Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?

Tryggvi Felixson, hagfræðingur, skrifar um samstarf Norðurlandanna en hann segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíð þess.

Auglýsing

Ísland tekur á móti for­sæt­is­ráð­herrum Norð­ur­landa til sum­ar­fundar þessa dag­ana sem for­mennsku­land Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar. Á fund­inum á m.a. að ræða um stefnu fyrir nor­rænt sam­starf til lengri tíma.  

Nor­ræna ráð­herra­nefnd­in, sem for­sæt­is­ráð­herr­arnir fara fyr­ir, og Norð­ur­landa­ráð eru líf­æðin í opin­beru nor­rænu sam­starfi. Mest heyr­ist af sam­starfi Norð­ur­landa þegar árlegum verð­launum er úthlutað fyrir bók­mennt­ir, kvik­mynd­ir, tón­list og fram­tak í umhverf­is­vernd, eða þegar for­sæt­is­ráð­herrar land­anna koma saman og eiga sam­eig­in­lega fund með fyr­ir­mönnum stór­þjóða, eins og Merkel er nú dæmi um. Ekki skortir þá á yfir­lýs­ingar um mik­il­vægi sam­starfs­ins og vissu­lega er hægt að finna mörg dæmi um ágætan árangur þess. Sýni­leg­asta tákn sam­starfs­ins á Íslandi er Nor­ræna húsið sem Norð­ur­löndin komu sér saman um að byggja fyrir lið­lega 50 árum til að vega upp á móti meintum vax­andi menn­ing­ar­legum áhrifum Banda­ríkj­anna á Ísland­i. Ýmsar mik­il­vægar fram­kvæmdir hafa notið lið­styrks Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ans og Nor­ræna eld­fjalla­stöðin sem rekin er af Háskóla Íslands hefur verið sýni­legt tákn um gagn­semi sam­starfsins.  

Þrátt fyrir margar og fjölg­andi yfir­lýs­ingar um mik­il­vægi nor­ræna sam­starfs­ins er ástæða til að hafa áhyggjur af fram­tíð þess. Fjár­fram­lög Norð­ur­landa til sam­starfs­ins hafa farið hríð­lækk­andi und­an­farna tvo ára­tugi. Í hlut­falli við lands­fram­leiðslu Norð­ur­landa og rík­is­út­gjöld almennt er sam­starfið aðeins um hálf­drætt­ingur í sam­an­burði við það sem það var fyrir um 30 árum síð­an. Á saman tíma og löndin hafa sjálf aukið fjár­fram­lög til menn­ing­ar­mála hefur dregið úr því fjár­magni sem veitt er í sam­eig­in­legrar menn­ing­ar­sam­starf Norð­ur­landa. Þrátt fyrir afar mikla aukn­ingu á fjár­magni sem veitt er til rann­sókna á sviði orku­mála hefur starf­semi Nor­ræna orku­sjóðs­ins ekki verið efld í sama mæli. Öll rök lúta þó að því að mikil sam­legð­ar­á­hrif séu af sam­eig­in­legum rann­sókn­um. Ekki hefur náðst sam­komu­lag um að við­halda og styrkja vel heppnað sam­starf í Nor­rænu þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­inni NDF og fleiri af ríkj­unum hafa gert atlögu að sam­starfs­stofn­unum á borð við Nor­rænu eld­fjalla­stöð­ina. Þrátt fyrir að Norð­ur­löndin séu öll undir veru­legum áhrifum ákvarð­ana sem teknar eru í Evr­ópu­sam­band­inu hefur lítið miðað í þá átt efla sam­starf um Evr­ópu­mál­efni til að auka áhrifin á þeim vett­vang­i. 

Auglýsing

Und­an­farin ár hafa komið fram fjöl­margar skýrslur sem með rök­stuðn­ingi lýsa hvernig má efla sam­starfið á hinum ýmsu svið­um. En er alltof lítið hefur orðið úr eft­ir­fylgni. Ekk­ert ríkj­anna dregur í efa mik­il­vægi þekk­ing­ar­sköp­unar og skoð­ana­skipta, en erfitt er að fram­fylgja hug­myndum um meira skuld­bind­andi sam­starf þó dæmin sanni að það er árang­urs­ríkt.

Hver vegna? Íhalds­semi og tregða til breyt­inga. Einnig ótti ein­stakra ríkja við að missa spón úr aski sínum við að leggja fé í sam­ein­ing­lega sjóði og aðgerð­ir. Þetta eru mann­leg við­brögð, en ekki skyn­sam­leg þar sem hvert um sig eru Norð­ur­löndin smá og sam­starfi fylgir stærða­hag­kvæmni og frek­ari alþjóð­leg áhrif. 

Íslend­ingar hafa óneit­an­lega haft mikið gagn af nor­rænu sam­starfi. Að vera í for­svari fyrir sam­starf­inu er tæki­færi sem gefst á fimm ára fresti. Það er tíma­bær spurn­ing hvernig efla má sam­starfið með því að veita því fjár­magn í hlut­falls­lega sam­bæri­legu mæli og var fyrir þrjá­tíu árum síð­an. Fögur orð um sam­starfið eru til lít­ils ef þau leiða ekki til styrkja frekar það sem vel hefur tek­ist og til nýsköp­unar í takt við þarfir nútím­ans. 

Ég hvet for­sæt­is­ráð­herra að glugga í þær mörgu skýrslur sem fram hafa komið á und­an­förnum árum um umbætur á nor­rænu sam­starfi og kalli eftir til­lögum sem geta eflt sam­starf­ið, og tala fyrir því að orðum um áherslur í nor­rænu sam­starf verði fylgt eftir með sam­bæri­legum fjár­fram­lögum og þegar best lét.  

Höf­undur er hag­fræð­ingur og hefur starfað sem sér­fræð­ingur og skrif­stofu­stjóri hjá Norð­ur­landa­ráði og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar