Nýtt íslenskt leikrit: Börn á flótta

Anna Dóra Antonsdóttir, rithöfundur, skrifar leikrit sem gerist á Íslandi á fyrri hluta 21. aldar. Efniviður er sóttur til fjölmiðla og í samfélagsumræðu, persónur eru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðstoðarmenn og sérlegur gestur.

Auglýsing

1. Þáttur

Leik­ritið ger­ist á Íslandi á fyrri hluta 21. ald­ar. Efni­viður er sóttur til fjöl­miðla og í sam­fé­lags­um­ræðu sem fram fer víða s.s. í dag­blöð­um, ljós­vaka­miðlum og netheim­um.

Per­són­ur: Ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands, aðstoð­ar­menn og sér­legur gestur rík­is­stjórn­ar­fund­ar. 

(Sviðið er Stjórn­ar­ráð Íslands, fund­ar­her­bergi með þrennum hlið­ar­dyrum og einu stóru borði með stól­um, mynd af Jóni Sig­urðs­syni á vegg. Rík­is­stjórn­ar­fundur er að hefj­ast. Ráð­herrar og aðstoð­ar­menn svingla um, beðið er eftir for­sæt­is­ráð­herra og for­manni sam­tak­anna „Björgum börn­um“ sem er sér­legur gestur fund­ar­ins. Barna­mála­ráð­herra stendur yst til vinstri og talar lágt en ákaft í gemsa, erfitt er að greina orða­skil fyrr en hann segir skyndi­lega mjög hátt og í upp­námi) Á að kenna mér um þetta? 

(Við­staddir líta upp en í sama bili ganga for­sæt­is­ráð­herra og gestur fund­ar­ins inn á svið­ið. Hreyf­ing kemst á leik­endur og for­sæt­is­ráð­herra klappar saman hönd­um, ráð­herrar og gest­ur­inn setj­ast við borðið en aðstoð­ar­menn hverfa út um hliðardyr.) 

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­h.: Ég býð ykkur vel­komin á fund­inn, aðeins eitt mál er á dag­skrá. Það er gaura­gang­ur­inn vegna hæl­is­leit­enda og Útlend­inga­stofn­un­ar. Við þessu verður að bregð­ast og ég vona að þið komið með góðar til­lögur um hvernig slá má á undir­öld­una sem virð­ist risin í sam­fé­lag­inu. Við verðum að bregð­ast hratt við því ekki kærum við okkur um önnur hrun­mót­mæli, eða hvað? (for­sæt­is­rh. brosir dauft út í annað og lítur til nýsköp­un­ar­ráð­herra og barna­mála­ráð­herra.).

Nýsköp­un­arr­h.: Ég er ekki mót­fallin því að fólk komi hingað til lands í leit að betra lífi þó það komi frá öruggum lönd­um. Það verður þó að aðgreina frá umsóknum þeirra sem eru í neyð.

Auð­lind­ar­h.: (Taut­ar) hvað er neyð og hvað er ekki neyð? (Hærra) Vatna­jök­uls­þjóð­garður er nú kom­inn á heimsminja­skrá.

(leik­endur líta ráð­villtir upp)

For­sæt­is­r­h.: Ég get ekki tjá mig eða stigið inn í mál ein­stak­linga sem eru til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um. En það er skýr vilji til að auka fjár­muni til mála­flokks­ins, þannig að Útlend­inga­stofnun og aðrar stofn­anir sem fara með þessi mál geti sinnt því svo sómi sé að.

Nýsköp­un­arr­h.: Ég má heldur ekki tjá mig um ein­stök mál eins og allir vita en ég er búin að breyta reglu­gerð til hags­bóta fyrir þess... sum börn að minnsta kost­i. 

Gestur fund­ar­ins: (Lágt en ákveð­ið) ég vil árétta að reglu­gerð­ar­breyt­ing ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað úr landi, ef þau hafa fengið vernd ein­hvers­stað­ar. 

Nýsköp­un­arr­h.: (Út í sal­inn) eng­inn getur ímyndað sér ringul­reið­ina í reglu­gerð­unum hennar Siggu. (Yfir borð­ið) það er búið að ákveða að fresta brott­vísun ann­arrar fjöl­skyld­unn­ar.  

Heil­brigð­is­r­h.: Já, geð­læknir á bráða­mót­töku barna sagði að ekki væri mögu­legt að vísa ell­efu ára dreng í fjöl­skyld­unni úr landi þar sem hann væri svo alvar­lega þjak­aður af kvíða. Við verðum að hlusta á heil­brigð­is­stétt­irnar (lítur sigri hrós­andi í kringum sig).

Sveit­ar­stjórn­arr­h.: Maður veit ekki hvað getur orðið til hjálp­ar, hvað með Sunda­braut, hjálpar það ef hún kemst á kopp­inn?

(Efna­hags- og barna­mála­ráð­herrar flissa og bera sam­stundis hendur fyrir munn).

Gestur fund­ar­ins: Erum við að ræða þetta almennt, eða erum við að tala um þessi fjögur börn sem verið hafa í umræð­unni? Það eru ekki bara fjögur börn á flótta í Evr­ópu, þau skipta þús­und­um, við berum ábyrgð sem rík þjóð, ábyrgð á að gera eitt­hvað.

Menn­ing­ar­málar­h.: (Þekktur fyrir stálminni) eru allir búnir að gleyma gyð­ing­unum sem Íslend­ingar ráku úr landi og beint í gasklef­ana? Um miðja síð­ustu öld?          

Utan­rík­is­r­h.: Nei, nei, en þetta er þreyt­andi, það eru allir að væla um þetta, umboðs­maður barna, Rauði krossinn, Alls­herj­ar­nefnd, UNICEF, No Borders, Kven­fé­laga­sam­band­ið, Sjó­manna­sam­band­ið, bara nefnið það.

Nýsköp­un­arr­h.: Ísland verður að horfa til ann­arra landa í málum flótta­manna og hæl­is­leit­enda. Reglu­gerð­ar­breyt­ingin um út­lend­inga­mál var ekki unnin á sól­ar­hring, þetta var afrakstur vinnu síð­ustu mán­aða. (And­varpar) það er mjög erfitt að hætta að senda börn til Grikk­lands.

Efna­hags­r­h.: Ég minni við­stadda á þá stað­reynd að flótta­menn kosta, end­ur­skoðuð fjár­mála­á­ætlun leit ekki vel út ef menn muna svo langt aft­ur. 

Land­bún­að­ar­r­h.: (Hefur setið þög­ull en ræskir sig nú hraust­lega, allir líta í átt til hans) hvað með mjólk­ina? Er ekki hægt að senda mjólk til Grikk­lands, já til allrar Evópu. Mjólkin flæðir á Íslandi, stór­fjósin rísa hér um allt land. Við getum sent mjólk, jafn­vel kýr, eða mann­skap til að reisa stór­fjós, við kunnum þetta.

For­sæt­is­r­h.: (Er orðin ókyrr, rís á fæt­ur, lítur yfir svið og sal, létt­ari í bragði) ég heyri að allir eru sam­mála um að bjarga börn­um, til­lögur ykkar eru frá­bær­ar, Sunda­braut og mjólk til Grikk­lands, frá­bært. Vatna­jök­ull gerir kannski síður beint gang, maður veit þó aldrei. (Lítur á arm­bandsúr sitt).

Barna­málar­h.: Algjör­lega sam­mála for­sæt­is­ráð­herra.

For­sæt­is­r­h.: Ég verð því miður að slíta fundi, er að fara til Sómalíu á fund Mann­rétt­inda­sam­taka Aust­ur-Afr­íku. (Feimn­is­lega) ég á að halda ræðu þar. Ég fresta fundi um einn mán­uð, veit að þá verið þið komin með lausn­ina, kannski margar lausn­ir. (Brosir út í hitt og lyftir auga­brún­um).

Auð­lind­ar­h.: (Fram í sal­inn) hver borgar kolefn­is­sporið?

TJALDIÐ

2.  Þáttur ger­ist mán­uði síð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar