Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara

Auglýsing

Mennta­mála­r­á­herra Dana lét sitt ekki eftir liggja þegar í ljós kom, sam­kvæmt rann­sókn­um, að nem­endur beittu kenn­arar ofbeldi. Rann­sókn­irnar gerir danska vinnu­eft­ir­lit­ið. Ráð­herra kom með leiða­vísi sem vinna á eftir þegar ofbeldi á sér stað í grunn­skól­un­um. Ráð­herr­ann sagði ofbeldi í garð kenn­ara of algengt, en það var um 19%. Ofbeldið sem um ræð­ir, fyrir utan munn­legt, er högg, spörk, hrækt á kenn­ara, bit, hlutum hent í við­kom­andi o.fl. Slíkt á ekki að líð­ast frekar en annað ofbeldi. Ljóst var að bregð­ast þyrfti við.

Danir fóru í her­ferð gegn ofbeld­inu. Kenn­arar voru minntir á skrán­ingu ofbeld­is­at­vika því mik­il­vægt er að hafa þau stað­fest. Verði eft­ir­köst á ofbeld­inu getur kenn­ari ekki sótt bætur ef um við­var­andi skaða er að ræða, nema til­vikið sé skráð. Að auki, þegar atvik er skráð safn­ast mik­il­væg gögn í mála­flokkum sem varpar ljósi á tíðni og teg­und ofbeldis í garð kenn­ara. Fræðsla til kenn­ara um ofbeldi og mögu­legar aðstæður sem valda ofbeld­inu fór í gang. Kenn­urum var kennt á hvern hátt þeir gætu brugð­ist við hugs­an­legu ofbeldi, hvernig taka eigi á nem­anda sem sýnir ofbeldi og hvernig má halda við­kom­andi þar til frek­ari hjálp berst. Kenn­urum var kennt að sker­ast í leik­inn ef nem­andi beitir annan nem­anda ofbeldi. Eftir átakið fækk­aði skráðum ofbeld­is­at­vik­um. Mjög gott fram­tak sem skil­aði góðum árangri.

Þegar sú sorg­lega staða kemur upp að nem­andi beitir kenn­ara ofbeldi og atvikið ekki rann­sakað fá hvorki nem­andi né kenn­ari við­eig­andi aðstoð. Ekki er skoðað ofan í kjöl­inn hvað veldur að aðstæður sem þessar koma upp, hvað sé til ráða og hvernig bregð­ast eigi við. Umræðan í Dana­veldi er á allt öðru plani en hér á landi, þar við­ur­kenna menn vand­ann og leita lausna í stað þess að skjóta sendi­boð­ann.

Auglýsing

Þeir kenn­arar sem ég hef rætt við, sem hafa orðið fyrir ofbeldi, segja traust til nem­anda alger­lega far­ið. Vinna af hálfu vinnu­veit­anda er oftar en ekki eng­in. Ekki fjarri því að sópa eigi óþægi­legum málum undir teppi. Kvíði lætur á sér kræla hjá kenn­ara þar sem nem­andi er hafður inni í bekk, jafn­vel dag­inn eftir atvik­ið. Hræðsla við að taka á aga­brotum nem­anda sem hefur gerst sekur um ofbeldi verður við­loð­andi, ekki bara hjá kenn­ara sem lendir í ofbeldi heldur og hin­um, vilja ekki taka áhætt­una að verða næst­ir. Kenn­arar sem ég hef rætt við hafa lent í mis­al­var­legu ofbeldi, en munum ofbeldi er ofbeldi, og afleið­ing­arnar ein­stak­lings­bundn­ar.

Stjórn­endur og stjórn­sýslan bregst kenn­urum á ögur­stund sem og Kenn­ara­sam­band Íslands. Kenn­arar hanga í lausu lofti og kenn­arar sem ég hef rætt við segja sumir farir sínar ekki sléttar í sam­skiptum við sam­tökin á und­an­förnum árum. KÍ hefur hingað til ekki tekið á mála­flokknum af festu. For­maður KÍ rit­aði pistil á heima­síðu sam­tak­anna og það sem hann skrifar gæti m.a. verið ein af ástæð­unum að reynt sé að þagga umræð­una eða afvega­leiða hana ,,Um­ræða um þessi mál er flókin og mik­il­vægt er að hún ein­kenn­ist af fag­mennsku, heið­ar­leika og sann­girni. Við þurfum að forð­ast alhæf­ingar og óábyrgar álykt­an­ir.“ For­maður KÍ boðar betri tíma og von­andi verður mála­flokk­ur­inn rann­sak­aður svo varpa megi ljósi á algengi ofbeldis í garð kenn­ara hér á landi. Tölur frá hinum Norð­ur­lönd­unum eru skelfi­legar og nokkuð sam­stíga.

Margir hér á landi efast stór­lega um að ofbeldi í garð kenn­ara eigi sér stað og séu und­an­tekn­inga­til­felli ef satt reyn­ist. Deila má um hvað séu mörg og fá til­vik. Stór­yrtir kenn­arar hafa talað um að fólk eigi ekki að vinna með börnum tali það um að börn beiti ofbeldi. Gagn­semi slíkra ummæla dæma sig sjálf og hjálpar eng­um, hvorki kenn­ara né barni.

Annar mála­flokkur af sama sauða­húsi eru ógn­andi og hót­andi for­eldr­ar. Skóla­kerfið bregst oftar en ekki þeim kenn­urum sem verða fyrir því. Að for­eldri geti ógnað og hótað kenn­ara án afleið­inga er með ólík­ind­um. Margir kenn­ara hafa mátt sætta sig við slíkt. Að stjórn­sýslan skuli ekki grípa inn í þegar slík til­felli koma upp er mörgum kenn­urum óskilj­an­legt. Oftar en ekki eru þeir skildir eftir með for­eldrar sem hafa nið­ur­lægt og sví­virt þá, ógnað og hót­að. Það er vondur vinnu­veit­andi sem stendur ekki við bakið á sínu fólki. Væri dæm­inu snúið við að kenn­ari gerð­ist sekur um athæfið væru stjónendur og stjórn­sýslan fljót að bregð­ast við, sem er gott. Sam­fé­lagið má ekki loka aug­unum fyrir því að mis­jafn sauður er í mörgu fé og á jafnt um for­eldrar sem og aðra hópa sam­fé­lags­ins.

Á lífs­speki­daga­tali sem höf­undur á seg­ir: „Þorðu að vera öðru­vísi! Þorðu að styðja það sem þú veist að er rétt!“ Gott að tileikna sér þennan boð­skap þegar ofbeldi í garð kenn­ara er ann­ars veg­ar, þeir verða að finna stuðn­ing frá stétt­inni.

Hér má lesa leiða­vís­inn á heima­síðu Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Dan­mörku.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar