NATO 70 ára: Heimavarnarlið eða heimslögregla?

Inngangan í NATO 1949 var umdeild ákvörðun, sem klauf þjóðina í andstæðar fylkingar. Var sjálfstæði Íslands raunverulega hætta búin? Hafði reynsla smáþjóða á millistríðsárunum ekki kennt þeim þá lexíu, að hlutleysið væri haldlaus flík?

Auglýsing

Dómur reynsl­unnar

Voru þeir, sem beittu sér fyrir þess­ari örlaga­ríku ákvörð­un, þjóð­níð­ingar og land­ráða­menn, eins og margir trúðu á þeim tíma? Eða voru þarna að verki ábyrgir stjórn­mála­menn og fram­sýn­ir,  sem sáu fyrir að það yrði að tryggja nýfengið sjálf­stæði fyrir hugs­an­legri ásælni óvin­veittra afla? Hafa áhyggjur hinna bestu manna um að aðildin að NATO og dvöl banda­rísks her­liðs í land­inu í kjöl­farið mundi hafa í för með sér enda­lok íslensks sjálf­stæð­is, þjóð­ernis og menn­ingar – reynst vera á rökum reist­ar?

Sex­tíu árum síðar getum við metið svörin við þessum spurn­ingum í ljósi reynsl­unn­ar.

Jafn­vel þótt Stalíni hafi verið meira í mun að loka hinar föngnu þjóðir Sov­éts­ins inni í þjóða­fang­elsi sínu, fremur en að leggja afgang­inn af Evr­ópu undir sig, þá er það hygg­inna manna háttur að taka út trygg­ingu fyr­ir­fram. Slag­orð­ið: „þú tryggir ekki eftir á” – er enn í fullu gildi.

Auglýsing

Ótt­inn við enda­lok íslensks þjóð­ernis reynd­ist ekki á rökum reistur – alla vega ekki í það skipt­ið. Ég lærði því snemma að bera virð­ingu fyrir Bjarna Bene­dikts­syni, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, af því að hann þorði að fylgja eftir sann­fær­ingu sinni, þrátt fyrir harða og óbil­gjarna gagn­rýni and­stæð­inga. Kjarklitlir stjórn­mála­menn eru gagns­lausir stjórn­mála­menn. Ef við ekki vissum það áður, þá vitum við það nún­a.Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okk­ur.

Nið­ur­staða mín um reynsl­una af hinu liðna er því afdrátt­ar­laus. Atl­ants­hafs­banda­lagið er trú­lega árang­urs­rík­asta varn­ar­banda­lag sög­unn­ar. Lýð­ræðið hélt velli. Evr­ópa hefur notið friðar í 70 ár, - lengur  en sögur fara af fyrr á tíð. Og Ísland naut góðs af veru sinni í NATO. Þetta var fínn klúbb­ur. Hin nýfrjálsa þjóð hóf veg­ferð sína meðal frjálsra þjóða á fyrsta far­rými. Við fengum aðgang að og áheyrn hjá vald­höfum vold­ug­ustu þjóða heims.

Við  fengum Mars­hall­að­stoð, án þess að upp­fylla skil­yrð­in. Við græddum á hermang­inu, meðan aðrar þjóðir færðu fórnir til að standa undir land­vörn­um. Við nutum marg­vís­legra for­rétt­inda þótt hljótt hafi far­ið, eins og t.d. varð­andi flug­rekstr­ar- og lend­ing­ar­leyfi í flugi yfir Atl­ants­haf­ið. Og við gátum fært okkur hern­að­ar­legt mik­il­vægi lands­ins í nyt til að spila á stór­veldin í kalda stríð­inu, til þess að ná fram okkar hags­muna­mál­um. Þorska­stríðin við Breta eru gott dæmi um það. Það var á þessum árum sem við vönd­umst á það, að kjör­orð Íslend­inga í alþjóða­sam­skiptum væri „Allt fyrir ekk­ert.”

Heims­mynd Kalda stríðs­ins

Hverjar voru for­send­urnar fyrir varn­ar­banda­lagi Banda­ríkj­anna og Vest­ur­-­Evr­ópu á tíma­bili kalda stríðs­ins? Hvað var það sem sam­ein­aði þær? Því má svara í einu orði: Sov­ét­ríkin – hinn sam­eig­in­legi óvin­ur. Svo lengi sem þjóðir Vest­ur­-­Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku töldu, að þeim stæði ógn af hern­að­ar­mætti Sov­ét­ríkj­anna – voru þessar þjóðir reiðu­búnar að snúa bökum saman gegn sam­eig­in­legum óvini.

Þrátt fyrir ólíka hags­muni Banda­ríkj­anna og gömlu evr­ópsku nýlendu­veld­anna víðs vegar um heim­inn; og þrátt fyrir ger­ó­lík lífs­við­horf banda­rískra repúblik­ana og vest­ur­evr­ópskra sós­í­alde­mókrata, þá voru allir aðilar sam­mála um að fórna bæri minni hags­munum fyrir meiri: Vörn lýð­ræðis og mann­rétt­inda gegn alræði og ógn­ar­stjórn væri það sem sam­ein­aði. Heims­myndin var í svart/hvítu: Frelsi versus helsi. Þeir sem ekki eru með mér eru á móti mér.

Auð­vitað var þessi svart/hvíta heims­mynd kalda stríðs­ins stór­lega ýkt, þegar skyggnst var á bak við tjöld­in. Þeir sem lesið hafa hina svörtu bók um sögu komm­ún­ism­ans vita, að það var engu logið um það alþjóð­lega bófa­fé­lag sem réð ríkjum í Kreml og innan veggja hinnar for­boðnu borgar Maos for­manns í Beijing.

En hið rísandi heims­veldi Banda­ríkja Amer­íku og hin hnign­andi nýlendu­veldi gömlu Evr­ópu  voru svo sem engir englar held­ur. Banda­ríkin skirrð­ust ekki við að beita her­valdi og klækjum til að koll­varpa lýð­ræð­is­lega kjörnum umbóta­stjórnum eða til að hindra valda­töku vinstri­manna í ríkjum Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku. Hver valda­ræn­ing­inn öðrum ófrýni­legri fékk að merg­sjúga þjóðir þess­ara landa í skjóli Banda­ríkj­anna. Mottóið var: „They may be sons of bitches, but they are our sons of bitches.”Allt var þetta rétt­lætt í nafni kross­ferð­ar­innar gegn komm­ún­ism­an­um.

Evr­ópsku nýlendu­veldin háðu blóð­ugar styrj­aldir gegn sjálf­stæð­is­hreyf­ingum fyrr­ver­andi nýlendna í Afr­íku og Asíu. Allir sem leiddu vopn­aðar upp­reisnir gegn nýlendu­kúgun og arðráni voru stimpl­aðir óvinir vest­ræns lýð­ræð­is. Þeir voru annað hvort komm­ún­istar eða hand­bendi þeirra og rétt­dræpir sem hryðju­verka­menn, hvar sem til þeirra náð­ist.  Þessi meinta kross­ferð gegn komm­ún­ism­anum var oftar en ekki blygð­un­ar­laus hags­muna­varsla nýlendu­velda og fjöl­þjóð­legra auð­hringa, til þess að kom­ast yfir auð­lindir þriðja heims­ins.

Gott dæmi um þetta var þegar leyni­þjón­ustur Breta og Banda­ríkja­manna komu  Íranskeis­ara til valda, í sam­vinnu við syst­urnar sjö í olíu­brans­an­um. Þetta valda­rán og sú blóð­uga ógn­ar­stjórn sem af hlaust, hefur dregið langan slóða á eftir sér.  Kross­ferðin gegn komm­ún­ism­anum náði að lokum hápunkti í hátækni­hern­aði Amer­ík­ana gegn hrís­grjóna­bændum í Víetnam, þar sem heims­veldið laut í fyrsta sinn í lægra haldi fyrir skæru­liðum örbirgð­ar­inn­ar. Þessi dæmi duga til að minna okkur á að það er  sögu­fölsun að kalda stríðið hafi verið bar­átta góðs og ills, þar sem hið góða - hinn frjálsi heimur – hafði sig­ur.

Árekstrar menn­ing­ar­svæða/­trú­ar­bragða

Kalda stríð­inu lauk um ára­mótin 1991/92, þegar rauði fán­inn með hamri og sigð var dreg­inn niður í hinsta sinn yfir turn­spírum Kremlar og þjóð­fáni Rúss­lands var dreg­inn að húni í stað­inn. Var þá ekki hlut­verki NATO lok­ið, um leið og Sov­ét­ríkin hættu að vera til?  Fyrrum nýlendu­þjóðir Sov­ét­ríkj­anna tóku upp mark­aðs­hag­kerfi og lýð­ræði og leit­uðu hver á fætur annarri athvarfs innan vébanda NATO og Evr­ópu­sam­bands­ins. Hafði ekki lýð­ræðið sigr­að?

Hver var óvin­ur­inn, sem rétt­lætti áfram­hald­andi hern­að­ar­banda­lag? Rúss­land – sem var efna­hags­legur dvergur  - og upp­tekið af innri vanda­málum vegna efna­hags­legrar og póli­tískrar upp­lausn­ar? Kína, sem hafði opnað Kína­m­úr­inn fyrir inn­rás alþjóð­legs fjár­magns og var á hrað­leið til mið­stýrðs rík­i­s­kap­ít­al­isma? Og átti vel­gengni sína undir hindr­un­ar­lausum aðgangi að mörk­uðum Banda­ríkj­anna? Var ekki óhætt að fara að ráðum Bush sr. og lýsa yfir sigri? Tákn­aði þetta e.t.v. enda­lok hug­mynda­fræð­inn­ar, eins og Fuku­yama boð­aði?  Var ekki „The New World Order” eft­ir­mynd sig­ur­veg­ar­ans, hins amer­íska kap­ít­al­isma?

Eða voru framundan ný átök, sem byggðu fremur á „Clash of Civi­lizations”, eins og Samuel Hunt­ington var­aði við, fremur en hug­mynda­fræði 19du ald­ar? Stefndum við hrað­byri inn í 3ju heims­styrj­öld­ina, sem yrði eins konar trú­ar­bragða­styrj­öld – kross­ferð eða jihad – milli kristni og Islam? Um hvað er stríðs­rekst­ur­inn í Afganistan og Írak – ef ekki það? Hefur NATO – sem var eins konar heima­varn­ar­lið V-Evr­ópu – ein­hverju hlut­verki að gegna í þeirri kross­ferð? Á Evr­ópa eitt­hvert erindi á víg­velli í Mið-Aust­ur­lönd­um,  Pakistan eða jafn­vel upp til fjalla í Afganistan?

Höf­undur var utan­rík­is­ráð­herra 1988-95.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar