Ekki ófrjósemi heldur breytt viðhorf

Matthildur Björnsdóttir segir það undarlegt að litið sé svo á að konur séu ekki eins frjósamar í dag og stjórnvöld telja sig vilja og þjóðfélagið þurfa. En það sé ekki talað þá staðreynd að það er mikil vinna að sinna börnum rétt frá blautu barnsbeini.

Auglýsing

Það er und­ar­legt að lesa í blöðum að það sé álitið að konur séu ekki eins frjósamar í dag og stjórn­völd telja sig vilja og þjóð­fé­lagið að þurfa. En það er ekki talað þá stað­reynd að það er mikil vinna að sinna börnum rétt frá blautu barns­beini, og að í dag þurfi báðir for­eldrar að hafa fulla vinnu til að geta borgað reikn­inga, lifað og séð um lána greiðslur frá íbúð­ar­kaup­um. Svo enda sam­bönd og annað for­eldri endar uppi með að sinna börn­unum eitt nema þegar og ef hitt for­eldrið er sam­vinnu­þýtt og þykir nógu vænt um börnin og vill vera for­eldri áfram. Það að borga með­lag nærir börnin ekki til­finn­inga­lega.

Nú eru kyn­slóð­irnar sem komu á eftir okkur sem fædd­umst um miðju síð­ustu öld og sem upp­lifðum komu pill­unnar sem var mikil bylt­ing, leið til að geta stýrt sínu lífi sem samt var ekki veitt á þeim árum fyrr en við höfðum orðið að koma með alla vega eitt barn sem til­legg til sam­fé­lags­ins áður en við fengum lyf­seðil upp á pill­una.

Það sá ég sem mjög slæma ráð­stöfun því að það er órétt­látt gagn­vart blessuðum börn­unum sem ekki allar konur voru í raun til­búnar fyrir að sjá um. Það kostar að fæða og klæða börn, en það að fæða og klæða er ekki allt sem börn þurfa, og það þarf að hafa tíma og mik­inn áhuga fyrir því að læra almenni­lega hver ein­stak­ling­ur­inn er sem hefur fæðst í heim­inn. Og for­eldrar sem vinna 40 tíma vinnu­viku eiga ekki það mik­inn tíma til slíks og þá upp­lifa börn sig van­rækt.

Auglýsing

Það kostar að sjá um að þau geti sinnt áhuga­málum sín­um. Það kostar að þurfa að fá stærri bíl til að koma fleiri en þrem börnum fyrir í bíl. Það kostar að kaupa hús­gögn handa þeim. Það kostar að mennta þau. Og ef þau hafa fötlun af ein­hverju tagi kostar það enn meira. Og í dag gæti ég ekki séð um mig og tvö börn sem ein­stæð móðir á Íslandi með þau laun sem ég fékk í bank­an­um. Dýr­tíðin er meiri og öll hlut­föll önnur um lífið á Íslandi önnur en þegar ég bjó þar fyrir rúmum þrjá­tíu árum. ­Sam­fé­lög heims­ins eru líka alltaf að breyt­ast og mögu­leikar til að gera áhuga­verða hluti fyrir líf sitt, fyrir heila­búið og það sem fólk upp­lifir sem til­gang sinn í líf­inu. Og það er ekki alltaf um for­eldra­hlut­verk­ið. Svo er ekki mikið af kennslu í boði um hvernig eigi að vera rétt for­eldri.

Sann­leikur vanda­mála við for­eldrun er að koma æ meira í ljós eftir að ein­stak­lingar hafa komið út með lífs­reynslu sína af for­eldrum og öðrum og upp­lifað mis­notk­un.

Á meðan að dýr­tíð sam­fé­laga er eins og hún er víða í heim­in­um, og ekki nærri nógur skiln­ingur á þörf barna fyrir alvöru tjá­skipti við for­eldra sína og mun meiri tíma með þeim en mögu­legt er þegar báðir eða eitt for­eldri vinnur allan dag­inn. Þá er ekki einu sinni sann­gjarnt að ætl­ast til að fólk sé æst í að fæða ótal börn í heim­inn.

Svo að hvað þyrfti að breyt­ast til að fólk fengi köllun til að fæða meira en tvö til þrjú börn í heim­inn og geta lifað sóma­sam­legu lífi og sinnt öllum and­legum og til­finn­inga­legum þörfum barn­anna? Það eru trú­lega margar hug­myndir sem væru til um það.

Það þyrfti mun meiri stuðn­ing, hærri laun, og á hinn veg­inn að vera til­bú­inn að hægja ferð efn­is­hyggju sam­fé­lags­ins. Ég hef ekki öll ráðin um það í mér, en veit og skil að við­horfin í mörgum konum til þess að fæða börn í heim­inn eru frá öðru stigi með­vit­undar en var á tímum for­eldra minnar kyn­slóð­ar, af því að það eru ótal aðrir hlutir í boði til að lifa fyr­ir. Ein­stak­lingar eru ekki lengur bara fórn­ar­lömb kyn­hvatar sinnar eins og kyn­slóð­irnar á undan voru.

Ég spurði ömmu mína einu sinni sem var fædd árið 1891 hvernig hún hafði forð­ast að eign­ast fleiri börn en þau fimm sem hún og afi fengu inn í líf sitt. Þá sagði hún bara, það eru leið­ir. En hún var ekki til­búin að segja að það þýddi að eig­in­mað­ur­inn yrði að taka til­lit til óska hennar um að ekki kæmu fleiri börn, sem þýddi að hann yrði að aga sínar þarf­ir.

Það sagði mér og segir mér sem eldri konu í dag að það voru margir aðrir hlutir sem hún vildi gera við líf sitt en vera enda­laust þunguð. Og nú geta ungar konur ráðið þessu og samt haft það kyn­líf sem þær vilja.

Öll börn eiga það skilið að vera elskuð fyr­ir­fram, það er að þeir sem standi að því að koma þeim í heim­inn virki­lega þrái þau og hlakki til að hitta þau þegar þau koma, kynn­ast og leið­beina í gegn um æsk­una þar til að þau fljúgi úr hreiðr­in­u. Því miður hafa millj­ónir barna komið í heim­inn um aldir og koma enn í dag án þeirrar þrár for­eldra og eiga mörg þeirra mjög erfitt við að upp­lifa sig óvel­kom­in.

Kahil Gibran segir í bók sinni „The Proph­et“ Spá­mann­inum að við „Eigum ekki börn­in“ heldur komi þau í gegn um okkur til að sinna en ekki ætl­ast til að þau hugsi eins og við en við þurfum að senda þau áfram inn í sitt líf. Ég valdi því að segja ekki „eign­ast börn“ heldur að fæða börn í heim­inn.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar