Hvalá: Næststærsti draumurinn?

Auglýsing

Hverjar ætli séu brjál­æð­is­leg­ustu virkj­ana­hug­myndir Íslands­sög­unn­ar? Margir munu lík­leg­ast nefna Kára­hnjúka­virkj­un, langstærstu virkjun lands­ins, en með henni var Jöklu, sem einnig er þekkt undir heit­inu Jök­ulsá á Dal eða Jök­ulsá á Brú, vippað hátt í 40 km leið um jarð­göng yfir í Lag­ar­fljót. Umhverf­is­á­hrifin af þess­ari fram­kvæmd voru sem vænta mátti í sam­ræmi við umfang­ið. Líf­rík­inu í Lag­ar­fljóti lá við eyði­legg­ingu, umfangs­miklu sam­felldu hálend­is­gróð­ur­lendi á Vest­ur­ör­æfum var sökkt og friðlandið í Kring­ils­árrana skilið eftir opið fyrir vatns­rofi og leir­foki úr lón­stæði Háls­lóns, svo fátt eitt sé nefnt.

Bless­un­ar­lega hafa engar aðrar hug­myndir í lík­ingu við Kára­hnjúka­virkjun kom­ist til fram­kvæmda en hvað með aðrar virkj­ana­hug­myndir sem ekki hafa enn og verða von­andi aldrei að veru­leika? Af ýmsu áhuga­verðu (les­ist: brjál­æð­is­legu) er þar að taka. Hvað með uppi­stöðu­lón í Þjórs­ár­verum, þar sem fyrstu hug­myndir gerðu ráð fyrir að sökkva ver­unum í heild sinni upp undir jökul? Eða Aust­ur­lands­virkjun þar sem stærsta útfærslan gerði ráð fyrir að öllum jök­ulám frá norð­aust­an­verðum Vatna­jökli yrði veitt í eina risa­virkjun, sem var af sumum nefnd „Langstærsti draum­ur­inn“ („LS­D“)? Þá var um tíma rætt um flutn­ing Skjálf­anda­fljóts úr far­vegi sínum ofan við Ald­eyj­ar­foss yfir í Svart­ár­vatn og þaðan áfram norður í Laxá, og vatna­flutn­ingar Skaftár yfir í Tungnaá í gegnum Langa­sjó voru á teikni­borð­inu nán­ast alveg fram að inn­limun Langa­sjávar í Vatna­jök­uls­þjóð­garð árið 2011.

Þessar hug­myndir eiga það lík­leg­ast sam­eig­in­legt að vera í hugum almenn­ings leifar „gamla tím­ans“, þegar við­horf til nátt­úr­unnar voru önnur og ekki þótti merki­legt að láta nátt­úru standa í vegi fyrir „fram­förum og upp­bygg­ing­u“. Það eru þó ekki meira en um 20 ár síðan ákveðið var að fara í Kára­hnjúka­virkj­un, og ára­tug síðar voru enn til umræðu hug­myndir um miðl­un­ar­lón í Þjórs­ár­verum og flutn­ing Skaftár yfir á vatna­svið Þjórsár og Jök­ulsár á Fjöllum yfir í Háls­lón. Ofur­virkj­ana­hug­mynd­irnar eru nefni­lega hreint ekki svo fornar eftir allt sam­an!

Auglýsing

Blautir ofur­virkj­ana­draumar

Eitt besta yfir­lit yfir þetta tíma­bil stór­karla­leg­ustu risa­virkj­ana­hug­mynd­anna má finna í skýrslu Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins og Orku­stofn­unar frá 1994, sem nefn­ist „Inn­lendar orku­lindir til vinnslu raf­orku“. Í skýrsl­unni er reyndar búið að vinsa brjál­æð­is­leg­ustu hug­myndir 8. ára­tug­ar­ins út en eftir standa samt býsna stalínískar stór­virkj­ana­hug­mynd­ir, útfærslur þar sem mörgum vatna­sviðum ofan hálend­is­brún­ar­innar er steypt saman í eina risa­virkjun með tómum vatns­far­vegum og þurrk­uðum heiða­löndum án nokk­urs til­lits til nátt­úr­unn­ar. Þessar hug­myndir gengu furðu­margar út á að safna vatni af eins stórum hálend­is­flæmum og mögu­legt er og troða því í gegnum örfáar risa­stórar túrbín­ur.

Reyndar má telja skýrslu­höf­undum til tekna að tekið er sér­stak­lega fram að hug­mynd­irnar eru lagðar fram án þess að horfa til nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miða, þetta eigi aðeins að vera yfir­lit yfir tækni­lega nýti­lega orku, en um leið er sagt að nátt­úru­vernd­ar- og hag­kvæmni­sjón­ar­mið muni ef til vill tak­marka nýt­ingu um helm­ing, svo að í hugum höf­unda hefur lík­leg­ast verið mögu­legt (og án vafa góð hug­mynd) að hrinda stórum hluta þess­ara hug­mynda í fram­kvæmd. Þetta eru með öðrum orðum ekki verk­fræði­legar æfingar eða hug­myndir út í loftið heldur bein­línis áætl­anir fyrir virkj­ana­fram­kvæmdir næstu ára­tuga á eft­ir. Þarna er verið að setja tón­inn, og þótt Íslend­ingar væru þá þegar orðnir með allra­stærstu raf­orku­fram­leið­endum í heimi miðað við höfða­tölu átti svo sann­ar­lega ekki að slaka á heldur keyra áfram allt í botn.

Kára­hnjúka­virkjun er besta dæmið um virkj­un­ar­út­færslu í skýrsl­unni, sem kom­ist hefur í fram­kvæmd eftir 1994, en aðrar hug­myndir lifa jafn­vel enn í dag góðu lífi eins og virkj­ana­hug­myndir í neðri hluta Þjórs­ár, Stóru-­Laxá, ýmsar jarð­varma­virkj­anir og svo ein alræmdasta virkj­ana­hug­detta okkar tíma.

„Kór­villa á Vest­fjörð­um“

Af þeim ara­grúa slæmra virkj­ana­hug­mynda sem settar eru á blað í skýrsl­unni er nefni­lega ein sem vekur sér­staka athygli í ljósi umræðu dags­ins. Hún er útli­stuð á blað­síðum 48–49 og er nokk­urs konar ofur­út­gáfa af Hval­ár­virkj­un. Þar er útfærð virkjun sem höf­undur hefur dregið upp á með­gylgj­andi kort (mynd 1).

Mynd 1. Ofur-Hvalá, úr skýrslu 1994.

Virkj­unin myndi ná til allrar Ófeigs­fjarð­ar­heiðar ofan Ófeigs- og Eyvinda­fjarða með Hvalá og Rjúkanda sem kjarna virkj­un­ar­svæð­is­ins (i á kort­i). Til þeirra yrði vatni veitt úr vestri frá vötn­unum sunnan við Dranga­jökul (ii), frá árdrögum og vötnum ofan Langa­dals­strandar þar sem heita Skúfna­vötn (iii) og sunnan að allt frá Stein­gríms­fjarð­ar­heiði þar sem Stað­ar­dalsá í Stein­gríms­firði á meðal ann­ars upp­tök sín (iv). Að suð­austan yrði vatni veitt frá afrennsl­is­svæði Selár í Stein­gríms­firði (v) og að norðan myndi veitan teygja sig norður að Bjarn­ar­firði á jarða­mörkum Dranga og Skjalda­bjarn­ar­víkur (vi).

Sjálft miðl­un­ar­svæði þess­arar ofur­út­gáfu Hval­ár­virkj­unar eins og hún birt­ist árið 1994 hefði náð yfir um 600 km² svæði uppi á heið­ar­lönd­um, fjölda far­vega stór­vatns­falla hefði verið raskað eða þeir tæmdir auk ara­grúa minni áa á svæð­inu. Áhrifa­svæði virkj­un­ar­innar (mis­lituð svæði umhverfis lón og raskaða far­vegi á mynd 1) hefðu náð yfir meira en 1400 km². Orku­fram­leiðsla þess­arar risa­virkj­unar var áætluð um 1.300 GWst (upp­sett afl í MW hafði ekki verið ákvarðað á þessum tíma), sem er um fjórð­ungur af fram­leiðslu Kára­hnjúka­virkj­unar (5.000 GWst) og hefði skilað Hvalá með Hraun­eyja­foss­virkjun í 3.-4. sætið yfir stærstu vatns­afls­virkj­anir lands­ins á eftir Kára­hnjúkum og Búr­felli.

Þessi ofur­út­gáfa af Hval­ár­virkj­un, sem hefði lagt undir sig Ófeigs­fjarð­ar­heið­ina, teygt sig norður eftir Strönd­um, út á heiða­brúnir ofan Djúps og suður um Stein­gríms­fjarð­ar­heiði, lítur út eins og illa hugsuð útópísk ofuræf­ing í vatns­afls­verk­fræði, og eflaust þykir les­endum nóg um að sjá hana bara á kort­inu hér að ofan. Sem betur fer varð þessi útgáfa þó ekki ofan á í þeim virkja­na­und­ir­bún­ingi að Hval­ár­virkjun sem Vest­ur­verk og HS Orka hafa staðið í und­an­farin ár. Eða hvað? Hvað ef það kæmi í ljós að virkj­ana­brjál­æði 20. ald­ar­innar lifir ennþá góðu lífi uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði árið 2019?

Kór­villan gengur aftur

Höf­undur hefur áður rakið hug­myndir um fram­tíð­ar­iðn­að­ar­svæði uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði. Virkj­ana­hug­myndir á svæð­inu snú­ast nefni­lega ekki ein­ungis um Hval­ár­virkj­un, þótt hún sé komin lengst í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmdir við hana séu í raun hafnar með vega­gerð í Ing­ólfs- og Ófeigs­fjörð­um. Tvær aðrar virkj­anir hafa verið í píp­unum um langa hríð, Skúfna­vatna­virkjun og Aust­ur­gils­virkj­un. Yfir­lit­skort af orku­iðn­að­ar­svæð­inu uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði fylgir hér með (mynd 2) svo les­endur geti áttað sig á umfangi þeirra hug­mynda sem stefnt hefur verið að í nokkur ár.

Mynd 2. Þrjár virkjanir á Ófeigsfjarðarheiði.

Um leið er ágætt að bera núver­andi hug­mynd um þrjár virkj­anir á svæð­inu við ofur­út­gáfu Hval­ár­virkj­unar eins og hún birt­ist í fyrr­nefndri skýrslu iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins 1994. Með sam­an­burði (sjá myndir 1 og 2) sést nefni­lega að núver­andi hug­myndir eru sam­an­lagt ekki svo frá­brugðnar hinni 25 ára gömlu ofur­út­gáfu að Hval­ár­virkj­un. Þær þrjár virkj­anir sem nú er stefnt að ná yfir nán­ast öll sömu svæði og fyr­ir­hugað var árið 1994, og áhrifa­svæðið (litað á mynd 2) er um 800 km², eða vel yfir helm­ingur af áhrifa­svæði ofurút­færsl­unnar frá 1994. Syðstu vötn Stein­gríms­fjarð­ar­heið­ar, árdrög Selár og nyrstu árnar í landi Dranga og Dranga­víkur á Ströndum eru ekki með, en að öðru leyti er núver­andi þriggja-­virkj­ana útfærsla nokkurn veg­inn sú sama og ofur-Hval­ár­virkj­unin frá 1994. Það er kannski afhjúp­andi að í skýrslu Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins og Orku­stofn­unar frá 1994 stendur raunar eft­ir­far­andi: „Helsti kostur þess­arar virkj­un­ar­leiðar er að auð­velt er að áfanga­skipta virkj­un.“

Að öllu ofan­sögðu verður því ein­fald­lega ekki annað séð en að núver­andi virkj­ana­hug­myndir um þrjár virkj­anir á svæð­inu, Hvalár-, Skúfna­vatna- og Aust­ur­gils­virkj­an­ir, sé ein­fald­lega risa­virkj­un­ar­hug­myndin frá 1994 aft­ur­geng­in, og núna einmitt áfanga­skipt eins og lagt var til í skýrsl­unni. Umhverf­is­á­hrifin eru enda nokkurn veg­inn þau sömu, í báðum til­fellum gríð­ar­lega mik­il. Svæðið er í heild sinni gjör­sam­lega lagt undir virkj­un­ar­mann­virki með fjölda skurða, stífl­um, lónum og til­færslu vatns­falla. Með áfanga­skipt­ingu ofur-Hvalár myndi líka nást annar veiga­mik­ill „kost­ur“, þ.e. í augum virkj­ana­að­ila: ­Vegna getu­leysis kerf­is­ins væri mögu­legt að smeygja sér undan því að meta heild­ar­um­hverf­is­á­hrif af öllum virkj­un­unum í einu, eins og lög kveða þó á um. ­Með þeirri áfanga­skipt­ingu sem nú er lagt upp með í þremur „sjálf­stæð­um“ virkj­ana­hug­myndum er í raun verið að blekkja stofn­anir og almenn­ing með því að klippa heild­ar­á­hrifin niður í minni áhrifa­svæði.

Til að kór­óna kór­vill­una má benda á að um ára­mótin 2014 til 2015 sendi Vest­ur­verk, sem þá hafði verið yfir­tekið af HS Orku, eig­endum Dranga­jarð­ar­innar ósk um við­ræður um leigu á vatns­rétt­indum nyrstu ánna (þeirra sem merktar eru númer vi. á korti 1). Sem betur fer huns­aði Dranga­fólk algjör­lega ósk um við­ræður enda ljóst að það tekur fram­tíð­ar­hags­muni nátt­úr­unnar fram yfir skamm­tíma­gróða. Afrit af bréfi virkj­un­ar­að­ila fylgir hér (mynd 3).

Mynd 3. Bréf Vesturverks til eigenda Drangajarðar.

Ef eig­endur Dranga hefðu hins vegar gengið að boði Vest­ur­verks og HS Orku um að leigja út vatns­rétt­indi sín norðan Eyvind­ar­fjarðar hefðu þær þrjár virkj­anir sem nú eru á teikni­borð­inu kom­ist enn nær ofur­virkj­un­ar­hug­mynd­inni frá 1994 hvað varðar umfang. Aðeins hefði vantað upp á að veita efstu drögum Stað­ar­dals- og Seláa í Stein­gríms­firði norður til Hvalár og Skúfna­vatna og ef það hefði gengið eftir síðar meir þá hefði ofur­virkj­unin frá 1994 verið full­kom­lega end­ur­borin (mynd 4).

Mynd 4. Virkjanir á Ófeigsfjarðarheiði með veitu úr landi Dranga.

Ný sýn á nátt­úr­una?

Bar­áttan snýst nefni­lega um meira en bara Hval­ár­virkj­un, þó hún sé aug­ljós­lega næg ástæða ein og sér til að taka slag­inn. Inni á Dranga­jök­ul­svíð­ernum þarf einnig að hrinda öðrum áformum þar sem alls­herj­ar­yf­ir­taka orku­fyr­ir­tækja á Ófeigs­fjarð­ar­heiði og nálægum svæðum blasir við, og svo þarf að ganga í að kveða niður allar hinar virkj­ana­bá­biljur orku­fyr­ir­tækj­anna út um allt land, þar sem ham­ast er utan í og inni á víð­ernum Íslands.

Að lokum má svo spyrja sig: Höfum við líkt og kerla í sögu Hall­dórs Lax­ness öðl­ast nýja sýn á lífið eftir þá kór­villu sem við höfum gengið í gegnum á hálendi Vest­fjarða? Það má kannski láta sig dreyma um að villa HS Orku og Vest­ur­verks hafi þó orðið til þess að virði og gildi hinna miklu Dranga­jök­ul­svíð­erna hafi loks runnið upp fyrir okk­ur.

Best væri ef þær aðfarir sem við höfum orðið vitni að í kringum Hval­ár­virkjun myndu að lokum leiða til þess að við öðl­uð­umst enn nýja sýn á nátt­úr­una í kringum okk­ur, hina ein­stæðu og sér­stöku íslensku nátt­úru sem við höfum aðeins tíma­bundið í vörslu okkar og þurfum að vernda og hlúa að í þágu umheims­ins, kom­andi kyn­slóða og svo ekki síst fyrir nátt­úr­una sjálfrar sín vegna. Því þótt okkur þyki ef til vill mörgum eða jafn­vel flestum virkj­ana­hug­myndir síð­ustu aldar vera löngu úr sér gengnar þá lifir lengi í gömlum glæð­um. Þá reynslu sem safn­ast hefur í bar­átt­unni fyrir víð­ernum og nátt­úru Stranda og Dranga­jök­ul­svíð­erna verður að nýta áfram til að verja öll hin svæðin sem enn eru í hættu vegna úreltra áforma og forn­ald­ar­við­horfa þeirra sem sjá nátt­úr­una ein­ungis í hæð­ar­lín­um, rennsl­is­mæl­ingum og jarð­hita­forða.

Þá hefði kór­villan á Vest­fjörðum þó verið til ein­hvers.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­­­­ur, höf­undur bók­­­­ar­innar Veg­­­­vísir um jarð­fræði Íslands, stjórn­­­­­­­ar­­­­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræð­i­­­­fé­lagi, Hag­þenki, og í sam­tök­unum ÓFEIGU nátt­úru­vernd, sem vinna að verndun víð­ern­anna á Ófeigs­fjarð­­­­ar­heiði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None