Það er enn alveg ótrúleg goðsagnartrú í gangi með hvað sé eða eigi að vera „kven-eðli“. Og það þrátt fyrir allavega tvö mikil baráttutímabil þeirra/okkar kvenna fyrir réttindum okkar. „The Suffregetts“ kölluðust þær konur sáu sig knúnar til að rísa gegn hugmyndum um konur fyrir rúmum hundrað árum, og snérist barátta þeirra um að berjast gegn því að þær væru séðar sem fasteign mannsins. Og svo líka að hafa rétt til að kjósa og hafa áhrif á samfélag sitt, að jöfnu á við það sem karlmenn höfðu haft.
Svo var það baráttan víða um heim á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar sem tók ný skref með nýjum málefnum sem þurftu að fá leiðréttingu, eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og að karlmenn væru með í að sinna börnum og heimili.
Auðvitað hafa baráttumálefnin verið miðuð við það sem efst var í huga kvenna á þeim tímum, og verða í framtíðinni við hvað kemur í ljós að þörf sé fyrir að ná fram. Auðvitað var langt því frá að hugsun um öll málefnin sem konur glíma við væru á dagskrá þá.
Mikið af þeim baráttumálefnum voru meira tengd rökhyggjusviði og þau fyrstu voru að konur vildu ekki vera séðar sem fasteign karlmanna. Það er samt enn gefið í skyn sem veruleiki í málfari um að giftast eins og í hinu íslenska orði brúð-kaup. Hugmyndirnar sem voru dýpst í rótum goðsagnar um kvenkyn voru þó ekki snertar í þessum baráttutörnum.
Þau þurftu og þurfa að rísa eftir því sem mannkyn vaknar betur til tilfinninga og allskonar þarfa í lífinu. Það síðasta er #MeToo-hreyfingin sem er að taka málefnin dýpra inn í tilfinningarnar.
Það hafa ekki allar konur hina miklu móðurþrá
En goðsögnin sem er að gera æ fleiri konum lífið erfitt núna sem og um aldir, er sú að svo margir hafa það álit að það sem ég ætla að leyfa mér að kalla „móður-kubbinn“ (nýyrði mitt) sé meðfæddur í öllum konum, og fari í gang á fullu um leið og blæðingar hefjast.
Það hefur þó aldrei verið satt, né einu sinni sannanlegt vísindalega né á annan hátt. Og hef ég lært það af að vitna báðar ömmur mínar sem greinilega höfðu margar aðrar þrár en þá einu að fjölga mannkyninu. Þær sköffuðu þjóðinni þó fimm börn hver.
Þær voru báðar fæddar um 1890 eða á sama tíma og „The Suffregetts“ fóru af stað í öðrum löndum en ég er ekki viss um að þær hafi vitað um þá hreyfingu þegar það voru engir fjölmiðlar og þessar tvær konur sluppu með að fjölga um fimm frekar en tuttugu sem var víst ansi algengt þá að kona fæddi í heiminn, hvort sem börnin lifðu eða ekki. Og sú tala gæti hafa komið til til að fá manninn til að taka meira tillit til þeirra, til að skapa ekki erfiðleika.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu í gegnum að skoða margt um hvernig þessi afkvæmi-ættingjar komu út, að hvorug þeirra var með þetta svaka háa móðureðli sem reiknað var með, og er reiknað með enn þann dag í dag að allar konur hafi fæðst með. Og börnin þeirra fæddust ekki með það háa tilfinningalega sjálfvirði sem samt var að gerast í einstaka kveneinstaklingum úti í heimi, af því að foreldrar voru víðsýnni. Ég hef séð viðtöl við konur sem höfðu það og það frá víðsýni foreldra sem sáu mannveru með möguleika, en ekki bústofn í þeim. Þeir leiftruðu frá þessu gefna tilfinningalega sjálfvirði sem þær fengu frá unga aldri.
Ein vinkona mín sem ólst upp í sveit á Íslandi, rétt eftir miðja síðustu öld, telur að þá hafi konur oft tekið þá stefnu hið innra að vera tilfinningalega ansi fjarlægar frá ástandinu með að fæða börnin í heiminn. Hvorki andúð né tilhlökkun, enda hefði verið erfitt að sýna andúð þegar þær sáu sig ekki geta ráðið neinu um sitt líf og síst af öllu um barneignafjölda. Svo það var meira fyrir þeim, eins og að vita að sólin komi upp næsta dag. Bæði af því að börnin myndu kannski ekki lifa lengi, og í leynd í sumum, af því að byrðin var svo mikil og erfitt að vera stöðugt barnshafandi.
Það var engin hugsun þá í gangi um að það væru til fleiri leiðir fyrir konur til að upplifa virði sitt sem kven-mannverur með aðra eiginleika í heilanum en að fæða börn í heiminn. Allavega heyrði ég aldrei neitt í þá áttina að það væri jákvæður möguleiki og voru konur oft séðar þannig að eitthvað mikið væri að þeim ef þær hefðu ekki fætt börn í heiminn.
Ég sé það að sjá konur bara sem einskonar bústofn til undaneldis um leið sem vanvirðingu ekki bara fyrir þeim heldur líka börnum sem þær fæða í heiminn af því að þeim er ekki gefin sú opnun og það tækifæri og tími til að uppgötva innan frá hvað líf þeirra eigi að snúast um, hver köllun þeirra sé ef þær koma með sterka köllun inn í það líf. Og öll börn eiga rétt á að koma til þeirra sem þrá að verða foreldrar.
Það er áberandi að sjá vanþroskann í slíkri ofstjórn á ungum konum í samanburði við þær konur sem fengu þá hvatningu frá foreldrum um að stýra sínu eigin lífi. Það virkjar mannveruna til að lifa frá sínum eigin kjarna og sjálfsinnsæi sem þá leiðir til að þær sýndu frumkvæði í öðrum greinum lífsins, og kemur frá því djúpa sjálfvirði.
Ég er stöðugt að læra um sjálfvirði á tilfinningasviðum frá konum sem brutu blað með annarskonar störfum af því að foreldrar þeirra sáu þær ekki bara sem einskonar bústofn til undaneldis. Heldur létu þær vita að þær ættu að finna sína leið um hvað líf þeirra ætti að vera en flestar urðu foreldrar þegar það var rétt fyrir þær. Foreldrarnir settu þar með þá kveikju í þeirra innra sjálf sem veitti þeim byr sem konur missa af þegar þeim er bara ætlað að fæða af sér börn.
Sjálfvirði var ekki til í því umhverfi sem ég kom úr á Íslandi. Ég heyrði presta aldrei heldur ræða neitt í þá átt og ef eitthvað töluðu þeir frekar um að konur væru lægri í stiganum sem mannverur og erum við enn að sjá slík viðhorf.
Hinn harði veruleiki
Auðvitað vitum við að mjög margar konur voru fórnarlömb kynhvata vegna sambanda þeirra við karlkyn. Svo að í þeim tilfellum voru þær svo veiklyndar frá uppeldi og undirgefnar, að þær gátu ekki séð um að sínum eigin þörfum væri mætt með tillitssemi til líkama þeirra, og krafna til hans. Og það af því að karlinn réði öllu. Þær fæddu því oft mörg börn án þess að upplifa sig hafa val, þrá eða áhuga fyrir því að sjá um stóran fjölda barna, sem oft þýddi auðvitað mikla fátækt og basl. Af því að það var erfitt að kreista meiri fjárhagslega afkomu frá búskapnum og frá líkömum þeirra.
Hvert barn sem bættist í hópinn kostaði að það þurfti að hafa meiri fæðu, meiri föt, fleiri rúm, eða í torfhýsum minna pláss í rúminu sem oft var deilt með tveim eða þrem öðrum líkömum.
Af hverju er þessi þráhyggja varðandi þessa goðsögn enn í gangi?
Áður en getnaðarvarnir komu til, var ekki einu sinni til hugsun eða neinn veruleiki um að huga að því hvort að konan hefði náð að vita hvort hún hefði fundið þá þrá hið innra fyrir það að verða foreldri eða ekki. Af því að það var ekki í orðaforðanum né almennt í veruleikanum. Allavega man ég ekki eftir að hafa heyrt tjáskipti um slíkt. Og öllum var ætlað að hafa maka, annars var fólk séð sem eitthvað væri beyglað við það.
Samt hef ég heyrt um nokkrar óvenjulegar undantekningar frá því vonleysi sem of margar konur bjuggu við, í sögum um einstakar konur í gegnum aldirnar sem hafa vitað það fyrir sig hvað líf þeirra ætti að vera um og ekki fengið það yfir sig frá foreldrum sínum að þær yrðu að giftast og skaffa þegna. Og nýleg bók um 100 konur sem hafa breytt heiminum með því sem þær gerðu sem var ekki að fæða börn heldur fræði af öllu tagi. Sú bók segir ekki orð um hvort þessar konur fæddu börn af sér í því ferli.
Samt er þessari bábylju um þá trú að allar konur fæðist með þennan „móður-kubb“ enn haldið við í hugum margra enn þann dag í dag árið 2019, og oft líka í konum sem hafa greinilega haft þann kubb í sér, og eiga því greinilega erfitt með að meðtaka að það séu ekki allar konur þannig. Nú eru svo greinar í blöðum sem ungt fólk skrifar og er að kvarta undan frekju í foreldrum um að heimta að þau fái barnabörn, en unga fólkið er ekki á því að fjölga. Og ef það kemur á dagskrá hjá þeim, þá ekki strax, heldur þegar þau eru tilbúin.
Sem betur fer eru konur loksins að tjá sig um sinn sannleika sem upplifa ekki að hafa þennan „móður-kubb“. Það er mikið skref fyrir þær að sýna þann kjark að þó að þær séu ungar og hafi blæðingar, að þá hafi engin kviknun orðið í þeim um að það sé „móður-kubbur“ í þeim og eru þær sáttar við það. Og það er þeirra ferð í þessu lífi.
Móðurást er oft afstæð
Goðsögnin um hina miklu móðurást er önnur tegund af goðsögn, sem er bara það, af því að það eru því miður ansi margar konur sem hafa fætt börn af sér, en í raun viljað annað líf fyrir sig. Þau hafa komið inn í líf þeirra frá ýmsum ó-úthugsuðum kringumstæðum.
Hugsa sér þessar stelpur í Afríku og Mið-Austurlöndum sem eiga foreldra sem sjá þær eins og þær séu bústofn. Þau vilja flýta sér að koma dætrum undir karlmann um leið og blæðingar byrja og telja að þær séu fullfærar um að lifa kynlífi og að ganga með barn í líkama sem enn er á stigi barns. Þessir foreldrar eru víða um heim, af því að mörg þeirra hafa flutt til lýðveldislanda, þó að þau hafi ekki tekið meiningu þess inn í sig hvað lýðræði og visst frelsi þýði, til að lifa samkvæmt því. Áströlsk kona sem er kvensjúkdæmalæknir varði starfsævi sinni í Afríku við að sauma saman líffæri í barnungum stúlkum sem höfðu verið seldar í hendur manna sem gerði þær barnshafandi þegar líkaminn átti langt í land áður en hann yrði tilbúinn að hýsa fóstur svo að veggir á milli líffæra rifnuðu.
Svo er það þessi sérkennilega hjátrú sem ég las um í bókinni „Doing Harm“ eftir Maya Dusenbery sem var á þá leið, að fólk trúði að ef stelpum væri ekki komið undir karla um leið og blæðingar byrjuðu, þá yrðu þær einskonar „wandering wombs“ – til vandræða. Gangandi móðurlíf að bjóða vandræði. Hugsa sér fákunnáttuna í að skilja það kerfi þannig.
Ég var um tvítugt þegar þessari goðsögn var þvingað upp á mig og þá voru engin orð né veruleiki til heldur á Íslandi um að kona þyrfti að fá sinn tíma og frið til að finna og upplifa djúpt innan frá hvað það væri sem líf hennar ætti að snúast um.
Þá meina ég ekki álit samfélagsins heldur það sem kæmi til hennar innan frá, og frá sál hennar og innsæi.
Ég tala oft við konu sem hefur unnið í sjúkrahúsum á Íslandi, í fæðingardeildum og víðar og hún hefur auðvitað vitnað ótal dæmi um andstæðu þess að þessi goðsögn eigi við rök að styðjast í öllum konum.
Hún nefndi dæmi um unga konu sem hafði fætt barn sem hana langaði ekkert að eiga. Þessi sjúkraliði sem vissi vel hvað konunni leið sem hafði fætt það barn var slegin við að heyra félagsráðgjafa sem vann í stofnuninni halda því fram að öll börn fæddust jöfn inn í þennan heim, því að hún vissi að það væri því miður ekki tilfellið. Það er því miður lygi, og of oft óskhyggja og blindni. En auðvitað væri það guðdómlegt ef satt væri.
Ef allar sögur um fæðingar óvelkominna barna myndu vera skráðar og lífi þeirra lýst þá myndi það sýna rugl þessarar gömlu Goðsagnar og stundum óskhyggju karla sem eru svo á um að sanna afrek og styrk sæða sinna, en vilja svo ekki nærri alltaf hafa neitt með afleiðingarnar að gera.
Ég sé æ betur að mikið af þessum orðum sem kallast „Pro-Life“ fyrir lífið er ansi oft mun meira um dýrkun á sæðinu sem slíku. Og því miður snýst sú dýrkun ekki nærri alltaf um að þeir sem noti þau slagorð láti sér annt um blessuð börnin þegar þau hafa komið í heiminn út úr skjólinu í móðurlífi.
Það er nefnilega þá fyrst sem virkilega reynir á þetta um að vera „Fyrir Lífið“ og ég hef ekki heyrt sögur um að Páfinn til dæmis hafi sent fátækum stórfjölskyldum pening til að styðja líf barna þeirra fyrir utan móðurlíf. Vatikanið væri aðeins hógværara í útliti ef þeir hefðu verið samkvæmir þessum orðum í verki. Ég upplifi skilaboð Vatikansins mikið til sem sæðis „worshippers“ dýrkendur, frekar en alls lífs.
Sú stofnun sá líka um að drepa þá sem hugsuðu ekki eins og þeir í faraldri sem gekk á í um fjögur hundruð ár og er kölluð „The Inqusition“ þar sem fólk var drepið eða annað slæmt gert því og bækur brenndar. Það var engin lífsvirðing í því.
Þráin annaðhvort rís eða er ekki fyrir hendi
Það var ekki fyrr en ég kom til Ástralíu sem ég heyrði konur virkilega tjá sig um þá þrá um það að verða mæður, og það voru stundum konur sem áttu erfitt með getnað.
Upplifun mín um konur á Íslandi var oft meira að þetta væri það sem gerðist og margar ánægðar með það, þegar aðrar þorðu ekki að tjá sig um afstöðu sína.
Það hafa verið sorglega margar sögur um dæmi þess að hvorki móðir né faðir elskuðu börnin sem þau komu í heiminn, og sorglega mörg morð verið framin sem afsanna lygar presta um „Ást Guðs sem á að vera yfirfært á og í alla foreldra“ og er því miður ansi oft bara óraunsæ óskhyggja. „Kaka á himnum“ (ný hugsun í mér um þau orð páfa og annarra trúarleiðtoga sem þusa um slíkt) orð sem færist ekki nærri alltaf inn í hugi og hjörtu né líkamlegt líf mannkyns sem upplifaður veruleiki.
Það hvernig þessum goðsögnum var haldið að, ekki bara hinni Íslensku þjóð á þeim árum sem messur dempdust í heilabú mitt sem barns og unglings, heldur mörgum er með ólíkindum og stíflaði kjark og frumkvæði til annarra hugmynda um lífið.
Það er sorgleg og vanþroskuð óskhyggja vegna þess að það er ekki leiðin til að hjálpa fólki í dæmum um kynlíf og afleiðingar né góðra ákvarðana einstaklinga fyrir að fá þráð börn inn í líf sitt.
Né sýnir það viðhorf neitt innsæi um að mannkyn hafi ótal aðra möguleika til að nota líf sitt fyrir. Trúarleiðtogar hvort sem það er páfinn eða aðrir töluðu ekki svo að ég muni um mikilvægi þess að feður sinntu börnum sem þeir ættu hlut í að kæmu í heiminn.
Milljónir barna fæðast enn þann dag í dag án þess að þau upplifi það jafnvægi að hafa ást og umhyggju beggja foreldra, og þá er ég ekki að meina að þau verði öll að vera í hjónabandi, heldur að barnið upplifi ást og umhyggju og áhuga beggja foreldra fyrir sér.
Auðvitað er það unaðslegt að vitna þá foreldra sem hafa verið algerlega tilbúin í allt sem foreldrahlutverkið krefst. Af því að það getur orðið hvað sem er, ljúft í gegn um ævina og tiltölulega auðvelt, eða með miklar áskoranir af ýmsu tagi.
Mannverur eru einu spendýrin sem hafa önnur plön fyrir líf sitt en fjölgunina eina
Eins og ég nefndi í fyrri grein um „Hina ósýnilegu erfiðleika“ eru mannverur einu verurnar með brjóst og getnaðarfæri sem eru ekki endilega í núverandi lífi og líkama til að fjölga mannkyninu, heldur til að takast á við ýmis önnur verkefni.
Ástralía hafði tvær konur á alþingi þjóðarinnar sem hafa ekki fætt af sér börn og er rétt fyrir þær báðar að hafa það líf. Sú sem var forsætisráðherra um tíma vissi ung að það væri ekki fyrir hana að fjölga mannkyninu. Nú ferðast hún víða til að leggja fræðslumálum lið í heiminum með áherslu á að stelpur fái menntun í löndum þar sem það hefur ekki endilega verið tilfellið, en hin er enn að vinna í stjórnmálageiranum, þó að hún sé ekki á þingi í bili.
Julia Gilliard sem var forsætisráðherra fékk hræðilega ósmekklega athugasemd frá þingmanni í andstæða flokknum sem kallaði hana „gagnslausa óbyrju“ af því að það hafði ekki komið barn út úr henni. Hann sá konur greinilega fyrst og fremst sem framleiðslu vélar fyrir sæði karla, en hugsaði ekki neitt út í allt dæmið um það. Ég veit ekki hvort að sá maður sé faðir.
Það er kominn tími til að hafa atgang að körlum fyrir þeirra hlut í vanræktum föðurhlutverkum
Ég tel að það sé tímabært að við mannkyn spyrjum þessa þröngsýnu karla sömu spurninga um barneignir þeirra, og gagnrýnum þá á sama hátt fyrir að vera ekki feður og við konur höfum verið gagnrýndar, og vera mjög gagnrýnin á þá, ef þeir eru ekki góðir feður. Og sjá þá sem ónytjunga, ef þeir séu ekki feður og það góðir.
Það væri fróðlegt að sjá útkomuna af að gefa þeim sömu meðferð og þeir hafa gefið.
Kannski er slík auga fyrir auga eina leiðin til að vekja þá?
Kannski að það myndi færa sárið að þeim sjálfum sem þeir eru að reyna að gera konum, og þeir þá fyrst vonandi að skilja sína eigin hegðun. Og það að kenna þeim að hugsa á víðsýnni hátt um möguleika þess að vera mannvera, hvort sem líkaminn sé karl eða kvenkyns. Þessir menn hugsa eins og kynbóta-hrútar, en ekki eins og mannverur sem vita að konur geta haft margan annan tilgang fyrir líf sitt, en þann einan að fæða börn.
Ég þekki tvær konur á Íslandi sem vissu að gifting og barneignir væru ekki það sem líf þeirra yrði um, en þær eru báðar mjög virkar sem einskonar ættar-mæður fyrir börn systkina sinna. Og konur hér sem ég þekki eru líka með hliðstæð hlutverk í ýmsum tegundum umönnunnar á fólki og dýrum, þó að þær hafi ekki fætt af sér eigið hold og blóð.
Flestir sem hafa opin augu um offjölgun mannkyns, og hvernig við erum á góðri leið til að eyðileggja allt á jörðunni, er að sýna okkur að við verðum að færa okkur frá orðum presta um að „Margfaldast og uppfylla jörðina“ og hugsa dæmið upp á nýtt. Við höfum svo sannarlega gert það nú þegar. Uppfyllt jörðina allt of mikið. Það er greinilega kominn tími til að hugsa dæmið um tilveruna í nýrri formúlu eins og svo margir fræðingar eru að benda okkur á. Tími fyrir nýja uppskrift um það hvernig við hegðum okkur. Og nokkrar ungar konur eru að koma út í fjölmiðlum með að hafa tekið ákvörðun um að þær ætli ekki að bæta við þá tölu. Harry Bretaprins og Meghan ætla bara að viðhalda sér og fá tvö börn.
Karlar líta oft þannig á að þeir hafi einkarétt á að hafa köllun og hundsa börnin sín
Karlar hafa ekki einkarétt á köllun, konur fá líka köllun, og sú köllun er ekki alltaf um að fjölga mannkyninu, sem sumir karlmenn hafa neitað að meðtaka. Það að þeir vilja sjá sæðið sitt verða að einhverju, en ganga ekki með afkvæmið. Þeir karlmenn sem hafa slíkt hugarfar verða að skilja að sæði þeirra verði ekki alltaf að litlum mannverum sem þeir geti haldið á lofti eins og vinningsbikurum. Draumur sem einn maður sem ég hitti hafði um sæðið í sér.
Ég tala ekki um barneignir því að við eigum ekki börnin, en höfum það verk að sinna þeim og elska og vera með þeim og kynnast þeim vel, þegar þau koma inn í líf okkar. Sem gerist því miður ekki alltaf eins og ætti að vera og gerðist ekki nógu vel hjá mér heldur af því að dæmið var sett upp í kolrangri formúlu karlveldis og brenglaðrar trúar.
Ekki nærri allar konur vilja sjá um það einar. Ég hafði ekki náð því á þeim aldri að hafa haft sýn um að verða foreldri þegar ég varð það, og hefði ekki valið að verða einstætt foreldri heldur, eins og ég heyri að sumar konur vilji, en sem samt varð. Og það vegna heimsku þrýstings í viðhorfum þeirra tíma. Bjagaðra viðhorfa um að finna maka. Og enginn sá fyrir, né myndi hafa kært sig um að hugleiða um hvernig slík ofstjórn og misnotkun á lífi ungrar konu hafi sorglegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem svo fari niður línuna.
Þess vegna þarf hugsun og meðvitund um hvað það sé sem kemur til okkar með að fæða börn inn í líf okkar. Við vitum ekki hver birtist, né í hvaða ástandi mannveran sé sem er í þessum litla krúttlega líkama. Sál utan úr heimi að koma í enn eitt líf og líkama.
Það eru of mörg dæmi í heiminum að börnin sem hafa komið líður ekki vel, upplifa sig ekki velkomin, og hafa ekki glóru um hvernig þau eigi að glíma við sitt eigið tilfinningalega sjálf og sjálfsmynd sína. Því að nú á tímum er stór hluti barna með bæði foreldri í vinnu allan daginn, eða einstætt foreldri í vinnu allan daginn. Og enginn hefur tíma til að vera með þeim og tala við þau í gegn um árin um hugsanir sínar og tilfinningar eins og þau þurfa.
Börn eru ekki dauðir hlutir af færibandi, en ríkisstjórnir sem vilja mannfjölgun skilja ekki þörf þeirra fyrir umönnun og eru í raun með höfuðið í sandinum, því þeir vilja í raun fá þau sem vinnuafl án innsæis í þeirra raunverulegu þarfir fyrir að hafa foreldri með sér fyrir rétta tengingu.
Svo að þeir karlar sem eru með sæðisdýrkun í óhófi þurfa að endurskoða og hugsa um allt heila dæmið um að koma mannveru í heiminn.
Konur hafa fært heiminum verðmæti sem eru stærri og meiri en nokkuð annað og mikilvægara en þó að þær hefðu fætt börn
Konur eiga jafnan rétt á virðingu fyrir ákvörðunum sem þær taka um líf sitt hver svo sem hún er. Ekki myndu karlmenn vilja lenda í þeim tegundum lítillækkana fyrir val sitt um tilgang sinn fyrir líf sitt, sem konur hafa upplifað um eilífð.
Helena Petrova Blavatski sem stofnaði Guðspekihreyfinguna var trúlega ein af þeim fáu á þeim tímum sem fyrir meira en hundrað árum var svo meðvituð um verkefni sitt til að stofna þá hreyfingu, að hún vildi ekki hafa kynmök með þeim mönnum sem hún var gift í stuttan tíma. Ástæðan var sú að hún vissi að ef hún yrði barnshafandi gæti hún ekki sinnt því sem hún hafði köllun fyrir, og vissi að væri sín andlega skylda í því lífi til að sjá um að dreifa um heiminn. Það má svo sannarlega kalla þá stofnun „Barn-sköpun-einstakling sem hefur gefið heiminum meira á andlegu og tilfinningalegum sviðum en hin ýmsu börn sem hún gæti kannski hafa fætt, hefðu afrekað. Sama á við um öll merkilegu verkefnin sem allar aðrar konur hafa skilið eftir sig handa heiminum hvort sem þær fæddu börn af sér eða ekki.
Greinar á Kjarnanum eru að sýna að það er eins með læknavísindin sem voru sköpuð af körlum frá forsendum líkama þeirra, en ekki kvenlíkamana, og er með lögin að þau lög sem menn skrifuðu fyrir sinn hag frá sínu karllæga sjónarhorni eru enn á toppnum og hafa meira vægi en önnur sönn atriði sem konur hafa upplifað. Er það ekki skuggi af þessu með hugmynd þeirra og Goðsögn um hvað þeir vilji að konur séu?
Hvað með allt talið um að Ísland sé mest og best fyrir konur? Það virðist samt enn ýmislegt vanta í það dæmi þegar lesið er um þau mál í blöðunum í dag.