Nemendur hafa ásakað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um ásakanir gegn kennurum í aðsendri grein og afleiðingar þeirra.

Auglýsing

Í sam­fé­lag­inu hefur gengið yfir bylgja þar sem mönnum er frjálst að ásaka fólk um ýmsu hluti. Það er gert opin­ber­lega án nokk­urra afleið­inga. Stundum er fólk nafn­greint og stundum ekki. Sam­fé­lagið hefur á vissan hátt sam­þykkt slíkt fram­ferði. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Áður en lengra er haldið skal það tekið fram að lang stærsti hluti nem­enda eru til fyr­ir­myndar.

Innan veggja grunn­skól­anna virð­ist hið sama ger­ist og í sam­fé­lag­inu. Grunn­skóla­kenn­arar lenda stundum í honum kröpp­um. Þeir eru ásak­aðir um ofbeldi, af hvers konar tagi, missa mann­orð sitt að hluta eða öllu leyti. Nem­anda sem dettur í hug að ásaka kenn­ara um ofbeldi stendur oft með pálmann í hönd­un­um. Rann­sókn innan skól­ans er haf­in, aðrir nem­endur spurðir og á þann hátt er mann­orð kenn­ara sett á voga­skál­arn­ar. And­leg heilsa kenn­ara er líka undir og margir standa ekki undir upp­lognum ásök­un­um.

Auglýsing

Grunn­skóla­kenn­arar hafa upp­lifað að nem­andi sýni áverka, s.s. mar­bletti og klór, sem eng­inn veit hvernig er til­kom­inn nema nem­and­inn sjálf­ur, til að ná sér niðri á kenn­ara. Það þarf ekki annað en að kenn­ari setji nem­anda mörk. Skóla­reglur henta ekki öllum og ein­staka nem­andi telur sig yfir skóla­reglur haf­inn. Stjórn­endum er blandað í málin og stundum stoppa málin þar en alls ekki alltaf. For­eldrar taka oft á tíðum upp hansk­ann fyrir börn sín og verða vart við­ræðu­hæf um mál­ið. Farið er með barn til læknis og áverka­vott­orð feng­ið. Barn­inu skal trúað hvað sem öðru líð­ur. Á stundum eru barna­vernd­ar­nefndir inni í mál­unum þar sem rætt er við aðila til að fá heild­ar­mynd­ina. Í ein­staka til­fellum bland­ast lög­regla í málið þar sem yfir­heyrslur fara fram. Þegar hér er komið við sögu eru hefndn­ar­að­gerðir barns og for­eldra því­líkar að vart verður stopp­að. Kenn­arar hafa mátt ráða sér lög­fræð­ing til að vinna úr máli sem kemur svo á dag­inn að var „allt í plat­i“. Nem­andi hefur náð sér í stjórn­un­ar­tæki. Hvað svo!

Grunn­skóla­kenn­arar og stjórn­endur eru ber­skjald­aðir þegar kemur að frá­sögnum barna sem vilja kenn­ara eitt­hvað illt. Kenn­arar og stjórn­endur hafa var­ann á ef þeir þurfa að ræða eins­lega við nem­anda, þeir hafa opna hurð eða annan aðila með sér, ótt­inn um hvað nem­andi gæti tekið upp á er alltaf á bak við eyrað. Langt í frá eði­leg þró­un.

Í Dana­veldi hafa karl­kenn­arar verið ásak­aðir um kyn­ferði­legt ofbeldi, af stúlk­um, sem áttu ekki á við rök að styðj­ast. Ásak­an­irnar höfðu afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir kenn­ar­ana sem hættu störf­um, dæmdir af skóla­sam­fé­lag­inu, sam­fé­lag­inu sem þeir bjuggu í og heilsan far­in. Áfallastreituröskun er algengur kvilli í kjöl­far slíkra áfalla. Stuðn­ingur stjórn­enda og sveita­fé­lags­ins við kenn­ar­ana var eng­inn. Myndin „Jag­ten“ sýnir svo ekki verður um villst hver fram­koma sam­fé­lags­ins er þegar slíkar ásak­anir líta dags­ins ljós.

Því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli í nem­enda­hópi og fái kenn­ari að smakka á slíku epli geta afleið­ing­arnar orðið afdrifa­rík­ar. Umræð­una þarf að opna, gera sér grein fyrir að við þetta búa kenn­ar­ar. Hlúa þarf að kenn­ara sem hefur mátt þola ásökun af þessu tagi. Traust milli kenn­ara og nem­anda er far­ið. Ótt­inn við að nem­andi end­ur­taki leik­inn er ekki langt und­an, við­var­andi ótti getur valdið streitu sem getur leitt til viða­meiri kvilla.

Í grein­inni er ein­göngu rætt um grunn­skóla­kenn­ara en aðrir starfs­menn grunn­skóla hafa einnig lent í svona aðstæð­um.

Höf­undur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og er full­trúi grunn­skóla­kenn­ara í Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Möguleikar á ferðalögum milli landa aukast hratt
Í varfærnum skrefum er hvert landið á fætur öðru að aflétta takmörkunum á ferðalögum í þeirri von að lokka til sín erlenda gesti. Enginn býst þó við því að fjöldinn verði sá sami og fyrir ári.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar