Kolefnisfótsporið af heimsókn Pence

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Sigrún Birna Steinarsdóttir fjalla um kolefnisfótspor vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna í aðsendri grein.

h_53508817.jpg
Auglýsing

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá lands­mönnum að vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, heim­sækir Ísland í dag, 4. sept­em­ber. Varla hefur verið hægt að lesa annað í fréttum und­an­farna daga og jafn­vel vikur en hvar hann verður og hvern hann hitt­ir, eða hittir ekki.

Í hring­iðu þess­arar umræðu fórum við að velta fyrir okkur hversu stórt kolefn­is­fót­spor þess­arar heim­sóknar verð­ur. Aukin vit­und­ar­vakn­ing hér á landi um lofts­lags­breyt­ingar og kolefn­is­fót­spor ferða­laga okkar hefur end­ur­spegl­ast í breyttum venjum okkar Íslend­inga, en hið sama verður ekki sagt um þennan til­tekna gest. Það má vera að það komi engum á óvart í ljósi yfir­lýs­inga hans sjálfs og stefnu Banda­ríkj­anna þegar kemur að lofts­lags­mál­um, en eitt af fyrstu verkum núver­andi Banda­ríkja­stjórnar var að draga Banda­ríkin út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Með vara­for­set­anum í för hér á landi eru eig­in­kona hans og starfs­lið. Starfs­liðið sem fylgir vara­for­set­anum er engin smá­smíði og telur fleiri ein­stak­linga en nokkur íslensk sveit­ar­fé­lög geta státað af. Hafa þau dvalið á land­inu í ein­hverja daga til að und­ir­búa komu Pence. Fréttir hafa verið fluttar af því að hóp­ur­inn hafi tekið á leigu um sex­tíu leigu­bíla auk þess sem vænn bíla­floti á vegum Banda­ríkj­anna á Íslandi hefur staðið þeim til boða. Allir þessir bílar hafa staðið í röðum fyrir utan hótel og aðra við­komu­staði hóps­ins.

Auglýsing

Vara­for­set­inn sjálfur verður tölu­vert á ferð­inni í dag og því fylgja lok­anir á vegum víða á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem ekki hefur verið hægt að gefa út nákvæmar tíma­setn­ingar á. Slíkum lok­unum á vegum fylgir fjöldi bíla sem munu sitja fastir þegar þeir reyna að kom­ast leiðar sinnar með til­heyr­andi útblæstri og meng­un.

Auk þessa gríð­ar­stóra bíla­flota fylgja hópnum hið minnsta sjö flug­vél­ar, þrjár af gerð­inni CV-22B Osprey, tvær C-130 Hercules, ein Lock­heed C-5 Galaxy auk Air Force 2 vél­ar­innar sem flytur sjálfan vara­for­set­ann milli landa. Að lokum hefur feng­ist stað­fest að tvær sér­út­búnar sjúkra­þyrlur af gerð­inni Sir­korsky H-60, sem eru í eigu banda­ríska hers­ins, séu á land­inu vegna heim­sóknar Pence.

Er þetta ekki bil­un? Lok­anir stofnæða, hund­rað manna starfs­lið, tugir bíla, sjö flug­vél­ar, tvær þyrl­ur. Og allt vegna eins manns sem stoppar ekki einu sinni í 12 klukku­stundir á land­inu. Þegar almenn­ingur á Íslandi er, rétti­lega að okkar mati, hvattur til að breyta sínum ferðum og venj­um, orðið flug­visku­bit er á allra vörum og við þorum varla að við­ur­kenna að við keyrðum út á land á bens­ín­bíl um dag­inn, ætlum við þá bara að taka því þegj­andi að hingað komi erlendur gestur á sjö flug­vél­um?

Höf­undar sitja í fram­kvæmda­stjórn Ungra vinstri grænna.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar