn­aða hæl­is­leit­endur á Aust­ur­velli um dag­inn er hættu­legt for­dæmi og gefur öðru ofbeldi rétt­mæti. Það blasir við okkur á hverjum degi að stefna stjórn­valda í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­fólks er ómann­úð­leg og grimm, jafn­vel þegar börn eiga í hlut. Ég hef ekki gleymt drengnum sem stóð í dyra­gætt­inni með bangs­ann sinn í hendi, horf­andi út í myrkrið, eða fötl­uðum feðginum sem vísa átti úr landi, og nú síð­ast barni í Haga­skóla sem á að vísa á göt­urnar í Afganist­an. Jú, dæmi er um að ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar hafi verið snúið við, en ofbeldið hefur átt sér stað. Margir aðrir hafa ekki átt rödd í bar­átt­unni gegn brott­vís­un, ég nefni dæmið um leik­skóla­starfs­mann­inn sem nýlega var rif­inn frá börnum hér á landi og sendur út í full­komna óvissu. Ég les um marga skjól­stæð­inga Tos­hiki Toma, fólkið sem á ekki mögu­leika. Ofbeldið er sýnilegt, áþreif­an­legt, rétt­lætt og gert rétt­mætt með aðgerðum stjórn­valda. Það bein­ist ekki bara að þeim sem hafa verið gerðir brott­rækir úr íslensku sam­fé­lagi, heldur situr það einnig eftir í vit­und okkar allra, veldur óör­yggi og sorg, - og það nærir og rétt­lætir hat­ur.

Það verður að skapa aðra leið, við þurfum á fólki að halda og flótta­mönnum er ekk­ert að fækka í heim­in­um.

Yfir­burða­þjóðin

Það urðu kafla­skil hér á landi í októ­ber þegar nýtt frum­varp um þreng­ingu ákvæðis um hat­urs­orð­ræðu var kynnt með þeim orðum að nú þyrftu jað­ar­settir ein­stak­lingar að umbera meira af henni. Stjórn­völd bera mikla ábyrgð með þess­ari orð­ræðu og víta­vert af þeim að gefa þessi skila­boð til að byrja með. Verði frum­varpið að lögum verður nær ómögu­legt að sækja fólk til saka fyrir hat­urs­full ummæli. Fyr­ir­var­arnir eru þannig úr garði gerðir að til­mæli Ráð­herra­nefndar Evr­ópu­ráðs­ins um hat­ursá­róður eða hat­urs­orð­ræðu (nr. R(97)20) verða gerð full­kom­lega bit­laus. Þreng­ingin skerðir þannig mögu­leika okkar sem sam­fé­lags á að finna hvar mörk tján­ing­ar­frelsis og hat­urs­orð­ræðu eiga að liggja.

Það er óskilj­an­legt hvers vegna þrengja þarf skil­grein­ingu hat­urs­orð­ræðu í íslenskri lög­gjöf. Engar sam­fé­lags­legar ástæður liggja þar að baki. Frum­varpið gengur langtum lengra en lög á Norð­ur­lönd­unum gera. Eina ástæðan sem er gef­in, er að Alþingi sam­þykkti skömmu eftir hrun ályktun um fela rík­is­stjórn­inni það verk­efni að leita leiða til að skapa Íslandi sér­stöðu á sviði tján­ing­ar- og útgáfu­frels­is. Ég verð að segja að ég missti af þess­ari ályktun Alþingis á sínum tíma, en þó ég styðji heils­hugar mik­il­vægar umbætur á lög­gjöf um tján­ing­ar- og útgáfu­frelsi, þá fer óneit­an­lega um mann hrollur að minn­ast þess að yfir­burða­þjóðin ætl­aði að skapa sér sér­stöðu sem alþjóð­leg fjár­mála­mið­stöð á sínum tíma. Nú trúum við að hér búi yfir­burða­þjóð með sterk­ari sið­ferð­is­kennd en öll önnur þjóð­fé­lög heims þegar kemur að tján­ing­ar­frelsi. Við teljum okkur trú um að við þurfum ekkert á opnum til­mælum Ráð­herra­nefndar Evr­ópu­ráðs­ins að halda, við ætlum bara að skapa okkar eigin við­mið.

Það þarf ekki að koma á óvart að helsti stuðn­ings­að­ili þessa frum­varps er Útvarp Saga sem gefur því glimr­andi með­mæli í umsögn á vef Alþing­is. Gegn þeirri umsögn standa umsagnir fjölda sam­taka jað­ar­hópa sem ein­róma vara við afleið­ingum þess. En því mið­ur, skað­inn er skeður og birt­ist okkur í því að ónefndum útvarps­stjóra var boðið að sitja í huggu­legum umræðu- og skemmti­þætti Gísla Mart­eins Bald­urs­sonar á föstu­dags­kvöldi og taka léttan snún­ing á hatr­inu. Við erum komin þang­að. Við erum til­búin til að gefa hat­urs­orð­ræðu rými, rétt­mæti og gildi, eins og ekk­ert sé eðli­legra. Stjórn­völd hafa þannig tekið þátt í að setja almanna­rým­inu ný við­mið um umburð­ar­lyndi með hatri í orð­ræðu sem við höfum ekki við­ur­kennt fyrr.

Ábyrgð stjórn­mála­manna

Í þriðja lagi þarf að benda á að Klaust­urs­þing­menn­irnir sitja enn á Alþingi og halda áfram að ala á kúgun gagn­vart sendi­boð­anum sem opin­ber­aði hat­urs­fulla orð­ræðu þeirra og þeir lít­ils­virða þannig áfram þolendur ofbeld­is­ins. Í skjóli Alþingis virð­ast þeir sitja í sinni frið­helgi og fá að senda sínum fylg­is­mönnum þau skila­boð að þeir kom­ist upp með ofbeld­ið. Þessir þing­menn eru vafa­laust fyr­ir­mynd þeirra sem telja for­rétt­inda­stöðu sinni ógnað og rétt­læta beit­ingu ofbeld­is. Og þeir taka sér dag­skrár­vald­ið.

Ég hef dáðst að fram­göngu for­sæt­is­ráð­herra Nýja Sjá­lands eftir atburð­ina í Christchurch, og ég hef séð aðra stjórn­mála­menn taka leið­toga­hlut­verk sitt alvar­lega t.a.m. í Pitts­burgh á síð­asta ári þar sem 11 gyð­ingar voru myrtir í bæna­húsi sínu, eða í kirkj­unni í Suther­land Springs, Texas, þar sem 26 féllu fyrir hendi morð­ingja. En íslensk stjórn­völd og stjórn­mála­menn virð­ast ekki skilja þátt sinn í þeim aðstæðum og því umhverfi sem er að skap­ast um hat­urs­orð­ræðu hér á landi.

Vakn­ið! Takið ábyrgð ykkar alvar­lega og gang­ist við henni!

Höf­undur er með­limur í Tabú, femínískri fötl­un­ar­hreyf­ingu.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar