Kolefnisfótsporið af heimsókn Pence

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Sigrún Birna Steinarsdóttir fjalla um kolefnisfótspor vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna í aðsendri grein.

h_53508817.jpg
Auglýsing

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá lands­mönnum að vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, heim­sækir Ísland í dag, 4. sept­em­ber. Varla hefur verið hægt að lesa annað í fréttum und­an­farna daga og jafn­vel vikur en hvar hann verður og hvern hann hitt­ir, eða hittir ekki.

Í hring­iðu þess­arar umræðu fórum við að velta fyrir okkur hversu stórt kolefn­is­fót­spor þess­arar heim­sóknar verð­ur. Aukin vit­und­ar­vakn­ing hér á landi um lofts­lags­breyt­ingar og kolefn­is­fót­spor ferða­laga okkar hefur end­ur­spegl­ast í breyttum venjum okkar Íslend­inga, en hið sama verður ekki sagt um þennan til­tekna gest. Það má vera að það komi engum á óvart í ljósi yfir­lýs­inga hans sjálfs og stefnu Banda­ríkj­anna þegar kemur að lofts­lags­mál­um, en eitt af fyrstu verkum núver­andi Banda­ríkja­stjórnar var að draga Banda­ríkin út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Með vara­for­set­anum í för hér á landi eru eig­in­kona hans og starfs­lið. Starfs­liðið sem fylgir vara­for­set­anum er engin smá­smíði og telur fleiri ein­stak­linga en nokkur íslensk sveit­ar­fé­lög geta státað af. Hafa þau dvalið á land­inu í ein­hverja daga til að und­ir­búa komu Pence. Fréttir hafa verið fluttar af því að hóp­ur­inn hafi tekið á leigu um sex­tíu leigu­bíla auk þess sem vænn bíla­floti á vegum Banda­ríkj­anna á Íslandi hefur staðið þeim til boða. Allir þessir bílar hafa staðið í röðum fyrir utan hótel og aðra við­komu­staði hóps­ins.

Auglýsing

Vara­for­set­inn sjálfur verður tölu­vert á ferð­inni í dag og því fylgja lok­anir á vegum víða á Suð­ur­nesjum og höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem ekki hefur verið hægt að gefa út nákvæmar tíma­setn­ingar á. Slíkum lok­unum á vegum fylgir fjöldi bíla sem munu sitja fastir þegar þeir reyna að kom­ast leiðar sinnar með til­heyr­andi útblæstri og meng­un.

Auk þessa gríð­ar­stóra bíla­flota fylgja hópnum hið minnsta sjö flug­vél­ar, þrjár af gerð­inni CV-22B Osprey, tvær C-130 Hercules, ein Lock­heed C-5 Galaxy auk Air Force 2 vél­ar­innar sem flytur sjálfan vara­for­set­ann milli landa. Að lokum hefur feng­ist stað­fest að tvær sér­út­búnar sjúkra­þyrlur af gerð­inni Sir­korsky H-60, sem eru í eigu banda­ríska hers­ins, séu á land­inu vegna heim­sóknar Pence.

Er þetta ekki bil­un? Lok­anir stofnæða, hund­rað manna starfs­lið, tugir bíla, sjö flug­vél­ar, tvær þyrl­ur. Og allt vegna eins manns sem stoppar ekki einu sinni í 12 klukku­stundir á land­inu. Þegar almenn­ingur á Íslandi er, rétti­lega að okkar mati, hvattur til að breyta sínum ferðum og venj­um, orðið flug­visku­bit er á allra vörum og við þorum varla að við­ur­kenna að við keyrðum út á land á bens­ín­bíl um dag­inn, ætlum við þá bara að taka því þegj­andi að hingað komi erlendur gestur á sjö flug­vél­um?

Höf­undar sitja í fram­kvæmda­stjórn Ungra vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar