Munurinn á menntun og innrætingu

Auglýsing


Nýverið birtu­st fréttir þess efnis að börn í Vinnu­skóla Reykja­víkur hefðu dag einn lag­t ­niður störf til að taka þátt í mót­mælum eftir fræðslu og hvatn­ingu til þess frá­ ­yf­ir­boð­urum sín­um. Sams­konar hvatn­ing til stjórn­mála­þátt­töku fyrir ákveðna hug­mynda­fræði á sér stað í kynja­fræði­kennslu grunn­skóla. Þetta varð efni þess að ég ákvað að senda erindi til Umboðs­manns­Barna. Því ég hef áhyggjur af því að þetta sé óheilla­væn­leg þró­un, að inn­leiða svo­kall­aðan aktí­visma í skóla­starf. Með þessu sé verið að troða á rétt­ind­um ­barna til að mynda og tjá sínar eigin skoð­an­ir.

Almennt hef ég fengið mjög góð við­brögð við þessum hug­leið­ingum þvert á allar póli­tískar lín­ur. Þó að Umboðs­maður Barna hafi enn ekki svarað athuga­semdum mín­um. Hins vegar var eitt­hvað um að menn mis­skild­u hvað átt væri við með þess­ari gagn­rýni. Ein­hverjir héldu að þetta sner­ist um um­hverf­is­mál. Aðrir töldu að mót­mæli í kjöl­far fræðslu um hverju ætti að ­mót­mæla væru í raun­inni kennsla í gagn­rýnni hugs­un.  En hvort tveggja er víðs fjarri sann­i.  Þessi mis­skiln­ingur og hug­ar­holan sem menn grófu sjálfa sig ofan í með honum krefst svo sem engra sér­stakra svara. En ég taldi rétt að útskýra nánar hvað ég á við með því að setja mig á mót­i ­kennslu­að­ferðum sem hvetja til póli­tískra aðgerða hjá börn­um. Skoðum fyrst mun­inn á mennt­un og inn­ræt­ingu:

 

Auglýsing

Menntun felur í sér:

  • Opnar hug­ann.
  • Kennir aðferða­fræði frekar en rétt­hugs­un. Til að und­ir­búa við­tak­and­ann undir að takast á við og greina mis­mun­andi sjón­ar­mið.
  • Segir ekki við­tak­and­anum hvað hann eigi að hugsa eða hvernig hann eigi að vera.
  • Hvetur til gagn­rýni og efa­semda.
  • Hjálpar við­tak­and­anum að leggja frá sér hvers kyns for­dóma eða „gler­aug­u”. Þar ­sem rör­sýni getur hæg­lega komið í veg fyrir að heild­ar­mynd sann­leik­ans sjá­ist.

 

Inn­ræt­ing felur í sér:

  • Lokar hug­an­um.
  • Setur loka­tak­markið framar aðferða­fræð­inni. Mark­miðið sé svo göf­ugt að það rétt­læti aðferðir sem myndu ekki þykja rétt­læt­an­legar til að kenna annan og ó­æðri boð­skap.
  • Er ætlað að breyta hegðun og hugsun við­kom­andi þannig að það falli að ákveð­inn­i póli­tískri sýn eða hug­mynda­fræði.
  • Ætl­ast til að við­tak­and­inn sam­þykki lær­dóm­inn án þess að spyrja gagn­rýn­inna ­spurn­inga.
  • Þjálfar við­tak­and­ann í að horfa gegnum eins­konar linsu eða gler­augu til að sjá heim­inn þeim litum sem hug­mynda­fræðin boð­ar. Sumir inn­rætendur fara ekki ein­u sinni leynt með þessa aðferð og tala tam. um „kynja­gler­aug­u“.

 

Vinnu­skóla dæmið

Hvernig falla aðferðir sem not­aðar eru í Vinnu­skól­anum að þessu? Börn­unum er sagt hvað þeim á að finn­ast. Síðan er búið að und­ir­búa að þau skrifi á skilti hvað þeim á að finn­ast og mar­sera því næst með skilt­in ­niður í Umhverf­is­ráðu­neyt­i.  Hvar í þessu ­ferli var gefið færi á gagn­rýn­inni hugs­un? Skóla­stjóri vinnu­skól­ans hvít­þvær hendur sínar varð­andi þennan þátt með að segja að börnin hafi fengið val um að taka ekki þátt í fræðsl­unni. Rauna segir hann: „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu.“  Sem er auð­sjá­an­lega ekki rétt, þegar nem­endum Vinnu­skól­ans er kynntur sá kostur að fá að skreppa frá hefð­bundnum störfum þennan dag á fullum launum til að taka þátt í þessu stjórn­mála­starfi. Hvernig getur það talist annað en hvatn­ing? Hvað annað hefði verið boðið upp á að skreppa frá vinnu til að gera á fullum laun­um, án þess að verið sé að hvetja til þess?

 

Val­kvæði sannar innri efa­semdir

Að þátt­taka í skilta­gerð og mót­mæla­göngu hafi verið val­kvæð sannar raunar að stjórn­endur Vinnu­skól­ans vissu vel að ekki var um hefð­bundna fræðslu í gagn­rýn­inni hugsun að ræða. Að bak­dyrnar hafi verið skildar eft­ir opnar til að þeim sem ekki vilja bendla sig við póli­tíska hug­mynda­fræði sé ekki ­gert að taka þátt, sýnir einmitt hvernig í pott­inn er búið og er sönnun þess að hér átti ekki að fara fram mennt­un, heldur inn­ræt­ing. Hvenær ann­ars hef­ur ­nem­endum verið gefið það frjálst að taka þátt í fræðslu nema þegar fræðslan er á gráu svæði með að virða lífs­skoð­anir fólks og fjöl­breyti­leika mann­lífs­ins? Er val­frjálst að mæta í stærð­fræði­tíma? Nei, slíkt val­frelsi er aðeins í boði í trú­ar­bragða­fræðslu, sem dæmi.

Umhverf­is­fræðsla er til góðs

Nú vil ég ítreka aftur að mín gagn­rýni snýr ekki að efn­i ­kennsl­unn­ar. Heldur aðferð­inni. Umhverf­is­fræðsla er góð og á alveg eins heima í Vinnu­skól­an­um. En þá hlýtur sú kennsla að fara fram eins og hver önnur kennsla. ­Stærð­fræði er mjög mik­il­væg og sönn fræði. En það þætti und­ar­legt að senda börn ­með mót­mæla­spjöld til fara fram á aðgerðir stjórn­valda í þág­u ­stærð­fræði­grein­ing­ar. Það er ekki hlut­verk barna að taka þátt í stjórn­mál­um, sama hversu góður mál­staður kann að vera að baki. Það að ein­hver fræðsla sé tal­in svo mik­il­væg að það megi brjóta grund­vall­ar­reglur fyrir hana, ætti að hringja við­vör­un­ar­bjöll­um. Að mögu­lega sé þessi fræðsla komin út í öfg­ar. Öfgar sem kæfa ­gagn­rýna hugs­un. Enda er það lífs­skoðun margra að taka ekki þátt í öfg­um. Þá lífs­skoðun ber að virða.

 

Trú­ar­brögð og lífs­skoð­anir eiga ekki heima í opin­berum skólum

Í Aðal­náms­skrá Grunn­skól­anna er komið inn á þann þátt sem snýr að virð­ingu fyrir lífs­skoð­un­um. En þar seg­ir: „Grunn­skólar skulu leitast við að haga störfum sínum þannig að nem­endur þurfi ekki að fá und­an­þágu frá­ á­kveðnum þáttum skóla­starfs vegna trú­ar- og lífs­skoð­ana sinna.“



Jafn­framt hefur verið lögð rík áhersla á að aðgreina ekki nem­endur í sund­ur­ ­sök­um: þjóð­ern­is, tungu­mála, trú­ar­bragða eða lífs­skoð­ana.  „. Leggja skal áherslu á skóla án að­grein­ingar í öllu skóla­starf­in­u.“

Ljóst er að fræðsla sem er fram­kvæmd á þann hátt að kenn­ar­ar ­sjá ekki sóma sinn í öðru en að hafa hana val­kvæða, er and­stæð þessum sjón­ar­mið­u­m um skóla án aðgrein­ingar og virð­ingu fyrir mis­mun­andi lífs­skoð­un­um. Börn eiga betra skilið en að vera sett í þá stöðu að vera úti­lokuð vegna skoð­ana sinna ef ske kynni að þær væru ekki í sam­ræmi við póli­tískt réttar skoð­anir þeirra sem sjá um kennsl­una. Þetta er algjört prinsipp mál sem nær yfir allar lífs­skoð­anir og ætti að vera hafið yfir póli­tík.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None