Opið bréf til Mike Pence

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, skrifa opið bréf til varaforseta Bandaríkjanna.

Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúar Pírata.
Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúar Pírata.
Auglýsing

Kæri Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna,

Við bjóðum þig vel­kom­inn til okkar fal­legu höf­uð­borg­ar. Reykja­vík er allt í senn smá­bær og heims­borg. Von­andi verður heim­sóknin þér að ánægju. Íslend­ingar eru gest­risin þjóð að eðl­is­fari og borgin okkar örugg og fjöl­skyldu­væn. Banda­ríkin og Ísland eru sögu­legar vina­þjóð­ir. Við viljum alltaf taka vel á móti nánum vin­um. Að þessu sinni er heim­sóknin mik­il­væg í átt að áfram­hald­andi vin­áttu. Íslend­ing­ar, líkt og aðrar vina­þjóðir Banda­ríkj­anna, hafa áhyggjur af því að banda­rísk yfir­völd horfi nú af braut fram­fara og lýð­ræðis í gegnum sam­tal, við­skipti og opinn hug. Von­andi verður þessi heim­sókn og ferða­lög þín til grann­þjóða til þess að styrkja vin­skap þjóð­anna.

Sam­skipti Íslend­inga og Banda­ríkj­anna eiga sér lengri sögu en ríkin sjálf. Þau hefj­ast með Leifi heppna í kringum 1000. Á 19. öld fluttu um 20% íslensku þjóð­ar­innar vestur til Banda­ríkj­anna og Kanada. 17. júní árið 1944 við­ur­kenndu Banda­ríkin Ísland sem full­valda ríki með heilla­óskum Frank­lin D. Roosvelt, for­seta og Cor­dell Hull, utan­rík­is­ráð­herra. Hingað komu Apoll­o-farar og þjálf­uðu fyrir tungl­lend­ing­una. Eldri kyn­slóðir ólust upp við „kana­sjón­varp“ og banda­rískar venjur og menn­ingu. Hér voru lesin Andr­és­blöð á dönsku, heims­bók­mennt­irnar þýddar á íslensku en Roy Rogers og Bon­anza mátti sjá í kana­sjón­varp­inu. Banda­rísk áhrif eru Íslend­ingum hug­mynda­auðgi eins og áhrifin frá Nor­rænum frænd­þjóðum okk­ar.

Auglýsing

Líkt og aðrir banda­menn ykkar erum við Íslend­ingar því áhyggju­full yfir því að Hvíta hús ykkar Trump fjar­lægist stöðugt gildi sam­vinnu, frelsis og ábyrgð­ar. Hættan er sú ef áfram heldur sem horfir að Banda­ríkin missi ekki aðeins leið­andi stöðu sína heldur finni sig utan­veltu, áhrifa­lítil og vina­fá. 

Auð­vitað er það svo að ekk­ert ríki er full­komin útgáfa af eigin metn­aði. Hvorki Ísland né Banda­ríkin geta státað sig af því að hafa náð metn­aði sínum svo hafið sé yfir alla gagn­rýni. Það er hins vegar áhyggju­efni þegar einn nán­asti banda­maður þinn er far­inn að tala bein­línis gegn þeim gildum sem við deildum áður. Hinseg­in­fælin stjórn­mál þín og Trump, stríðið gegn rétt­indum kvenna, bar­átta gegn líkn gagn­vart börnum inn­flytj­enda sem aðskilin eru frá for­eldrum sínum og úrsögn Banda­ríkj­anna úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu eru dæmi um afstöðu sem grafa undan góðum sam­skiptum Banda­ríkj­anna við Ísland og umheim­inn.

Kæri Pence, vertu inni­lega vel­kom­inn til okkar fal­legu borgar en upp­lifun þín af Reykja­vík verður ekki heil ef eng­inn bendir þér á að rétt­indi hinsegin fólks hinsegin fólks er okkur til­efni til stolts en ekki yfir­vof­andi sam­fé­lags­hruns. Njóttu borg­ar­innar okkar í öllum sínum hinseg­in­leika. Fyrir hönd Reykja­víkur býð ég hinsegin fólk vel­kom­ið. Verði ferðin til Reykja­víkur þér inn­blástur til breyt­inga og sam­kenndar með hinsegin borg­urum Banda­ríkj­anna og heims­ins.  Okkur skilst að þú munir heim­sækja okkar sögu­fræða hús Höfða, sem er stolt okkar Reyk­vík­inga, á meðan heim­sókn þinni stend­ur. Megir þú njóta þess frið­ar­anda sem umlykur þetta hús, við vonum að sá verði þér jákvæður inn­blást­ur.

Við óskum engum þeirra örlaga að heim­sækja Ísland og láta anda og sögu kvenna­bar­átt­unnar fram hjá sér fara. Verði Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrsta lýð­ræð­is­lega kjörin kven­kyns for­seti heims þér að inn­blæstri ásamt Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, fyrsta opin­ber­lega sam­kyn­hneigða konan sem gegnir starfi for­sæt­is­ráð­herra á heims­vísu. Íslenskar konur og menn leita svo sann­ar­lega inn­blást­urs frá sterkum banda­rískum konum og sögu­frægu kvenna­hreyf­ingu.

Kæri Pence, Reykja­vík er fjöl­skyldu­væn borg þar sem börn njóta frelsis til að þroska og dafna. Vertu vel­kom­inn að njóta þess anda á meðan þú ert hér. Megi sú íhugun verða þess vald­andi að þú og for­seti Banda­ríkj­anna snúið frá þeirri veg­ferð að rétt­læta fang­elsun barna, aðskilnað frá for­eldrum og vistun í aðstæðum sem ganga gegn hug­myndum okkar um mann­úð­lega með­ferð allra.

Þú ert vel­kom­inn gestur á Íslandi og sú gest­risni stendur öllum banda­rískum vinum okkar til boða. Vin­skapur Íslend­inga og Banda­ríkj­anna nær jafnt til kvenna og hinsegin fólks sem og inn­flytj­enda. Sígíld banda­rísk gildi frelsis og sann­girni til handa öllum eru okkur inn­blást­ur. Það yrð okkur mikil sorg ef banda­rískir leið­togar sjá sér hag í að berj­ast gegn slíkum gildum í orði og á borði.

Vera Íslands í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu er ein stoða íslenskrar utan­rík­is­stefnu. Aðild hins her­lausa Íslands í hern­að­ar­banda­lagi er umdeild á Íslandi en póli­tískt trygg. Banda­ríkja­menn þurfa ekki að ótt­ast áhrif and­stæð­inga veru Íslands í NATO. Íslenskur almenn­ingur kærir sig þó lítið um að drag­ast inn í hern­að­ar­kapp­hlaup stór­veld­anna vegna Norð­ur­slóða. Við getum ekki annað en ráð­lagt full­trúum Íslands og Banda­ríkj­anna að stíga var­lega til jarðar í þessum mál­um. Það er alls ekk­ert víst að sama póli­tíska ró verði gagn­vart því að Ísland drag­ist inn í hern­að­ar­kapp­hlaup og er að finna gagn­vart veru okkar í varn­ar­banda­lagi.

Aðdáun Íslend­inga og umheims­ins á Banda­ríkj­unum byggir á hrifn­ingu en ekki hræðslu. Hern­að­ar­styrkur Banda­ríkj­anna er öllum aug­ljós. Merkir leið­togar þurfa ekki að spenna sífellt vöðvana. Stór­veldið Banda­ríkin á sínar tign­ar­leg­ustu stundir þegar sest er niður með smærri vinum á jafn­ingja­grund­velli. Þeir sem því gleyma eiga á hættu að vakna upp við vondan draum; vina­laus­ir, ein­angr­aðir og áhrifa­lausir þrátt fyrir allan heims­ins mátt.

Af virð­ingu og vin­semd

Dóra Björt Guð­jóns­dóttir og Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, borg­ar­full­trúar Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar