Leikskólakennari – Besta starf í heimi!

Magnús Hilmar Felixson dreifir gleðinni enda segir hann að starf í leikskólum sé besta starfið af þeim öllum.

Auglýsing

Starf á leikskólum er gefandi starf sem færir manni ný ævintýri á hverjum degi þar sem enginn dagur er eins. Börn eru sannir gleðigjafar og sýna manni alltaf hvernig þeim raunverulega líður hverju sinni. Þau eru hreinskilin og sjá heiminn með aðeins öðruvísi augum en við sem erum fullorðin. Þessi staðreynd gerir það að verkum að starfið er áhugavert, skemmtilegt, krefjandi og stundum erfitt. Starfið gefur af sér stundir og atvik sem lifa með manni í minningarbankanum og gleðja.

Starf á leikskólum er eins og áður sagði skemmtilegt og krefjandi í bland, verkefnin eru fjölbreytt og nemendahópurinn líka. Allt þetta kallar á mikilvægi þess að á leikskólum starfi áhugasamt og hæft fólk, karlar og konur. Karlmenn hafa verið í miklum minnihluta starfsmanna en eru mikilvægir inn á leikskólum og hafa rétt eins og konur margt fram að færa í leikskólakennslu. Þeir eru fyrirmyndir drengja og stúlkna, taka þátt í að útrýma staðalímyndum kynjanna og auka á fjölbreytni leikskólanna.

Þegar kemur að starfinu í leikskólum er það mitt mat að það séu forréttindi í sjálfu sér að velja sér ævistarf við það að starfa með börnum í leik og starfi. Fá að fylgjast með þeim þroskast, takast á við ólík verkefni, sigra og ósigra er það sem gerir starfið frábært. Það að geta haft áhrif á hverjum degi á nám og þroska barns og sjá síðar afrakstur sinnar vinnu, hvort sem það er í starfinu sjálfu eða bara út í samfélaginu, samvinnan við foreldra sem síðar koma til manns á förnum vegi og þakka manni fyrir það sem maður hefur gert fyrir barnið þeirra í leikskólanum, það að maður hafi haft áhrif í lífi annara til hins betra er tilfinning sem gefur þessu starfi mikið gildi.

Auglýsing

Mitt mat er að starf í leikskólum sé besta starf í heimi og hef ég þess vegna mikinn áhuga á því að auglýsa það fyrir áhugasömum og fá fleiri með í gleðina. Þetta gerir ég meðal annars í gegnum samfélagsmiðla undir nafninu Járnkarlarnir ásamt samstarfsmanni mínum honum Eysteini Sindra Elvarssyni. Þar sýnum við hvað við erum að fást við á leikskólanum og setjum fram skoðanir okkar, ræðum hvað betur mætti fara og sýnum ýmiskonar hugmyndir að skemmtilegum verkefnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar