Rusl í rusli?

Ari Trausti Guðmundsson fjallar um rusl og lausnir til að takast á við úrgangsmál í aðsendri grein.

Auglýsing

Hvað verður um allan úrgang­inn úr atvinnu­starf­semi og frá heim­ilum lands­ins? Þegar ein­hverju er „hent í ruslið“, hverfur það sjónum okkar flestra. Eftir það hefst ferli sem í mörgum til­vikum er skað­legt umhverf­inu þegar til lengdar læt­ur. Veru­legar fram­farir hafa engu að síður orðið í með­ferð sorps og iðn­að­ar­úr­gangs. Hvað sem þeim líður er enn langt í land, einkum frammi fyrir lofts­lags­breyt­ingum og miklu umhverf­isá­l­agi stækk­andi mann­kyns og bólgn­andi borga.

Hér á landi eru lausnir í förgun og end­ur­nýt­ingu úrgangs ósam­stæð­ar, reik­andi og víða ófull­nægj­andi. Mis­öflug byggða­sam­lög gera þó sitt besta miðað við fjár­hags­stöðu, þar af er Sorpa langöflugust, ein ágæt­lega not­hæf sorp­brennsla er rekin á Suð­ur­nesjum (Kalka) og nú stefnir í auk­inn útflutn­ing á flokk­uðum úrgangi. Sums stað­ar, eins og í byggð Mos­fells­bæjar næst á Álfs­nesi, angrar lykt­ar­mengun íbúa. Auk þess er annað fyr­ir­tæki í grein­inni að koma sér fyrir á Esju­mel­um, nærri sömu byggð, með sína starf­semi. Fyr­ir­hug­að­ur, nýr urð­un­ar­staður fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið aust­an­fjalls, verður ekki að veru­leika. Sorp er áfram urðað á Álfs­nesi sam­hliða því að ný og full­komin jarð­gerð­ar- og met­an­stöð tekur þar til starfa. Dæmið sýnir að ekki þarf mikla fram­sýni til að við­ur­kenna að taka verður sam­stillt á fyr­ir­komu­lagi sorp­mála, og þá á lands­vísu. Það ger­ist einna helst með öfl­ugri aðkomu rík­isins í þéttu sam­komu­lagi við sveit­ar­stjórn­ar­stigið og ýmis konar sér­fræð­inga sem hér starfa.

Nú sem stendur eru sveit­ar­fé­lögin að reyna, vissu­lega full ábyrgð­ar, að sam­ræma skipu­lag þessa mála­flokks, en án nægi­legrar aðkomu rík­is­ins. Sorpa getur að öllu óbreyttu ekki tekið við efni utan síns svæð­is. Með­ferð úrgangs verður sífellt meira ófull­nægj­andi eða lendir í bið­stöðu víða um land. Meðal ann­ars er úrgangi ekið langar leið­ir, milli lands­hluta, nýir urð­un­ar­staðir fást hvergi og brátt stefnir í að evr­ópskar reglu­gerðir leyfi ekki urðun líf­ræns úrgangs. Í miðju míns kjör­dæm­is, á Suð­ur­landi, hefur úrgangur víða safn­ast fyrir til flutn­ings frá Þor­láks­höfn til meg­in­lands­ins.

Auglýsing

Flokkun úrgangs er lyk­il­at­riði í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um; sjá t.d. flokk­un­ar­kerfi Sorpu. En þá varðar öllu að flokkun leiði til end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ingar „rusls­ins“ því það er lang stærstum hluta hrá­efni, hvort sem er t.d. papp­ír, plast, tré eða málm­ar. Mikið af hrá­efn­inu verður ekki end­ur­unnið hér vegna smæðar sam­fé­lags­ins og þar gildir þá að koma því í verj­an­lega nýt­ingu erlends; líka án hagn­að­ar, ef svo ber und­ir. Verj­an­legt er að borga með förgun og end­ur­nýt­ingu í sumum efn­is­flokk­um. Rökin eru ein­föld: Mann­kynið mun ekki kom­ast upp með að end­ur­nýta minna en 90% alls úrgangs, þar með talin jarð­efni, ef á að vera líf­væn­legt á plánet­unni bláu.

Þá að mögu­legum lausn­um. Hvað umhverf­is­mál varðar má ein­fald­lega úrskurða sem svo að sorp­með­ferð telst ekki nægi­lega umhverf­is­væn hér á landi og end­ur­nýt­ing ekki full­nægj­andi. Miklu skiptir að svo sé og ekki hvað síst þegar horft er til ímyndar Íslands og stöðu lofts­lags­mála. Með jarð­gerð­ar­-/­met­an-­stöð Sorpu er stigið stórt fram­fara­skref. Sams konar en minni stöðvar gætu verið ein helsta úrbót í sorp­málum utan svæðis Sorpu og burða­rás lands­skipu­lags úrgangs­mála. Með þeim og söfnun met­ans úr stórum haugum er lofts­lags­málum sinnt af ábyrgð.

Ég hvet til þess að rík­is­stjórnin komi á fót verk­efna­hópi skip­uðum full­trúum ríkis og sveit­ar­fé­laga (t.d. land­sam­taka/­sam­banda), og sér­fræð­inga. Verk­efni hans til úttektar í þéttu sam­ráði við lyk­ilsveit­ar­fé­lög gætu verð þessi, með skörpum skila­fresti til­lagna:

  • Sam­ræmt úrgangs­flokk­un­ar­kerfi fyrir allt landið
  • Skipt­ing lands­ins í umdæmi sam­lags í hverju þeirra - flokk­un­ar­að­staða til reiðu
  • Flutn­ings­kerfi úrgangs innan hvers umdæmis - lág­mörkun akst­urs
  • End­ur­vinnsla inn­an­lands þar sem hentar - end­ur­nýt­ing efna
  • Flutn­ingur flokkað úrgangs til útlanda frá til­teknum höfnum
  • Jarð­gerð og met­an­fram­leiðsla í hverju umdæmi - eða sem næst því
  • Brennsla úrgangs aðeins þar sem allra ítrasta þörf krefur - ein eða fleiri stöð
  • Urðun óvirks úrgangs ein­göngu - skylda í hverju umdæmi

Kostn­aður við alla þessa iðju er og verður tölu­verður og í mörgum til­vikum umfram tekj­ur. Þess vegna þarf að koma til sam­komu­lag ríkis og sveit­ar­fé­laga hvernig fjár­málum skuli hagað í þágu umhverfis og íbúa. Vel má vera að hækkun gjalda þurfi að hluta til þess að mála­flokknum sé borg­ið. Tel að koma verði með­ferð úrgangs í full­nægj­andi horf á tveimur til þremur árum í mesta lagi. Þangað til þarf að halda úti virku kerfi með bráða­birgða­lausn­um. Ég veit um þing­menn sem eru mér sam­mála í höf­uð­atrið­um, nefni Bryn­dísi Har­alds­dóttur úr Sjálf­stæð­is­flokki í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Silju Dögg Gunn­ars­dóttur úr Fram­sókn­ar­flokki í Suð­ur­kjör­dæmi.

Sam­hliða þess­ari lausn tel ég rétt að hyggja einnig vel að rök­studdum til­lögum starfs­hóps sem hefur tekið saman skýrslu undir heit­inu Sorp­orka. Hún felur (laus­lega) í sér að tvö sér­hönnuð gáma­flutn­inga­skip sigla hring­inn í kringum landið og safna öllum flokk­uð­um, óvirkun úrgangi. Öllu brenn­an­legu sorpi er að skilað á val­inn stað til sorp­brennslu- og orku­stöðvar á köldu svæði (á Vest­fjörðum í skýrsl­unn­i), end­ur­nýt­an­leg efni og spill­efni eru flutt út. Hátækni­sorp­stöðvar eru nú í rekstri, t.d. á Norð­ur­löndum og í Þýska­landi, og er gert ráð fyrir einni slíkri í lausn Sorp­orku. Til álita kemur hlut­lægur sam­an­burður á því sem stendur framar í grein­inni í átta liðum og hug­myndum Sorp­orku, bæði hvað meng­un­ar­spor varðar (losun loft­teg­unda og förgun ösku) og kostn­að.

Frá­veitu­mál þarf líka að taka betri tökum en gert hefur verið en það er önnur Ella.

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar