Vernd mannréttinda vinnur sigur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fjallar um þá ákvörðun fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­ráðs­þings­ins að hafna því að nýr stjórn­mála­hópur öfga-hægri flokka yrði við­ur­kennd­ur.

Auglýsing

Sögu­legur árangur náð­ist í gær þegar fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­ráðs­þings­ins hafn­aði beiðni um við­ur­kenn­ingu flokka­hóps þjóð­ern­is­sinna í Evr­ópu­ráðs­þing­inu. Hóp­ur­inn sam­anstendur af þing­mönnum Alt­ernativ für Deutschland í Þýska­landi, Lega Nord á Ítal­íu, Frels­is­flokks Aust­ur­rík­is, Volya í Búlgar­íu, SPD í Tékk­landi og Íhalds­flokks Eist­lands, en þessir flokkar hafa allir talað opin­ber­lega fyrir hatri og mis­munun gegn útlend­ingum og öðrum minni­hluta­hóp­um.

Með við­ur­kenn­ingu fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­ráðs­þings­ins á flokka­hópi öðl­ast með­limir hans aðgang að valda­stöðum innan þings­ins, fjár­magn og starfs­fólk, auk form­legrar við­ur­kenn­ingar Evr­ópu­ráðs­ins á því að starf­semi þeirra sam­ræm­ist grund­vall­ar­gildum ráðs­ins um lýð­ræði, rétt­ar­ríki og mann­rétt­indi.

Ég er mjög stolt af því að hafa barist gegn við­ur­kenn­ingu þessa hóps innan fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ásamt Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­konu VG og for­manns Íslands­deildar Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Auglýsing

Evr­ópu­ráðið og mik­il­vægi gilda þess

Evr­ópu­ráðið er alþjóð­leg stofnun sem heldur utan um sam­starf 47 Evr­ópu­ríkja um efl­ingu mann­rétt­inda, lýð­ræðis og rétt­ar­rík­is­ins. Ráðið vinnur að efl­ingu tján­ing­ar­frels­is, jafn­rétti og vernd minni­hluta­hópa. Það hefur meðal ann­ars staðið fyrir her­ferðum varð­andi rétt­indi barna, gegn hat­ursá­róðri á inter­net­inu og rétt­indi róma­fólks. Ráðið styður aðild­ar­ríkin í bar­átt­unni gegn spill­ingu og hryðju­verkum og við upp­bygg­ingu rétt­ar­kerf­is­ins.

Evr­ópu­ráðið berst fyrir mann­rétt­indum með und­ir­ritun alþjóð­legra sátt­mála um mann­rétt­indi, svo sem Samn­ings Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi á konum og heim­il­is­of­beldi (Ist­an­bul sátt­mál­inn), og Samn­ings um tölvu­brot (e. cybercri­me). Óhætt er að segja að helstu afrek Evr­ópu­ráðs­ins séu Mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu, óum­deil­an­lega virk­ustu verk­færi til verndar mann­rétt­indum sem komið hefur verið á fót í heim­in­um. Það var því gríð­ar­lega mik­il­vægt að koma í veg fyrir að hópar sem bein­línis vinna gegn mann­rétt­indum og vernd minni­hluta­hópa fengju við­ur­kenn­ingu og völd innan ráðs­ins. Hefur það nú tek­ist eftir margra mán­aða vinnu, sér í lagi okkar Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dóttur og góðri aðstoð Arn­dísar A. K. Gunn­ars­dótt­ur.

Evr­ópu­ráðs­þingið er ein af lyk­il­stofn­unum Evr­ópu­ráðs­ins en það sam­anstendur af þing­mönnum allra aðild­ar­ríkj­anna (utan Rúss­lands um þessar mund­ir, en það er önnur saga og lengri), mis­mörgum eftir mann­fjölda land­anna. Stofnun flokka­hóps eru ekki sjálf­gefin rétt­indi heldur mögu­leiki fyrir hóp þing­manna sem upp­fyllir ákveðin skil­yrði.

Skil­yrði fyrir myndun flokka­hópa innan Evr­ópu­ráðs­þings­ins

Til þess að fá við­ur­kenn­ingu þurfa flokka­hópar að upp­fylla til­tekin forms­skil­yrði auk þess sem þeir þurfa að virða fram­gang og útbreiðslu grunn­gilda Evr­ópu­ráðs­ins, sam­an­ber 19. gr. starfs­reglna Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Fram­kvæmda­stjórnin hafn­aði beiðni flokka­hóps­ins þar sem hann var ekki tal­inn upp­fylla skil­yrðið um virð­ingu fyrir grunn­gildum ráðs­ins um mann­rétt­indi, jafn­rétti og vernd minni­hluta­hópa.

Flokk­arnir sem um ræðir eru allir þekktir fyrir ítrek­aða og mikla hat­urs­orð­ræðu og hat­ursá­róð­ur, einkum í garð gyð­inga, múslíma, flótta­fólks og ann­arra inn­flytj­enda, róma­fólks, og fleiri minni­hluta­hópa. Á það bæði við um flokk­ana sjálfa og þá ein­stak­linga sem sitja í þeirra umboði á þingi Evr­ópu­ráðs­ins og ósk­uðu eftir við­ur­kenn­ingu flokka­hóps þjóð­ern­is­sinna. Í kjöl­far ítar­legrar skoð­unar á stefnu og mál­flutn­ingi hóps­ins, við­tala, funda og umfangs­mik­illar gagna­öfl­unar varð það því nið­ur­staða fram­kvæmda­stjórn­ar­innar að hóp­ur­inn upp­fyllti ekki skil­yrði 1. mgr. 19. gr. starfs­reglna þings Evr­ópu­ráðs­ins um virð­ingu við fram­gang og útbreiðslu grunn­gilda Evr­ópu­ráðs­ins.

Þess ber að geta að synjun fram­kvæmda­stjórn­ar­innar kemur ekki í veg fyrir að við­kom­andi þing­menn taki þátt í störfum Evr­ópu­ráðs­þings­ins sem þjóð­kjörnir full­trúar sinna landa. Þeir geta eftir sem áður tekið til máls, tekið þátt í störfum nefnda þings­ins, greitt atkvæði um öll mál og kosið í öll þau emb­ætti sem full­trúar Evr­ópu­ráðs­þings­ins kjósa um. Fram­kvæmda­stjórnin var ein­fald­lega ekki til­búin að við­ur­kenna að þessi til­tekni hópur og þau gögn sem hann lagði til grund­vallar ósk sinni um myndun form­legs flokka­hóps, með öllum þeim auknu rétt­indum og fjár­magni sem því fylgja, upp­fylltu skil­yrði starfs­reglna þings­ins.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Pírata og for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar