Hvað höfum við gert og hvað þurfum við að gera?

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, skrifar um loftlagsmál.

Auglýsing

Nú eru löngu tíma­bærir þættir um lofts­lags­mál farnir að rúlla á RÚV. Sem betur fer hafa þeir vakið tals­verða athygli en munu samt skila litlu nema að lands­menn nýti sér þessa þekk­ingu til að gera eitt­hvað í mál­un­um. 

Loft­lags­mál eru flókin fyr­ir­bæri en vanda­málið er ein­falt og snýst í raun bara um tonn eða kg af CO2 sem við erum að þrusa í ósjálf­bæru magni upp í loft­hjúp­inn. Ef við gerum ekki neitt stefnir í óefni og þessi “við” erum ekki bara ein­hverj­ir, heldur ég og þú. 

Þegar fjallað er um lofts­lags­mál er oft rætt við und­ur­klára sér­fræð­inga sem virð­ast hafa allt á hreinu en það skilur okkur venju­lega fólkið oft eftir með minni­mátt­ar­kennd og verk­kvíða. Sem betur fer eru til umhverf­is­hetjur þarna úti sem virð­ist gera allt rétt þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Vand­inn er að við hin til­heyrum stærsta hópi lands­manna sem er ekki kom­inn á þann stað enn­þá. Það er samt sem áður mín ein­læga trú að meiri heild­ar­ár­angur náist þegar 100 þús­und manns taka eitt fram­fara­skref en þegar hund­rað manns taka tíu. Ég hef líka þá skoðun að þeir sem hafa tekið eitt skref fram á við séu örlítið lík­legri til að fara alla leið á end­anum en þeir sem standa alger­lega í stað.

Auglýsing

Hér verður aðeins farið yfir nokkur ein­föld atriði sem hægt er að vinna að til að draga úr lofts­lags­á­hrifum heim­ila án þess að draga nokkuð úr lífs­gæð­um. Þetta er alls ekki tæm­andi listi og auð­vitað þurfum við að huga að allri neyslu með lofts­lags­gler­augum en hér eru samt góð byrj­un­ar­skref sem allir geta til­einkað sér.

Sam­göngur heim­ila

Sam­göngur eru stærsti los­un­ar­geiri heim­ila og þar er mjög auð­velt að draga úr losun með orku­skipt­um. Skyn­sam­leg­asta orkan til að nýta í sam­göngum í stað jarð­efna­elds­neytis er lík­ams­fita en aukin hlut­deild göngu og hjól­reiða er allra skyn­sam­leg­asta lausn okk­ar, bæði í umhverf­is- og lýð­heilsu­m­ál­um. Einnig má nýta almenn­ings­sam­göngur mun bet­ur. Þegar heim­il­is­bíll­inn eða bíl­arnir er skoð­aðir þá er ljóst að allir sem vilja, geta skipt yfir í fólks­bíla sem ganga á umhverf­is­vænni orku, ann­að­hvort strax eða innan örfárra ára. Nú þegar eru yfir 10 þús­und lands­menn farnir að setja inn­lenda og hreina orku á fólks­bíl­ana sína. Af hverju gætir þú ekki gert það sama næst þegar þú kaupir bíl? Tækni­lausn­irnar eru komnar í formi raf­orku, met­ans og vetnis og ef menn eru ekki sáttir við teg­undir eða verð þá er bara að bíða í örfá ár. Er ein­hver í svo mik­illi neyð að hann verði hrein­lega að kaupa glæ­nýjan bens­ín- eða dísil­bíl án taf­ar? Vand­inn er nefni­lega að nýr bens­ín- eða dísill­bíll sem keyptur er núna til lands­ins verður að öllum lík­indum enn í kerf­inu 2030 þegar við þurfum að gera upp Íslands­hluta Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Úrgangs­mál heim­ila

Tveir úrgangs­flokkar hafa sér­lega skýran lofts­lags­á­vinn­ing þ.e. málmar og líf­rænn úrgang­ur.  Flokkun málma frá heim­il­inu minnkar losun veru­lega enda þarf marg­falt minni orku til að end­ur­vinna málma en að vinna þá frá grunni. Það er heldur ekki sama hvernig líf­rænn úrgangur er með­höndl­aður því ef hann er ein­fald­lega urð­aður gefur hvert kíló af slíkum úrgangi af sér 1,6 kg af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum við rotnun á urð­un­ar­stað. Ef líf­ræn úrgangur er hins­vegar jarð­gerður með stýrðu nið­ur­broti minnkar moltu­gerðin útblást­ur­inn niður í einn fimmta af því sem losnar við urð­un. Þetta er t.d. gert í Í Eyja­firði þar sem verk­smiðjan Molta tekur við líf­rænum úrgangi og fram­leiðir jarð­vegs­bæti með miklum umhverf­isá­vinn­ingi.

Margt smátt

Mörgum finnst þægi­leg­ast að hneyksl­ast dug­lega á stöð­unni en fela sig svo á bak við smæð sína og benda t.d. á stór­iðju og skemmti­ferða­skip sem afsökun fyrir eigin aðgerða­leysi. Það er ekki mesta áhyggju­efnið að of fáir geri allt, heldur að of margir geri ekki neitt. Nú þegar hefur hell­ingur af ósköp venju­legum heim­ilum farið í gegnum ofan­greindar breyt­ingar sem gróf­lega gætu skilað um 5.000 kg CO2/heim­ili á ári. Marg­földun það svo með 100 þús­und heim­ilum og þá erum við með alvöru töl­ur. Hvernig er staðan á þínu heim­ili?

Hvað ætlar þú að segja næsta sunnu­dag ef ein­hver á þínu heim­ili spyr eftir næsta loft­lags­þátt „Hvað höfum við gert?“

Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar