Opið bréf til ráðherra vegna barna á flótta

Auglýsing

Kæri for­sæt­is­ráð­herra, kæri ­dóms­mála­ráð­herra, kæri félags- og barna­mála­ráð­herra og aðrir ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands,

það hefur varla farið fram hjá ykkur að við stöndum frammi fyrir einni stærstu mann­úð­ar­krísu sög­unnar sem ein­kenn­ist af því að aldrei hafa fleiri verið á flótta í heim­inum en nú. Í lok árs 2018 voru 70.8 millj­ónir ein­stak­linga á flótta um allan heim undan stríði, ofsókn­um, á­tökum og ofbeldi og fátt bendir til ann­ars en að fólki á flótta muni halda á­fram að fjölga á næstu árum.

Rúm­lega helm­ingur þeirra sem voru á flótta árið 2018 voru börn yngri en 18 ára. Það þýðir að meira en 35 millj­ón­ir ­barna voru á flótta í lok árs 2018. Þeirra á meðal eru fylgd­ar­laus börn sem eru ­börn yngri en 18 ára sem eru aðskil­inn frá báðum for­eldrum sínum og eru ekki í um­sjá full­orð­ins ein­stak­lings sem sam­kvæmt lögum eða venjum ber skylda til þess að sjá um barn­ið.

Auglýsing

Að vera barn á flótta er ein­hver skelfi­leg­asta lífs­reynsla sem hægt er að upp­lifa og um er að ræða sér­stak­lega við­kvæman hóp flótta­fólks. Það velur ekk­ert barn að vera á flótta og það legg­ur ekk­ert for­eldri það á barnið sitt að gera það að flótta­barni nema það sé lífs­nauð­syn­legt og eng­inn annar val­kostur er til stað­ar.

Börn á flótta þurfa að takast á við erf­iðar áskor­an­ir, jafnt and­legar sem og lík­am­leg­ar. Mörg eiga þau að baki hættu­legt ferða­lag, þau hafa upp­lifað stríð og átök, dauða fjöl­skyldu­með­lima, of­sókn­ir, ofbeldi, mis­notk­un, þræla­hald, þving­aðan hernað og kyn­ferð­is­leg­t of­beldi. Börnin ganga í gegnum slík áföll á mik­il­vægum tíma í þroska­ferli þeirra og það getur haft langvar­andi áhrif á þroska þeirra, heilsu og vel­ferð ef ekki er staðið að mót­töku og umönnun þeirra á réttan hátt.

Rann­sóknir hafa sýnt fram á að börn á flótta upp­lifa mik­inn kvíða og álag og þjást meðal ann­ars af áfallastreitu og þung­lyndi vegna þess sem þau upp­lifa á flótt­an­um. Í við­tölum lýsa flótta­börn ­meðal ann­ars sorg, hræðslu og mik­illi neyð. Geð­heilsa flótta­barna og vel­ferð þeirra er því í hættu og líkur eru á að þau þrói með sér alvar­leg geð­ræn og/eða sál­ræn ­vanda­mál sem geta fylgt þeim allt þeirra líf ef þau fá ekki aðstoð við að vinna úr þeirri erf­iðu lífs­reynslu sem þau hafa gengið í gegnum á flótt­an­um, ef þau fá ekki skjól, vernd og öryggi.

Þar skiptir sköpum hvernig stað­ið er að umönnun og mót­töku barna á flótta í þeim ríkjum sem þau sækja um vernd í. Sú reynsla getur annað hvort ýtt undir eða dregið úr vel­ferð barn­anna, allt eftir því hvort mót­tök­urnar eru góðar eða slæmar, hvort rétt­indi barns­ins eru ­tryggð og grunn­þörfum þeirra sinnt, hvort barnið hafi aðgengi að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu, hvort það fái tæki­færi til þess að þroskast, hvort það ­upp­lifi öryggi eða óvissu, hvort það fái vernd og skjól í því ríki sem það er statt í eða er sent aftur á flótta.

Á tíma­bil­inu 13. mars 2013 – 10. a­príl 2019 var 317 börnum neitað um alþjóð­lega vernd á Íslandi og þeim gert að ­yf­ir­gefa land­ið. Með öðrum orðum voru þau send aftur á flótta. Þau voru ekki öll í fylgd með for­eldrum sín­um. Sam­kvæmt töl­fræði Útlend­inga­stofn­unar hefur 75 ­börnum verið neitað um vernd á Íslandi árið 2019. Gera má ráð fyrir því að þau ­séu flest komin aftur á flótta eða eigi von á því að vera send úr landi og aftur á flótta á næstu dögum og búi nú við ofsa­kvíða og ótt­ann sem fylgir því að vera rifin úr því öryggi og skjóli sem þau hafa fundið hér.

Mahdi, Ali, Zainab og Amir eru ­fjögur af þeim börnum sem nú bíða þess að vera send úr landi og aftur á flótta. Það sem þau hafa gert til þess að eiga það skil­ið, sam­kvæmt nið­ur­stöð­u ­máls­með­ferðar þeirra hjá Útlend­inga­stofnun og Kæru­nefnd Útlend­inga­mála, er að hafa fengið vernd á Grikk­landi.

Grikk­land er fyrsti áfanga­stað­ur­ margra sem eru á flótta vegna land­fræði­legrar legu þess. Vegna þess sækja ­þús­undir ein­stak­linga um vernd þar í landi í hverjum mán­uði. Það hefur orð­ið til þess að kerfið sem heldur utan um mót­töku og umönnun fólks á flótta á Grikk­land­i er sprungið vegna álags. Fyrir flótta­fólk á Grikk­landi þýðir það meðal ann­ar­s heim­il­is­leysi, atvinnu­leysi, skort á félags­legri þjón­ustu, skort á heil­brigð­is­þjón­ustu, og fyrir flótta­börn, skort á mennt­un. Það þýðir líf á göt­unni, hung­ur, svefn­leysi og óör­yggi og það getur þýtt vændi, man­sal og ann­að of­beldi til þess að eiga fyrir mat.

Ísland er aðili að Samn­ing­i ­Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­ar­stöðu flótta­manna frá árinu 1951 sem og Samn­ing­i ­Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins. Sam­kvæmt þessum samn­ingum skal Ísland ­meðal ann­ars tryggja að börn njóti umönn­un­ar, örygg­is, verndar og skjóls, hafi að­gengi að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu, fái tæki­færi til þess að þroskast, ­fái að tjá skoð­anir sínar og hafi tæki­færi til að tjá sig við hverja þá ­máls­með­ferð fyrir dómi eða stjórn­valdi sem það varð­ar.

Eitt af grund­vall­ar­at­rið­unum í Samn­ing­i ­Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins er að „það sem barni er fyrir best­u skal ávallt hafa for­gang þegar félags­mála­stofn­anir á vegum hins opin­bera eða einka­að­ila, dóm­stól­ar, stjórn­völd eða lög­gjaf­ar­stofn­anir gera ráð­staf­anir sem varða börn.“ Það er nauð­syn­legt að það sé haft að leið­ar­ljósi þegar kemur að á­kvarð­ana­töku í mál­efnum barna á flótta. Því miður virð­ist það þó ein­kenna mál flestra ­barna á flótta sem sækja um vernd hér á landi að þessi mik­il­væga grein í Barna­sátt­mál­anum nái ekki lengra en að það sé talið barni fyrir bestu að fylgja ­for­eldri sínu sem neitað hefur verið um vernd úr landi og aftur á flótta. Við slíka ákvarð­ana­töku er ekki tekið til­lit til þess hvaða aðstæður það eru sem bíða ­barns­ins á næsta áfanga­stað, hvað það þýði fyrir barnið að vera sent aftur á flótta.

Það lýsir sér meðal ann­ars í því að það er ekki með nokkru móti hægt að færa rök fyrir því að lífið á göt­unni á Grikk­landi og allt sem því fylgir sé Mahdi, Ali, Zainab og Amir, eða nokkru öðru barni fyrir bestu, þegar hinn val­mögu­leik­inn er skjól, frið­ur, skóla­ganga og tæki­færi til þess að eiga fram­tíð hér landi. Fram­tíð sem þau eru þegar far­in að byggja upp á þeim mán­uðum sem þau hafa verið hér með því að læra tungu­mál­ið, ­ganga í skóla hér, eign­ast vini og upp­lifa von. Því miður virð­ast hags­mun­ir þess­ara og margra ann­arra flótta­barna víkja fyrir hags­munum íslenska rík­is­ins sem vill hafa stjórn á fólks­flutn­ingum til lands­ins. Það lýsir sér meðal ann­ars í því að í þau fáu skipti sem fjallað er um hvað er barn­inu fyrir bestu í mál­efnum barna á flótta sem sótt hafa um vernd hér á landi er það til þess að rétt­læta það að neita barn­inu um alþjóð­lega vernd og senda það úr landi og aftur á flótta. Það er með öllu óásætt­an­legt.

Kæru ráð­herr­ar,

fram­lag Íslands til einnar stærst­u ­mann­úð­ar­krísu sög­unnar getur verið mun betra en það er núna. Íslenskt sam­fé­lag hefur upp á margt að bjóða og skortir fátt. Slíkt sam­fé­lag getur án erf­ið­leika veitt þeim fáu flótta­börnum sem hingað koma skjól, vernd og fram­tíð. Það eina ­sem skortir er vilji stjórn­valda.

Við erum að tala um börn.

Ég hvet ykkur til þess að beita ykkur fyrir því að þau börn sem eru á flótta og koma hingað í leit að skjóli ­fái hér vernd, að við upp­fyllum laga­legar og sið­ferð­is­legar skyldur okkar og veitum þessum börnum tæki­færi til þess að fá að vera börn. Ég hvet ykkur til­ þess að beita ykkur fyrir því að þau börn sem eru hér nú þegar verði ekki vís­að úr landi og send aftur á flótta. Við getum ekki sem sam­fé­lag verið ábyrg fyr­ir­ því að heilsa og vel­ferð þess­ara barna fari versn­andi vegna ótta þeirra um að vera send á nýjan leik út í óör­yggið og óviss­una þegar það eina sem þarf til­ þess að koma í veg fyrir það er póli­tískur vilji. Við getum ekki sem sam­fé­lag verið ábyrg fyrir því að svipta börn öryggi og skjóli og halda þeim á flótta um ókomna tíð.

Ég bið ykkur um að vernda börnin og ­gera það sem þeim er fyrir bestu. Það er ávallt að senda þau ekki aftur á flótta heldur veita þeim vernd hér á landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None