Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu

Auglýsing

Það var ánægju­legt þegar pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað að lækka meg­in­vexti bank­ans úr 4,5 pró­sent í 4 pró­sent. Þetta kemur á góðum tíma fyrir hag­kerf­ið, þar sem sam­dráttur er nú í kort­unum eftir for­dæma­laust hag­vaxt­ar­skeið frá árinu 2010. 

Bráða­birgða­tölur Hag­stofu Íslands segja að hag­vöxtur í fyrra hafi verið 4,6 pró­sent, en spá Seðla­bank­ans - sem birt­ist í pen­inga­málum á mið­viku­dag - gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári. 

Þetta er mikil breyt­ing til hins verra á skömmum tíma. 

Auglýsing

En nú er lag að nýta sterka stöðu rík­is­sjóðs, stóran gjald­eyr­is­forða Seðla­bank­ans og póli­tískan vilja, til að spyrna við fót­um. Nú er rétti tím­inn fyrir stór­tækar inn­viða­fram­kvæmd­ir, svo dæmi sé tek­ið. 

Eins og Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, bendir á í grein í Vís­bend­ingu í dag, þá eru kraftar pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans og fjár­mála­stefnu rík­is­ins að vinna saman þessi miss­er­in. Það er meðal ann­ars að þakka góðri lend­ingu í kjara­við­ræð­um, miðað við það sem margir ótt­uð­ustu um tíma, en líka und­ir­liggj­andi sterkri stöðu, vegna mik­illar lækk­unar skulda heim­ila og fyr­ir­tækja á liðnum árum.

„Það er ekki á hverju ári sem hægt er að segja að pen­inga­stefna og fjár­mála­stefna rík­is­ins vinni sam­an. En nú vill svo til að bæði pen­inga­stefna að bregð­ast við sam­drætti með vaxta­lækkun og fjár­mála­stefna rík­is­ins með því að auka eft­ir­spurn á réttum tíma­punkti í hag­sveifl­unni. Að baki býr hag­stjórn und­an­far­inna ára sem hefur gefið af sér mynd­ar­legan gjald­eyr­is­forða sem styður við gengi krón­unn­ar, lægri vænt­ingar um verð­bólgu, vaxta­stig sem hefur temprað upp­sveifl­una og stuðlað að upp­greiðslu skulda og auknum inn­lendum sparn­aði og lækk­andi skuldir ríks­sjóðs. Þessu til við­bótar hafa aðilar vinnu­mark­að­ar­ins með nýgerðum kjara­samn­ingum lagt sitt af mörkum til þess að gera þessi við­brögð mögu­leg,“ segir Gylfi í upp­hafi greinar sinn­ar.

Það sem veldur hug­ar­angri er hins vegar óhag­kvæmt banka­kerfi og aug­ljós merki um að það sé of stórt og óhag­kvæmt miðað við örmark­að­inn íslenska, aðeins 207 þús­und manna vinnu­mark­að, sem það er að þjóna. 

Það bitnar beint á almenn­ingi í land­inu, heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Í ljósi þess að ríkið á um 75 til 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu þá þarf for­ysta í hag­ræð­ing­ar­að­gerðum að koma það­an. 

Ýmis­legt má nefna sem dæmi um aug­ljós merki um óhag­ræði, en nær­tæk­ast er að nefna núna vaxta­mun­inn á mark­að­i. 

Verð­bólga er nú 3,3 pró­sent og meg­in­vextir 4 pró­sent, eins og áður seg­ir. Álag á rík­is­skulda­bréf er komið niður fyrir 4 pró­sent.

Á sama tíma eru breyti­legir óverð­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum og lánum til fyr­ir­tækja 2 til 3 pró­sentu­stigum hærri en sem nemur grunn­stöð­unni á mark­að­i. 

Þetta er óþarfi og ætti að geta verið mun lægra. 

Það sem er að trufla, er óhag­ræði í grunn­rekstri bank­anna.

Það er helst að Lands­bank­inn hafi náð að vinna vel í rekstr­ar­grunn­inum og ná kostn­að­ar­hlut­falli, það er rekstr­ar­kostn­aði sem hlut­falli af rekstr­ar­tekj­um, niður að lang­tíma­mark­miði, en það er núna um 45 pró­sent. 

Íslands­banki og Arion banki hafa verið með mun hærri kostn­að­ar­hlut­föll og hafa þau verið á bil­inu 60 til 70 pró­sent und­an­farin miss­er­i. 

Þetta er hátt í alþjóð­legum sam­an­burði.

Þá hefur arð­semi á eigið fé verið lítil að und­an­förnu, sem er annar algengur mæli­kvarði á heil­brigði rekstrar banka.

Bankar eru núna að ganga í gegnum miklar tækni­breyt­ingar og í slíkum aðstæð­um, er mikið kæru­leysi af hálfu rík­is­ins að vera með mikið óhag­ræði í banka­kerf­inu.

Það getur varla verið mark­miðið að banka­kerfið verði eins og ríki í rík­inu, sem er til fyrir þá sem starfa í bönk­un­um. Sér­stak­lega er aug­ljóst að það gengur ekki þegar skatt­borg­arar eiga banka­kerfið að mestu leyti.

Þegar tækni­breyt­ingar munu koma hraðar inn, þá verður það rík­inu dýr­keypt, ef ekki verður búið að hag­ræða og gera bank­anna til­búna fyrir það sem koma skal. 

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja hafa lengi bent á að skatta­legt umhverfi sé ekki nógu gott fyrir íslenska banka­kerf­ið, og að það sé ein ástæðan fyrir því að kjör eru verri hér en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. 

Það fer hins vegar minna fyrir því að þrír stærstu bank­arnir séu mögu­lega ofmann­aðir um mörg hund­ruð starfs­menn, sem bitnar beint á við­skipta­kjör­unum til fyr­ir­tækja og heim­ila. 

Nú þegar herðir að í hag­kerf­inu þá er þetta sér­stak­lega dýr­keypt og mik­il­vægt að bank­arnir finni fyrir aðhaldi frá heim­ilum og fyr­ir­tækj­u­m. 

Eigið fé þriggja stærstu banka lands­ins er nú í kringum 630 millj­arðar króna og í fullri sann­girni sagt, þá hefur upp­bygg­ing þeirra eftir hrunið verið veru­legt afrek í sjálfu sér. 

Rekstr­ar­grunn­ur­inn er sterkur og ólíkt því sem var fyrir hrun­ið, þá eru þeir með sterkt eigið fé og raun­veru­legar eignir - ekki froðu­eignir sem byggðu á kolólög­legri fjár­mögnun á eigin hluta­fé, sem samt voru færðar til bókar á fullu verði.

En nú er komið að tíma­mótum hjá bönk­un­um. Þeir eiga að geta stutt við við­spyrn­una sem þarf að eiga sér stað. Til þess að þeir geti gert það, þurfa þeir að hugsa meira um að hag­ræða í rekstri og tryggja að þeir séu að bjóða betri kjör til heim­ila og fyr­ir­tækja. Þeir eru í ein­ok­un­ar­stöðu á ISK-­mark­aði og mega ekki verða kæru­laus­ir. Það bitnar beint á almenn­ingi og nú á versta tíma.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari