Hvernig íslenska valdastéttin mokar milljörðum úr fyrirtækjum

Benjamín Julian skrifar um pjakka sem voru saman í skóla eða fótbolta í gamla daga og græða nú saman peninga í viðskiptum sem eru öll full af kunningjakærleik.

Auglýsing

Hvað á fyr­ir­tæki að gera þegar það hefur of mikið af pen­ing­um? Þessi spurn­ing hefur blasað við stjórn­endum á Íslandi und­an­farin ár.

Það er ekki gott að borga arð, því arður er eitt­hvað sem ríkt fólk fær og borgar lít­inn skatt af. Starfs­fólk­inu, sem vann fyrir þessum pen­ing, gæti sárnað það. Eðli­leg­ast væri auð­vitað að gefa starfs­fólk­inu pen­ing fyrir dugn­að­inn, eða fjár­festa í fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins. Eða kaupa eitt­hvað fal­legt fyrir sam­fé­lag­ið.

En hvers vegna að gera það, þegar er hægt að henda pen­ing­unum út um glugg­ann?

Auglýsing

Á árunum 2015-2018 keyptu fyr­ir­tæki skráð í Kaup­höll Íslands eigin hluta­bréf fyrir meira en 53 millj­arða króna. Það mætti segja að þau hafi tekið mön­tr­una „fjár­festu í sjálfum þér“ alla leið, nema að þau fjár­festu auð­vitað ekki í neinu – þau fluttu pen­ing­ana í hend­urnar á hlut­höfum sem voru til í að selja sig úr fyr­ir­tæk­inu.

Ein­hverjir sam­sær­is­kenn­inga­smiðir hafa sagt að þetta séu bara dul­búnar arð­greiðsl­ur. Einn þeirra er fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Skelj­ungs hf., sem lét hafa eftir sér að „Það er við­kvæmara að greiða stórar upp­hæðir til hlut­hafa í formi arðs en í formi end­ur­kaupa“. Skelj­ungur hefur und­an­farin ár dælt hund­ruðum millj­óna króna úr fyr­ir­tæk­inu með þess­ari aðferð.

Tvennt ger­ist þegar fyr­ir­tæki kaupir eigin hluta­bréf: hand­hafar bréf­anna sem eru keypt fá pen­inga og eft­ir­stand­andi bréf hækka í verði. Til langs tíma hefur þetta svipuð áhrif á fyr­ir­tæki eins og það hefur á mann­eskju að borða á sér fót­inn. Fyrst er það seðj­andi, nær­ing­ar­ríkt og bragð­gott. En með tím­anum verður erfitt að halda áfram að labba. Hrun í fjár­fest­ingum á Vest­ur­löndum síð­ustu ára­tugi má að hluta rekja til þess­ara vinnu­bragða – for­gangs­at­riðið hefur verið að setja krem á köku fjár­festa, frekar en að byggja upp fram­tíð­ina. 

Þann fyrsta nóv­em­ber 2018 keypti stjórn­ar­maður í Marel hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu fyrir 100 millj­ónir króna. Þremur vikum síðar sam­þykkti hlut­hafa­fundur Marel end­ur­kaupa­á­ætlun sem keypti hluti í félag­inu fyrir 6,6 millj­arða króna fram til 5. mars 2019. Hókus pók­us, nú voru hlutir stjórn­ar­manns­ins orðnir 130 milljón króna virði.

Auð­vitað er ekki öll hækkun bréf­anna á þessu tíma­bili vegna end­ur­kaupa. Marel er fínt fyr­ir­tæki í mik­illi upp­bygg­ingu. En sjötta hvert hluta­bréf Marel sem var keypt frá nóv­em­ber­lokum 2018 til mars­byrj­unar 2019 var keypt af fyr­ir­tæk­inu sjálfu.

Grein­ing­ar­að­il­inn Fort­una Advis­ors hefur lagt mat á það hvernig fyr­ir­tækjum gengur ef þau ákveða að kaupa eigin hluta­bréf, frekar en eitt­hvað nyt­sam­legt. Viti menn, þannig fyr­ir­tæki dróg­ust aftur úr öðrum til lengri tíma lit­ið. Þetta þarf auð­vitað ekki að koma á óvart. Það að sjúga pen­inga úr fyr­ir­tækjum með arð­greiðslum og end­ur­kaupum gerir þau veik­ari, á kostnað starfs­fólks og fram­tíð­ar­inn­ar, í þágu skamm­tíma­gróða hlut­hafa. En það er ekki sama hvort pen­ing­arnir fari út með arð­greiðslum eða end­ur­kaup­um. Einn hópur fólks græðir meira á end­ur­kaup­um, sem kann að útskýra hvers vegna sú aðferð hefur orðið vin­sælli und­an­far­ið. Sá hópur er hátt­settir stjórn­endur í við­kom­andi fyr­ir­tækj­um.

Nú til dags fá „lyk­il­starfs­menn“ oft, til við­bótar við laun, rétt til að kaupa hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu á föstu verði, sama þótt verðið hækki í milli­tíð­inni. Hug­myndin er að þetta hvetji þá til að vera dug­legir að gera fyr­ir­tækið verð­mæt­ara. Þetta má einnig gera með fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu, en hún er óviss og tekur tíma. Fljót­vinn­ari leið er að kaupa bara bréf í fyr­ir­tæk­inu sjálfu. Verðið rýkur upp – til skamms tíma, að minnsta kosti. Nú kaupir stjórn­and­inn hluta­bréf á lof­orðs­verð­inu, selur strax aftur á hærra verð­inu og hefur með því að lyfta litlafingri grætt haug af pen­ing­um. 

Og hver veit nema fleiri geti grætt á svona kaup­um? Íslensk elíta er ást­rík og umhyggju­söm, og full af alúð gagn­vart vinum og vanda­mönn­um. „Mark­að­ur­inn hérna heima, hann hefur oft verið pínu sér­stak­ur,“ segir fjár­mála­stjóri Haga. „Það virð­ast allir vita allt ... allt pjakkar sem voru saman í skóla eða í fót­bolta svo verðið gæti hafa breyst löngu áður.“ Inn­herj­a­við­skipti heita þetta. Sum lög­leg, sum ólög­leg, öll full af kunn­ingja­kær­leik.

Þetta ger­ist auð­vitað bara ef ekki er haft náið auga með fyr­ir­tæk­inu. Til dæmis ef eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er ekki árvök­ull kap­ít­alisti, heldur óvirkur fjár­festir – eins og líf­eyr­is­sjóð­ur. Fyrir nokkrum árum sagði stjórna­for­maður Gildis – líf­eyr­is­sjóðs að sjóð­irnir þyrftu að auka árvekni sína, ann­ars myndu smærri og harð­skeytt­ari fjár­fest­ar, eða fram­kvæmda­stjórn­in, taka yfir alla stjórn. „Það gefur ótrú­lega litlu hlutafé vægi ef [líf­eyr­is­sjóð­irn­ir] hafa engin afskipti af stefnu­mótun eða stjórnum fyr­ir­tækja,“ sagði hann. Sann­ast sagna.

Á síð­ustu vikum var til­kynnt um end­ur­kaup hluta­bréfa í Sjó­vá, Sím­an­um, Origo, Eik fast­eigna­fé­lagi, Heima­völl­um, VÍS, Hög­um, Eim­skipum og Reg­in. Millj­óna­tugir fylgja millj­óna­tugum á leið sinni – ekki beint út um glugg­ann, heldur í vas­ann á brösk­urum og „pjökkum sem voru saman í fót­bolta“. Það mætti jafn­vel segja að það væri sam­fé­lags­lega betra að henda pen­ingum bók­staf­lega út um glugg­ann. Þá myndi fólkið á göt­unni alla­vega fá hann í hend­urn­ar.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar