Nemendur hafa ásakað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um ásakanir gegn kennurum í aðsendri grein og afleiðingar þeirra.

Auglýsing

Í sam­fé­lag­inu hefur gengið yfir bylgja þar sem mönnum er frjálst að ásaka fólk um ýmsu hluti. Það er gert opin­ber­lega án nokk­urra afleið­inga. Stundum er fólk nafn­greint og stundum ekki. Sam­fé­lagið hefur á vissan hátt sam­þykkt slíkt fram­ferði. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Áður en lengra er haldið skal það tekið fram að lang stærsti hluti nem­enda eru til fyr­ir­myndar.

Innan veggja grunn­skól­anna virð­ist hið sama ger­ist og í sam­fé­lag­inu. Grunn­skóla­kenn­arar lenda stundum í honum kröpp­um. Þeir eru ásak­aðir um ofbeldi, af hvers konar tagi, missa mann­orð sitt að hluta eða öllu leyti. Nem­anda sem dettur í hug að ásaka kenn­ara um ofbeldi stendur oft með pálmann í hönd­un­um. Rann­sókn innan skól­ans er haf­in, aðrir nem­endur spurðir og á þann hátt er mann­orð kenn­ara sett á voga­skál­arn­ar. And­leg heilsa kenn­ara er líka undir og margir standa ekki undir upp­lognum ásök­un­um.

Auglýsing

Grunn­skóla­kenn­arar hafa upp­lifað að nem­andi sýni áverka, s.s. mar­bletti og klór, sem eng­inn veit hvernig er til­kom­inn nema nem­and­inn sjálf­ur, til að ná sér niðri á kenn­ara. Það þarf ekki annað en að kenn­ari setji nem­anda mörk. Skóla­reglur henta ekki öllum og ein­staka nem­andi telur sig yfir skóla­reglur haf­inn. Stjórn­endum er blandað í málin og stundum stoppa málin þar en alls ekki alltaf. For­eldrar taka oft á tíðum upp hansk­ann fyrir börn sín og verða vart við­ræðu­hæf um mál­ið. Farið er með barn til læknis og áverka­vott­orð feng­ið. Barn­inu skal trúað hvað sem öðru líð­ur. Á stundum eru barna­vernd­ar­nefndir inni í mál­unum þar sem rætt er við aðila til að fá heild­ar­mynd­ina. Í ein­staka til­fellum bland­ast lög­regla í málið þar sem yfir­heyrslur fara fram. Þegar hér er komið við sögu eru hefndn­ar­að­gerðir barns og for­eldra því­líkar að vart verður stopp­að. Kenn­arar hafa mátt ráða sér lög­fræð­ing til að vinna úr máli sem kemur svo á dag­inn að var „allt í plat­i“. Nem­andi hefur náð sér í stjórn­un­ar­tæki. Hvað svo!

Grunn­skóla­kenn­arar og stjórn­endur eru ber­skjald­aðir þegar kemur að frá­sögnum barna sem vilja kenn­ara eitt­hvað illt. Kenn­arar og stjórn­endur hafa var­ann á ef þeir þurfa að ræða eins­lega við nem­anda, þeir hafa opna hurð eða annan aðila með sér, ótt­inn um hvað nem­andi gæti tekið upp á er alltaf á bak við eyrað. Langt í frá eði­leg þró­un.

Í Dana­veldi hafa karl­kenn­arar verið ásak­aðir um kyn­ferði­legt ofbeldi, af stúlk­um, sem áttu ekki á við rök að styðj­ast. Ásak­an­irnar höfðu afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir kenn­ar­ana sem hættu störf­um, dæmdir af skóla­sam­fé­lag­inu, sam­fé­lag­inu sem þeir bjuggu í og heilsan far­in. Áfallastreituröskun er algengur kvilli í kjöl­far slíkra áfalla. Stuðn­ingur stjórn­enda og sveita­fé­lags­ins við kenn­ar­ana var eng­inn. Myndin „Jag­ten“ sýnir svo ekki verður um villst hver fram­koma sam­fé­lags­ins er þegar slíkar ásak­anir líta dags­ins ljós.

Því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli í nem­enda­hópi og fái kenn­ari að smakka á slíku epli geta afleið­ing­arnar orðið afdrifa­rík­ar. Umræð­una þarf að opna, gera sér grein fyrir að við þetta búa kenn­ar­ar. Hlúa þarf að kenn­ara sem hefur mátt þola ásökun af þessu tagi. Traust milli kenn­ara og nem­anda er far­ið. Ótt­inn við að nem­andi end­ur­taki leik­inn er ekki langt und­an, við­var­andi ótti getur valdið streitu sem getur leitt til viða­meiri kvilla.

Í grein­inni er ein­göngu rætt um grunn­skóla­kenn­ara en aðrir starfs­menn grunn­skóla hafa einnig lent í svona aðstæð­um.

Höf­undur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og er full­trúi grunn­skóla­kenn­ara í Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar