Af hverju erum við ekki að hlusta?

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir skrifar um ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að fullorðna fólkið bregðist við þegar það sér, heyrir eða grunar að barn sé beitt ofbeldi.

Auglýsing

Börnum er kennt frá unga aldri að meta stærð sem ákveðið gildi. Við brosum framan í krílin okkar og segjum bros­andi: „Hvað ertu stór!?“ og þau rétta upp litlu hend­urnar sínar og teygja sig til him­ins til að gera okkur til hæf­is. Það er erfitt að vera lít­ill og þurfa að standa á tám til að ná í hluti sem aðrir nálg­ast án allra vand­ræða. Það er erfitt að halda í við stór skref full­orð­inna þegar fæturnir eru litl­ir. Það getur verið erfitt að halda á hlutum sem er ekki gerðir fyrir svona litla fing­ur. Börn klifra klaufa­lega og með erf­iði upp á stóla, inn í bíla, upp stiga og treysta á stóra fólkið til að leiða þau á milli staða. Það er erfitt að ná ekki í hurð­ar­hún­inn, upp á sal­ernið og sjá ekki út um glugg­ann. Það er erfitt að vera lít­ill og upp á aðra kom­inn. Í sam­bandi barns við full­orðna er alltaf valda­ó­jafn­vægi. Við erum stærri og við höfum reynsl­una. Við kunnum á heim­inn og þau læra á hann af okk­ur. Allt sem börn læra um heim­inn og lífið og allt annað kemur frá okk­ur. Við getum tekið barn, sem smæðar sinnar vegna er algjör­lega á okkar valdi, og kastað því upp í loft því okkur finnst það skemmti­legt. Við getum sagt barni að setj­ast niður þegar það vill ekki setj­ast nið­ur. Við getum sagt barni að skila leik­fangi sem það vill leika sér með, sagt barni að kyssa annan full­orð­inn sem því líður illa í kring­um, látið barn hætta að hlaupa eða gera það sem okkur finnst sæmi­legt að barn geri þá stund­ina. Stundum reyna þau að berj­ast á móti og sýna sjálf­stæði áður en þau skilja að það þýðir ekki og þau gef­ast upp. Við erum nefni­lega stór og við ráð­um. Við kennum börn­unum okkar að bera ótta­blandna virð­ingu fyrir valdi í öllu sem við ger­um. Þeir sem eru eldri og sterk­ari geta mis­notað vald sitt til að sýna van­þóknun sína, beitt ofbeldi eða hót­unum til að fá sínu fram og krefj­ast hlýðni. Við kennum börnum að það er gott að vera stór. Hvað getum við gert til að jafna stöð­una og styrkja þau? Við sýnum þeim virð­ingu. Við mætum þeim með skiln­ingi, við hlustum og við bregð­umst við. Það er skylda okkar sem full­orðnir ein­stak­lingar að bregð­ast við þar sem þau hafa ekki aldur eða þroska til að gera það sjálf. Hvernig vitum við hvenær þarf að bregð­ast við? Við hlust­um. Hvað gerum við þegar við höfum hlust­að? Við bregð­umst við. 

Íslenska ríkið lög­festi Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu Þjóð­anna árið 2013 og þar með varð það laga­leg skylda okkar að upp­fylla þau skil­yrði sem sátt­mál­inn inni­held­ur. Sam­kvæmt 6. grein Barna­sátt­mál­ans eiga börn rétt til lífs og þroska og það eru ekki bara vin­sam­leg til­mæli; það eru lög. Þroski í sam­hengi Barna­sátt­mál­ans nær yfir and­legan, lík­am­legan, sið­ferð­is­legan, til­finn­inga­legan, sál­fræði­legan og félags­legan þroska barna. Það er í lögum að við gætum þess að börn fái tæki­færi til að dafna án ofbeld­is. Í 12. grein sátt­mál­ans segir enn fremur að börn hafi rétt til að láta skoð­anir sínar í ljós og til að hafa áhrif og að tekið skuli rétt­mætt til­lit til skoð­ana þeirra í sam­ræmi við aldur þeirra og þroska. Okkur ber að hlusta. Af hverju erum við ekki að hlusta? 

Auglýsing

Ofbeldi gegn börnum er ógeðs­legt. Það er líka óþægi­legt og erfitt. Það er erfitt að tala um að fólk beiti börn, þessar litlu mann­eskjur sem þurfa á okkur að halda, ofbeldi. Ofbeldi er hins­vegar ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Þetta sýna nýjar rann­sóknir svart á hvítu og töl­fræðin er hrotta­leg. 16,4% barna á Íslandi hafa orðið fyrir lík­am­legu og/eða kyn­ferð­is­legu ofbeldi fyrir 18 ára afmæl­is­dag­inn sinn (Rann­sókn og grein­ing, 2019). Þetta er fyrir utan van­rækslu, and­legt ofbeldi, raf­rænt ofbeldi og ein­elti. Þær til­finn­ingar sem börn upp­lifa oft­ast eftir að hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­of­beldi af hendi full­orð­ins ein­stak­lings sam­kvæmt Stíga­mótum eru til dæm­is; skömm, kvíði, dep­urð, léleg sjálfs­mynd og sekt­ar­kennd. Á Íslandi búa í kringum 80.000 börn, af þeim hafa 13.000 börn orðið fyrir lík­am­legu eða kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Þrett­án­þús­und! Við full­orðna fólkið bregð­umst of sjaldan við þegar við sjá­um, heyrum eða grunar að barn sé beitt ofbeldi. Oft er það af því að við vitum hrein­lega ekki hvernig við eigum að bregð­ast við eða hvert við eigum að leita og erum hrædd um að gera mis­tök. Þegar við bregð­umst ekki við þá erum við að taka ákvörðun um að leyfa barn­inu ekki að njóta vafans, það að neita að taka afstöðu er afstaða. Þegar barn hefur loks­ins fundið kjarkinn til að leita til full­orð­ins og þorir að segja frá ofbeldi sem það var beitt þá er það skylda okkar að bregð­ast við. Við eigum að taka ábyrgð­ina af herðum barns­ins og gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að vernda barnið gegn hverskyns lík­am­legu og and­legu ofbeldi, mis­notk­un, van­rækslu, skeyt­ing­ar­leysi, illri með­ferð eða kyn­ferð­is­legri mis­notk­un. Skv. 19. grein Barna­sátt­mál­ans ber okkur skylda til að greina, til­kynna, vísa áfram, rann­saka, taka til með­ferðar og fylgj­ast með til­fellum þar sem barn hefur sætt illri með­ferð. Það tekur barn oft margar til­raunir að greina frá ofbeldi, oft hefur það reynt að segja frá án orða. Að hugsa sér að treysta ein­hverjum fyrir þessum stóra hlut, ein­hverjum sem er í valda­stöðu gagn­vart barn­inu, ein­hverjum sem hefur vald yfir barn­inu ein­ungis sökum ald­urs. Hugsum okkur svo að sá ein­stak­lingur sem barnið velur að treysta bregð­ist ekki við, eða velji að trúa ekki orðum barns­ins. Það er aðeins til að ala á og styrkja enn frekar þær nei­kvæðu til­finn­ingar sem barnið er að öllum lík­indum nú þegar að glíma við. Kenn­arar eru í þannig starfi og vinna það náið með börnum að þeir verða oft fyrir val­inu þegar börn velja sér ein­hvern til að segja frá. Ég get rétt ímyndað mér hversu erf­iðar aðstæður það eru og þá sér­stak­lega ef börnin saka annan kenn­ara um ofbeldi. Rétt eins og þegar þau segja fjöl­skyldu­með­lim frá ofbeldi af hendi ann­ars fjöl­skyldu­með­lims. Það þekk­ist vel að slík mál hafa sundrað fjöl­skyldum. Þetta er erfitt og óþægi­legt og stundum freistar lík­lega að láta eins og upp­lýs­ing­arnar hafi ekki komið fram og sópa öllu undir tepp­ið. Þá er mik­il­vægt að muna að fyrir barn sem orðið hefur fyrir ofbeldi, sem hefur lent í því að svo gróf­lega hefur verið brotið á rétt­indum þess, er það að segja frá eitt það erf­ið­asta sem þau gera. Við verðum að vera til­búin að hlusta. Við þurfum að skapa umhverfi fyrir börn þar sem þau upp­lifa sig örugg að segja frá, þar sem þau vita að við hlustum á þau og trúum þeim. Við megum ekki skapa umhverfi þar sem börn segja ekki frá af ótta við afleið­ing­arnar og taka nei­kvæðu til­finn­ingar með sér inn í ung­lings­árin og síðar full­orð­ins­ár­in, ef þau lifa svo lengi. Við megum ekki bregð­ast trausti þeirra og senda þau skila­boð út í sam­fé­lagið að við stóra fólkið stöndum sam­an, af því að börn eru neðst í valdapýramíd­an­um. Við eigum alltaf að taka slag­inn, fyrir öll börn, alltaf. Höf­undur er verk­efna­stjóri Barn­væns Sveit­ar­fé­lags.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar