Secret Solstice, Loftslagsskógar og ný tjörn í borginni

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 16. maí 2019.

Auglýsing

Það var nóg að gera í borg­inni í Eurovision-vik­unni. Árs­reikn­ingur Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2018 var sam­þykktur á auka­fundi borg­ar­stjórnar á þriðju­dag, rétt í tæka tíð áður en fyrri und­ankeppni söngvakeppn­innar hófst. Ég ætla nú ekki að halda því fram að sam­þykkt þessa góða árs­reikn­ings hafi haft sér­stök áhrif á frammi­stöðu Hat­ara en í öllu falli voru þarna tvö fagn­að­ar­efni á sama deg­in­um. Áfram hélt svo vikan með til­heyr­andi fundum í nefnd­um, ráðum og stjórn­um. Nóg að gera alls staðar og víða verið að und­ir­búa sum­arið sem maður finnur hrein­lega á lykt­inni að er rétt handan við horn­ið. Á fimmtu­dag­inn var venju sam­kvæmt fundur í borg­ar­ráði þar sem fjöldi mála lá fyrir en hér ætla ég að tæpa stutt­lega á nokkrum þeirra.

Nýjar áherslur á Secret Sol­stice í Laug­ar­dal

Samn­ingur vegna Secret Sol­stice var sam­þykktur og verður hátíðin haldin í Laug­ar­dalnum í júní. Hátíðin hefur verið mikið í fréttum að und­an­förnu og lík­lega hægt að full­yrða að ekki hafi öll sjón­ar­mið kom­ist að þar. Í nýjum samn­ingi er kveðið á um ýmsar breyt­ingar frá fyrri árum en við gerð hans var tekið til­lit til fjölda umsagna og til­lagna. Meðal ann­ars er gert ráð fyrir stór­auknu for­varn­ar­starfi, betra eft­ir­liti, fjöl­skyldu­vænni dag­skrá og betri umgengni.

Þá stytt­ist hátíðin um einn dag auk þess sem dag­skrá hvers dags er stytt. Einnig var sam­þykkt til­laga þess efnis að skóla- og frí­stunda­sviði, vel­ferð­ar­sviði og íþrótta- og tóm­stunda­sviði verði falið að gera til­lögu um for­varn­ar­starf og við­búnað borg­ar­inn­ar, m.a. í tengslum við við­burði í borg­inni í sum­ar. Þar er meðal ann­ars lagt til að í tengslum við við­burði verði útfært sam­starf við for­eldra, gras­rót­ar­sam­tök og lög­reglu. Það er von okkar í borg­ar­ráði að með þessu móti náum við að efla hátíða- og við­burða­borg­ina Reykja­vík og taka til­lit til nærum­hverf­is­ins en stór hópur íbúa í Laug­ar­dalnum kall­aði einmitt eftir því að Secret Sol­stice yrði áfram í hverf­inu.

Auglýsing

Nýjasta tjörnin í Reykja­vík

Í borg­ar­ráði var einnig sam­þykkt að hefja fram­kvæmdir við gerð úti­vist­ar­svæðis og land­mótun við Leir­tjörn í Úlf­arsár­dal sem þýðir að nú er ný tjörn í mótun í Reykja­vík. Tjörn verður mótuð með vatns­rásum, gróð­ur­setn­ingu og gerðir vera úti­vist­ar­stíg­ar. Þarna trúi ég að verði til sann­kölluð úti­vistar­perla í borg­inni. Grjót­kantur verður við suð­ur­hluta tjarn­ar­inn­ar, vot­lend­is­gróður við bakka hennar og lagður stígur umhverfis hana. Þegar land­mótun verður lokið mun Leir­tjörnin í Úlf­arsár­dal kall­ast á við hina tjörn­ina okk­ar, Reykja­vík­ur­tjörn í mið­borg­inn­i. 

Mér finnst afar ánægju­legt til þess að vita að þessi nýja perla sé í mótun og er sann­færð um að hún verði mikið notuð af borg­ar­búum og öðrum sem vilja njóta úti­vistar í fal­legu umhverfi. Ég þekki það sjálf hvað nátt­úran er mikið aðdrátt­ar­afl enda bý ég í Árbænum og við hér upp í fjöllum erum afar ánægð með nálægð okkar við Elliða­ár­dal­inn og þá nátt­úruperlu sem hann er.

Lofts­lags­skógar Reykja­víkur

Á næst­unni munu allir áhuga­samir hafa mögu­leika á að gróð­ur­setja tré til að kolefn­is­jafna ferða­lög eða annan útblást­ur. Þetta kemur til með sam­þykkt borg­ar­ráðs á til­lögu um sér­staka lofts­lags­skóga í Reykja­vík. Skóg­arnir munu auka skjól og draga úr vindi á Kjal­ar­nesi og í Graf­ar­vogi, með gróð­ur­setn­ingu í Esju­hlíðum og á Geld­inga­nesi.

Til­lagan gengur út á sam­starf Reykja­vík­ur­borgar og Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­víkur sem munu í sam­ein­ingu gefa ein­stak­ling­um, fjöl­skyld­um, fyr­ir­tækjum og stofn­unum kost á því að gróð­ur­setja tré og kolefn­is­jafna þannig fyrir flug­ferð­um, ferða­lögum eða jafn­vel öllum rekstri sínum í þessum nýju lofts­lags­skóg­um. Við hjá Reykja­vík­ur­borg munum að sjálf­sögðu ganga á undan með góðu for­dæmi og gróð­ur­setja til að kolefn­is­jafna ferðir okkar og starf­semi. Til­lagan var sam­þykkt ein­róma í borg­ar­ráði og er hluti af aðgerð­ar­á­ætlun borg­ar­innar í lofts­lags­mál­um. Sjálf er ég skóg­ar­bóndi norður í landi þannig að ég mun fylgj­ast spennt með þess­ari þróun í borg­ar­land­inu.

42 mál voru fyrir fund­inum og marg fleira afar áhuga­vert á dag­skrá s.s. rým­ing­ar­á­ætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, skipu­lag á Héð­ins­reit og fleira. Fjöl­margt er því ónefnt en þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það hér.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar