Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara

Auglýsing

Mennta­mála­r­á­herra Dana lét sitt ekki eftir liggja þegar í ljós kom, sam­kvæmt rann­sókn­um, að nem­endur beittu kenn­arar ofbeldi. Rann­sókn­irnar gerir danska vinnu­eft­ir­lit­ið. Ráð­herra kom með leiða­vísi sem vinna á eftir þegar ofbeldi á sér stað í grunn­skól­un­um. Ráð­herr­ann sagði ofbeldi í garð kenn­ara of algengt, en það var um 19%. Ofbeldið sem um ræð­ir, fyrir utan munn­legt, er högg, spörk, hrækt á kenn­ara, bit, hlutum hent í við­kom­andi o.fl. Slíkt á ekki að líð­ast frekar en annað ofbeldi. Ljóst var að bregð­ast þyrfti við.

Danir fóru í her­ferð gegn ofbeld­inu. Kenn­arar voru minntir á skrán­ingu ofbeld­is­at­vika því mik­il­vægt er að hafa þau stað­fest. Verði eft­ir­köst á ofbeld­inu getur kenn­ari ekki sótt bætur ef um við­var­andi skaða er að ræða, nema til­vikið sé skráð. Að auki, þegar atvik er skráð safn­ast mik­il­væg gögn í mála­flokkum sem varpar ljósi á tíðni og teg­und ofbeldis í garð kenn­ara. Fræðsla til kenn­ara um ofbeldi og mögu­legar aðstæður sem valda ofbeld­inu fór í gang. Kenn­urum var kennt á hvern hátt þeir gætu brugð­ist við hugs­an­legu ofbeldi, hvernig taka eigi á nem­anda sem sýnir ofbeldi og hvernig má halda við­kom­andi þar til frek­ari hjálp berst. Kenn­urum var kennt að sker­ast í leik­inn ef nem­andi beitir annan nem­anda ofbeldi. Eftir átakið fækk­aði skráðum ofbeld­is­at­vik­um. Mjög gott fram­tak sem skil­aði góðum árangri.

Þegar sú sorg­lega staða kemur upp að nem­andi beitir kenn­ara ofbeldi og atvikið ekki rann­sakað fá hvorki nem­andi né kenn­ari við­eig­andi aðstoð. Ekki er skoðað ofan í kjöl­inn hvað veldur að aðstæður sem þessar koma upp, hvað sé til ráða og hvernig bregð­ast eigi við. Umræðan í Dana­veldi er á allt öðru plani en hér á landi, þar við­ur­kenna menn vand­ann og leita lausna í stað þess að skjóta sendi­boð­ann.

Auglýsing

Þeir kenn­arar sem ég hef rætt við, sem hafa orðið fyrir ofbeldi, segja traust til nem­anda alger­lega far­ið. Vinna af hálfu vinnu­veit­anda er oftar en ekki eng­in. Ekki fjarri því að sópa eigi óþægi­legum málum undir teppi. Kvíði lætur á sér kræla hjá kenn­ara þar sem nem­andi er hafður inni í bekk, jafn­vel dag­inn eftir atvik­ið. Hræðsla við að taka á aga­brotum nem­anda sem hefur gerst sekur um ofbeldi verður við­loð­andi, ekki bara hjá kenn­ara sem lendir í ofbeldi heldur og hin­um, vilja ekki taka áhætt­una að verða næst­ir. Kenn­arar sem ég hef rætt við hafa lent í mis­al­var­legu ofbeldi, en munum ofbeldi er ofbeldi, og afleið­ing­arnar ein­stak­lings­bundn­ar.

Stjórn­endur og stjórn­sýslan bregst kenn­urum á ögur­stund sem og Kenn­ara­sam­band Íslands. Kenn­arar hanga í lausu lofti og kenn­arar sem ég hef rætt við segja sumir farir sínar ekki sléttar í sam­skiptum við sam­tökin á und­an­förnum árum. KÍ hefur hingað til ekki tekið á mála­flokknum af festu. For­maður KÍ rit­aði pistil á heima­síðu sam­tak­anna og það sem hann skrifar gæti m.a. verið ein af ástæð­unum að reynt sé að þagga umræð­una eða afvega­leiða hana ,,Um­ræða um þessi mál er flókin og mik­il­vægt er að hún ein­kenn­ist af fag­mennsku, heið­ar­leika og sann­girni. Við þurfum að forð­ast alhæf­ingar og óábyrgar álykt­an­ir.“ For­maður KÍ boðar betri tíma og von­andi verður mála­flokk­ur­inn rann­sak­aður svo varpa megi ljósi á algengi ofbeldis í garð kenn­ara hér á landi. Tölur frá hinum Norð­ur­lönd­unum eru skelfi­legar og nokkuð sam­stíga.

Margir hér á landi efast stór­lega um að ofbeldi í garð kenn­ara eigi sér stað og séu und­an­tekn­inga­til­felli ef satt reyn­ist. Deila má um hvað séu mörg og fá til­vik. Stór­yrtir kenn­arar hafa talað um að fólk eigi ekki að vinna með börnum tali það um að börn beiti ofbeldi. Gagn­semi slíkra ummæla dæma sig sjálf og hjálpar eng­um, hvorki kenn­ara né barni.

Annar mála­flokkur af sama sauða­húsi eru ógn­andi og hót­andi for­eldr­ar. Skóla­kerfið bregst oftar en ekki þeim kenn­urum sem verða fyrir því. Að for­eldri geti ógnað og hótað kenn­ara án afleið­inga er með ólík­ind­um. Margir kenn­ara hafa mátt sætta sig við slíkt. Að stjórn­sýslan skuli ekki grípa inn í þegar slík til­felli koma upp er mörgum kenn­urum óskilj­an­legt. Oftar en ekki eru þeir skildir eftir með for­eldrar sem hafa nið­ur­lægt og sví­virt þá, ógnað og hót­að. Það er vondur vinnu­veit­andi sem stendur ekki við bakið á sínu fólki. Væri dæm­inu snúið við að kenn­ari gerð­ist sekur um athæfið væru stjónendur og stjórn­sýslan fljót að bregð­ast við, sem er gott. Sam­fé­lagið má ekki loka aug­unum fyrir því að mis­jafn sauður er í mörgu fé og á jafnt um for­eldrar sem og aðra hópa sam­fé­lags­ins.

Á lífs­speki­daga­tali sem höf­undur á seg­ir: „Þorðu að vera öðru­vísi! Þorðu að styðja það sem þú veist að er rétt!“ Gott að tileikna sér þennan boð­skap þegar ofbeldi í garð kenn­ara er ann­ars veg­ar, þeir verða að finna stuðn­ing frá stétt­inni.

Hér má lesa leiða­vís­inn á heima­síðu Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Dan­mörku.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar