Ofbeldi: Hlutlaust og faglegt

Auglýsing

Sumt ofbeldi er svo hvers­dags­legt að við sjáum það ekki sem slíkt. Og stundum þegar mann­eskja, sem hefur orðið fyrir hinu hvers­dags­lega ofbeldi biður um að hætt sé að sparka í sig, þá mætir henni stofnun sem seg­ir: „Sor­rí, við erum búin að leggja mat á hags­muni þína og þér er fyrir bestu að vera áfram ber­skjöld­uð.“

Og þegar fólk stígur fram og bendir á að verið sé að sparka í liggj­andi barn – barn sem biður ekki um annað en að fá að lifa mann­eskju­legu lífi – þá stígur æðsta yfir­valdið fram, ráð­herr­ann sjálf, og seg­ir: „Sor­rí, svona eru regl­urnar okkar og jafn­ræð­is­reglan bannar mér að gera sér­stakar ráð­staf­anir fyrir ofbeld­is­þega eins og þig.“

Og þegar mann­eskjan – sem reyndar er ekki mann­eskja í bókum kerf­is­ins heldur eitt­hvað annað – segir að hún sé bara barn sem hér hafi eign­ast góða vini, og að sig langi til að ganga í skóla, mennta sig, taka þátt í lífi sam­fé­lags, og bara yfir­leitt að geta horft fram á eitt­hvað sem hún geti hugsað um sem „góða fram­tíð“, þá mætir henni berg­málið af fyrri höfn­un: „Sor­rí, við erum búin að leggja mat á hags­muni þína og þér er fyrir bestu að vera áfram ber­skjölduð – vin­ir, mennt­un, öryggi og almenn vænt­um­þykja eru ekki hags­munir þín­ir.“

Auglýsing

Yfir­valdið seg­ist vinna málin fag­lega og á hlut­lausan hátt. En ég spyr: Hvað er fag­legt og hlut­laust við það að senda barn úr landi, taka það frá vinum sínum sem það hefur eign­ast í skól­an­um, og þurrka út þá litlu fram­tíð­ar­sýn sem það hefur hægt og bít­andi verið að gera sér vonir um?

Rétt­ar­ríkið

Þegar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, sem er ráð­herra dóms­mála, segir að hún geti ekki stigið inn í ein­stök mál, þá er það alveg rétt hjá henni. Ráð­herra á ekki að stíga inn í ein­stök mál. Kjöl­festan í lýð­ræð­inu er rétt­ar­ríkið og þar er ekki stjórnað eftir duttl­ungum ráð­herra heldur eftir lögum sem eru almenn og gilda jafnt fyrir alla.

En til að bregð­ast við því að til stendur að vísa tveimur afgönskum fjöl­skyldum úr landi – ann­ars vegar ein­stæðum föður með tvo syni, 9 og 10 ára, hins vegar ein­stæðri móður með son og dótt­ur, 12 og 14 ára – þarf hún ekki að grípa inn í ein­stök mál. Hún getur hæg­lega sagt að það sé ekki svona sem við sem þjóð viljum koma fram við börn á flótta og því þurfi að end­ur­skoða fram­kvæmd lag­anna. Og á meðan á þeirri end­ur­skoðun stend­ur, þá verði engum börnum vísað úr landi.

Í rétt­ar­ríki ganga lögin jafnt yfir alla. En stendur Ísland undir því að kall­ast rétt­ar­ríki? Ganga lögin jafnt yfir alla? Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna var lög­festur á Íslandi 20 febr­úar 2013. Það þýðir að samn­ing­ur­inn hefur laga­gildi – það sem í honum stendur eru lög á Íslandi. Og sátt­mál­inn hefur í raun haft mikil áhrif á stöðu barna, fjöldi leik­skóla hefur t.a.m. lagt ríka áherslu á að hlustað sé börn, að þeim sé gefið færi á að hafa áhrif á umhverfi sitt, að þau taki þátt í að meta hvað séu hags­munir þeirra og hvað ekki, og að litið sé á þau sem borg­ara í rík­inu en ekki bara eitt­hvað sem hægt sé að ráðskast með þar til þau verði allt í einu borg­arar við 18 ára ald­ur­inn.

En þegar kemur að þeim hópi sem er hvað varn­ar­lausastur þá bregst rétt­ar­rík­ið. Það lítur ekki á börn á flótta sem full­gilda borg­ara. Það lítur ekki á þau sem börn heldur sem ofbeld­is­þega. Í rétt­ar­rík­inu er oft spurt: Hverjir eru hags­munir barna? Og til að svara þykir eðli­legt að spyrja börnin sjálf og for­eldra þeirra, skól­ana og fag­fólk sem starfar á sviði upp­eldis og mennt­un. En þegar barnið er á flótta mæta því aðrar stofn­an­ir. Það þykir ekki lengur við hæfi að spyrja börnin sjálf, ekki heldur for­eld­rana og enn síður skól­ann þar sem þau hafa ver­ið. Þegar for­eldrar meta hags­muni barn­anna sinna, t.d. þegar til stendur að flytja um hverfi, þá þykir eðli­legt að spyrja börnin (þótt þeirra mat ráði kannski ekki ferð­inni) og atriði eins og vænt­um­þykja, vinir og vonir ráða ferð­inni. Þegar um börn á flótta er að ræða virð­ast þessi atriði engu skipta – vænt­um­þykja, vinir og vonir telj­ast ekki með.

Í Barna­sátt­mál­anum segir að „það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa for­gang þegar félags­mála­stofn­anir á vegum hins opin­bera eða einka­að­ila, dóm­stól­ar, stjórn­völd eða lög­gjaf­ar­stofn­anir gera ráð­staf­anir sem varða börn“ (3. gr., 1. tl.). Og í annarri grein sátt­mál­ans er kveðið á um að börn hafi eitt­hvað um eigin örlög að segja: „Að­ild­ar­ríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoð­anir rétt til að láta þær frjáls­lega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið rétt­mætt til­lit til skoð­ana þess í sam­ræmi við aldur þess og þroska“ (12. gr., 1. tl.).

Í við­tali við RÚV segir sviðs­stjóri vernd­ar­sviðs útlend­inga­stofn­unar að það sé „for­svar­an­legt“ að senda börn til Grikk­lands. Hvað þýðir þetta? Gagn­vart hverjum er hægt að for­svara það að vísa á brott barni sem verið hefur á flótta í mörg ár, loks fundið skjól og öryggi, eign­ast vini og kannski byrjað að gera sér vænt­ingar um fram­tíð án hrakn­inga og ofbeld­is? Er það for­svar­an­legt gagn­vart lög­unum með til­liti rétt­ar­venju og for­dæma? Hvers­konar rétt­ar­ríki er það? Það er örugg­lega ekki for­svar­an­legt gagn­vart barn­inu sjálfu, ekki for­eldrum þess og ekki heldur gagn­vart 11.000 manns (4.7.2019) sem hafa skrifað undir áskorun um að Zainab Safari og fjöl­skyldu hennar verði veitt land­vist­ar­leyfi.

Er ekki mál að ráð­herr­ann stígi inn og segi ekki bara „Sor­rí“ heldur standi með gildum rétt­ar­rík­is­ins, lýð­ræð­is­ins – standi með mennsk­unni sjálfri – og segi: „Nei, þetta er ekki það rétt­læti sem við vilj­um. Við viljum rétt­læti þar sem litið er á börn á flótta sem börn – sem mann­eskjur sem njóta sömu rétt­inda og börn sem ekki eru á flótta.“

Ofbeldi gegn börnum

Stundum er ofbeldi lík­am­legt, stundum and­legt, en oft reyndar hvort tveggja. Ofbeldi er alltaf slæmt en það aldrei grimmi­legra en þegar það bein­ist gegn börn­um. Eitt sinn tíðk­að­ist að flengja börn, en því var hætt og nú er það bannað vegna þess að það er ofbeldi. Á Íslandi hefur þræl­dómur barna að mestu verið aflagður vegna þess að hann er dæmi um ofbeldi – þótt við njótum reyndar ávaxt­anna af barna­þrælkun í fjar­lægum lönd­um. Að slíta börn frá vinum sín­um, þegar engin nauð­syn kallar á, er ofbeldi. Það er líka ofbeldi að gefa barni von um fram­tíð og segja svo bara „sor­rí, allt í plati“ og senda það aftur út í von­leysi. Að hafa pláss í skóla fyrir barn og senda það svo í burtu með þeim orðum að von­andi finni það annan skóla ann­ars stað­ar, ein­hvern­tím­ann, er dæmi um ofbeldi.

Mik­il­væg­asta hlut­verk rétt­ar­rík­is­ins er að vernda borg­ar­ana gegn ofbeldi. Þess vegna er það líka versta dæmi um ofbeldi, þegar sjálft rétt­ar­ríkið beitir ofbeldi. Og þegar það beitir ofbeldi gegn börn­um, hefur það náð botn­in­um. Og hvað sem hver seg­ir, þá er slíkt ofbeldi ekki for­svar­an­legt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None