NATO 70 ára: Heimslögregla – Í þjónustu hverra?

Síðari grein af tveimur eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, vegna 70 ára afmælis NATO.

Auglýsing

NATO var stofnað til þess að tryggja frið í Evr­ópu á tíma kalda stríðs­ins. Það hafði tek­ist – í skjóli banda­rískra kjarna­vopna – án þess að hleypa af skoti. Í hinum tví­skipta heimi kalda stríðs­ins var NATO hold­gerv­ing Atl­ants­hafs­tengsl­anna – „The Transatl­antic Relations­hip” – milli­ gamla og nýja heims­ins. En er nokkuð sjálf­gefið að það haldi áfram í ger­breyttri heims­mynd? Ensk/am­er­íska viku­ritið The Economist svarar þess­ari spurn­ingu í umfjöllun um afmæl­is­barnið 60 ára:

„NATO gegnir ekki lengur lyk­il­hlut­verki sem vett­vangur póli­tískrar umræðu milli Evr­ópu og Amer­íku. Heimskreppan er í höndum leið­toga G-20 ríkj­anna. Fámennur klúbbur sex ríkja reynir að fást við ógn­ina sem stafar af kjarna­vopna­víg­bún­aði Írana. Evr­ópu­sam­bandið fæst beint við Rússa í þeim til­gangi að tryggja öruggt fram­boð orku úr austri. Leyni­þjón­ustu­sam­starfið gegn hryðju­verkaógn­inni fer fram í gegnum tví­hliða sam­starf helstu þjóð­ríkja. „Hern­að­ar­að­gerð­irnar sjálfar eru orðnar okkar rai­son d´étre,” segir hátt­settur aðili í innsta hring NATO.„Ég beiti íhlut­un, þess vegna er ég til.”

Einu sinni var Henry Kiss­in­ger að vand­ræð­ast með það, hvert hann ætti að hringja, ef hann vildi hafa sam­band við Evr­ópu. Eft­ir­menn hans á stóli utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna þurfa ekki lengur að velkj­ast í vafa um það. Þeir eiga að hringja í Evr­ópu­sam­band­ið. Hvað á NATO þá að gera? Á NATO að vera ein­hvers konar heimslög­regla? Í þjón­ustu hverra, með leyfi? Það vekur upp margar spurn­ing­ar: Hver hefur beðið NATO um að taka að sér að halda uppi lögum og reglu í heim­in­um?

Auglýsing

Evr­ópa: Post-colon­ial

Sú var tíð að gömlu evr­ópsku nýlendu­veldin töldu sig sjálf­skipuð til að gegna því hlut­verki. En þar kom að þau fengu sig full­södd af því van­þakk­láta starfi. Evr­ópa er núna post-colon­ial í sinni til­veru. Amer­íska heims­veldið er hins vegar á hápunkti valds síns. Hnign­un­ar­skeiðið er framund­an. Er sjálf­gefið að Evr­ópa vilji ráða sig sem mála­liða til þess að vinna skít­verkin fyrir amer­íska heims­valda­sinna og þiggja fyrir mol­ana, sem hrjóta af borðum hús­bænd­anna? Qui bono? – spurðu Róm­verjar forð­um. Hverjum í hag?

Á diplómat­ísku dul­máli var einu sinni sagt að NATO hefði verið stofnað til þess að halda Banda­ríkj­unum inni. Þýska­landi niðri og Sov­ét­ríkj­unum úti. Þetta er allt saman liðin tíð. Sov­ét­ríkin eru úr sög­unni. Sam­einað Þýska­land á að heita for­ystu­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins. Og Banda­ríkin eru heims­veldi, sem sam­kvæmt eigin hern­að­ar­kenn­ingu hafa sagt sig úr lögum við alþjóða­sam­fé­lagið og þurfa ekki á banda­mönnum á halda.

Við lok seinni heims­styrj­ald­ar­innar báru Banda­ríkin ægis­hjálm yfir heim­inn í krafti efna­hags­legs og hern­að­ar­legs styrks. Banda­ríska hag­kerfið var helm­ingur heims­hag­kerf­is­ins. Banda­ríkin voru eina kjarn­orku­veld­ið. Þetta er allt fyrir löngu breytt. Evr­ópa er löngu risin úr rúst­um. Evr­ópu­sam­bandið er jafn­oki Banda­ríkj­anna á efna­hags­svið­inu og atkvæða­meira í heims­við­skipt­um. Evr­ópa hefur alla burði til að tryggja sjálf sitt innra og ytra öryggi.

Þá vaknar spurn­ing­in: Hvers vegna ætti sam­einuð Evr­ópa að halda áfram að vera áhrifa­lít­ill und­ir­verk­taki Banda­ríkj­anna við stríðs­rekstur þeirra á fjar­lægum slóð­um? Sam­rým­ist það þjóð­ar­hags­munum Evr­ópu­sam­bands­ins? Ef ekki, þá á NATO, í sinni núver­andi mynd, ekki fram­tíð­ina fyrir sér. Evr­ópa getur ekki verið verk­færa­kassi, sem Banda­ríkja­menn grípa til út úr neyð, þegar þeim þóknast, en án sam­ráðs. Annað hvort verður að semja upp á nýtt og þá á jafn­rétt­is­grund­velli, með til­liti til gagn­kvæmra hags­muna beggja aðila, eða það er komið að leið­ar­lok­um. Hér hlýtur „kalt hags­muna­mat” að ráða, eins og þegar sjálf­stæð­is­menn lýsa afstöðu sinni til Evr­ópu­sam­bands­ins!

Amer­íka og Evr­ópa: Að vaxa í sund­ur­...?

Fyrir fáum árum kom út athygl­is­vert safn­rit eftir amer­íska og evr­ópska sér­fræð­inga á sviði alþjóða­mála, örygg­is- og varn­ar­mála og alþjóða­við­skipta undir heit­inu: Amer­ica and Europe in the 21st Cent­ury: Growing Apart? Höf­und­arnir færa fyrir því rök að það sé engan veg­inn sjálf­gefið að grund­vall­ar­hags­munir amer­ísks kap­ít­al­isma og evr­ópska vel­ferð­ar­rík­is­ins ( e.The European Social Mod­el) fari saman í fram­tíð­inni. Hver ætti að vera hinn sam­eig­in­legi óvin­ur, sem við­heldur fóst­bræðra­lag­inu?  

Það er ekki til­viljun að þessar ríkja­heildir taka æ oftar ólíka afstöðu í leit að lausnum á helstu vanda­málum sam­tím­ans. Það á við t.d. um lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um, verndun hins nátt­úru­lega umhverf­is, vax­andi mis­skipt­ingu auðs og tekna innan þjóð­ríkja og á heims­vísu, efna­hags­að­stoð og þró­un­ar­hjálp, hern­að­ar­upp­bygg­ingu og vald­veit­ingu í sam­skiptum þjóða. Íraks­stríðið afhjúpaði þennan ágrein­ing, sem mun áger­ast ef að líkum læt­ur, að sögn höf­unda. Afstaðan til Ísra­els, sem er skjól­stæð­ings­ríki Banda­ríkj­anna, og til ofbeld­is­verka Ísra­ela á hernumdu svæð­unum í Palest­ínu, er annað dæmi, þar sem þorri Evr­ópu­manna hefur allt aðra afstöðu en banda­rísk stjórn­völd.

Þessi grund­vallará­grein­ing­ur, sem fræði­menn­irnir spá að muni fara ört vax­andi, end­ur­speglar þá stað­reynd að þjóð­ar­hags­munir amer­íska heims­veld­is­ins ann­ars vegar og Evr­ópu­sam­bands­ins, í sinni post-colon­ial til­veru, hins veg­ar, fara æ sjaldnar sam­an. Spurn­ingin er: Hvenær kemur að því að það sem sundrar vegur þyngra á vog­ar­skál­unum en það sem sam­ein­ar? Eins og Matth­ías Jóhann­essen, skáld, rifj­aði upp fyrir okkur að gefnu til­efni í Drauma­land­inu um árið, þá er ekk­ert til sem heitir vin­átta í alþjóða­málum – bara hags­mun­ir.

Og hvað með Ísland? Við erum ekki lengur á amer­ísku áhrifa­svæði. Hvenær ætli Íslend­ingar manni sig upp í að horfast í augu við þá stað­reynd, að við eigum í fram­tíð­inni sam­leið með öðrum Norð­ur­landa­þjóðum í svæð­is­bundnu sam­starfi með Eystra­salts­þjóðum og í nánu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið – eða fullri aðild seinna meir? Það er spurn­ingin um að þekkja sinn vitj­un­ar­tíma.

Höf­undur var utan­rík­is­ráð­herra Íslands 1988-95.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar