Jafnaðarsamningurinn 2019

Stefán Ólafsson greinir ný undirritaðan kjarasamning.

Auglýsing

Nýr kjara­samn­ingur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar við atvinnu­rek­endur er um margt nýstá­leg­ur. Kjara­bætur koma á óvenju fjöl­breyttu formi og af því til­efni hafa margir kallað samn­ing­inn „lífs­kjara­samn­ing“.

Ég tel hins vegar að megin ein­kenni samn­ings­ins og mesta nýmælið sé að hann er óvenju mik­ill jafn­að­ar­samn­ing­ur. Kjara­bætur eru mestar hjá þeim sem eru á lægri laun­um. Það gildir um launa­hækk­an­ir, skatta­lækk­an­ir, hækkun barna­bóta og víð­tækar umbætur í hús­næð­is­mál­um.

Í for­sendu­á­kvæði er þó einnig gert ráð fyrir að kaup­máttur með­al­launa auk­ist.

Auglýsing

Launa­hækk­anir

Í fyrsta sinn koma launa­hækk­anir á formi fastrar krónu­tölu er gengur upp launa­stig­ann, í stað hefð­bund­inna pró­sentu­hækk­ana sem skila hærri launa­hópum fleiri krón­um. Kaup­hækk­unin verður því hlut­falls­lega mest í lægstu hóp­un­um. Þeir sem eru á stríp­uðum taxta­launum fá einnig meiri hækk­anir en aðr­ir. Þá er inn­leitt nýmæli sem felur í sér hag­vaxt­ar­tengdar launa­hækk­anir til við­bót­ar, fari hag­vöxtur á mann yfir til­tekin mörk. Miðað við hag­vaxt­ar­reynslu frá 1990 til nútím­ans eru yfir­gnæf­andi líkur á að þetta skili umtals­verðum við­bót­ar­hækk­unum á samn­ings­tím­an­um.

Hættan á að kostn­aður atvinnu­lífs­ins vegna umsamdra launa­hækk­ana verði sér­stak­lega íþyngj­andi er lítil sem eng­in, vegna hóf­legra hækk­ana í efstu tekju­hópum – en hálauna­fólk hefur þegar fengið miklar hækk­anir á síð­ustu árum.

Fram­lag rík­is­ins

Ríkið leggur að þessu sinni óvenju mikið af mörkum til að greiða fyrir gerð samn­ings­ins og vega 10.000 króna skatta­lækk­anir til lág­tekju­fólks mest, en þær eru ígildi launa­hækk­unar sem nemur 15.900 króna á mán­uði.

Að auki hækkar ríkið barna­bætur sem koma sér­stak­lega í hlut fjöl­skyldna með mjög lágar tekjur (ígildi 15.000 króna launa­hækk­unar ein­stæðs for­eldris tveggja barna sem er á lág­marks­laun­um). Hjón á lág­marks­launum fá 50% meira sam­an­lagt. Fæð­ing­ar­or­lof er lengt úr 9 í 12 mán­uði.

Öfl­ugt átak til að auka bygg­ingu nýrra íbúða fyrir lág­launa­fólk og úrræði inn­leidd til að styðja við fyrstu kaup og nið­ur­greiðslu lána miða að því að leið­rétta skekkju í fram­boði hús­næðis og ofur­hækk­anir sem óheftur mark­aður hefur inn­leitt á síð­ustu árum.

Stjórn­völd munu einnig beita sér fyrir laga­setn­ingu um hömlur á óhófs­hækk­anir húsa­leigu (leigu­bremsu) og gera refsi­verð svik atvinnu­rek­enda er skirr­ast við að greiða starfs­fólki sínu rétt­mæt umsamin laun. Marg­þætt önnur rétt­inda- og umbóta­úr­ræði er að finna í aðgerða­pakka stjórn­valda, ekki síst gegn félags­legum und­ir­boð­um. Allt er það mik­il­vægt.

Skil­yrði til vaxta­lækk­ana og hömlur á verð­trygg­ingu lána

Hóf­leg hækkun launa á fyrsta ári samn­ings­ins skapar að mati samn­ings­að­ila góð skil­yrði til lægra verð­bólgu­stigs og vaxta­lækk­ana, sem er mikið hags­muna­mál fyrir bæði heim­ilin og fyr­ir­tæk­in.

Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt hags­muna­mál fyrir ungt fjöl­skyldu­fólk sem glímir við mikla skulda­byrði, vegna óhófs­hækk­ana á hús­næð­is­verði á síð­ustu árum. Ef slík lækkun skilar sér ekki, að óbreyttum skil­yrð­um, þá er samn­ing­ur­inn upp­segj­an­legur í sept­em­ber 2020 eða 2021.

Þá lofa stjórn­völd að hamla notkun nýrra verð­tryggðra neyslu­lána og taka hús­næð­islið­inn út úr nýjum neyslu­lánum frá og með næstu ára­mót­um.

Sveigj­an­leiki til vinnu­staða­samn­inga auk­inn

Ýtt er undir auk­inn sveigj­an­leika til samn­inga á vinnu­stöðum um breytta skipan vinnu­tíma, sem getur leitt til stytt­ingar við­veru á vinnu­stað úr 40 í 36 stundir á viku, í ítr­ustu dæm­um.

Hverjar eru kjara­bætur lág­launa­fólks í heild?

Ljóst er að ef meta á hverju samn­ing­ur­inn skila lág­launa­fólki til kjara­bóta þá þarf að taka til­lit til sem flestra þátta hans, ásamt beinum launa­hækk­un­um.

Í töfl­unni hér að neðan er þetta gert, með sam­an­burði á þróun lág­marks­launa á samn­ings­tíma­bil­inu 2015 til 2018 við nýja samn­ing­inn sem gildir frá 2019 til 1. nóv­em­ber 2022. ­Launa­hækk­anir þóttu góðar í síð­asta kjara­samn­ingi en hins vegar skemmdi aukin skatt­byrði og rýrnun barna­bóta ávinn­ing lág­launa­fólks af samn­ingnum þá. Tryggt er að ekk­ert slíkt ger­ist núna, heldur þvert á móti bæta fyr­ir­hug­aðar skatta­lækk­anir og auknar barna­bætur kjör þeirra lægst laun­uðu svo um mun­ar.

Sýnd er heild­ar­hækkun lág­marks­launa­trygg­ingar á báðum tíma­bilum (2015-2018 og 2019-2022) og bætt við hag­vaxt­ar­tengdum launa­hækk­unum og ígildi launa­hækk­ana sem skatta­lækk­unin og hækkun barna­bóta nú skila lág­launa­fólki á samn­ings­tíma­bil­inu í heild.

Tafla 1.

Lág­marks­launa­trygg­ingin hækk­aði um sam­tals 86.000 krónur á síð­asta samn­ings­tíma­bili, úr 218.000 í 300.000 kr. á mán­uði. Nú hækkar hún minna, eða um 68.000 krónur sam­tals og endar í 368.000 á síð­asta ári samn­ings­ins. Hækk­anir á strípaða taxta eru hærri, eða um 90.000 kr. á tíma­bil­inu.

Hins vegar skila skatta­lækk­unin og hækkun barna­bóta lág­launa­fólki sam­tals ígildi launa­hækk­unar um 30.900 krónur til við­bótar og að auki koma hag­vaxt­ar­tengdar launa­hækk­an­ir. Miðað við reynslu síð­ustu þriggja ára­tuga er lík­leg­ast að sviðs­mynd II (Hag­vaxt­ar­auki II í töfl­unni) verði nið­ur­stað­an, með 19.000 króna við­bótar launa­hækk­un.

Ef það verður nið­ur­staðan munu kjörin hafa batnað um ígildi 117.900 króna launa­hækk­un­ar. Krafa verka­lýðs­fé­lag­anna var að ná fram 120.000 króna launa­hækkun á þremur árum.

Eins og taflan sýnir er kjara­bati þeirra sem hafa laun nærri lág­marks­launa­trygg­ing­unni (sem er 300.000 krónur áður en nýi kjara­samn­ing­ur­inn tekur gildi) frá 21.900 til 36.900 krónum meiri en var á síð­asta samn­ings­tíma. Fram­lag stjórn­valda á stóran þátt í að tryggja þessa hag­stæðu útkomu.

Ekki eru með­taldar í töfl­unni kjara­bætur heim­il­anna vegna hugs­an­legrar vaxta­lækk­un­ar.

Ég tel að þessi útkoma sýni gjörla hversu mikil tíma­mót eru falin í þessum kjara­samn­ingi.

Ný for­ysta með nýjar leiðir nær árangri

Nú er sýnt að ný for­ysta í verka­lýðs­hreyf­ing­unni hefur náð góðum árangri. Grund­völlur þess var lagður með frum­legri og snjallri kröfu­gerð, sem í senn beind­ist að atvinnu­rek­endum og stjórn­völd­um.

Órofa sam­staða meðal versl­un­ar­fólks og verka­fólks, undir nýrri for­ystu, gerði gæfumun­inn. Stað­föst þraut­seigja og snjöll beit­ing verk­falls­vopns­ins sköp­uðu þrýst­ing­inn sem til dugð­i. ­Samn­ing­ur­inn felur í sér víð­tækar umbætur í sam­fé­lags­málum og leggur að auki sitt af mörkum til að draga úr land­lægu til­lits­leysi fjár­mála­geirans gagn­vart hags­munum heim­ila og smærri fyr­ir­tækja.

Jafn­að­ar­samn­ing­ur­inn er lífs­kjara­samn­ingur – og lífs­kjara­samn­ing­ur­inn er jafn­að­ar­samn­ing­ur.

Á hvorn veg­inn sem það er skil­greint er ljóst að hér hafa orðið tíma­mót í kjara­þróun lands­manna.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar