Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið

Auglýsing

Þessi grein er sú fyrri af tveimur um íslensk víð­erni í alþjóð­legu sam­hengi og ábyrgð Íslend­inga sem vörslu­manna 42% af allra villt­ustu víð­ernum Evr­ópu. Víð­erni Íslands eru ein­stök á heims­mæli­kvarða og þarfn­ast vernd­ar, bæði nátt­úr­unnar vegna og okkar sjálfra. Á því berum við ekki síðri ábyrgð en í lofts­lags­mál­um, og höfum ef til vill miklu meiri getu. Grein­arnar eru skrif­aðar með víð­ernin á Ströndum sér­stak­lega í huga.

Mað­ur­inn og víð­ernin

Mað­ur­inn hefur frá alda öðli reynt að skilja sig frá nátt­úr­unni og ná valdi yfir henni. Það er á margan hátt hluti af til­veru okkar sem dýra­teg­undar að brjóta undir okkur gang­verk nátt­úr­unnar en síð­ustu aldir hefur valdið auk­ist í sífellu og nú eru afleið­ingar þess að koma í ljós um víða ver­öld. Um leið eru menn að átta sig aftur á því að þeir eru hluti af nátt­úr­unni og finna æ betur til aðdrátt­arafls henn­ar. Þar hafa óbyggðir og villt víð­erni einna mesta gild­ið, bæði í sjálfum sér, sem lítt eða ósnortin nátt­úru­leg kerfi, þar sem ferli nátt­úr­unnar fá að þró­ast og vinda sér fram án afskipta manns­ins, en einnig hafa óbyggð­irnar sér­stakt gildi fyrir okkur mann­fólkið því við virð­umst hafa með­fædda þrá eftir ein­veru og kyrrð ósnort­innar nátt­úru.

Í óbyggðum er hægt að njóta nátt­úr­unnar án trufl­un­ar, til dæmis af umferð vél­knú­inna öku­tækja og því eru þau afar mik­il­væg fyrir nátt­úru­upp­lifun manns­ins. Það má kannski best merkja á því gríð­ar­mikla aðdrátt­ar­afli sem óbyggð víð­erni hafa fyrir nátt­úru­ferða­mennsku út um allan heim. Og þar gildir að því ósnortn­ara eða villt­ara, þeim mun meira er gildi svæð­anna fyrir ferða­menn. Á Íslandi kemur þetta fram í því að mik­ill meiri­hluti ferða­manna sem hingað koma nefna nátt­úr­una sem aðal­á­stæðu fyrir ferða­lag­inu.

Auglýsing

Gengið hefur verið jafnt og þétt á villt og óbyggð víð­erni, það sem kallað er „wild­erness“ upp á ensku, í nútím­an­um. Óbyggð víð­erni hafa þannig skroppið ógn­væn­lega saman síð­ustu ára­tugi um allan heim og er ástandið orðið svo alvar­legt víða um lönd að fá eða engin slík eru eftir í heilu þjóð­ríkj­un­um. Í Evr­ópu er verið að reyna að snúa þró­un­inni við með end­ur­heimt óbyggðra og villtra nátt­úru­svæða en eðli­lega mun taka langan tíma, jafn­vel manns­aldra, að gera þau jafn­villt og þau hefðu verið frá nátt­úr­unnar hendi. Sem dæmi um hve langt mann­gerv­ing umhverf­is­ins hefur gengið þá finn­ast nú fá ósnortin vatns­föll í Mið-­Evr­ópu, sem ekki hafa verið stífluð eða umturnað á ein­hvern hátt. Og jafn­vel á tímum vit­und­ar­vakn­ingar um nátt­úr­una fækkar þeim samt enn stöðugt ár frá ári í álf­unni, sem og raunar um allan heim, einkum vegna ágangs og ásóknar iðn­aðar í nátt­úru­auð­lind­ir. Þess­ari miklu óheilla­þróun þarf að snúa við því án nátt­úr­unnar og óbyggðra víð­erna glötum við bæði stórum hluta af sjálfi okkar sem viti bor­innar dýra­teg­undar en einnig missum við frá okkur ótal auð­lindir og tæki­færi sem við getum aðeins sótt í óspillta og hreina nátt­úru.

Íslensk víð­erni

Hér á Íslandi hefur nátt­úru­vernd löngum snú­ist um hrein og klár við­brögð við sókn orku­fyr­ir­tækja og ann­arra inn á ósnortin svæði þar sem vatns­föll og margs konar nátt­úruperlur liggja und­ir. Því miður hefur oft gengið erf­ið­lega að koma nátt­úru­vernd­inni í það horf að vera fyr­ir­byggj­andi, þar sem svæði eru frið­lýst áður en sú hætta kemur upp að þau verði eyði­legg­ingu að bráð. Mik­il­vægur hluti slíkra aðgerða væri að leggja til frið­lýs­ingu stórra óbyggðra og villtra svæða, svo­kall­aðra „óbyggðra víð­erna“.

Sam­kvæmt 5. grein nátt­úru­vernd­ar­laga frá 2013 eru „óbyggð víð­erni“ skil­greind sem „svæði í óbyggðum sem er að jafn­aði a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar ein­veru og nátt­úr­unnar án trufl­unar af mann­virkjum eða umferð vél­knú­inna far­ar­tækja og í a.m.k. 5 km fjar­lægð frá mann­virkjum og öðrum tækni­legum ummerkj­um, svo sem raf­lín­um, orku­verum, miðl­un­ar­lónum og upp­byggðum veg­um.“ Frið­lýsa má stór land­svæði þar sem ummerkja manns­ins gætir lítið sem ekk­ert og nátt­úran fær að þró­ast án álags af mann­legum umsvifum og á frið­lýs­ingin að miða að því að varð­veita ein­kenni svæð­is­ins. Þetta á sér alþjóð­lega skírskotun en óbyggð víð­erni sam­svara flokki Ib, óbyggðir (e. wild­erness area), í flokk­un­ar­kerfi IUCN, Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna. Til flokks Ib telj­ast svæði sem venju­lega eru stór og bera jafnan óveru­leg sýni­leg ummerki um umsvif manns­ins. Þar er ekki var­an­leg eða umtals­verð búseta og verndun og stjórnun svæð­anna miðar að því að varð­veita nátt­úru­legt ástand þeirra. Sam­kvæmt gild­andi íslenskum nátt­úru­vernd­ar­lögum eru engar gildar ástæður fyrir því að óbyggð víð­erni séu ein­göngu í rík­is­eign, líkt og meg­in­reglan er með þjóð­garða, en stór land­svæði á Íslandi eru í einka­eign. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að frið­lýsa óbyggð víð­erni í einka­eign.

Óbyggð víð­erni á Íslandi sem upp­fylla við­mið um lág­marks­stærð eru um eða yfir 50 tals­ins en svæðin eru eðli­lega verð­mæt­ari eftir því sem þau eru stærri. Stærstu óbyggðu víð­erni lands­ins hafa frá upp­hafi byggðar verið á mið­há­lend­inu enda hefur lítið verið þangað að sækja fyrir flesta og erfitt með sam­göng­ur. Því hafa þau lítið spillst af ágangi manns­ins. Hálendið hefur þó síðan um miðja síð­ustu öld verið klofið af vega­slóðum um Kjöl og Sprengisand, og síð­ustu ára­tugi hafa frek­ari vega­gerð, stór­virkj­ana­fram­kvæmdir og raf­línu­lagnir bútað víð­ernin þar enn frekar nið­ur. Enn eru þó víð­feðm óbyggð víð­erni á mið­há­lend­inu, einkum umhverfis stóru jöklana fjóra, Vatna­jök­ul, Hofs­jök­ul, Lang­jökul og Mýr­dals­jök­ul.

Utan mið­há­lend­is­ins eru hins vegar miklu færri og minni óbyggð víð­erni. Þau umfangs­mestu utan hálend­is­ins liggja á Norð­aust­ur­landi, á heið­unum upp af Þistil­firði og Bakka­flóa, en næst­stærstu óbyggðu víð­ernin eru nyrst á Vest­fjörð­um, umhverfis Dranga­jökul og á Horn­strönd­um. Þetta svæði er nefnt Dranga­jök­ul­svíð­erni (kort 1) í nýút­kominni skýrslu, sem ráð­gjafa­stofan Environ­ice tók saman fyrir nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin ÓFEIGU. Sam­felld óbyggð víð­erni umhverfis Dranga­jökul norður um Horn­stranda­friðland eru um 1.430 km2, eða 1,4% af flat­ar­máli Íslands.Kort 1 Drangajökulsvíðerni.

Íslensk víð­erni í alþjóð­legu sam­hengi

En vægi óbyggðra víð­erna felst ekki bara í stærð ein­stakra svæða heldur er ekki síður mik­il­vægt að leggja ein­hvers konar mat á gæði þeirra, til dæmis hvað varðar fjöl­breyti­leika nátt­úru­gæða og mann­lífsminja eða fjar­lægð frá byggðum og umferð­ar­þungum veg­um. Því miður er vinna hér á landi við að kort­leggja og meta á skipu­legan hátt gæði íslenskra víð­erna allt of skammt á veg komin og engin opin­ber íslensk gögn hafa verið gefin út um þetta mik­il­væga atriði.

Sem betur fer má nýta alþjóð­leg gögn í fag­lega og hlut­læga umfjöllun um íslensk víð­erni. Árið 2013 kom út viða­mikil skýrsla um óbyggð víð­erni í Evr­ópu sem nefn­ist Wild­erness reg­ister and ind­icator for Europe (Kuiters o.fl. 2013). Þetta er fyrsta sam­evr­ópska verk­efnið þar sem tekið er saman heild­ar­yf­ir­lit yfir hversu villt Evr­ópa er. Öll Evr­ópa utan austasta hlut­ans (Rúss­lands, Hvíta-Rúss­lands, Úkra­ínu, Móldóvu og Kákasus­land­anna) var kort­lögð á sam­ræmdan hátt og mat lagt á fjóra þætti sem saman gefa ákveð­inn mæli­kvarða á hversu villt nátt­úran er á hverjum stað í álf­unni. Þessir þættir eru (1) nátt­úru­legt ástand lands, (2) fjar­lægð frá byggð og öðrum mann­gerðum þátt­um, (3) aðgengi að við­kom­andi land­svæði og (4) hversu greið­fært lands­lagið er. Land­svæði álf­unnar var skipt upp í eins fer­kíló­metra reiti og fékk hver reitur stig eftir mats­þátt­unum fjórum sem svo var steypt í eina tölu á skal­anum 0-100. Allt land­svæði Evr­ópu var met­ið, ekki aðeins óbyggð víð­erni, en það var gert til að bera saman heild­ar­þurr­lendi álf­unn­ar, bæði þau svæði sem þegar eru friðuð en líka til að draga fram svæði sem eru verð­mæt en hafa ef til vill ekki enn verið frið­uð.

Nið­ur­stöður mats­ins sjást á kortum 2a og 2b (European Wild­erness Cont­inuum Map) og sést greini­lega á þeim hversu villt Ísland er í sam­an­burði við meg­in­land Evr­ópu. Á fyrra Evr­ópu­kort­inu táknar blái lit­ur­inn þau svæði sem eru metin hæst í álf­unni en gráu svæðin þau sem eru metin lítið eða ekki villt.Kort 2a. 

Á seinna kort­inu eru svo dregin fram þau svæði sem eru allra villt­ust í álf­unni, þannig að dökk­bleiku reit­irnir tákna villtasta 1% af heild­ar­land­svæði álf­unn­ar, milli­bleikir reitir tákna villt­ustu 5% og ljós­bleikir reitir eru villt­ustu 10%.Kort 2b. 

Á Evr­ópu­kort­inu sést mjög vel að Ísland er að stórum hluta í efstu pró­sent­unum þegar kemur að grein­ingu villtra svæða í álf­unni.

Þetta sést raunar enn betur ef Ísland er skoðað í hærri upp­lausn (kort 3a og 3b). Þessi sam­an­burður bendir til þess að stór hluti allra villt­ustu víð­ern­anna sé á Íslandi.Kort 3a. Kort 3b.Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin ÓFEIG ósk­uðu eftir útreikn­ingi á því hjá einum skýrslu­höf­unda, hversu stórt hlut­fall er um að ræða. Svarið er að af 56.810 km2 villt­ustu víð­erna í Evr­ópu (svæðin sem eru dökk­bleik á korti 2b og 3b, villtasta 1% Evr­ópu) eru 24.063 km2 á Íslandi (óbirt gögn frá dr. Steve Car­ver). Íslend­ingar hafa því í vörslu sinni rúm 42% af allra villt­ustu víð­ernum Evr­ópu. Það er því ærin ástæða til að staldra við og spyrja: Hvað ætlum við að gera með þau? Eru þau frið­lýst? Hvernig stöndum við að varð­veislu þeirra?

Þótt full­nægj­andi kort­lagn­ing hafi ekki enn farið fram á stærð, ein­kennum og gæðum stakra víð­erna­svæða á Íslandi er aug­ljóst að víð­ernin hljóta að vera jafn­mis­mun­andi og þau eru mörg. Og þá vaknar auð­vitað spurn­ing­in, eru sum íslensk víð­erni ef til vill mik­il­væg­ari en önn­ur?

Dranga­jök­ul­svíð­erni

Engum sem les þessa grein bland­ast vænt­an­lega hugur um að styr stendur um þá hug­mynd að virkja Hvalá á Ströndum og að virkj­un­ar­fram­kvæmdir ógna Dranga­jök­ul­svíð­ern­um. Hval­ár­virkjun sjálf og eyði­legg­ing víð­ern­anna vegna hennar eru þó ekki við­fangs­efni þess­arar grein­ar, heldur þeirrar næstu. Hins vegar þarf að ræða umbúða­laust hvers virði Dranga­jök­ul­svíð­erni eru í hinu stóra sam­hengi. Hvernig stand­ast þau sam­an­burð við önnur víð­erni á Íslandi eða í Evr­ópu, eða jafn­vel heim­in­um?

Eins og fyrr segir eru Dranga­jök­ul­svíð­erni næst­stærstu víð­erni Íslands utan mið­há­lend­is­ins. Stærðin segir þó ekki nema hálfa sög­una. Í fyrsta lagi eru Dranga­jök­ul­svíð­erni gríð­ar­lega fjöl­breytt að nátt­úru­fari. Þar má finna jök­ul­lendi og iðja­græna grasi vaxna dali, jök­ulár og tær bergvatns­föll, fossa á heims­mæli­kvarða, heiða­vötn og auðn­ir, mis­gengi, berg­ganga og heitar laug­ar, sendnar reka­fjör­ur, sjáv­ar­lón og jafn­vel ein­hver mestu stand­berg jarð­ar. Þau hafa nán­ast allt sem Ísland hefur upp á að bjóða í jarð­fræði­legu til­liti nema helst sjálfa eld­virkn­ina sem ein­skorð­ast við mið­bik lands­ins. Líf­ríki Dranga­jök­ul­svíð­erna er einnig fjöl­breytt. Ref­ur­inn á þar griða­svæði, fuglar og smá­dýr trítla um mela og móa, æðar­fugl og selur lóna úti fyrir landi og í björg­unum liggur svart­fugl. Hvíta­birnir heim­sækja svæðið við og við, jafn­vel haf­örn og ekki er óhugs­andi að uppi á heið­unum finn­ist snæ­ugla, sem hefur við og við sést til á Strönd­um. Vist­gerðir eru margs konar enda land­svæðið fjöl­breytt og stórt. Jafn­vel heið­arnar eins og Ófeigs­fjarð­ar­heiði, sem sumir segja sviplitlar og lít­ils­verð­ar, gegna sínu mik­il­væga hlut­verki í gang­verki nátt­úr­unnar og eru órjúf­an­legur hluti þess­ara miklu víð­erna.

En það sem Dranga­jök­ul­svíð­erni hafa þó umfram öll önnur stærstu víð­erni Íslands eru ummerki um alda­langt sam­spil mann­lífs og nátt­úru. Á víð­ernum mið­há­lend­is­ins eru eðli­lega lítil ummerki um forna mann­vist. Hvað þetta varðar er ekki að finna önnur óbyggð víð­erni sam­bæri­leg Dranga­jök­ul­svíð­ernum nema ef til vill á utan­verðum Flat­eyj­ar­skaga og á Víkna­slóð­um. Þau svæði eru þó bæði miklu minni umfangs og aðgengi­legri á öku­tækj­um. Lak­ara aðgengi fyrir vél­knúin öku­tæki eitt og sér gerir Dranga­jök­ul­svíð­erni verð­mæt­ari á öllum víð­ern­is­mæli­kvörð­um. Því eru þau í raun ein­stök á Íslandi. Þau eru eyði­byggð­ir, öfugt við víð­erni mið­há­lend­is­ins sem aldrei hafa verið í byggð. Umsvif manns­ins á Ströndum hafa hins vegar lítið sett mark sitt á landið vegna þess hve nútím­inn staldr­aði þar stutt við, svo landið er mjög ósnortið þrátt fyrir mann­lífsminjarn­ar. Vegna þessa hafa Dranga­jök­ul­svíð­erni gríðar­legt vernd­ar­gildi – mjög lítt snortið svæði en með mikla og óhemju sér­stæða sögu byggðar og mann­lífs.

Mann­lífsminjar

Lands­lag er ekki bara hið nátt­úru­lega. Lands­lag á hverjum stað mót­ast í raun af heild­ar­upp­lifun þess sem fer um land­ið. Það breyt­ist með árs­tíð­um, veðri og vind­um, snjóa­lögum og skýja­fari. Og upp­lifun okkar af lands­lagi nær jafn­vel lengra en það. Sagan sjálf er hluti af lands­lag­inu. Fólkið sem bjó á hverjum stað, þjóð­leiðir og hlaðnar vörð­ur, gamlir garðar og sagnir um forn kot­býli. Ósköp venju­leg heiða­lönd geta litið allt öðru­vísi út fyrir okkur ef við vitum að um þau lá forn þjóð­leið milli byggð­ar­laga. Hverjir fóru þar um og af hverju? Eru þjóð­sögur tengdar þjóð­leið­inni, fórst kannski ein­hver þarna á heið­inni? Lands­lagið tekur þannig til allra okkar til­finn­inga og minn­inga, þjóð­sagn­anna, jafn­vel munn­mæla og sjálfra örnefn­anna. Allt flétt­ast þetta sam­an, og á Ströndum greyp­ist þetta djúpt í vit­und allra sem fara um svæð­ið.

Sögur fólks, minn­ing­ar, gamlar þjóð­leið­ir. Í raun felst öll byggða­sagan frá land­námi í lands­lag­inu og svæð­inu. Þarna hafa Dranga­jök­ul­svíð­erni ótví­ræða stöðu sem stærstu og mik­il­væg­ustu óbyggðu víð­erni lands­ins ef horft er til mann­lífsminja. Grein­ar­höf­undur getur líka nán­ast full­yrt að allir sem fara um Dranga­jök­ul­svíð­erni skynji ákaf­lega djúpt hið sér­staka sam­spil manns og nátt­úru þar í gegnum ald­irn­ar. Norð­ur­hluti Stranda (norðan við núver­andi byggð í Árnes­hreppi) og Horn­strandir eru í eyði en menn­ing­arminjarnar blasa þar við, til vitnis um mjög sér­stæða lífs­hætti þar sem menn nýttu hlunn­indi sjávar öldum saman meðan hefð­bundnir land­kostir til búskapar voru mjög rýr­ir.

Feg­urð svæð­is­ins felst í þessu öllu sam­an, hvernig fjöl­breytt og mik­il­feng­legt lands­lagið flétt­ast saman í hinu nátt­úru­lega og mann­lega, sem nú er horfið en liggur ennþá svo djúpt í kjarna svæð­is­ins.

Víð­erni á heims­mæli­kvarða

Vegna stærðar sinnar og villtrar nátt­úru eru Dranga­jök­ul­svíð­erni í raun óþrjót­andi upp­spretta kyrrð­ar­stunda fyrir hvern sem heim­sækir þau. Mann­lífsminjarnar eru nýtt lag ofan á önnur ein­kenni svæð­is­ins og að ofan­greindu sögðu er ekki óvar­legt að halda því fram að Dranga­jök­ul­svíð­erni og Horn­stranda­friðland séu í raun með allra mik­il­væg­ustu sam­felldu víð­ernum lands­ins.

Og ef við lítum til Evr­ópu eða jafn­vel heims­byggð­ar­inn­ar, hvernig stand­ast þau sam­an­burð? Eins og fyrr segir er stór hluti af villtasta pró­senti Evr­ópu einmitt á Íslandi, eða rúm 42%, og af þeim eru 1-2% innan sjálfra Dranga­jök­ul­svíð­erna. Mik­il­vægi Dranga­jök­ul­svíð­erna á alþjóð­legum kvarða hrópar á okk­ur, þó ekki sé nema bara vegna þessa. Eru þetta ef til vill með allra mik­il­væg­ustu villtu víð­ernum Evr­ópu ef horft er til stærð­ar, nátt­úru og mann­lífsminja? Það væri í það minnsta fróð­legt að bera slíkar vanga­veltur undir sér­fræð­inga erlendis á þessu sviði.

Það er nefni­lega óþægi­lega margt sem bendir til þess að við hér á landi höfum ekki fylli­lega áttað okkur á því hvað við höfum í víð­ern­unum umhverfis Dranga­jökul og norður á Horn­strönd­um. Það er sem betur fer alls ekki of seint að snúa af þeirri furðu­legu óheilla­braut sem hefur verið mörkuð með áformum um Hval­ár­virkj­un. Í stað þess að fórna þessu mik­il­væga og merka svæði fyrir fram­tíð­ar­hlut­hafa og við­skipta­vini HS Orku, væri rétt­ara skref að óska eftir til­nefn­ingu svæð­is­ins á heimsminja­skrá UNESCO. Sunnan Vest­fjarð­ar­kjálkans hefur annað svipað svæði, Breiða­fjörð­ur, verið á lista yfir mögu­leg svæði til til­nefn­ingar á heimsminja­skrána. Árnes­hreppur og eyði­byggðir Stranda eiga ekki síður heima þar, sem sam­fellt menn­ing­ar­lands­lag horfinnar byggðar og síð­ustu útvarða mann­lífs sem enn búa á Strönd­um. Svæðið myndi falla vel að flokki (v) í við­mið­un­ar­lista heimsminja­nefnd­ar­inn­ar, sem á við svæði sem eru „fram­úr­skar­andi dæmi um hefð­bundna byggð manna, land­búnað þeirra eða sjó­sókn og ein­kenn­andi fyrir menn­ing­ar­sam­fé­lag eða fyrir umsvif manna í umhverfi sínu, sér­stak­lega ef þeim umsvifum er hætta búin og þau á hverf­anda hveli.“

Umheim­ur­inn og ókomnar kyn­slóðir Íslend­inga yrðu okkur vafa­laust ævin­lega þakk­lát fyrir björgun Dranga­jök­ul­svíð­erna frá virkjun og eyði­legg­ingu. Ábyrgð okkar sem ráðum örlögum svæð­is­ins, hvort það verði eyði­lagt með virkjun eða verndað til fram­tíð­ar, er mik­il. Með frið­lýs­ingu og jafn­vel til­nefn­ingu svæð­is­ins til heimsminja­skrár mætti beina athygli ferða­manna að svæð­inu svo um munar og yrði slíkt marg­falt sterk­ari leikur í björgun byggðar í Árnes­hreppi heldur en virkjun gæti nokkurn tíma orð­ið.

Í seinni grein minni um þetta mál, mun ég fjalla um það hvort óbyggð víð­erni úti­loki fólk og mann­virki. Ég mun von­andi líka geta sagt frá jákvæðum við­brögðum stjórn­valda við umleitan um að leggja auk­inn þunga í að vernda íslensk óbyggð víð­erni í sam­ræmi við verð­mæti þeirra í alþjóð­legu sam­hengi. Ég mun fjalla um mál­efnið fyrst og fremst út frá hug­myndum um Hval­ár­virkjun á Strönd­um, sem ógna veru­lega ein­hverjum allra­merki­leg­ustu óbyggðu víð­ernum lands­ins, og sýna fram á hver raun­veru­leg skerð­ing víð­erna yrði af virkj­un­inni, út frá bestu fáan­legu upp­lýs­ing­um.

Ég vil þakka dr. Steve Car­ver við Háskól­ann í Leeds fyrir gagn­legar upp­lýs­ingar við ritun þess­arar grein­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None