Nemendur hafa ásakað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um ásakanir gegn kennurum í aðsendri grein og afleiðingar þeirra.

Auglýsing

Í sam­fé­lag­inu hefur gengið yfir bylgja þar sem mönnum er frjálst að ásaka fólk um ýmsu hluti. Það er gert opin­ber­lega án nokk­urra afleið­inga. Stundum er fólk nafn­greint og stundum ekki. Sam­fé­lagið hefur á vissan hátt sam­þykkt slíkt fram­ferði. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Áður en lengra er haldið skal það tekið fram að lang stærsti hluti nem­enda eru til fyr­ir­myndar.

Innan veggja grunn­skól­anna virð­ist hið sama ger­ist og í sam­fé­lag­inu. Grunn­skóla­kenn­arar lenda stundum í honum kröpp­um. Þeir eru ásak­aðir um ofbeldi, af hvers konar tagi, missa mann­orð sitt að hluta eða öllu leyti. Nem­anda sem dettur í hug að ásaka kenn­ara um ofbeldi stendur oft með pálmann í hönd­un­um. Rann­sókn innan skól­ans er haf­in, aðrir nem­endur spurðir og á þann hátt er mann­orð kenn­ara sett á voga­skál­arn­ar. And­leg heilsa kenn­ara er líka undir og margir standa ekki undir upp­lognum ásök­un­um.

Auglýsing

Grunn­skóla­kenn­arar hafa upp­lifað að nem­andi sýni áverka, s.s. mar­bletti og klór, sem eng­inn veit hvernig er til­kom­inn nema nem­and­inn sjálf­ur, til að ná sér niðri á kenn­ara. Það þarf ekki annað en að kenn­ari setji nem­anda mörk. Skóla­reglur henta ekki öllum og ein­staka nem­andi telur sig yfir skóla­reglur haf­inn. Stjórn­endum er blandað í málin og stundum stoppa málin þar en alls ekki alltaf. For­eldrar taka oft á tíðum upp hansk­ann fyrir börn sín og verða vart við­ræðu­hæf um mál­ið. Farið er með barn til læknis og áverka­vott­orð feng­ið. Barn­inu skal trúað hvað sem öðru líð­ur. Á stundum eru barna­vernd­ar­nefndir inni í mál­unum þar sem rætt er við aðila til að fá heild­ar­mynd­ina. Í ein­staka til­fellum bland­ast lög­regla í málið þar sem yfir­heyrslur fara fram. Þegar hér er komið við sögu eru hefndn­ar­að­gerðir barns og for­eldra því­líkar að vart verður stopp­að. Kenn­arar hafa mátt ráða sér lög­fræð­ing til að vinna úr máli sem kemur svo á dag­inn að var „allt í plat­i“. Nem­andi hefur náð sér í stjórn­un­ar­tæki. Hvað svo!

Grunn­skóla­kenn­arar og stjórn­endur eru ber­skjald­aðir þegar kemur að frá­sögnum barna sem vilja kenn­ara eitt­hvað illt. Kenn­arar og stjórn­endur hafa var­ann á ef þeir þurfa að ræða eins­lega við nem­anda, þeir hafa opna hurð eða annan aðila með sér, ótt­inn um hvað nem­andi gæti tekið upp á er alltaf á bak við eyrað. Langt í frá eði­leg þró­un.

Í Dana­veldi hafa karl­kenn­arar verið ásak­aðir um kyn­ferði­legt ofbeldi, af stúlk­um, sem áttu ekki á við rök að styðj­ast. Ásak­an­irnar höfðu afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir kenn­ar­ana sem hættu störf­um, dæmdir af skóla­sam­fé­lag­inu, sam­fé­lag­inu sem þeir bjuggu í og heilsan far­in. Áfallastreituröskun er algengur kvilli í kjöl­far slíkra áfalla. Stuðn­ingur stjórn­enda og sveita­fé­lags­ins við kenn­ar­ana var eng­inn. Myndin „Jag­ten“ sýnir svo ekki verður um villst hver fram­koma sam­fé­lags­ins er þegar slíkar ásak­anir líta dags­ins ljós.

Því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli í nem­enda­hópi og fái kenn­ari að smakka á slíku epli geta afleið­ing­arnar orðið afdrifa­rík­ar. Umræð­una þarf að opna, gera sér grein fyrir að við þetta búa kenn­ar­ar. Hlúa þarf að kenn­ara sem hefur mátt þola ásökun af þessu tagi. Traust milli kenn­ara og nem­anda er far­ið. Ótt­inn við að nem­andi end­ur­taki leik­inn er ekki langt und­an, við­var­andi ótti getur valdið streitu sem getur leitt til viða­meiri kvilla.

Í grein­inni er ein­göngu rætt um grunn­skóla­kenn­ara en aðrir starfs­menn grunn­skóla hafa einnig lent í svona aðstæð­um.

Höf­undur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og er full­trúi grunn­skóla­kenn­ara í Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar