102 Reykjavík, fjölbreytt skólastarf & lýðheilsuvísar

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 16. maí 2019.

Auglýsing

Á þessum tíma fyrir ári síðan stóðu yfir meiri­hluta­við­ræður á milli Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Mark­miðið var að ná saman um sátt­mála þess efnis hverjar hinar póli­tísku áherslur yrðu í höf­uð­borg­inni næstu fjögur árin. Kosn­inga­vor­inu var lok­ið, nið­ur­staða kosn­inga ljós og sum­arið blasti við. Við­reisn bauð fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í fyrsta sinn og varð strax þriðji stærsti flokk­ur­inn í borg­inn­i.  

Öll spjót beindust að okkur í Við­reisn sem höfðum gengið opin og óháð til kosn­inga. Við­ræður flokk­anna sem nú skipa borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann ein­kennd­ust af trausti og heið­ar­leika. Við gerðum það sem ekki hafði verið gert áður þegar ákveðið var að meiri­hluta­við­ræð­ur skyldu vera í takt við fjöl­skyldu­stefnu flokk­anna. Þess vegna unnum við þétt alla virka daga kl. 9-17 en áttum svo kvöld og helgar með fjöl­skyldum og vinum sem var lang­þráð eftir anna­sama kosn­inga­bar­áttu. Þetta gerðum við vegna þess að við treystum hvert öðru og ætl­uðum ekki að láta afvega­leiða okkur í sam­tal­inu. Það voru mál­efnin sem réðu för en ekki gylli­boð um stóla og stöð­ur.

Þetta fyr­ir­komu­lag þótti mörgum bæði skrítið og áhættu­samt. Það að taka frí frá samn­inga­við­ræðum á kvöldin í stað þess að sitja við þangað til verk­efnið var klárað var eitt­hvað sem ekki hafði tíðkast áður og margir því eflaust haft efa­semdir um ágæti þess. Okk­ur í Við­reisn er alvara þegar við segj­umst vilja ný vinnu­brögð, fjöl­skyldu­vænt umhverfi og jafn­rétti og á þeim grund­velli lögðum við þetta fyr­ir­komu­lag til. Það þarf eng­inn að efast um að öll vorum við sam­mála um að gera þetta vel og yfir­veg­að. Á þessum góða grunni byggjum við enn heilu ári síð­ar. Á þeim góða grunni að hafa kafað vel saman ofan í mál­efn­in, talað okkur niður á sam­eig­in­legar áherslur og verið opin og heið­ar­leg varð­andi það póli­tíska lit­róf sem sam­starfið spann­ar. Þess vegna stendur meiri­hlut­inn þéttur og traust­ur, þrátt fyrir vetur ólgu og óvæntra tíð­inda.  

Auglýsing

Það fel­ast fjöl­mörg tæki­færi í að breyta, bæta og gera bet­ur. Þannig er það alltaf, alls stað­ar.  Ekk­ert er full­komið og það vitum við. Við sam­mælt­umst um að gera góða borg betri og ætlum að byggja öfl­ugt og þétt borg­ar­líf fyrir okkur öll. Á þeirri veg­ferð erum við og höldum ótrauð áfram þó stundum blási á móti. Meiri­hluta­sam­starfið var mótað í rign­ingu en kynnt í sól og nú, ári síð­ar, skín sólin sem aldrei fyrr og meiri­hlut­inn styrk­ist og dafnar í grænni, fal­legri og lif­andi borg.

En nóg um árs afmæli meiri­hlut­ans í borg­inni og að nokkrum af þeim fjöl­mörgu mála sem afgreidd voru á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku.

Fjöl­breytt skóla­starf - Hjalla­stefn­an stækkar

Borg­ar­ráð hefur veitt Hjalla­stefn­unni heim­ild til að hefja kennslu í 5. bekk við barna­skóla þeirra í Reykja­vík frá og með næsta skóla­ári, þ.e. skóla­ár­inu 2019-2020. Sam­þykktin er með fyr­ir­vara um að sam­þykkt Mennta­mála­stofn­un­ar. Þessi fögnum við í Við­reisn að sjálf­sögðu enda viljum við auka gæði og sveigj­an­leika í mennta­kerf­inu og styðjum heils­hugar fjöl­breytt rekstr­ar­form. Það verður gaman að fylgj­ast með þess­ari fjölgun í Barna­skóla Hjalla­stefn­unnar og þeim jákvæðu áhrifum sem ég er sann­færð um að Hjalla­stefnan muni áfram hafa á íslenskt skóla­kerfi.

102 Reykja­vík

Í jan­úar sam­þykkti borg­ar­ráð að senda erindi til póst­núm­era­nefndar Íslands­póst þess efnis að Vatns­mýrin fái póst­núm­erið 102 eins og rætt hefur verið um síð­ustu 18 ár eða svo. Póst­núm­era­nefnd hefur nú veitt leyfi fyrir þessu og borg­ar­ráð sam­þykkti í síð­ustu viku að greiða þann kostnað sem breyt­ing­unni fylg­ir. Ákvörð­unin um 102 Reykja­vík hefur enn á ný varpað ljósi á langvar­andi, djúp­stæða klofn­ing innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins en málið var sam­þykkt með fjórum atkvæðum borg­ar­ráðs­full­trúa meiri­hlut­ans gegn atkvæði Mörtu Guð­jóns­dóttur en flokks­systur henn­ar, þær Hildur Björns­dóttir og Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir,  sátu hjá við afgreiðslu máls­ins.

Máli þessu er svo vísað í borg­ar­stjórn Reykja­víkur til end­an­legar afgreiðslu í sam­ræmi við sam­þykktir um stjórn og fund­ar­sköp borg­ar­inn­ar. Það verður óneit­an­lega áhuga­vert að sjá hvernig Mið­flokks­armur Sjálf­stæð­is­flokks­ins kýs þá en odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, Eyþór Lax­dal Arn­alds, var einmitt einn af stofn­fé­lögum sam­tak­anna 102 Reykja­vík sem börð­ust ötul­lega fyrir brott­hvarfi Reykja­vík­ur­flug­vallar úr Vatns­mýr­inni upp úr síð­ustu alda­mót­um.

Heilsa og vellíðan íbúa Reykja­víkur

Sam­þykkt hefur verið útgáfa 55 lýð­heilsu­vísa sem ætlað er að gefa vís­bend­ingar um heilsu og vellíðan íbúa Reykja­víkur eftir fjöl­breyttum þátt­um. Þar er m.a. horft til and­legrar og lík­am­legrar heilsu, efna­hags, jöfn­uð­ar, aðgengis að grænum svæðum og margra fleiri þátta. Vís­arnir verða gefnir út á ein­blöð­ungi en einnig birtir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hér hefur ein­ungis verið fjallað um þrjú af þeim 50 málum sem komu á inn á borð borg­ar­ráðs í síð­ustu viku en þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það hér

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­­maður borg­­­ar­ráðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar