Hugsjónablaðran sem sprakk

Auglýsing

Ég hef þá bjarg­föstu trú að stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins sé af hinu góða og að Ísland ætti að vera þar full­gildur aðili. Ég hef ekki farið leynt með þessa skoðun og af þeim sökum oft lent í sam­ræðum eða jafn­vel deilum þegar þessi mál hafa borið á góma. Þessi afstaða mín mót­að­ist fyrir mörgum árum þegar það rann upp fyrir mér í hvaða til­gangi þetta sam­band var stofnað og sú hug­sjón sem lá þar að baki. 

Nú ætti ekki að þurfa rifja upp þá sögu því allir ættu að vita þetta sem komnir eru til vits og ára. En því miður virð­ist ekki vera van­þörf á því vegna þess að margir Íslend­ingar virð­ast finn­ast þetta frekar létt­vægt í umræð­unni. Nú má vel vera að skynjun fólks á seinni heims­styrj­öld­inni sé mis­mun­andi en mín skoðun er sú að annar eins hryll­ingur meigi aldrei end­ur­taka sig. Þessi ófriður sem geis­aði í Evr­ópu fyrir tæp­lega  átta­tíu árum síðan er næstum því ólýs­an­legur harm­leikur og ótrú­legt að mann­legar verur hafi komið þessu af stað. Millj­ónir manna voru drepin á allan þann hugs­an­legan máta sem hægt er að ímynda sér. Fólk lét lífið í húsa­rústum sem sprengdar voru í loft­árás­um. Aðrir lágu sund­ur­skotnir í for­ar­leðj­unni á víg­vell­in­um. Svo var líka reynt að afmá heila þjóð með því að setja á stofn verk­smiðjur sem höfðu það hlut­verk eitt að slátra fólki á eins fljót­virkan hátt og hugs­ast gat. Þetta finnst mér vera aðal­á­stæðan fyrir því að Evr­ópu­sam­bandið var stofn­að. Það er að segja til þess að reyna að koma í veg fyrir að svona atburðir geti end­ur­tekið sig.

Auglýsing
Frá þeim tíma sem ég átt­aði mig á þess­ari stað­reynd hef ég verið dyggur stuðn­ings­maður þess. Ég hef líka gert mér grein fyrir því að svona nánir samn­ingar á milli þjóða mundu ekki ganga ann­skota­laust fyrir sig, sér­stak­lega þegar heimska og tryllt þjóð­ern­is­kennd er að þvæl­ast um fyrir fólki. Stundum gengi þetta vel en svo kæmi líka bakslag eins og dæmin sanna í sam­bandi við Bret­land (Brex­it). En ég er sann­færður um að þetta er rétt skref og trúi því reyndar að þetta sé upp­haf á því að allar þjóðir heims sam­ein­ist um frið og vel­sæld fyrir allt mann­kyn. Reyndar hef ég þá skoðun að svo stórar hug­sjónir muni taka langan tíma, jafn­vel mörg hund­ruð ár og er kannski mæli­kvarði á vits­muna­legan þroska mann­kyns.

Einn er sá maður sem hafði sterk áhrif á mig og mót­aði þessa skoðun mína á Evr­ópu­sam­band­inu. Hann heitir Jón Bald­vin Hanni­bals­son og var á þeim tíma for­maður Alþýðu­flokks­ins stærsta kra­ta­flokks­ins á Íslandi. Nú ætla ég ekki að halda því fram að Jón Bald­vin hafi ein­hvern tím­ann full­yrt að stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins hafi verið hug­sjón í hans huga. En á þeim tíma þegar ég hreifst af mál­flutn­ingi Jóns var ég ekki í vafa um að svo væri. En svo bregð­ast kross­tré sem önnur tré. Allt í einu fór ég að heyra eftir Jóni Bald­vin að við Íslend­ingar hefðum ekk­ert að gera með það að hætta okkur inn í brenn­andi hús. Hann átti víst við með þessum orðum að við hefðum ekk­ert að gera með að fara inn í Evr­ópu­sam­bandið eins og ástandið væri þessa stund­ina á þeim bæn­um. Sem sagt mað­ur­inn sem mér hafði alltaf fund­ist hafa yfir­burða­þekk­ingu og skiln­ing á til­gangi þessa sam­bands var einn af þeim fyrstu sem sneri baki við þeim vegna þess að það gekk ekki vel þessa stund­ina að hans dómi. Honum datt ekki í hug að leggja þeim lið með því að reyna slökkva þá elda sem honum fannst vera byrj­aðir að loga á þeim bæn­um. Nei, það fyrsta sem honum datt í hug þegar ekki var eins hag­stætt fjár­hags­lega að ganga þarna inn var að gefa þeim putt­ann og segja að við hefðum ekk­ert með það að gera að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið.

Auglýsing
Og ekki nóg með að þessi við­snún­ingur hafi komið frá þessum manni, þá var eins og hann vildi kór­óna þennan gjörn­ing með því að flytja hann á Útvarpi Sögu. Nú veit ég ekki hvaða skoðun Jón Bald­vin hefur á þeirri útvarps­stöð en ég hef hins­vegar mjög sterkar skoð­anir á henni sem ég ætla mér ekk­ert að lúra neitt á. Útvarp Saga er útvarps­stöð sem stjórnað er af fólki sem hefur væg­ast sagt mjög brenglaðar skoð­anir á því hvernig á að byggja upp fag­urt mann­líf. Þar er dag­lega dælt út á öldur ljós­vakans hatur á Evr­ópu­sam­band­inu og til­gangur þess sé að sölsa undir sig auð­lindir aðild­ar­þjóða auk þess að svifta þær sjálf­stæði. Þar er líka stans­laust alið á hræðslu­á­róðri í garð fólks sem er á flótta í heim­in­um. Þar er full­yrt að til­gangur flótta­fólks sé ekki að bjarga líf­inu eða leita sér betri lífs heldur sé ásetn­ingur þess að flæða inn í lönd í þeim til­gangi að njóta góðs af vel­ferð­ar­kerf­inu og flæma íbú­ana burtu. Og auð­vitað full­yrða þau að bág staða aldr­aða og öryrkja í Íslensku sam­fé­lagi sé þessu fólki að kenna. 

Mál­flutn­ing­ur­inn hefur jafn­vel verið svo geggj­aður að sumir af þeim sem hringt hafa þarna inn í síma­tíma hafa haldið því fram í fullri alvöru að þarna sé á ferð­inni blautir draumar Hitlers um heims­yf­ir­ráð. Svona mál­flutn­ingur og önnur svipuð þvæla hefur fengið að flæða á þessum vett­vangi án þess að því hafi verið mót­mælt af hálfu stjórn­enda. Og síma­tím­arnir á Útvarpi Sögu fyrst ég er farin að minn­ast á þá, eru í raun stór­merki­legt fyr­ir­bæri. Þar hafa safn­ast fyrir tíu til tólf per­sónur sem skipt­ast á því að hringja inn á stöð­ina á síma­tíma dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Alltaf sama fólkið með sömu þvæl­una og stjórn­endur kalla þetta mál­efna­legar umræður þar sem þjóð­inn tjáir sig. Og þarna, einmitt þarna á þess­ari útvarps­stöð ákvað Jón Bald­vin að tala um þennan við­snún­ing sinn á Evr­ópu­sam­band­inu og hvers vegna Íslend­ingar ættu ekki að koma nálægt því. Skildi hann vita af því að þetta virk­aði eins og súr­efni fyrir mann­vits­brekk­urnar tólf sem hringja inn á Útvarp Sögu. Þar koma þeir í vel skipu­lagðri röð Jón Val­ur, Viðar Guðjohn­sen og Guð­jón svo ég nefni ein­hverja af þessum tólf spek­ingum og vitna reglu­lega í Jón Bald­vin sem sá ljósið og hve hræði­legt þetta sam­band er eins og þeir hafa alltaf haldið fram í gegn um árin.

Nú verð ég að taka fram að ég hlust­aði ekki á þetta umrædda við­tal sem Jón Bald­vin átti við Útvarp Sögu og vissi þess vegna ekki alveg hvaða ástæður hann gaf fyrir þessum við­snún­ingi. En svo kom hann á aðra útvarps­stöð þar sem hann var spurður og ég hlust­aði með athygli á það við­tal. Og jú ekki stóð á svari frá Jóni eins og honum er einum lagið og hann byrj­aði á því að segja. Þegar efna­hags­hrunið gekk yfir árið tvö þús­und og átta kom í ljós að þau lönd sem gengið höfðu í Evr­ópu­sam­bandið og tekið upp Evru voru miklu ver stödd í sínum skulda­málum heldur en Ísland. Það er að segja þau lönd sem höfðu tekið óábyrg lán upp í rjáfur og nefndi Jón Grikk­land í þessu sam­bandi. Hann lét reyndar þess getið að í því landi væri gjör­spillt yfir­stétt sem ætti ekki hvað síst sök á því hvernig komið væri fyrir þeim. En svo komu furðu­legar útskýr­ingar frá honum hvers vegna það hafði verið svo mikið lán fyrir okkur að vera utan Evr­ópu­sam­bands­ins og ekki með Evru. Við vorum nefni­lega svo ein­stak­lega hepp­inn að eiga heims­ins bestu fjár­mála­drullu­sokka sem tókst að koma okkur svo kyrfi­lega á haus­inn í okkar lok­aða hag­kerfi að önnur eins dæmi eru ekki til. Þegar þessir erlendu bankar og fjár­mála­sjóðir stóðu frami fyrir svona risa­vöxnu fjár­mála­sukki þá ein­fald­lega féllust þeim hendur og komust strax að því að það væri eins gott að gleyma öllum inn­heimtu­að­gerð­um. Skuld­irnar voru ein­fald­lega of stór­ar. 

Það var einmitt í þessu sem Jón sagði að heppnin hefði leg­ið. Við áttum sem sagt heims­meist­ara í drullu­sokks­hætti og í því var happ okkar fólg­ið. Jón sleppti því í þessum mál­flutn­ingi að minn­ast á yfir­stétt­ina á Íslandi og hvort ein­hver spill­ing leynd­ist þar eins og á Grikk­landi. Það var leið­in­legt og ég verð að bæta úr því. En það hefur alltaf verið vitað að elít­an, það er að segja fólkið sem hefur hvað sterk­ust tengsl við fjár­mála­öfl og stjórn­mála­öfl sem mestu hafa ráðið á Íslandi séu gjör­spillt. Við þurfum ekk­ert að fara í djúpar pæl­ingar til þess að rifja upp hug­tök eins og sölur á rík­is­eignum til vild­ar­vina, eða inn­herj­a­við­skipti þar sem útvaldir björg­uðu fjár­munum sínum út úr bönkum sem fóru á syngj­andi haus­inn dag­inn eft­ir. En ég þarf sosum ekk­ert að vera tína þetta til því allir Íslend­ingar vita þetta sem hafa eitt­hvað á milli eyrn­anna. Og en þann dag í dag þrátt fyrir einhver sýnd­ar­rétt­ar­höld með sér­stökum sak­sókn­ara eru þeir menn sem lengst gengu í fjár­mála­sukk­inu ein­hverjir þeir rík­ustu í Íslensku þjóð­fé­lagi í dag. Og ekki nóg með það, þeim var boðið sér­stak­lega til baka með gróð­ann sem setti fjöld­ann allan af Íslenskum fjöl­skyldum á haus­inn á sér­stökum afslætti.  Allir snúnir til baka með fullar hendur fjár til þess að taka þátt partý­inu á nýjan leik. Jafn­vel fang­els­is­dóm­arnir sem þessir menn voru dæmdir í voru ekki trú­verð­ug­ir. Eða hafið þið heyrt um ein­hvern dópista­sjúk­ling sem er í afplánun með ökkla­band hafi farið í útsýn­is­flug á þyrl­unni sinni upp á Nesja­velli, eða skroppið á fót­bolta­leik í London. En það voru einmitt svona fréttir sem maður heyrði af einum þess­ara manna sem áttu að vera á skil­orði.

Já við Íslend­ingar erum ein­stak­lega heppnir að vera utan Evr­ópu­sam­bands­ins og ekki með evru, segir Jón Bald­vin Hanni­bals­son.  Og ekki nóg með það. Þessa dag­anna leggst þessi maður á sveif með gömlum upp­vakn­ingum um ein­hverja sjúk­lega ímyndun á því hvort þetta sam­band geti hugs­an­lega í ein­hverri fram­tíð náð ein­hverju tang­ar­haldi á orku­auð­lindum Íslands. Og í þessu drauga­gengi eru ein­stak­lingar sem eru þekktir fyrir taum­laust hatur á Evr­ópu­sam­band­inu og hafa bullað um það árum saman hve hættu­legt það væri fyrir Íslenska þjóð að koma nálægt því fyr­ir­bæri. Jafn­vel eru þess dæmi að innan þessa hóps eru menn sem hafa haldið því fram í fullri alvöru að það sé stór­hættu­legt að borða mat­inn sem kemur það­an. (Reyndar er það enn merki­legra að það séu til ein­hverjir bjánar sem trúa því, en það er önnur saga). Því miður hef ég enga trú á því að þessir þröng­sýnu aft­ur­halds­seggir sem skipa þennan hóp sem þeir kalla „Ork­una okk­ar“ séu að hugsa um hag hins almenna Íslend­ings með þessu brölti. Ég hef frekar trú á að þeir hafi ein­fald­lega komið auga á tæki­færi til þess að fóðra hatur sitt á Evr­ópu­sam­band­inu og fá aðra til þess sama. Eða finnst ykkur það lík­legt að þessi hópur sem þyk­ist vera svona annt um að hinn venju­legi Íslend­ingur glati auð­lindum sínum stofni hóp af ein­skærri hug­sjón  sem bæri nafn­ið. „Auð­lind­irnar okk­ar.“ 

Auglýsing
Þar mundu þeir berj­ast fyrir því að sjáv­ar­auð­lindir þjóð­ar­innar væru sam­eign okkar allra (Eins og reyndar er í nýrri stjórn­ar­skrá og sumir innan þessa hóps vilja ekki sjá). en ekki orðin sér eign örfárra fjöl­skyldna á Íslandi sem jafn­vel eru búin að veð­setja hana upp í topp hjá bönkum sem eru komnar að hluta til í erlenda eigu. Jafn­vel núna þessa dag­anna er ein­stakt tæki­færi til þess að setja á upp­boð og fá sem hæst verð þegar til stendur að ráð­stafa Mak­ríl­kvóta í Íslenskri lög­sögu. Mér vit­an­lega hefur ekki heyrst boffs og ég er öruggur að það mun ekki heyr­ast neitt frá þessum hópi sem þyk­ist vera svona annt um að Íslend­ingar fái sem mest fyrir auð­lindir sínar eða glutri þeim ekki úr höndum sér. Þeim finnst það kannski öðru vísi þegar örfáir Íslend­ingar kom­ast yfir okkar mestu auð­lindir og fleyta af þeim rjómann fyrir sig og sína og leigja jafn­vel öðrum fyrir topp­verð sem lík­leg­ast mesta sví­virðan af því öllu. Enda þarf ekki að vera spreng­lærður hag­fræð­ingur til að sjá að gróð­inn af okkar auð­lind er not­aður óspart til þess að kaupa upp fyr­ir­tæki og fast­eignir á Íslandi auk þess sem sömu aðilar ausa ómældu fjár­magni áróð­urs­rit sem heitir Morg­un­blað­ið. En það er lík­lega her­kostn­að­ur­inn við að halda mál­unum óbreytt­um.

Já, segir Jón Bald­vin á Útvarpi Sögu. Við Íslend­ingar erum ein­stak­lega heppnir að vera utan Evr­ópu­sam­bands­ins og með okkar krónu. Enda orðin þjóð­leg hefð að Íslend­ingar búi í hag­kerfi sem margir hafa kallað hag­kerfi and­skot­ans. Þeir þurfa líka að leggja tölu­vert meira á sig við það að koma sér upp þaki yfir höf­uðið eða borga meira fyrir mat­vöru heldur en fólk í löndum Evr­ópu. Eða eins og ein aft­ur­gangan í hópnum „Orkan okk­ar“ sagði ein­hvern tím­ann. „Þetta er ógeðs­legt þjóð­fé­lag. “Og við skulum sam­ein­ast í því og leggja okkar síð­ustu krafta í því að breyta því aldrei.

Ég þekkti einu sinni fyrir mörgum árum kerl­ingu sem átt heima í sveit norður í landi. Hún sagði mér að hún hefði aldrei komið til Reykja­víkur og þangað myndi hún aldrei fara vegna þess að þar yrði hún bæði rænd og drep­in. Ég gat ekki annað en brosað og benti henni á þá stað­reynd að ég væri þar upp­alin og væri til­tölu­lega óskadd­aður eftir þá raun. Og svarið sem ég fékk var á þann veg að við þessa konu væri gagns­laust að eiga nokkrar vit­rænar sam­ræð­ur. Hún hvessti á mig augun og spurði hvort ég læsi engar fréttir eða hlust­aði aldrei á útvarp. Það furðu­lega er að mér hefur oft dottið kerl­ingin í hug þegar ég hef hlustað á Útvarp Sögu.

End­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None