Aukin áhersla á málefni barna

Formaður bæjarráðs í Hafnarfirði skrifar um stór og afgerandi skref sem stigin hafai verið í átt að barnvænna og öruggara samfélagi fyrir börn í sveitarfélaginu.

Auglýsing

Þann 5. júní 2018 var undirritaður málefnasamningur nýs meirihluta í Hafnarfirði. Samningurinn var undirritaður á Hörðuvöllum og var sú staðsetning á margan hátt táknræn fyrir áherslur núverandi meirihluta. Í baksýn má sjá leik- og grunnskóla, ásamt nýbyggðu hjúkrunarheimili sem brátt verður tekið í notkun. Áherslan er á fólkið; fjölskylduvænar áherslur eru rauði þráðurinn í þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í. Nú er ár liðið af kjörtímabilinu og þykir mér rétt, á þeim tímapunkti, að líta yfir farinn veg.

Systkinaafsláttur aukinn til muna og nýjum komið á

Leikskólagjöldum var haldið óbreyttum sjötta árið í röð, en systkinaafsláttur af leikskólagjöldum var aukinn til muna. Afsláttur fyrir annað systkini fór úr 50% í 75% og þriðja systkini fór úr 75% í 100%. Tekjutengdur afsláttur leikskólagjalda var jafnframt aukinn. Einnig var komið á nýjum systkinaafslætti á fæðisgjöldum nemenda í grunnskóla. Fyrsta skrefið var; þriðja systkini fær frítt. Með þessum aðgerðum viljum við létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera.

Ógnvænlegar tölur frá UNICEF kalla á auknar áherslur á málefni barna

Í bréfi UNICEF til bæjarráðs kemur fram, samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir & greiningu til að vinna fyrir sig, að tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) hefur orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Þar er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri þessi tala mun hærri. Hér skipta viðbrögð sveitarfélaga miklu máli og við höfum í Hafnarfirði svo sannarlega tekið þessi mál föstum tökum, en betur má ef duga skal.

Auglýsing

Nýtt stjórnskipulag hjá Hafnarfjarðarbæ tekur gildi 1. september 2019, þar sem nýtt svið þjónustu og þróunar tekur til starfa og áherslubreytingar verða á ýmsum öðrum sviðum bæjarfélagsins. Fjölskylduþjónustu verður til að mynda fjölskyldu- og barnamálasvið, þar sem sérstök áhersla verður á málefni barna. Nýverið samþykkti bæjarstjórn að hefja innleiðingarferli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu og starfsemi bæjarfélagsins. Þetta, og margt annað, hefur það í för með sér að við í pólitíkinni og starfsmenn bæjarfélagsins þurfa stöðugt að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar ákvarðanir eru teknar.

Jafnframt er ánægjulegt að benda á að í gegnum nýundirritaðan samning, milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH, er formleg samþykkt um stofnun óháðs fagráðs sérfræðinga í Hafnarfirði sem tekur á ágreinings- og álitamálum frá íþróttafélögum varðandi mál sem tengjast ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi og eineltismálum.

Áfram veginn

Ég vil því segja að við höfum verið að stíga mjög stór og afgerandi skref í átt að barnvænna og öruggara samfélagi fyrir börnin okkar. Þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Við munum halda áfram að tala fyrir slíkum áherslum og betra samfélagi næstu árin.

Höfundur formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar