Hvernig íslenska valdastéttin mokar milljörðum úr fyrirtækjum

Benjamín Julian skrifar um pjakka sem voru saman í skóla eða fótbolta í gamla daga og græða nú saman peninga í viðskiptum sem eru öll full af kunningjakærleik.

Auglýsing

Hvað á fyr­ir­tæki að gera þegar það hefur of mikið af pen­ing­um? Þessi spurn­ing hefur blasað við stjórn­endum á Íslandi und­an­farin ár.

Það er ekki gott að borga arð, því arður er eitt­hvað sem ríkt fólk fær og borgar lít­inn skatt af. Starfs­fólk­inu, sem vann fyrir þessum pen­ing, gæti sárnað það. Eðli­leg­ast væri auð­vitað að gefa starfs­fólk­inu pen­ing fyrir dugn­að­inn, eða fjár­festa í fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins. Eða kaupa eitt­hvað fal­legt fyrir sam­fé­lag­ið.

En hvers vegna að gera það, þegar er hægt að henda pen­ing­unum út um glugg­ann?

Auglýsing

Á árunum 2015-2018 keyptu fyr­ir­tæki skráð í Kaup­höll Íslands eigin hluta­bréf fyrir meira en 53 millj­arða króna. Það mætti segja að þau hafi tekið mön­tr­una „fjár­festu í sjálfum þér“ alla leið, nema að þau fjár­festu auð­vitað ekki í neinu – þau fluttu pen­ing­ana í hend­urnar á hlut­höfum sem voru til í að selja sig úr fyr­ir­tæk­inu.

Ein­hverjir sam­sær­is­kenn­inga­smiðir hafa sagt að þetta séu bara dul­búnar arð­greiðsl­ur. Einn þeirra er fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Skelj­ungs hf., sem lét hafa eftir sér að „Það er við­kvæmara að greiða stórar upp­hæðir til hlut­hafa í formi arðs en í formi end­ur­kaupa“. Skelj­ungur hefur und­an­farin ár dælt hund­ruðum millj­óna króna úr fyr­ir­tæk­inu með þess­ari aðferð.

Tvennt ger­ist þegar fyr­ir­tæki kaupir eigin hluta­bréf: hand­hafar bréf­anna sem eru keypt fá pen­inga og eft­ir­stand­andi bréf hækka í verði. Til langs tíma hefur þetta svipuð áhrif á fyr­ir­tæki eins og það hefur á mann­eskju að borða á sér fót­inn. Fyrst er það seðj­andi, nær­ing­ar­ríkt og bragð­gott. En með tím­anum verður erfitt að halda áfram að labba. Hrun í fjár­fest­ingum á Vest­ur­löndum síð­ustu ára­tugi má að hluta rekja til þess­ara vinnu­bragða – for­gangs­at­riðið hefur verið að setja krem á köku fjár­festa, frekar en að byggja upp fram­tíð­ina. 

Þann fyrsta nóv­em­ber 2018 keypti stjórn­ar­maður í Marel hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu fyrir 100 millj­ónir króna. Þremur vikum síðar sam­þykkti hlut­hafa­fundur Marel end­ur­kaupa­á­ætlun sem keypti hluti í félag­inu fyrir 6,6 millj­arða króna fram til 5. mars 2019. Hókus pók­us, nú voru hlutir stjórn­ar­manns­ins orðnir 130 milljón króna virði.

Auð­vitað er ekki öll hækkun bréf­anna á þessu tíma­bili vegna end­ur­kaupa. Marel er fínt fyr­ir­tæki í mik­illi upp­bygg­ingu. En sjötta hvert hluta­bréf Marel sem var keypt frá nóv­em­ber­lokum 2018 til mars­byrj­unar 2019 var keypt af fyr­ir­tæk­inu sjálfu.

Grein­ing­ar­að­il­inn Fort­una Advis­ors hefur lagt mat á það hvernig fyr­ir­tækjum gengur ef þau ákveða að kaupa eigin hluta­bréf, frekar en eitt­hvað nyt­sam­legt. Viti menn, þannig fyr­ir­tæki dróg­ust aftur úr öðrum til lengri tíma lit­ið. Þetta þarf auð­vitað ekki að koma á óvart. Það að sjúga pen­inga úr fyr­ir­tækjum með arð­greiðslum og end­ur­kaupum gerir þau veik­ari, á kostnað starfs­fólks og fram­tíð­ar­inn­ar, í þágu skamm­tíma­gróða hlut­hafa. En það er ekki sama hvort pen­ing­arnir fari út með arð­greiðslum eða end­ur­kaup­um. Einn hópur fólks græðir meira á end­ur­kaup­um, sem kann að útskýra hvers vegna sú aðferð hefur orðið vin­sælli und­an­far­ið. Sá hópur er hátt­settir stjórn­endur í við­kom­andi fyr­ir­tækj­um.

Nú til dags fá „lyk­il­starfs­menn“ oft, til við­bótar við laun, rétt til að kaupa hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu á föstu verði, sama þótt verðið hækki í milli­tíð­inni. Hug­myndin er að þetta hvetji þá til að vera dug­legir að gera fyr­ir­tækið verð­mæt­ara. Þetta má einnig gera með fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu, en hún er óviss og tekur tíma. Fljót­vinn­ari leið er að kaupa bara bréf í fyr­ir­tæk­inu sjálfu. Verðið rýkur upp – til skamms tíma, að minnsta kosti. Nú kaupir stjórn­and­inn hluta­bréf á lof­orðs­verð­inu, selur strax aftur á hærra verð­inu og hefur með því að lyfta litlafingri grætt haug af pen­ing­um. 

Og hver veit nema fleiri geti grætt á svona kaup­um? Íslensk elíta er ást­rík og umhyggju­söm, og full af alúð gagn­vart vinum og vanda­mönn­um. „Mark­að­ur­inn hérna heima, hann hefur oft verið pínu sér­stak­ur,“ segir fjár­mála­stjóri Haga. „Það virð­ast allir vita allt ... allt pjakkar sem voru saman í skóla eða í fót­bolta svo verðið gæti hafa breyst löngu áður.“ Inn­herj­a­við­skipti heita þetta. Sum lög­leg, sum ólög­leg, öll full af kunn­ingja­kær­leik.

Þetta ger­ist auð­vitað bara ef ekki er haft náið auga með fyr­ir­tæk­inu. Til dæmis ef eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er ekki árvök­ull kap­ít­alisti, heldur óvirkur fjár­festir – eins og líf­eyr­is­sjóð­ur. Fyrir nokkrum árum sagði stjórna­for­maður Gildis – líf­eyr­is­sjóðs að sjóð­irnir þyrftu að auka árvekni sína, ann­ars myndu smærri og harð­skeytt­ari fjár­fest­ar, eða fram­kvæmda­stjórn­in, taka yfir alla stjórn. „Það gefur ótrú­lega litlu hlutafé vægi ef [líf­eyr­is­sjóð­irn­ir] hafa engin afskipti af stefnu­mótun eða stjórnum fyr­ir­tækja,“ sagði hann. Sann­ast sagna.

Á síð­ustu vikum var til­kynnt um end­ur­kaup hluta­bréfa í Sjó­vá, Sím­an­um, Origo, Eik fast­eigna­fé­lagi, Heima­völl­um, VÍS, Hög­um, Eim­skipum og Reg­in. Millj­óna­tugir fylgja millj­óna­tugum á leið sinni – ekki beint út um glugg­ann, heldur í vas­ann á brösk­urum og „pjökkum sem voru saman í fót­bolta“. Það mætti jafn­vel segja að það væri sam­fé­lags­lega betra að henda pen­ingum bók­staf­lega út um glugg­ann. Þá myndi fólkið á göt­unni alla­vega fá hann í hend­urn­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar