Umræða um ofbeldi í garð grunnskólakennara ekki ný af nálinni

Auglýsing

Marga rak í rogastans þegar ég skrif­aði greinar um ofbeldi í garð kenn­ara. Margir þekkja og hafa heyrt af kenn­urum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, hót­unum og ógn­andi hegðun af hálfu nem­anda. Í ein­hverjum til­fellum af hendi for­eldra líka. Sumt lít­il­vægi­legt annað alvar­legra, ofbeldi engu að síð­ur­. Innan margra grunn­skóla þekkja menn vand­ann. Margir for­eldrar fagna umræð­unni með það fyrir augum að mál­flokk­ur­inn verði rann­sak­aður og leitað lausna. Ofbeldi nem­enda bitnar ekki bara á kenn­ara heldur og öðrum nem­endum eins og Krist­björn Árna­son nefndi í sinni grein. For­eldrar vilja aðgerðir ekki síður en kenn­ar­ar. Mála­flokk­ur­inn er við­kvæmur og því stígur fólk ekki fram.

Vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ hefur áður rann­sakað mála­flokk­inn (KÍ, 2017) en ein­hverra hluta vegna virð­ist ekk­ert hafa verið gert með þá nið­ur­stöð­ur, því mið­ur. Nið­ur­staðan þá var slá­andi og er enn. Nú er lag og virð­ast for­menn KÍ og FG ekki ætla að láta sitt eftir liggja, sem er gott.

Auglýsing

For­maður KÍ (þá starf­andi kenn­ari) skrif­aði pistli um mál­efnið og í honum seg­ir:

Það var fyrst árið 2010 sem ég man eftir fyrst því að opin­ber­lega hafi verið fjallað um þá við­kvæmu stöðu sem kenn­arar eru í. Þeir eru beittir ofbeldi. Það er kerf­is­lægt vanda­mál. Árið 2013 eða 14 man ég að það birt­ist frétt um að ofbeldi gegn kenn­urum væri að aukast. Fyrir örfáum vikum birt­ust svo nið­ur­stöður rann­sóknar sem benda til þess að nán­ast sé um far­aldur að ræða – að mörg hund­ruð kenn­arar séu beittir ofbeldi á hverju ári. Þetta er bæði and­legt og lík­am­legt ofbeldi. Ein teg­und ofbeldis hefur ekki verið rædd mikið upp­hátt. En það eru falskar ásak­anir á hendur kenn­urum um ofbeldi eða áreitni (Ragnar Þór Pét­urs­son, 2017).

Hér vitnar Ragnar Þór til könnun Vinnu­um­hverf­is­nefndar frá 2017 sem birti lýsandi nið­ur­stöð­ur. Í þeirri könnun kemur ber­lega í ljós að við erum engir eft­ir­bátar nor­rænu þjóð­anna í þessum mála­flokki. Um 2200 grunn­skóla­kenn­arar svör­uðu könn­un­inni.

Það er eitt og hálft ár síðan Ragn­ari Þór þótti ástæða til að ræða mála­flokk­inn. Grein­ar­höf­undur hefur vitnað til nor­rænna rann­sókna í mál­flutn­ingi sínum þar sem við eigum engar rann­sóknir hér á landi (bara kann­an­ir) og það segir Ragnar Þór líka í sínum pistli. Ofbeldið á Norð­ur­lönd­unum er í kringum 19% og hér bendir Rangar Þór á rann­sókn frá Bret­landi.

Ég veit ekki um tíðni þess­ara mála hér á landi en í breskri rann­sókn kom í ljós að rúm­lega fimmt­ungur allra kenn­ara þar í landi hefur orðið fyrir fölskum ásök­unum um alvar­lega áreitni eða ofbeldi. Þar í landi er þetta greint sem ein meg­in­or­sök þess að reynslu­mikið fólk hrökkl­ast úr kennslu (Ragnar Þór Pét­urs­son, 2017).

Í greinum mínum hef ég tekið dæmi erlendis frá en bent á að slík til­felli finn­ist hér á landi líka. Teg­und ofbeldis nefndi ég í síð­ustu grein byggt á sam­tölum við kenn­arar sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ragnar Þór (2017) virð­ist hafa sömu vit­neskju og ég þegar hann skrif­aði sinn pistil.

Þetta er stór­kost­legt vanda­mál í íslensku skóla­kerfi líka. Og þetta er mál sem lúrir djúpt í feni þögg­un­ar. Ég var staddur í níu manna hópi kenn­ara um dag­inn þar sem þessi mál bar á góma. Fjórir höfðu verið rang­lega bornir sökum – þar af allir karl­arnir þrír. Fyrir ári hitti ég fjóra karl­kenn­ara á við­burði. Þeir höfðu allir orðið fyrir ásök­unum sem síðan reynd­ust rang­ar. Þetta eru alls­konar ásak­an­ir.

Þegar kemur að for­eldrum og sam­skiptum við kenn­ara virð­ast þekk­ing okkar Ragn­ars Þórs vera á sömu nót­um. Í einni grein­inni skrif­aði ég um ógn­andi og hót­andi for­eldra sem er annað vanda­mál. Í pistli Ragn­ars Þórs má lesa:

Þá eru fjöl­mörg dæmi þess að kenn­arar séu lagðir í mjög harka­legt ein­elti af for­eldr­um. Einn var klag­aður til skóla­stjóra og sagður vera umtal­aður í nágrenn­inu fyrir að ofsækja börn og leggja í ein­elti. Kenn­ar­inn sætti ítar­legri rann­sókn sem leiddi í ljós að um full­komna lygi var að ræða.

Allar ofbeld­istil­kynn­ingar á að rann­saka. Þar til bær yfir­völd vinna að mál­un­um, líka þegar börn eiga í hlut. Vissu­lega munu sak­lausir ein­stak­lingar lenda í rann­sókn sem er fórn­ar­kostn­að­ur­inn þegar börn eiga í hlut. Verra er, að ein­stak­lingur sem er hreins­aður af sök fær ekki þá við­ur­kenn­ingu í sam­fé­lag­inu.

Kenn­arar stíga ekki fram og segja frá ofbeld­inu. Þeir ótt­ast almenn­ings­á­litið því dóm­stóll göt­unnar er óvæg­inn. Kenn­arar upp­lifa skömm á því að hafa orðið fyrir ofbeldi, hótun eða ógn­andi hegðun af hálfu nem­enda, almenn­ingi finnst það svo ólík­legt. Stað­reyndin er samt sú. Eins og það er mik­il­vægt að ná til fólks sem fer illa með börn, hvort sem það er kenn­ari, for­eldri eða aðr­ir, verðum við að gæta þess að sak­lausir ein­stak­lingar njóti réttar og fái við­eig­andi aðstoð.

For­­maður félags leik­­skóla­­kenn­­ara, Har­aldur F. Gísla­son og Ingi­björg Krist­leifs­dóttir skrifa í Skóla­vörð­unni (2013) að lífið væri lín­u­d­ans í tenglum við áhorf mynd­­ar­innar Jag­t­en. Í þeirri mynd leiddi ímynd­un­­ar­afl barns og röng fag­­leg nálgun til hör­m­unga fyrir karl­kyns leik­­skóla­­kenn­­ara og fjöl­­skyldu. Í grein­inni segja þau engan dóm um kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi hafi fallið hér á landi, í tengslum við leik­­skól­ann, en við verðum að vera við öllu búin. Talað er um grun, slúður og dóm­stól göt­unnar í því sam­hengi (Har­aldur F. Gísla­son og Ingi­björg Krisleifs­dóttir 2013:14).

Á 7. þingi Kenn­ara­sam­bands Íslands, haldið í apríl 2018, ræddi Þor­gerður Dið­riks­dóttir for­maður Félags grunn­skóla­kenn­ara um kenn­ara sem hafa verið ásak­aðir um ofbeldi sem á ekki við rök að styðj­ast. Kenn­ara­sam­band­ið, sagði hún, þarf að standa við bakið á félags­mönnum verði þeir fyrir slíkum ásök­unum og ítrek­aði að mála­flokk­ur­inn hafi hangið yfir sam­band­inu eins og skuggi (Þor­gerður L. Dið­riks­dótt­ir, 2018:35). Tek undir orð for­manns FG og hvet hana til góðra verka í því sam­hengi. Löngu tíma­bært að létta þessum skugga af sam­band­inu með öllum til­tækum ráð­um. Rann­sóknin á haust­dögum verður ábyggi­lega gagn­leg í áfram­hald­andi umræðu og lausn­a­leit.

Rann­sókn á mála­flokknum er ákveðin í kjöl­far for­sög­unnar og könn­unar sem gerð var í apríl s.l. á vegum Vinnu­um­hverf­is­nefndar KÍ. Fram kom að rúm­lega 800 grunn­skóla­kenn­arar af 1600 sögðu frá ofbeldi af hálfu nem­enda. Könn­unin hafði þá ann­marka að ekki var spurt um s.l. 24 mán­uði eins og fyrri könnun og því er um kennslu­feril grunn­skóla­kenn­ara að ræða. Það breytir ekki vand­an­um, hann er til stað­ar.

Hvet kenn­ara og annað starfs­fólk grunn­skóla að til­kynna ofbeldi, and­legt sem lík­am­legt, hót­anir og ógn­andi hegðun sem það verður fyr­ir. Talna­grunn þarf kenn­ara­stéttin að eiga sem og aðrar stéttir innan grunn­skól­ans.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Heim­ild­ir:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar