Hvernig komum við í veg fyrir utanvegaakstur?

Anna Þorsteinsdóttir, formaður Landvarðafélags Ísland, skrifar um utanvegaakstur og hvernig almenningur getur í sameiningu unnið gegn honum.

Auglýsing

Það leið ekki á löngu þar til fyrsti ferða­mað­ur­inn var tekin við utan­vega­akstur þetta sum­ar­ið. Það er einnig ljóst að nú þegar hafa ein­hverjir ferða­menn ekið utan vega það sem af er sumri án þess að nást. Umræðan um utan­vega­akstur fór hátt í lok síð­asta sum­ars þegar hópur erlendra ferða­manna lék sér utan vega undir leið­sögn Íslend­ings. Hóp­ur­inn fékk háa sekt en hvarf svo af land­inu. Sárið sést enn í við­kvæmum jarð­veg­inum og erfitt að koma í veg fyrir að aðrir leiki þetta eftir nú þegar sýni­leg förin draga að aðra ferða­menn. Sektin er því ekki nægi­leg sama hversu há hún er. Við þurfum ein­hvern veg­inn að geta komið í veg fyrir að þetta ger­ist aftur og aft­ur.

Hvað er utan­vega­akst­ur?

Utan­vega­akstur er ekki ein­falt fyr­ir­bæri. Þetta snýst ekki ein­ungis um sekt­ir, skilti og að segja fólki að bannað sé að keyra utan veg­ar. Það eru margt óljóst og lausnin ekki ein­föld. Hvað er utan­vega­akst­ur? Er það utan­vega­akstur að víkja fyrir bíl með því að fara af veg­in­um? Eða að leggja og tjalda utan veg­ar? Eða að leika sér í sand­in­um? Allt eru þetta dæmi um utan­vega­akstur sem hefur mis­miklar afleið­ingar fyrir nátt­úr­una en gefur fyrst og fremst slæmt for­dæmi og leiðir til frek­ari utan­vega­akst­urs. Það er einnig nauð­syn­legt að gera sér grein fyrir að Ísland býður upp á ein­staka og fram­andi nátt­úru sem oft er erfitt að skilja. Margir ferð­menn upp­lifa sig örlítið eins og í eyði­mörk í öllu víð­ern­inu. Þeir halda að þegar keyrt er utan vegar í sand­inum sé eng­inn skaði skeður og förin hverfi. Það eru vissu­lega til staðir þar sem skað­inn er lít­ill og vind­ur­inn lagar förin en þeir eru ekki marg­ir. Víð­ast er eitthvert líf að reyna að kom­ast upp úr sand­inum eða þunn stein­kápa yfir lausum jarð­vegi og förin hverfa hugs­an­lega aldrei eða ekki án hjálpar sem einnig veldur raski. Sums staðar hverfa förin á löngum tíma en þar sem mann­fólkið á það til að elta og herma eftir kalla þessi för á að fleiri geri hið sama. Þess vegna kepp­ast land­verðir um allt land við að laga förin sem fyrst til að sem fæstir elti. Þetta tekur mik­il­vægan tíma af land­vörðum sem gætu frekar notað hann í að upp­lýsa ferða­menn um áhrif utan­vega­akst­urs, íslenska nátt­úru og menn­ingu og byggja upp aðgengi að fleiri áhuga­verðum svæð­um.

Við land­verðir biðjum því um aðstoð við að koma í veg fyrir utan­vega­akstur og miðað við umræð­una í sam­fé­lag­inu vilja flestir leggja sitt að mörkum en margir segj­ast ekki vita hvern­ig. Mig langar því að benda á nokkur atriði sem hafa reynst land­vörðum vel og gætu gagn­ast öðrum í þess­ari við­leitni.

Auglýsing

Verum óhrædd að tala við ferð­menn

Flestir ferða­menn vilja ekki valda neinum skaða en gera sér oft ekki grein fyrir hversu við­kvæm íslensk nátt­úra er. Verum því óhrædd að láta vita að utan­vega­akstur er bann­að­ur. Leið­beinum til dæmis um hvernig á að mæta bíl án þess að fara alveg út af veg­in­um. Látum vita að ekki má leggja bílnum hvar sem er og alls ekki til næt­ur­gist­ing­ar. Látum vita að drullu­poll­ur­inn á veg­inum er ekki hættu­legur og örugg­ara er að aka yfir hann en kringum hann utan veg­ar. Segjum þeim að förin hverfa seint og sjaldn­ast án hjálp­ar.

Til­kynnum utan­vega­akstur

Verum óhrædd við að til­kynna utan­vega­akstur til lög­reglu og leita aðstoðar hjá land­vörðum eða öðrum við­bragðs­að­ilum á svæð­inu til að meta stöð­una. Munum að taka myndir til að afhenda við­bragðs­að­ilum en forð­umst að fara beint í skot­grafir á sam­fé­lags­miðl­um.

Verum fyr­ir­myndir fyrir ferð­menn­ina og sýnum þeim skiln­ing

Dregið hefur úr utan­vega­akstri Íslend­inga en þó telja sumir að einn bíll í sand­inum eða vikrinum skaði lít­ið. Við verðum að muna að ein för draga fleiri að. Við verðum líka að muna að erlendir ferða­menn eru óvanir mjóum og lélegum fjall­vegum og eðli­legt að þeim bregði við að mæta Íslend­ingum á vel­búnum jeppum á fullri ferð og fari því langt út fyrir veg­inn til að víkja. Best er að við með reynsl­una stöðvum svo hægt sé að víkja án þess að fara út af veg­in­um.

Að njóta íslenskrar nátt­úru er orðin ein okkar helsta auð­lind. En hún er að mörgu leyti eins og ung­barn, ber­skjölduð og við­kvæm, og við verðum að gæta hennar vel. En erlendir ferða­menn sjá hana ekki sem ung­barn heldur stór­brotna, kraft­mikla tröllskessu sem blæs frá sér og spýr eldi. Þeir sjá ekki hversu við­kvæm hún er og við verðum að leið­beina þeim. Eins og tröllskessan sem þolir ekki sól­ar­ljósið er mann­eskjan það erf­ið­asta sem íslensk nátt­úra hefur þurft að takast á við.

Ég ætla að ljúka þess­ari sum­ar­kveðju með orðum sem ég heyrði leið­sögu­mann segja við hóp­inn sinn áður en hann lagði af stað í ferð­lag um undur Laka­gíga. Þessi orð hafa reynst mér vel við að gera fólki grein fyrir hversu við­kvæm nátt­úran er. Það er nógu erfitt að vera planta á Íslandi sem þarf að berj­ast við eld­gos og breyti­legt veð­ur­far, við skulum því reyna að láta okkur mann­fólkið ekki vera eitt enn sem hún þarf að berj­ast við. 

Gleði­legt sum­ar.



Höf­undur er for­maður Land­varða­fé­lags Ísland, starf­andi land­vörður í Vatna­jök­uls­þjóð­garði og leið­sögðu­kona.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar