Af hverju erum við ekki að hlusta?

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir skrifar um ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að fullorðna fólkið bregðist við þegar það sér, heyrir eða grunar að barn sé beitt ofbeldi.

Auglýsing

Börnum er kennt frá unga aldri að meta stærð sem ákveðið gildi. Við brosum framan í krílin okkar og segjum bros­andi: „Hvað ertu stór!?“ og þau rétta upp litlu hend­urnar sínar og teygja sig til him­ins til að gera okkur til hæf­is. Það er erfitt að vera lít­ill og þurfa að standa á tám til að ná í hluti sem aðrir nálg­ast án allra vand­ræða. Það er erfitt að halda í við stór skref full­orð­inna þegar fæturnir eru litl­ir. Það getur verið erfitt að halda á hlutum sem er ekki gerðir fyrir svona litla fing­ur. Börn klifra klaufa­lega og með erf­iði upp á stóla, inn í bíla, upp stiga og treysta á stóra fólkið til að leiða þau á milli staða. Það er erfitt að ná ekki í hurð­ar­hún­inn, upp á sal­ernið og sjá ekki út um glugg­ann. Það er erfitt að vera lít­ill og upp á aðra kom­inn. Í sam­bandi barns við full­orðna er alltaf valda­ó­jafn­vægi. Við erum stærri og við höfum reynsl­una. Við kunnum á heim­inn og þau læra á hann af okk­ur. Allt sem börn læra um heim­inn og lífið og allt annað kemur frá okk­ur. Við getum tekið barn, sem smæðar sinnar vegna er algjör­lega á okkar valdi, og kastað því upp í loft því okkur finnst það skemmti­legt. Við getum sagt barni að setj­ast niður þegar það vill ekki setj­ast nið­ur. Við getum sagt barni að skila leik­fangi sem það vill leika sér með, sagt barni að kyssa annan full­orð­inn sem því líður illa í kring­um, látið barn hætta að hlaupa eða gera það sem okkur finnst sæmi­legt að barn geri þá stund­ina. Stundum reyna þau að berj­ast á móti og sýna sjálf­stæði áður en þau skilja að það þýðir ekki og þau gef­ast upp. Við erum nefni­lega stór og við ráð­um. Við kennum börn­unum okkar að bera ótta­blandna virð­ingu fyrir valdi í öllu sem við ger­um. Þeir sem eru eldri og sterk­ari geta mis­notað vald sitt til að sýna van­þóknun sína, beitt ofbeldi eða hót­unum til að fá sínu fram og krefj­ast hlýðni. Við kennum börnum að það er gott að vera stór. Hvað getum við gert til að jafna stöð­una og styrkja þau? Við sýnum þeim virð­ingu. Við mætum þeim með skiln­ingi, við hlustum og við bregð­umst við. Það er skylda okkar sem full­orðnir ein­stak­lingar að bregð­ast við þar sem þau hafa ekki aldur eða þroska til að gera það sjálf. Hvernig vitum við hvenær þarf að bregð­ast við? Við hlust­um. Hvað gerum við þegar við höfum hlust­að? Við bregð­umst við. 

Íslenska ríkið lög­festi Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu Þjóð­anna árið 2013 og þar með varð það laga­leg skylda okkar að upp­fylla þau skil­yrði sem sátt­mál­inn inni­held­ur. Sam­kvæmt 6. grein Barna­sátt­mál­ans eiga börn rétt til lífs og þroska og það eru ekki bara vin­sam­leg til­mæli; það eru lög. Þroski í sam­hengi Barna­sátt­mál­ans nær yfir and­legan, lík­am­legan, sið­ferð­is­legan, til­finn­inga­legan, sál­fræði­legan og félags­legan þroska barna. Það er í lögum að við gætum þess að börn fái tæki­færi til að dafna án ofbeld­is. Í 12. grein sátt­mál­ans segir enn fremur að börn hafi rétt til að láta skoð­anir sínar í ljós og til að hafa áhrif og að tekið skuli rétt­mætt til­lit til skoð­ana þeirra í sam­ræmi við aldur þeirra og þroska. Okkur ber að hlusta. Af hverju erum við ekki að hlusta? 

Auglýsing

Ofbeldi gegn börnum er ógeðs­legt. Það er líka óþægi­legt og erfitt. Það er erfitt að tala um að fólk beiti börn, þessar litlu mann­eskjur sem þurfa á okkur að halda, ofbeldi. Ofbeldi er hins­vegar ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Þetta sýna nýjar rann­sóknir svart á hvítu og töl­fræðin er hrotta­leg. 16,4% barna á Íslandi hafa orðið fyrir lík­am­legu og/eða kyn­ferð­is­legu ofbeldi fyrir 18 ára afmæl­is­dag­inn sinn (Rann­sókn og grein­ing, 2019). Þetta er fyrir utan van­rækslu, and­legt ofbeldi, raf­rænt ofbeldi og ein­elti. Þær til­finn­ingar sem börn upp­lifa oft­ast eftir að hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­of­beldi af hendi full­orð­ins ein­stak­lings sam­kvæmt Stíga­mótum eru til dæm­is; skömm, kvíði, dep­urð, léleg sjálfs­mynd og sekt­ar­kennd. Á Íslandi búa í kringum 80.000 börn, af þeim hafa 13.000 börn orðið fyrir lík­am­legu eða kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Þrett­án­þús­und! Við full­orðna fólkið bregð­umst of sjaldan við þegar við sjá­um, heyrum eða grunar að barn sé beitt ofbeldi. Oft er það af því að við vitum hrein­lega ekki hvernig við eigum að bregð­ast við eða hvert við eigum að leita og erum hrædd um að gera mis­tök. Þegar við bregð­umst ekki við þá erum við að taka ákvörðun um að leyfa barn­inu ekki að njóta vafans, það að neita að taka afstöðu er afstaða. Þegar barn hefur loks­ins fundið kjarkinn til að leita til full­orð­ins og þorir að segja frá ofbeldi sem það var beitt þá er það skylda okkar að bregð­ast við. Við eigum að taka ábyrgð­ina af herðum barns­ins og gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að vernda barnið gegn hverskyns lík­am­legu og and­legu ofbeldi, mis­notk­un, van­rækslu, skeyt­ing­ar­leysi, illri með­ferð eða kyn­ferð­is­legri mis­notk­un. Skv. 19. grein Barna­sátt­mál­ans ber okkur skylda til að greina, til­kynna, vísa áfram, rann­saka, taka til með­ferðar og fylgj­ast með til­fellum þar sem barn hefur sætt illri með­ferð. Það tekur barn oft margar til­raunir að greina frá ofbeldi, oft hefur það reynt að segja frá án orða. Að hugsa sér að treysta ein­hverjum fyrir þessum stóra hlut, ein­hverjum sem er í valda­stöðu gagn­vart barn­inu, ein­hverjum sem hefur vald yfir barn­inu ein­ungis sökum ald­urs. Hugsum okkur svo að sá ein­stak­lingur sem barnið velur að treysta bregð­ist ekki við, eða velji að trúa ekki orðum barns­ins. Það er aðeins til að ala á og styrkja enn frekar þær nei­kvæðu til­finn­ingar sem barnið er að öllum lík­indum nú þegar að glíma við. Kenn­arar eru í þannig starfi og vinna það náið með börnum að þeir verða oft fyrir val­inu þegar börn velja sér ein­hvern til að segja frá. Ég get rétt ímyndað mér hversu erf­iðar aðstæður það eru og þá sér­stak­lega ef börnin saka annan kenn­ara um ofbeldi. Rétt eins og þegar þau segja fjöl­skyldu­með­lim frá ofbeldi af hendi ann­ars fjöl­skyldu­með­lims. Það þekk­ist vel að slík mál hafa sundrað fjöl­skyldum. Þetta er erfitt og óþægi­legt og stundum freistar lík­lega að láta eins og upp­lýs­ing­arnar hafi ekki komið fram og sópa öllu undir tepp­ið. Þá er mik­il­vægt að muna að fyrir barn sem orðið hefur fyrir ofbeldi, sem hefur lent í því að svo gróf­lega hefur verið brotið á rétt­indum þess, er það að segja frá eitt það erf­ið­asta sem þau gera. Við verðum að vera til­búin að hlusta. Við þurfum að skapa umhverfi fyrir börn þar sem þau upp­lifa sig örugg að segja frá, þar sem þau vita að við hlustum á þau og trúum þeim. Við megum ekki skapa umhverfi þar sem börn segja ekki frá af ótta við afleið­ing­arnar og taka nei­kvæðu til­finn­ingar með sér inn í ung­lings­árin og síðar full­orð­ins­ár­in, ef þau lifa svo lengi. Við megum ekki bregð­ast trausti þeirra og senda þau skila­boð út í sam­fé­lagið að við stóra fólkið stöndum sam­an, af því að börn eru neðst í valdapýramíd­an­um. Við eigum alltaf að taka slag­inn, fyrir öll börn, alltaf. 



Höf­undur er verk­efna­stjóri Barn­væns Sveit­ar­fé­lags.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar