Um Íra og okkur, Englendinga og Dani

Guðmundur Andri Thorsson segir að sameiginlegt regluverk, skýrar reglur og lög þar sem eitt þarf yfir alla að ganga, gagnist ævinlega smáþjóðum og þeim sem fremur þurfa að treysta á hugkvæmni sína og dugnað en forréttindastöðu og frekju.

Auglýsing

Á 17. júní, þessum mikla sjálf­stæð­is­degi þessa þjóð­ar­krílis, varð mér hugsað til okkar góðu vensla­þjóðar á Írlandi, sem háði sína sjálf­stæð­is­bar­áttu með blóði og ljóð­um. Hér gátum við látið okkur nægja ljóðin og grúskið í gömlum samn­ing­um, nudd og þjark. Sam­band okkar við Dani var ekki heil­brigt og okkur ekki til gæfu en það var hátíð hjá því sem Írar máttu búa við þar sem Eng­lend­ingar voru (eða Eng­lis­menn eins og Jón Sig­urðs­son, afmæl­is­barn dags­ins nefndi þá í rit­gerð­inni sinni frá­bæru um Verslun á Íslandi sem birt­ist í Nýjum félags­ritum 1843 og hægt er að lesa á tima­rit.is).

Írum var bannað að nota eigið tungu­mál; skóla­kerfið var mark­visst notað til að útrýma því. Menn­ingu þjóð­ar­innar var haldið niðri af harð­ýðgi – en Danir litu aftur á móti á íslensku tungu sem frum­nor­rænu og Íslend­inga sem varð­veislu­menn nor­ræns menn­ing­ar­arfs og verð­mæta. þeir lítu á sjálf­stæð­is­hetju Íslend­inga Jón Sig­urðs­son, fyrst og fremst sem skjala­vörð og grúskara og höfðu hann bein­línis á launum sem slík­an.

Eng­lend­ingar börðu niður af fádæma grimmd alla sjálf­stæð­istil­burði kúg­aðrar alþýðu á Írlandi en Danir létu íslenskum stór­bændum að mestu eftir að kúga og arð­ræna íslenska alþýðu.

Auglýsing

Eng­lend­ingar vöktu óslökkvandi þrá eftir frels­inu hjá írsku þjóð­inni, hatur og van­mátt. Danir vöktu ólund og kergju með Íslend­ing­um, en kannski fyrst og fremst doða; stjórn þeirra á land­inu var lang­vinnt svefn­þorn.

Hér er svo ráð­gát­an: Írar una sér vel innan ESB en Eng­lend­ingar engj­ast þar af van­líðan yfir því að þurfa að lúta sömu reglum og aðrar þjóð­ir, og ætla út þaðan til að ger­ast á ný heims­veldi, þótt ekki blasi nú við hvar þeir hyggja helst á land­vinn­inga.

Enn hafa Írar ekki frétt að þeir séu ófrjáls þjóð innan ESB – þeir líta þvert á móti svo á að það sé til marks um að þeir séu full­valda þjóð meðal þjóða, að taka fullan þátt í að móta sam­eig­in­legar reglur á sam­eig­in­legum vett­vangi. Íslend­ingar telja sig margir þeim mun frjáls­ari sem þeir eru fjær slíkum ákvarð­ana­tök­um.

Hitt vitum við, að sam­eig­in­legt reglu­verk, skýrar reglur og lög þar sem eitt þarf yfir alla að ganga, gagn­ast ævin­lega smá­þjóðum og þeim sem fremur þurfa að treysta á hug­kvæmni sína og dugnað en for­rétt­inda­stöðu og frekju. Los­ara­bragur á reglu­verki og lög­leysa hentar hinum vel sem vanir eru að beita afls­mun í sam­skipt­um; gömlum nýlendu­veldum sem auðg­uð­ust með yfir­gangi og rán­skap.

Við eigum að taka okkur Íra til fyr­ir­myndar – ekki Eng­lend­inga.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar