Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?

Tryggvi Felixson, hagfræðingur, skrifar um samstarf Norðurlandanna en hann segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af framtíð þess.

Auglýsing

Ísland tekur á móti for­sæt­is­ráð­herrum Norð­ur­landa til sum­ar­fundar þessa dag­ana sem for­mennsku­land Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar. Á fund­inum á m.a. að ræða um stefnu fyrir nor­rænt sam­starf til lengri tíma.  

Nor­ræna ráð­herra­nefnd­in, sem for­sæt­is­ráð­herr­arnir fara fyr­ir, og Norð­ur­landa­ráð eru líf­æðin í opin­beru nor­rænu sam­starfi. Mest heyr­ist af sam­starfi Norð­ur­landa þegar árlegum verð­launum er úthlutað fyrir bók­mennt­ir, kvik­mynd­ir, tón­list og fram­tak í umhverf­is­vernd, eða þegar for­sæt­is­ráð­herrar land­anna koma saman og eiga sam­eig­in­lega fund með fyr­ir­mönnum stór­þjóða, eins og Merkel er nú dæmi um. Ekki skortir þá á yfir­lýs­ingar um mik­il­vægi sam­starfs­ins og vissu­lega er hægt að finna mörg dæmi um ágætan árangur þess. Sýni­leg­asta tákn sam­starfs­ins á Íslandi er Nor­ræna húsið sem Norð­ur­löndin komu sér saman um að byggja fyrir lið­lega 50 árum til að vega upp á móti meintum vax­andi menn­ing­ar­legum áhrifum Banda­ríkj­anna á Ísland­i. Ýmsar mik­il­vægar fram­kvæmdir hafa notið lið­styrks Nor­ræna fjár­fest­ing­ar­bank­ans og Nor­ræna eld­fjalla­stöðin sem rekin er af Háskóla Íslands hefur verið sýni­legt tákn um gagn­semi sam­starfsins.  

Þrátt fyrir margar og fjölg­andi yfir­lýs­ingar um mik­il­vægi nor­ræna sam­starfs­ins er ástæða til að hafa áhyggjur af fram­tíð þess. Fjár­fram­lög Norð­ur­landa til sam­starfs­ins hafa farið hríð­lækk­andi und­an­farna tvo ára­tugi. Í hlut­falli við lands­fram­leiðslu Norð­ur­landa og rík­is­út­gjöld almennt er sam­starfið aðeins um hálf­drætt­ingur í sam­an­burði við það sem það var fyrir um 30 árum síð­an. Á saman tíma og löndin hafa sjálf aukið fjár­fram­lög til menn­ing­ar­mála hefur dregið úr því fjár­magni sem veitt er í sam­eig­in­legrar menn­ing­ar­sam­starf Norð­ur­landa. Þrátt fyrir afar mikla aukn­ingu á fjár­magni sem veitt er til rann­sókna á sviði orku­mála hefur starf­semi Nor­ræna orku­sjóðs­ins ekki verið efld í sama mæli. Öll rök lúta þó að því að mikil sam­legð­ar­á­hrif séu af sam­eig­in­legum rann­sókn­um. Ekki hefur náðst sam­komu­lag um að við­halda og styrkja vel heppnað sam­starf í Nor­rænu þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­inni NDF og fleiri af ríkj­unum hafa gert atlögu að sam­starfs­stofn­unum á borð við Nor­rænu eld­fjalla­stöð­ina. Þrátt fyrir að Norð­ur­löndin séu öll undir veru­legum áhrifum ákvarð­ana sem teknar eru í Evr­ópu­sam­band­inu hefur lítið miðað í þá átt efla sam­starf um Evr­ópu­mál­efni til að auka áhrifin á þeim vett­vang­i. 

Auglýsing

Und­an­farin ár hafa komið fram fjöl­margar skýrslur sem með rök­stuðn­ingi lýsa hvernig má efla sam­starfið á hinum ýmsu svið­um. En er alltof lítið hefur orðið úr eft­ir­fylgni. Ekk­ert ríkj­anna dregur í efa mik­il­vægi þekk­ing­ar­sköp­unar og skoð­ana­skipta, en erfitt er að fram­fylgja hug­myndum um meira skuld­bind­andi sam­starf þó dæmin sanni að það er árang­urs­ríkt.

Hver vegna? Íhalds­semi og tregða til breyt­inga. Einnig ótti ein­stakra ríkja við að missa spón úr aski sínum við að leggja fé í sam­ein­ing­lega sjóði og aðgerð­ir. Þetta eru mann­leg við­brögð, en ekki skyn­sam­leg þar sem hvert um sig eru Norð­ur­löndin smá og sam­starfi fylgir stærða­hag­kvæmni og frek­ari alþjóð­leg áhrif. 

Íslend­ingar hafa óneit­an­lega haft mikið gagn af nor­rænu sam­starfi. Að vera í for­svari fyrir sam­starf­inu er tæki­færi sem gefst á fimm ára fresti. Það er tíma­bær spurn­ing hvernig efla má sam­starfið með því að veita því fjár­magn í hlut­falls­lega sam­bæri­legu mæli og var fyrir þrjá­tíu árum síð­an. Fögur orð um sam­starfið eru til lít­ils ef þau leiða ekki til styrkja frekar það sem vel hefur tek­ist og til nýsköp­unar í takt við þarfir nútím­ans. 

Ég hvet for­sæt­is­ráð­herra að glugga í þær mörgu skýrslur sem fram hafa komið á und­an­förnum árum um umbætur á nor­rænu sam­starfi og kalli eftir til­lögum sem geta eflt sam­starf­ið, og tala fyrir því að orðum um áherslur í nor­rænu sam­starf verði fylgt eftir með sam­bæri­legum fjár­fram­lögum og þegar best lét.  

Höf­undur er hag­fræð­ingur og hefur starfað sem sér­fræð­ingur og skrif­stofu­stjóri hjá Norð­ur­landa­ráði og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
2020 fram að kórónufaraldri: Icelandair rær lífróður
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
Kjarninn 10. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar