Sjáið ármynnið sem búið er að selja einum af aflakóngi orkunnar. Þar háttar svo til að fyrir neðan er fallegur foss þar sem Íslendingar og ferðamenn sækja til að njóta fegurðarinnar. Nú á að fara að virkja þarna og við það hverfur fossinn smátt og smátt í gleymskunnar dá.
Barátta þeirra sem vilja eiga allt og segjast geta gert við eignina eins og þeim sýnist ef þau bara kaupa og selja aftur til að græða. Svo bíða eigninar í röðum að komast inn á biðröðina í sæstrenginn. Nógu er búið að skrifa um það að Sæstrengur er á áætlun. Ísland verður eftir nokkur ár orðið háð sölu orku til allra ríkja Evrópusambandsins. Meira krefjast þau og meira. Í stað þess að við íslendingar ráðum yfir orkumálum og fengjum mikið um það að segja hvað yrði gert við hana.
Við skulum aðeins bera saman baráttu þeirra sem hafa eignast land og þeirra sem segja að þjóðin eigi orkuna. Í ræðu Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur á landsfundi Landsvirkjunar kom fram: „Vatnsafl og jarðvarmi eru ekki þjóðareign líkt og fiskurinn í sjónum. Vatnsafl og jarðvarmi tilheyra eignarhaldi á landi, rétt eins og laxveiðiréttindi tilheyra jörðum. Ef Jón og Gunna eiga landið þá eiga Jón og Gunna viðkomandi orkuauðlind sem er á því landi, eða undir því. Ef ríkið á landið þá á ríkið viðkomandi orkuauðlind. Ef sveitarfélag á landið þá á sveitarfélagið viðkomandi orkuauðlind.“
Er það rétt? Er vatnsafl í eigu þjóðar eða landeigenda?
Nú segir Þórdís að vatnsafl tilheyri eignarhaldi á landi. Fyrir það fyrsta þarf allt vatn að renna í gegnum landið og áfram niður til sjávar. Enginn getur eignað sér það vatn sem er alltaf á ferð. Vegna þess að það rennur í gegn. Enginn nema þá þjóðin ef eitthvað er. Raforka á að vera á forræði og í eigu þjóðarinnar. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra þegna þjóðfélagsins.
Í allri þessari umræðu hefur gleymst að ræða sérstaklega um áhrif Íslendinga á breytingu landsins okkar. Elskum við landið okkar nóg til að hafa áhrif á ákvörðun hvernig því sé breytt? Hvað sé gert við það?
Ég elska Ísland
Ég er bara agnarlítill leikmaður sem hefur áhyggjur á þessari þróun sem er að verða.
Nú hafa borist ýmsar umsagnir til Alþingis frá ýmsum áhrifamönnum í þjóðfélaginu.
Umsagnir til Alþingis
Stór hluti af vinnu þingnefnda felst í því að kalla eftir umsögnum um þau þingmál sem nefndin hefur til skoðunar hverju sinni. Öllum er frjálst að senda þingnefnd umsagnir um þingmál og eru allar umsagnir jafn réttháar.
Umsagnir um mál 777: Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.
Orkan okkar. 29.4.2019, Alþýðusamband Íslands. 29.4.2019, Birgir Örn Steingrímsson fjármála- og hagfræðingur. 29.4.2019, Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur. Umsögn dags. 22.4.2019, Elinóra Inga Sigurðardóttir forstjóri. 25.4.2019, Elías Elíasson verkfræðingur og Jónas Elíasson prófessor emeritus. 23.4.2019, Eyjólfur Ármansson lögfræðingur. 2.5.2019, Frjálst land, félagasamtök. 22.4.2019, Grímsnes- og Grafningshreppur. 26.4.2019, Gunnar Guttormsson. 29.4.2019, Heimssýn. 29.4.2019, Helga Garðarsdóttir. 28.4.2019, Hildur Sif Thorarensen. 30.4.2019, Hjörleifur Guttormsson. 26.4.2019, Jón Baldvin Hannibalsson fv. ráðherra. Umsögn dags 17.4.2019, Landssamband Bakarameistara. 29.4.2019, Samband Garðyrkjubænda. 29.4.2019. Steinar Ingimar Halldórsson verkfræðingur. 30.4.2019,
Steindór Sigursteinsson. 24.4.2019, Svanur Guðmundsson og Elías B. Elíasson. 29.4.2019, Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar. 26.4.2019, Sveitarfélagið Skagafjörður. 24.4.2019, Valorka ehf. 23.4.2019, Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur. Umsögn dags. 17.4.2019, Ögmundur Jónasson fv. alþingismaður. 29.4.2019.
Eins og sést eru hérna ýmsir áhrifamenn í þjóðfélaginu.
Er það virkilega svo að sumir þingmenn ætli sér að halda sínu fram og segja JÁ þvert gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar og álitsgerða þessara áhrifamanna hér að ofan?
Skiptir það þá engu máli hvað þjóðin segir?