Kolefnisfótsporið af heimsókn Pence

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Sigrún Birna Steinarsdóttir fjalla um kolefnisfótspor vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna í aðsendri grein.

h_53508817.jpg
Auglýsing

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá lands­mönnum að vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, heim­sækir Ísland í dag, 4. sept­em­ber. Varla hefur verið hægt að lesa annað í fréttum und­an­farna daga og jafn­vel vikur en hvar hann verður og hvern hann hitt­ir, eða hittir ekki.

Í hring­iðu þess­arar umræðu fórum við að velta fyrir okkur hversu stórt kolefn­is­fót­spor þess­arar heim­sóknar verð­ur. Aukin vit­und­ar­vakn­ing hér á landi um lofts­lags­breyt­ingar og kolefn­is­fót­spor ferða­laga okkar hefur end­ur­spegl­ast í breyttum venjum okkar Íslend­inga, en hið sama verður ekki sagt um þennan til­tekna gest. Það má vera að það komi engum á óvart í ljósi yfir­lýs­inga hans sjálfs og stefnu Banda­ríkj­anna þegar kemur að lofts­lags­mál­um, en eitt af fyrstu verkum núver­andi Banda­ríkja­stjórnar var að draga Banda­ríkin út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Með vara­for­set­anum í för hér á landi eru eig­in­kona hans og starfs­lið. Starfs­liðið sem fylgir vara­for­set­anum er engin smá­smíði og telur fleiri ein­stak­linga en nokkur íslensk sveit­ar­fé­lög geta státað af. Hafa þau dvalið á land­inu í ein­hverja daga til að und­ir­búa komu Pence. Fréttir hafa verið fluttar af því að hóp­ur­inn hafi tekið á leigu um sex­tíu leigu­bíla auk þess sem vænn bíla­floti á vegum Banda­ríkj­anna á Íslandi hefur staðið þeim til boða. Allir þessir bílar hafa staðið í röðum fyrir utan hótel og aðra við­komu­staði hóps­ins.

Auglýsing

Vara­for­set­inn sjálfur verður tölu­vert á ferð­inni í dag og því fylgja lok­anir á vegum víða á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem ekki hefur verið hægt að gefa út nákvæmar tíma­setn­ingar á. Slíkum lok­unum á vegum fylgir fjöldi bíla sem munu sitja fastir þegar þeir reyna að kom­ast leiðar sinnar með til­heyr­andi útblæstri og meng­un.

Auk þessa gríð­ar­stóra bíla­flota fylgja hópnum hið minnsta sjö flug­vél­ar, þrjár af gerð­inni CV-22B Osprey, tvær C-130 Hercules, ein Lock­heed C-5 Galaxy auk Air Force 2 vél­ar­innar sem flytur sjálfan vara­for­set­ann milli landa. Að lokum hefur feng­ist stað­fest að tvær sér­út­búnar sjúkra­þyrlur af gerð­inni Sir­korsky H-60, sem eru í eigu banda­ríska hers­ins, séu á land­inu vegna heim­sóknar Pence.

Er þetta ekki bil­un? Lok­anir stofnæða, hund­rað manna starfs­lið, tugir bíla, sjö flug­vél­ar, tvær þyrl­ur. Og allt vegna eins manns sem stoppar ekki einu sinni í 12 klukku­stundir á land­inu. Þegar almenn­ingur á Íslandi er, rétti­lega að okkar mati, hvattur til að breyta sínum ferðum og venj­um, orðið flug­visku­bit er á allra vörum og við þorum varla að við­ur­kenna að við keyrðum út á land á bens­ín­bíl um dag­inn, ætlum við þá bara að taka því þegj­andi að hingað komi erlendur gestur á sjö flug­vél­um?

Höf­undar sitja í fram­kvæmda­stjórn Ungra vinstri grænna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar