Nemendur hafa ásakað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um ásakanir gegn kennurum í aðsendri grein og afleiðingar þeirra.

Auglýsing

Í sam­fé­lag­inu hefur gengið yfir bylgja þar sem mönnum er frjálst að ásaka fólk um ýmsu hluti. Það er gert opin­ber­lega án nokk­urra afleið­inga. Stundum er fólk nafn­greint og stundum ekki. Sam­fé­lagið hefur á vissan hátt sam­þykkt slíkt fram­ferði. Börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Áður en lengra er haldið skal það tekið fram að lang stærsti hluti nem­enda eru til fyr­ir­myndar.

Innan veggja grunn­skól­anna virð­ist hið sama ger­ist og í sam­fé­lag­inu. Grunn­skóla­kenn­arar lenda stundum í honum kröpp­um. Þeir eru ásak­aðir um ofbeldi, af hvers konar tagi, missa mann­orð sitt að hluta eða öllu leyti. Nem­anda sem dettur í hug að ásaka kenn­ara um ofbeldi stendur oft með pálmann í hönd­un­um. Rann­sókn innan skól­ans er haf­in, aðrir nem­endur spurðir og á þann hátt er mann­orð kenn­ara sett á voga­skál­arn­ar. And­leg heilsa kenn­ara er líka undir og margir standa ekki undir upp­lognum ásök­un­um.

Auglýsing

Grunn­skóla­kenn­arar hafa upp­lifað að nem­andi sýni áverka, s.s. mar­bletti og klór, sem eng­inn veit hvernig er til­kom­inn nema nem­and­inn sjálf­ur, til að ná sér niðri á kenn­ara. Það þarf ekki annað en að kenn­ari setji nem­anda mörk. Skóla­reglur henta ekki öllum og ein­staka nem­andi telur sig yfir skóla­reglur haf­inn. Stjórn­endum er blandað í málin og stundum stoppa málin þar en alls ekki alltaf. For­eldrar taka oft á tíðum upp hansk­ann fyrir börn sín og verða vart við­ræðu­hæf um mál­ið. Farið er með barn til læknis og áverka­vott­orð feng­ið. Barn­inu skal trúað hvað sem öðru líð­ur. Á stundum eru barna­vernd­ar­nefndir inni í mál­unum þar sem rætt er við aðila til að fá heild­ar­mynd­ina. Í ein­staka til­fellum bland­ast lög­regla í málið þar sem yfir­heyrslur fara fram. Þegar hér er komið við sögu eru hefndn­ar­að­gerðir barns og for­eldra því­líkar að vart verður stopp­að. Kenn­arar hafa mátt ráða sér lög­fræð­ing til að vinna úr máli sem kemur svo á dag­inn að var „allt í plat­i“. Nem­andi hefur náð sér í stjórn­un­ar­tæki. Hvað svo!

Grunn­skóla­kenn­arar og stjórn­endur eru ber­skjald­aðir þegar kemur að frá­sögnum barna sem vilja kenn­ara eitt­hvað illt. Kenn­arar og stjórn­endur hafa var­ann á ef þeir þurfa að ræða eins­lega við nem­anda, þeir hafa opna hurð eða annan aðila með sér, ótt­inn um hvað nem­andi gæti tekið upp á er alltaf á bak við eyrað. Langt í frá eði­leg þró­un.

Í Dana­veldi hafa karl­kenn­arar verið ásak­aðir um kyn­ferði­legt ofbeldi, af stúlk­um, sem áttu ekki á við rök að styðj­ast. Ásak­an­irnar höfðu afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir kenn­ar­ana sem hættu störf­um, dæmdir af skóla­sam­fé­lag­inu, sam­fé­lag­inu sem þeir bjuggu í og heilsan far­in. Áfallastreituröskun er algengur kvilli í kjöl­far slíkra áfalla. Stuðn­ingur stjórn­enda og sveita­fé­lags­ins við kenn­ar­ana var eng­inn. Myndin „Jag­ten“ sýnir svo ekki verður um villst hver fram­koma sam­fé­lags­ins er þegar slíkar ásak­anir líta dags­ins ljós.

Því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli í nem­enda­hópi og fái kenn­ari að smakka á slíku epli geta afleið­ing­arnar orðið afdrifa­rík­ar. Umræð­una þarf að opna, gera sér grein fyrir að við þetta búa kenn­ar­ar. Hlúa þarf að kenn­ara sem hefur mátt þola ásökun af þessu tagi. Traust milli kenn­ara og nem­anda er far­ið. Ótt­inn við að nem­andi end­ur­taki leik­inn er ekki langt und­an, við­var­andi ótti getur valdið streitu sem getur leitt til viða­meiri kvilla.

Í grein­inni er ein­göngu rætt um grunn­skóla­kenn­ara en aðrir starfs­menn grunn­skóla hafa einnig lent í svona aðstæð­um.

Höf­undur er M.Sc., M.Ed., starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og er full­trúi grunn­skóla­kenn­ara í Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar