Aukin áhersla á málefni barna

Formaður bæjarráðs í Hafnarfirði skrifar um stór og afgerandi skref sem stigin hafai verið í átt að barnvænna og öruggara samfélagi fyrir börn í sveitarfélaginu.

Auglýsing

Þann 5. júní 2018 var undirritaður málefnasamningur nýs meirihluta í Hafnarfirði. Samningurinn var undirritaður á Hörðuvöllum og var sú staðsetning á margan hátt táknræn fyrir áherslur núverandi meirihluta. Í baksýn má sjá leik- og grunnskóla, ásamt nýbyggðu hjúkrunarheimili sem brátt verður tekið í notkun. Áherslan er á fólkið; fjölskylduvænar áherslur eru rauði þráðurinn í þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í. Nú er ár liðið af kjörtímabilinu og þykir mér rétt, á þeim tímapunkti, að líta yfir farinn veg.

Systkinaafsláttur aukinn til muna og nýjum komið á

Leikskólagjöldum var haldið óbreyttum sjötta árið í röð, en systkinaafsláttur af leikskólagjöldum var aukinn til muna. Afsláttur fyrir annað systkini fór úr 50% í 75% og þriðja systkini fór úr 75% í 100%. Tekjutengdur afsláttur leikskólagjalda var jafnframt aukinn. Einnig var komið á nýjum systkinaafslætti á fæðisgjöldum nemenda í grunnskóla. Fyrsta skrefið var; þriðja systkini fær frítt. Með þessum aðgerðum viljum við létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera.

Ógnvænlegar tölur frá UNICEF kalla á auknar áherslur á málefni barna

Í bréfi UNICEF til bæjarráðs kemur fram, samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir & greiningu til að vinna fyrir sig, að tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) hefur orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Þar er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri þessi tala mun hærri. Hér skipta viðbrögð sveitarfélaga miklu máli og við höfum í Hafnarfirði svo sannarlega tekið þessi mál föstum tökum, en betur má ef duga skal.

Auglýsing

Nýtt stjórnskipulag hjá Hafnarfjarðarbæ tekur gildi 1. september 2019, þar sem nýtt svið þjónustu og þróunar tekur til starfa og áherslubreytingar verða á ýmsum öðrum sviðum bæjarfélagsins. Fjölskylduþjónustu verður til að mynda fjölskyldu- og barnamálasvið, þar sem sérstök áhersla verður á málefni barna. Nýverið samþykkti bæjarstjórn að hefja innleiðingarferli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu og starfsemi bæjarfélagsins. Þetta, og margt annað, hefur það í för með sér að við í pólitíkinni og starfsmenn bæjarfélagsins þurfa stöðugt að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar ákvarðanir eru teknar.

Jafnframt er ánægjulegt að benda á að í gegnum nýundirritaðan samning, milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH, er formleg samþykkt um stofnun óháðs fagráðs sérfræðinga í Hafnarfirði sem tekur á ágreinings- og álitamálum frá íþróttafélögum varðandi mál sem tengjast ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi og eineltismálum.

Áfram veginn

Ég vil því segja að við höfum verið að stíga mjög stór og afgerandi skref í átt að barnvænna og öruggara samfélagi fyrir börnin okkar. Þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Við munum halda áfram að tala fyrir slíkum áherslum og betra samfélagi næstu árin.

Höfundur formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar