Sæstrengur fjarlægist Ísland

Orkumál Íslands eru mikið rædd þessi misserin, og þá ekki síst sala á raforku um sæstreng. Sá möguleiki virðist heldur vera að fjarlægjast, segir Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum buðu bresk stjórn­völd geysi­hátt verð fyrir nýja end­ur­nýj­an­lega raf­orku inn á breska raf­orku­mark­að­inn. Þar á meðal voru samn­ingar við vind­orku­ver utan við bresku strönd­ina, þar sem raf­orku­fram­leið­end­unum var tryggt lág­marks­verð á bil­inu 114-120 GBP/MWst, sem jafn­gildir um 150 USD á núver­andi gengi. Til sam­an­burðar má hafa í huga að sam­kvæmt síð­ustu árs­skýrslu Lands­virkj­unar var með­al­verð á orku fyr­ir­tæk­is­ins í almennri heild­sölu árið 2018 um 43 USD/MWst og með­al­verð til stórnot­enda ­ná­lægt 28 USD/MWst.

Þetta háa verð sem bresk stjórn­völd buðu, til að auka fram­boð end­ur­nýj­an­legrar orku í Bret­landi, skap­aði áhuga­verð tæki­færi fyrir Ísland til að selja raf­orku um sæstreng. Þarna var ­mögu­leiki á að snar­auka tekjur Lands­virkj­unar og um leið auka mjög arð­greiðsl­ur til eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, sem er íslenska rík­ið. Nokkrar þreif­ingar áttu sér stað um slíkt verk­efni milli breskra og íslenskra stjórn­valda. En í kjöl­far þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um Brexit sum­arið 2016 virð­ist hafa fjarað undan þeim athug­un­um.

Kannski munu íslensk og bresk stjórn­völd á ný leggja auk­inn þunga á sæstrengs­verk­efn­ið. En þá er nán­ast víst að dregið hefur úr þeim mögu­leika að bresk stjórn­völd yrðu reiðu­búin að tryggja þar svo há verð sem samið var um vegna nýrra grænna orku­verk­efna fyrir 2016. Á allra síð­ustu árum hefur nefni­lega orðið geysi­leg kostn­að­ar­lækkun í vind­orku­tækn­inni og þar með er við­mið­un­ar­verð nýrrar raf­orku frá end­ur­nýj­an­legum auð­lindum mjög breytt frá því sem áður var. Í þess­ari grein er útskýrt hvernig lækk­andi verð á vind­orku hefur breytt við­skipta­legum for­sendum sæstrengs og dregið úr líkum á því að slíkt verk­efni verði að veru­leika á næstu árum.

Auglýsing

Nýjar hefð­bundnar íslenskar virkj­anir þurfa um 40-45 USD/MWst

Í dag stefnir raf­orku­verð í almennri heild­sölu á Íslandi í um 45 USD/MWst. Þar skiptir hvað mestu að raf­orku­fyr­ir­tækin hér þurfa nálægt þessu verði til að geta reist nýjar virkj­an­ir. Að vísu verður eflaust unnt að virkja hér vind með eitt­hvað lægri til­kostn­aði. En grunnafl í formi vatns­afls og jarð­hita­virkj­ana verður dýr­ara og oft sem nemur um 45 USD/MWst.

Þess vegna er lík­legt að raf­orku­verð hér fari senn að nálg­ast 45 USD/MWst í heild­sölu (þó svo stór­iðjan muni áfram njóta lægra verðs frá virkj­unum sem eru vel á veg komnar með að verða upp greidd­ar). Umrætt verð upp á um 45 USD/MWst er vel að merkja ekki mikið hærra en núver­andi heild­sölu­verð hér, sem  að með­al­tali var um 43 USD/MWst árið 2018.

Án nýrra virkj­ana verður raf­orku­verðið hærra

Þetta umrædda verð, þ.e. 45 USD/MWst, er sem sagt sú upp­hæð sem heild­sölu­verð raf­orku á almenna mark­aðnum á Íslandi stefnir lík­lega í. Af þeirri ein­földu ástæðu að þetta er u.þ.b. það verð sem nýjar grunnafls­virkj­anir hér þurfa til að verða byggðar (til að borga sig). Verði engin slík virkjun byggð á næst­unni, svo sem vegna þess að raf­orku­verð verði of lágt til að rétt­læta fjár­fest­ing­una, kemur senn að því að fram­boð raf­orku mun ekki geta mætt eft­ir­spurn­inni. Þá gæti raf­orku­verðið hér hækkað ennþá meira.

Lík­leg­ast er samt að þarna mynd­ist jafn­vægi, þ.a. að hér verði ávallt til staðar næg raf­orka á eðli­legu eða við­un­andi verði. Á almennna mark­aðnum gæti heild­sölu­verðið hald­ist á bil­inu 40-45 USD/MWst í þó nokkur ár. Eðli máls­ins sam­kvæmt er þetta verð ein­ungis sett hér fram sem við­mið­un, því almenna verðið er í íslenskum krónum og gengið sveifl­ast jú tölu­vert. En þegar horft er nokkur ár fram í tím­ann má sem sagt lík­lega gera ráð fyrir ein­hverri hækkun á heild­sölu­verði raf­orku frá því sem nú er, en þó hóf­legri.

Lág­marks­verð um sæstreng til Bret­lands um 85 USD/MWst?

Fróð­legt er að bera raf­orku­verðið hér saman við það orku­verð sem myndi þurfa til að það borg­aði sig að flytja út raf­orku um sæstreng til Bret­lands. Eðli­legt er að ganga út frá því að Bretar gætu ekki fengið hér raf­orku á lægra með­al­verði en um 45 USD/MWst. Þetta verð er vel að merkja hugsað sem algert lág­mark á með­al­verði raf­magns til Breta. Í reynd yrði hér lík­lega lít­ill áhugi á að selja Bretum raf­magn nema á tals­vert hærra verði. En það er önnur saga. Hér í þess­ari grein miðum við við 45 USD/MWst sem lág­mark.

Svo þarf að bæta flutn­ings­kostn­að­inum til Bret­lands við. Slíkur kostn­aður hér inn­an­lands yrði senni­lega nálægt 5 USD/MWst. Og kostn­aður vegna flutn­ings um sæstreng­inn yrði mögu­lega um 35 USD/MWst. Þar með þyrftu Bretar að greiða um 85 USD/MWst til að fá íslenska raf­orku að Bret­lands­strönd­um. Það hvort áhugi væri á að selja Bretum raf­orku á slíku með­al­verði er óvíst.

Ódýr erlend vind­orka dregur úr áhuga á sæstreng

Til sam­an­burðar er rétt að hafa í huga að nú er orðið unnt að virkja vind í sjó, á góðum svæð­um, fyrir upp­hæð sem er mun lægri en umræddir 85 USD/MWst. Í nýjum grein­ingum sín­um segir Laz­ard að kostn­að­ur­inn þarna fari nú svo langt niður sem 62 USD/MWst. Og það eru reyndar nú þegar dæmi um að kostn­að­ur­inn sé kom­inn niður í um 50 EUR/MWst, sem jafn­gildir um 56 USD/MWst á núver­andi gengi

Það eru ekki mörg ár síðan að slíkur kostn­að­ur, þ.e. vegna vind­orku utan við strönd­ina, var langtum meiri. Og þá var verð­bilið vegna íslenskrar raf­orku ann­ars vegar og nýrra svona vind­orku­verk­efna hins veg­ar, miklu meira en er í dag. Sá mikli verð­munur er sem sagt að fjara út.

Lækk­andi kostn­aður í vind­orku­tækn­inni veldur því m.a. að nú eru að rísa vind­myllu­garðar utan við strönd Evr­ópu sem þurfa ekki neinar nið­ur­greiðslur eða annan fjár­stuðn­ing og munu keppa alfarið á mark­aðs­grund­velli. Það er þessi þróun sem er mik­il­væg­asta ástæða þess að nú kann að vera orðið ólík­legra en var, að sæstrengur milli Íslands og Evr­ópu verði að raun­veru­leika. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Vind­orka utan við strendur Evr­ópu á 45 USD/MWst?

Við þetta bæt­ist að ennþá er hröð þróun í vind­orku­tækn­inni. Í dag eru vind­myllu­fyr­ir­tæki eins og Vest­as, Siem­ens-Ga­mesa og General Elect­ric að byrja að fram­leiða ennþá stærri vind­myll­ur, sem munu skila ennþá ódýr­ari vind­orku. Þar eru nefndar töl­ur í nágrenni við 60 EUR/MWst (um 67 USD/MWst) og í sumum til­vikum jafn­vel svo langt nið­ur sem 40 EUR/MWst (sem jafn­gildir ein­ungis um 45 USD/MWst). Það eru því horfur á að þessi teg­und raf­orku­fram­leiðslu geti brátt þrif­ist vel á svæðum þar sem heild­sölu­verð á raf­magni er lítið hærra en nú er á Íslandi. Þess vegna gæti orðið snúið að ætla að bæta flutn­ings­kostn­aði um sæstreng ofan á íslenska raf­orku­verðið (hvort sem er til Bret­lands eða meg­in­lands Evr­ópu).

Sæstrengs­verk­efni ólík­legra en var

Í dag eru sem sagt reistir vind­myllu­garðar utan við strönd­ina sem eru svo ódýrir að raf­orka flutt frá Íslandi yrði langt frá því að vera eins sam­keppn­is­hæf eins og leit út fyrir að orðið gæti fyrir ein­ungis fáeinum árum. Þar með má kannski segja að hug­myndin um sæstreng hafi fjar­lægst Ísland. Það er samt ennþá fjár­hags­lega raun­hæf hug­mynd að eiga við­skipti með toppafl, þ.e. nýta sveigj­an­legt afl og umframorku til að flytja út raf­orku þegar verðið handan strengs­ins er hátt. Um leið gæfi sæstrengur færi á því að flytja raf­orku inn til Íslands þegar verðið handan strengs­ins er lág­t. 

Slíkt verk­efni er þó flókn­ara eða a.m.k. áhættu­sam­ara en ef t.d. bresk stjórn­völd myndu ætíð ábyrgj­ast lág­marks­verð fyrir íslenska raf­magn­ið. Vand­séð er hver væri til í að taka fjár­hags­legu áhætt­una af svona sæstrengs­verk­efni ef hvorki bresk stjórn­völd né aðrir ámóta myndu tryggja slíkt lág­marks­verð og þar með við­un­andi arð­semi af sæstrengn­um.

Svo má hafa í huga að s.k. þriðji orku­pakki hefur þarna engin áhrif. Þær reglur fela hvorki í sér skyldur til að leggja sæstrengi né tak­marka þær rétt ríkja til að ráða eign­ar­haldi á sæstrengjum eða virkj­un­um. Það sem þarf að huga að í tengsl­um við hag­s­muni Ís­lands vegna raf­­orku­­kerf­is­ins, er fyrst og fremst arð­­sem­in á slík­­um kapli eða köpl­um, verði slík­­ir sæ­­streng­ir lagðir e.h.t. í fram­­tíð­inn­i. ­Mik­il­vægt er að íslensk stjórn­völd ráði arð­semi slíkra kapla. Það mætti t.d. gera með sam­bæri­legum hætti eins og gildir um sæstrengi og gaslagnir Norð­manna til Bret­lands og meg­in­lands­ins.

Næstu 20 ár: Íslensk vind­orka hag­kvæm­asti kost­ur­inn og sæstrengur ólík­legur

Einmitt vegna þeirrar þró­unar í vind­orkunni, sem hér hefur verið lýst, er lík­legt að hér á Íslandi fari brátt að minnka áhugi orku­fyr­ir­tækja á að reisa fleiri vatns­afls­virkj­anir og þó enn frekar dýrar jarð­varma­virkj­an­ir. Þess í stað má búast við því að nú munu sjónir orku­fyr­ir­tækj­anna bein­ast að íslenskri vind­orku. Og að virkjun vinds­ins á Íslandi muni að ein­hverju og jafn­vel umtals­verðu leyti upp­fylla vax­andi raf­orku­eft­ir­spurn hér. Það yrði að öllum lík­indum hag­kvæm­asta leið­in. Sé horft til næstu u.þ.b. 10-20 ára virð­ist því skyn­sam­leg­ast að mæta auk­inni raf­orku­þörf hér með vind­myll­um. Og það virð­ist ólík­legt að sæstrengur verði að raun­veru­leika á þessu tíma­bili.

Höf­undur starfar sem ráð­gjafi á sviði orku­mála og vinnur m.a. að vind­orku­verk­efnum í sam­starfi við ­evr­ópskt vind­orku­fyr­ir­tæki.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar