Aukin áhersla á málefni barna

Formaður bæjarráðs í Hafnarfirði skrifar um stór og afgerandi skref sem stigin hafai verið í átt að barnvænna og öruggara samfélagi fyrir börn í sveitarfélaginu.

Auglýsing

Þann 5. júní 2018 var undirritaður málefnasamningur nýs meirihluta í Hafnarfirði. Samningurinn var undirritaður á Hörðuvöllum og var sú staðsetning á margan hátt táknræn fyrir áherslur núverandi meirihluta. Í baksýn má sjá leik- og grunnskóla, ásamt nýbyggðu hjúkrunarheimili sem brátt verður tekið í notkun. Áherslan er á fólkið; fjölskylduvænar áherslur eru rauði þráðurinn í þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í. Nú er ár liðið af kjörtímabilinu og þykir mér rétt, á þeim tímapunkti, að líta yfir farinn veg.

Systkinaafsláttur aukinn til muna og nýjum komið á

Leikskólagjöldum var haldið óbreyttum sjötta árið í röð, en systkinaafsláttur af leikskólagjöldum var aukinn til muna. Afsláttur fyrir annað systkini fór úr 50% í 75% og þriðja systkini fór úr 75% í 100%. Tekjutengdur afsláttur leikskólagjalda var jafnframt aukinn. Einnig var komið á nýjum systkinaafslætti á fæðisgjöldum nemenda í grunnskóla. Fyrsta skrefið var; þriðja systkini fær frítt. Með þessum aðgerðum viljum við létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera.

Ógnvænlegar tölur frá UNICEF kalla á auknar áherslur á málefni barna

Í bréfi UNICEF til bæjarráðs kemur fram, samkvæmt nýrri tölfræði sem UNICEF á Íslandi fékk Rannsóknir & greiningu til að vinna fyrir sig, að tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi (16,4%) hefur orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Þar er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri þessi tala mun hærri. Hér skipta viðbrögð sveitarfélaga miklu máli og við höfum í Hafnarfirði svo sannarlega tekið þessi mál föstum tökum, en betur má ef duga skal.

Auglýsing

Nýtt stjórnskipulag hjá Hafnarfjarðarbæ tekur gildi 1. september 2019, þar sem nýtt svið þjónustu og þróunar tekur til starfa og áherslubreytingar verða á ýmsum öðrum sviðum bæjarfélagsins. Fjölskylduþjónustu verður til að mynda fjölskyldu- og barnamálasvið, þar sem sérstök áhersla verður á málefni barna. Nýverið samþykkti bæjarstjórn að hefja innleiðingarferli á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu og starfsemi bæjarfélagsins. Þetta, og margt annað, hefur það í för með sér að við í pólitíkinni og starfsmenn bæjarfélagsins þurfa stöðugt að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar ákvarðanir eru teknar.

Jafnframt er ánægjulegt að benda á að í gegnum nýundirritaðan samning, milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH, er formleg samþykkt um stofnun óháðs fagráðs sérfræðinga í Hafnarfirði sem tekur á ágreinings- og álitamálum frá íþróttafélögum varðandi mál sem tengjast ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi og eineltismálum.

Áfram veginn

Ég vil því segja að við höfum verið að stíga mjög stór og afgerandi skref í átt að barnvænna og öruggara samfélagi fyrir börnin okkar. Þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Við munum halda áfram að tala fyrir slíkum áherslum og betra samfélagi næstu árin.

Höfundur formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar