Um Íra og okkur, Englendinga og Dani

Guðmundur Andri Thorsson segir að sameiginlegt regluverk, skýrar reglur og lög þar sem eitt þarf yfir alla að ganga, gagnist ævinlega smáþjóðum og þeim sem fremur þurfa að treysta á hugkvæmni sína og dugnað en forréttindastöðu og frekju.

Auglýsing

Á 17. júní, þessum mikla sjálf­stæð­is­degi þessa þjóð­ar­krílis, varð mér hugsað til okkar góðu vensla­þjóðar á Írlandi, sem háði sína sjálf­stæð­is­bar­áttu með blóði og ljóð­um. Hér gátum við látið okkur nægja ljóðin og grúskið í gömlum samn­ing­um, nudd og þjark. Sam­band okkar við Dani var ekki heil­brigt og okkur ekki til gæfu en það var hátíð hjá því sem Írar máttu búa við þar sem Eng­lend­ingar voru (eða Eng­lis­menn eins og Jón Sig­urðs­son, afmæl­is­barn dags­ins nefndi þá í rit­gerð­inni sinni frá­bæru um Verslun á Íslandi sem birt­ist í Nýjum félags­ritum 1843 og hægt er að lesa á tima­rit.is).

Írum var bannað að nota eigið tungu­mál; skóla­kerfið var mark­visst notað til að útrýma því. Menn­ingu þjóð­ar­innar var haldið niðri af harð­ýðgi – en Danir litu aftur á móti á íslensku tungu sem frum­nor­rænu og Íslend­inga sem varð­veislu­menn nor­ræns menn­ing­ar­arfs og verð­mæta. þeir lítu á sjálf­stæð­is­hetju Íslend­inga Jón Sig­urðs­son, fyrst og fremst sem skjala­vörð og grúskara og höfðu hann bein­línis á launum sem slík­an.

Eng­lend­ingar börðu niður af fádæma grimmd alla sjálf­stæð­istil­burði kúg­aðrar alþýðu á Írlandi en Danir létu íslenskum stór­bændum að mestu eftir að kúga og arð­ræna íslenska alþýðu.

Auglýsing

Eng­lend­ingar vöktu óslökkvandi þrá eftir frels­inu hjá írsku þjóð­inni, hatur og van­mátt. Danir vöktu ólund og kergju með Íslend­ing­um, en kannski fyrst og fremst doða; stjórn þeirra á land­inu var lang­vinnt svefn­þorn.

Hér er svo ráð­gát­an: Írar una sér vel innan ESB en Eng­lend­ingar engj­ast þar af van­líðan yfir því að þurfa að lúta sömu reglum og aðrar þjóð­ir, og ætla út þaðan til að ger­ast á ný heims­veldi, þótt ekki blasi nú við hvar þeir hyggja helst á land­vinn­inga.

Enn hafa Írar ekki frétt að þeir séu ófrjáls þjóð innan ESB – þeir líta þvert á móti svo á að það sé til marks um að þeir séu full­valda þjóð meðal þjóða, að taka fullan þátt í að móta sam­eig­in­legar reglur á sam­eig­in­legum vett­vangi. Íslend­ingar telja sig margir þeim mun frjáls­ari sem þeir eru fjær slíkum ákvarð­ana­tök­um.

Hitt vitum við, að sam­eig­in­legt reglu­verk, skýrar reglur og lög þar sem eitt þarf yfir alla að ganga, gagn­ast ævin­lega smá­þjóðum og þeim sem fremur þurfa að treysta á hug­kvæmni sína og dugnað en for­rétt­inda­stöðu og frekju. Los­ara­bragur á reglu­verki og lög­leysa hentar hinum vel sem vanir eru að beita afls­mun í sam­skipt­um; gömlum nýlendu­veldum sem auðg­uð­ust með yfir­gangi og rán­skap.

Við eigum að taka okkur Íra til fyr­ir­myndar – ekki Eng­lend­inga.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar