Litlagrá og Litlahvít og harmur Kristjáns Loftssonar

Jóhann Bogason skrifar um örlög mjaldrasystranna og hræsni Íslendinga gagnvart hvölum.

Auglýsing

Mikið er nú gaman að fylgj­ast með því hvernig alþjóð­leg sam­tök um vel­ferð dýra – í þessu til­viki mjaldra – leggja það á sig um fimm ára skeið með ærnum til­kostn­aði að flytja bless­aðar syst­urnar í bæri­legri kví í Vest­manna­eyj­um, vegna þess að hlut­skipti þeirra í Kína sæmir engum systr­um.

Manni hlýnar eig­in­lega um hjarta­ræt­urn­ar. Ég á syst­ur. Mér þykir mikið vænt um þær. Ég verð að segja að ef ég hefði vitað af þeim í þræla­haldi í Kína, þá vildi ég fremur sjá þær í rúm­góðri kví í Vest­manna­eyj­um. Það má einu gilda hvernig þær eru skyldar mér. Mér dugar að þetta eru systur og spen­dýr. Mér þykir líka mikið vænt um Vest­manna­eyj­ar.

Marg­vís­legur vitn­is­burður hefur nú þegar komið fram um ágæti þessa flutn­inga frá t.a.m. ýmsum „frum­kvöðlum innan ferða­mennskunn­ar“ sem hyggja sér gott til glóð­ar­inn­ar. Einnig frá bæj­ar­stjór­anum í Vest­manna­eyj­um, sem og sjáv­ar­vist­fræð­ingum af sama kyni og syst­urn­ar, sem geta haldið langar ræður í útvarpi allra lands­manna um ágæti þess að lands­menn og ferða­menn átti sig á því hvað mjaldrar eru í raun og veru merki­leg­ir. Og að það sé frá­bært að þessi dýr eru nú flutt til Vest­manna­eyja.

Auglýsing

Það mætti ætla að allir græði eitt­hvað á þessum hlægi­lega sýnd­ar­leik. Gott og vel. Guð láti á gott vita og svo fram­veg­is.

Á sama tíma ber­ast þær fregnir að tugir, ef ekki hund­ruð hvala rekur upp á strend­ur víðs­veg­ar um heim­inn um þessar mund­ir. Það eru vís­inda­lega ásætt­an­legar fregnir af þessu. Meira að segja stað­festar af sjáv­ar­líf­fræð­ingum af báðum kynj­um. Einnig vita sjáv­ar­líf­fræð­ingar af báðum kynj­um, jafn­vel systur eða bræð­ur, að sú tala (þ.e. hund­ruð­ir hvala) er lík­ast til aðeins smá­vægi­legt brot af þeim hvölum sem deyja. Lík­lega telur hvala­dauði á hverju ári svo langtum meira. Mögu­lega tug­þús­undir dýra. Flestir hvalir dauðir hvalir falla jú til botns, eðli máls­ins vegna. Þetta vita allir sæmi­lega viti bornir sjó­menn til sjávar og sveita.

Hér á árum áður þótti það miklum og góðum tíð­indum sæta ef hval rak upp á strendur hjá okkur Íslend­ing­um. Svelti for­feðra okkar var slíkt að menn skirrð­ust ekki við að drepa náung­ann til að tryggja sér og sínum sæmi­legt við­ur­væri. Einkum var það spik hvala sem þótti eft­ir­sókn­ar­vert. Núna er allt sneisa­fullt af fitu.

En þetta eru engir „hval­rekar“ lengur hjá okkur Íslend­ing­um. Þvert á móti þá þarf núna að biðja land­eig­endur hér og þar nærri ströndum þar sem hvalir deyja, að gefa leyfi sitt fyrir því að hræin fái að rotna í friði, þrátt fyrir klögu­mál nágranna sem eðli­lega kunna ekki við fnyk­inn.

Það er ekki vitað hvað hefur orðið þessum mik­il­feng­legu skepnum að ald­urtila. Það hafa samt fund­ist kögglar af plasti í iðrum margra hvala. Þetta ætti að vera alkunna hér á landi.

Í þessum efnum erum við Íslend­ingar komnir að ákveðnum kjarna máls­ins að mínu viti. Það er vit­an­lega ánægju­legt að veita mjaldra­systr­un­um ­skjól í hremm­ingum þeirra. Ég vona að þær lifi góðu lífi allt þar til þær deyja. Þess sama óska ég öllum lands­mönn­um. Jafn­vel ráða­mönnum af öllum kynj­um.

En við­líka við­horf eru nátt­úru­lega ekk­ert annað en stór­kost­legt dæmi um maka­lausa hræsni.

Íslend­ingar hafa um ára­tuga skeið gefið leyfi fyrir millj­arða­mær­ing­inn Krist­ján ­Lofts­son að elta uppi lang­reyðar (sem eru langtum stærri og til­komu­meiri en mjaldra­syst­urn­ar) og kvitt­að ­upp­á­ það að hann megi skjóta í dýrin sprengiskutl­um. Sumar kýrnar hafa verið með kálfa, og það eru meira að segja dæmi þessi að Krist­ján ­Lofts­son hafi skotið sprengjum sínum í blend­inga steypireyða og lang­reyða.

Sem ætti fyrir öllum sæmi­lega þenkj­andi sjáv­ar­líf­fræð­ingum – svo maður tali nú ekki um „hvala­sér­fræð­inga“ hjá Hafró – að vera alger við­ur­styggð. Sú hefur ekki verið raun­in. Þar á bæ æmta hvorki menn (hér er átt við konur og menn) né skræmta.

En Krist­ján­i ­Lofts­syn­i er skít­sama. Íslend­ingum er líka skít­sama. Krist­ján ­Lofts­son hefur verið dyggur stuðn­ings­maður ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um ára­tuga­skeið, lagt sitt af mörkum til flokks­ins og getur beðið ráð­herra um að ganga á svig við reglu­gerðir svo hann geti sprengt rúmmetra af holdi hvalakúa, jafn­vel blend­inga fágætra teg­unda hvala og gert að dýr­unum á opnu plani, þar sem mávar sækja að og skíta endrum og sinnum í „mat­væl­in“. Eins og dæmin sanna.

Krist­ján ­Lofts­son hugð­ist m.a.s. nýverið nýta sprengiskutla sína, sem ganga inn í holdið á mjög stórum spen­dýrum og springa þar, til að búa til heilsu­bót­ar­efni fyrir mann­eskj­ur.

Heilsu­bót­ar­efni!

Nánar til­tekið hefur hann haft mikla trú á því að það mætti sjóða úr hold­grauti mik­il­feng­leg­ustu spen­dýra sem við þekkjum nokkurn slatta af járni, sem fæðu­bót­ar­efni.

Því miður fyrir hann voru stjórn­völd svo sein­virk við að veita honum leyfi þetta árið að hann getur ekki sprengt upp glæsi­leg sjáv­ar­spen­dýr í ár.

Bættur sé skað­inn.

En vit­an­lega er okkur sæmra að fylgj­ast með örlög­um mjaldra­systr­anna. Þær eru langtum áhuga­verð­ari en Kar­dashi­an-­syst­urn­ar.

Við erum jú sannir Íslend­ingar og afkom­endur Jóns Sig­urð­ar­son for­seta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar