102 Reykjavík, fjölbreytt skólastarf & lýðheilsuvísar

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 16. maí 2019.

Auglýsing

Á þessum tíma fyrir ári síðan stóðu yfir meiri­hluta­við­ræður á milli Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Mark­miðið var að ná saman um sátt­mála þess efnis hverjar hinar póli­tísku áherslur yrðu í höf­uð­borg­inni næstu fjögur árin. Kosn­inga­vor­inu var lok­ið, nið­ur­staða kosn­inga ljós og sum­arið blasti við. Við­reisn bauð fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í fyrsta sinn og varð strax þriðji stærsti flokk­ur­inn í borg­inn­i.  

Öll spjót beindust að okkur í Við­reisn sem höfðum gengið opin og óháð til kosn­inga. Við­ræður flokk­anna sem nú skipa borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ann ein­kennd­ust af trausti og heið­ar­leika. Við gerðum það sem ekki hafði verið gert áður þegar ákveðið var að meiri­hluta­við­ræð­ur skyldu vera í takt við fjöl­skyldu­stefnu flokk­anna. Þess vegna unnum við þétt alla virka daga kl. 9-17 en áttum svo kvöld og helgar með fjöl­skyldum og vinum sem var lang­þráð eftir anna­sama kosn­inga­bar­áttu. Þetta gerðum við vegna þess að við treystum hvert öðru og ætl­uðum ekki að láta afvega­leiða okkur í sam­tal­inu. Það voru mál­efnin sem réðu för en ekki gylli­boð um stóla og stöð­ur.

Þetta fyr­ir­komu­lag þótti mörgum bæði skrítið og áhættu­samt. Það að taka frí frá samn­inga­við­ræðum á kvöldin í stað þess að sitja við þangað til verk­efnið var klárað var eitt­hvað sem ekki hafði tíðkast áður og margir því eflaust haft efa­semdir um ágæti þess. Okk­ur í Við­reisn er alvara þegar við segj­umst vilja ný vinnu­brögð, fjöl­skyldu­vænt umhverfi og jafn­rétti og á þeim grund­velli lögðum við þetta fyr­ir­komu­lag til. Það þarf eng­inn að efast um að öll vorum við sam­mála um að gera þetta vel og yfir­veg­að. Á þessum góða grunni byggjum við enn heilu ári síð­ar. Á þeim góða grunni að hafa kafað vel saman ofan í mál­efn­in, talað okkur niður á sam­eig­in­legar áherslur og verið opin og heið­ar­leg varð­andi það póli­tíska lit­róf sem sam­starfið spann­ar. Þess vegna stendur meiri­hlut­inn þéttur og traust­ur, þrátt fyrir vetur ólgu og óvæntra tíð­inda.  

Auglýsing

Það fel­ast fjöl­mörg tæki­færi í að breyta, bæta og gera bet­ur. Þannig er það alltaf, alls stað­ar.  Ekk­ert er full­komið og það vitum við. Við sam­mælt­umst um að gera góða borg betri og ætlum að byggja öfl­ugt og þétt borg­ar­líf fyrir okkur öll. Á þeirri veg­ferð erum við og höldum ótrauð áfram þó stundum blási á móti. Meiri­hluta­sam­starfið var mótað í rign­ingu en kynnt í sól og nú, ári síð­ar, skín sólin sem aldrei fyrr og meiri­hlut­inn styrk­ist og dafnar í grænni, fal­legri og lif­andi borg.

En nóg um árs afmæli meiri­hlut­ans í borg­inni og að nokkrum af þeim fjöl­mörgu mála sem afgreidd voru á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku.

Fjöl­breytt skóla­starf - Hjalla­stefn­an stækkar

Borg­ar­ráð hefur veitt Hjalla­stefn­unni heim­ild til að hefja kennslu í 5. bekk við barna­skóla þeirra í Reykja­vík frá og með næsta skóla­ári, þ.e. skóla­ár­inu 2019-2020. Sam­þykktin er með fyr­ir­vara um að sam­þykkt Mennta­mála­stofn­un­ar. Þessi fögnum við í Við­reisn að sjálf­sögðu enda viljum við auka gæði og sveigj­an­leika í mennta­kerf­inu og styðjum heils­hugar fjöl­breytt rekstr­ar­form. Það verður gaman að fylgj­ast með þess­ari fjölgun í Barna­skóla Hjalla­stefn­unnar og þeim jákvæðu áhrifum sem ég er sann­færð um að Hjalla­stefnan muni áfram hafa á íslenskt skóla­kerfi.

102 Reykja­vík

Í jan­úar sam­þykkti borg­ar­ráð að senda erindi til póst­núm­era­nefndar Íslands­póst þess efnis að Vatns­mýrin fái póst­núm­erið 102 eins og rætt hefur verið um síð­ustu 18 ár eða svo. Póst­núm­era­nefnd hefur nú veitt leyfi fyrir þessu og borg­ar­ráð sam­þykkti í síð­ustu viku að greiða þann kostnað sem breyt­ing­unni fylg­ir. Ákvörð­unin um 102 Reykja­vík hefur enn á ný varpað ljósi á langvar­andi, djúp­stæða klofn­ing innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins en málið var sam­þykkt með fjórum atkvæðum borg­ar­ráðs­full­trúa meiri­hlut­ans gegn atkvæði Mörtu Guð­jóns­dóttur en flokks­systur henn­ar, þær Hildur Björns­dóttir og Val­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir,  sátu hjá við afgreiðslu máls­ins.

Máli þessu er svo vísað í borg­ar­stjórn Reykja­víkur til end­an­legar afgreiðslu í sam­ræmi við sam­þykktir um stjórn og fund­ar­sköp borg­ar­inn­ar. Það verður óneit­an­lega áhuga­vert að sjá hvernig Mið­flokks­armur Sjálf­stæð­is­flokks­ins kýs þá en odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, Eyþór Lax­dal Arn­alds, var einmitt einn af stofn­fé­lögum sam­tak­anna 102 Reykja­vík sem börð­ust ötul­lega fyrir brott­hvarfi Reykja­vík­ur­flug­vallar úr Vatns­mýr­inni upp úr síð­ustu alda­mót­um.

Heilsa og vellíðan íbúa Reykja­víkur

Sam­þykkt hefur verið útgáfa 55 lýð­heilsu­vísa sem ætlað er að gefa vís­bend­ingar um heilsu og vellíðan íbúa Reykja­víkur eftir fjöl­breyttum þátt­um. Þar er m.a. horft til and­legrar og lík­am­legrar heilsu, efna­hags, jöfn­uð­ar, aðgengis að grænum svæðum og margra fleiri þátta. Vís­arnir verða gefnir út á ein­blöð­ungi en einnig birtir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hér hefur ein­ungis verið fjallað um þrjú af þeim 50 málum sem komu á inn á borð borg­ar­ráðs í síð­ustu viku en þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það hér

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­­maður borg­­­ar­ráðs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
Kjarninn 15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
Kjarninn 15. nóvember 2019
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar