Kolefnisfótsporið af heimsókn Pence

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Sigrún Birna Steinarsdóttir fjalla um kolefnisfótspor vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna í aðsendri grein.

h_53508817.jpg
Auglýsing

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá lands­mönnum að vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, heim­sækir Ísland í dag, 4. sept­em­ber. Varla hefur verið hægt að lesa annað í fréttum und­an­farna daga og jafn­vel vikur en hvar hann verður og hvern hann hitt­ir, eða hittir ekki.

Í hring­iðu þess­arar umræðu fórum við að velta fyrir okkur hversu stórt kolefn­is­fót­spor þess­arar heim­sóknar verð­ur. Aukin vit­und­ar­vakn­ing hér á landi um lofts­lags­breyt­ingar og kolefn­is­fót­spor ferða­laga okkar hefur end­ur­spegl­ast í breyttum venjum okkar Íslend­inga, en hið sama verður ekki sagt um þennan til­tekna gest. Það má vera að það komi engum á óvart í ljósi yfir­lýs­inga hans sjálfs og stefnu Banda­ríkj­anna þegar kemur að lofts­lags­mál­um, en eitt af fyrstu verkum núver­andi Banda­ríkja­stjórnar var að draga Banda­ríkin út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Með vara­for­set­anum í för hér á landi eru eig­in­kona hans og starfs­lið. Starfs­liðið sem fylgir vara­for­set­anum er engin smá­smíði og telur fleiri ein­stak­linga en nokkur íslensk sveit­ar­fé­lög geta státað af. Hafa þau dvalið á land­inu í ein­hverja daga til að und­ir­búa komu Pence. Fréttir hafa verið fluttar af því að hóp­ur­inn hafi tekið á leigu um sex­tíu leigu­bíla auk þess sem vænn bíla­floti á vegum Banda­ríkj­anna á Íslandi hefur staðið þeim til boða. Allir þessir bílar hafa staðið í röðum fyrir utan hótel og aðra við­komu­staði hóps­ins.

Auglýsing

Vara­for­set­inn sjálfur verður tölu­vert á ferð­inni í dag og því fylgja lok­anir á vegum víða á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem ekki hefur verið hægt að gefa út nákvæmar tíma­setn­ingar á. Slíkum lok­unum á vegum fylgir fjöldi bíla sem munu sitja fastir þegar þeir reyna að kom­ast leiðar sinnar með til­heyr­andi útblæstri og meng­un.

Auk þessa gríð­ar­stóra bíla­flota fylgja hópnum hið minnsta sjö flug­vél­ar, þrjár af gerð­inni CV-22B Osprey, tvær C-130 Hercules, ein Lock­heed C-5 Galaxy auk Air Force 2 vél­ar­innar sem flytur sjálfan vara­for­set­ann milli landa. Að lokum hefur feng­ist stað­fest að tvær sér­út­búnar sjúkra­þyrlur af gerð­inni Sir­korsky H-60, sem eru í eigu banda­ríska hers­ins, séu á land­inu vegna heim­sóknar Pence.

Er þetta ekki bil­un? Lok­anir stofnæða, hund­rað manna starfs­lið, tugir bíla, sjö flug­vél­ar, tvær þyrl­ur. Og allt vegna eins manns sem stoppar ekki einu sinni í 12 klukku­stundir á land­inu. Þegar almenn­ingur á Íslandi er, rétti­lega að okkar mati, hvattur til að breyta sínum ferðum og venj­um, orðið flug­visku­bit er á allra vörum og við þorum varla að við­ur­kenna að við keyrðum út á land á bens­ín­bíl um dag­inn, ætlum við þá bara að taka því þegj­andi að hingað komi erlendur gestur á sjö flug­vél­um?

Höf­undar sitja í fram­kvæmda­stjórn Ungra vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar