Þegar Jökulsá á Fjöllum var friðlýst

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um friðlýsingarstefnu umhverfisráðherra og óánægju Jóns Gunnarssonar með hana.

Auglýsing

Engum bland­ast hugur um að óánægja Jóns Gunn­ars­sonar alþing­is­manns (D) með frið­lýs­ing­ar­stefnu umhverf­is­ráð­herra helg­ast af frið­lýs­ingu vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöllum gegn orku­vinnslu, hinn 10. ágúst sl. 

Umhverf­is­ráð­herra á miklar þakkir skildar fyrir að hafa komið þess­ari frið­lýs­ingu í verk. Það var raunar vonum seinna enda náð­ist óform­legt sam­komu­lag um frið­lýs­ingu árinnar þegar árið 2002. Hug­myndin að frið­lýs­ingu alls vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöllum var upp­haf­lega kynnt í júní 2002 á fundi með full­trúa Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, full­trúum Alcoa og full­trúum hinna alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka World Wide Fund for Nat­ure. Alcoa lýsti því þá yfir að fyr­ir­tækið myndi ein­dregið styðja stofnun víð­áttu­mik­ils þjóð­garðs norðan Vatna­jök­uls og að allt vatna­svið Jök­ulsár á Fjöllum yrði hluti af þeim þjóð­garði.

Þessi stuðn­ingur Alcoa kom fram í við­tali við Jake Siewert, upp­lýs­inga­full­trúa Alcoa, í Morg­un­blað­inu 18. júlí 2002. Lýsti hann því jafn­framt yfir að fyr­ir­tækið væri reiðu­búið til við­ræðna um ein­hvers konar þátt­töku í því verk­efn­i. 

Auglýsing

Alcoa hefur frá árinu 2009 styrkt starf­semi Vina Vatna­jök­uls, sem frá 2010 hafa veitt hund­ruð millj­ónir króna í styrki til starf­semi þjóð­garðs­ins.

Stað­reyndin er sú að Alcoa lagði nokkuð hart að íslenskum stjórn­völdum að ná ein­hvers konar sáttum vegna mik­illar and­stöðu almenn­ings við Kára­hnjúka­virkj­un. Slík sátt gæti falist í stofnun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem tæki einnig til alls vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöll­um. Með öðrum orð­um, ekki yrði leyfð nein virkjun í ánni.

Skoð­ana­könnun sem Gallup gerði fyrir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands leiddi í ljós að mik­ill meiri­hluti lands­manna væri hlynnt stofnun þjóð­garðs fyrir norðan Vatna­jök­ul.

Siv Frið­leifs­dóttir hófst strax handa og skip­aði í októ­ber 2002 nefnd „til að móta til­lögur og vera umhverf­is­ráð­herra til ráð­gjafar um stofnun vernd­ar­svæðis eða þjóð­garðs norðan Vatna­jök­ul­s“. 

Fleiri nefndir voru stofn­aðar og mikið sam­ráð haft alla hags­muna­að­ila. Fjórum árum síð­ar, í nóv­em­ber 2006, boð­aði rík­is­stjórnin frum­varp til laga um Vatna­jök­uls­þjóð­garð. Í ýtar­legri frétta­til­kynn­ingu umhverf­is­ráð­herra, Jón­ínu Bjart­marz, segir að þjóð­garð­ur­inn muni „þekja um 15.000 km2, sem sam­svarar um 15% af yfir­borði Íslands og nær til lands sem varðar stjórn­sýslu átta sveit­ar­fé­laga“. Enn fremur seg­ir:

Sam­kvæmt frum­varp­inu mun þjóð­garð­ur­inn í fyrstu ná til alls jök­uls­ins og helstu áhrifa­svæða hans, þ.m.t. Jök­ulsá á Fjöll­um.Þjóðgarður norðan Vatnajökuls samkvæmt tillögu „þingmannanefndarinnar“ árið 2004. (Kortagerð: Karl Benediktsson.) Birtist í Ritgerð eftir Arnþór Gunnarsson, 2010  Kortið hér að ofan sýnir að þegar árið 2004 lá fyrir samþykki allra flokka á Alþingi.



Vatna­jök­uls­þjóð­garður var stofn­aður í áföngum en form­leg frið­lýs­ing alls vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöllum lét bíða eftir sér. Spurn­ingin er: Hvað tafði? Hugs­an­lega var það ramma­á­ætlun en að loknum 1. áfanga var ljóst að allt svæðið norðan Vatna­jök­uls, þ.m.t. Jök­ulsá á Fjöll­um, hafði mjög hátt vernd­ar­gildi. Í 2. áfanga ramma­á­ætl­unar sem sam­þykkt var sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga frá Alþingi skömmu fyrir kosn­ingar 2013 var Jök­ulsá á Fjöllum í vernd­ar­flokki og á það bæði við um Arn­ar­dals­virkjun og Helm­ings­virkj­un. Sam­kvæmt lögum nr. 48/2011 um ramma­á­ætlun nær vernd­ar­flokkur yfir þá virkj­un­ar­kosti sem 

… ekki er talið rétt að ráð­ast í og land­svæði sem ástæða er talin til að frið­lýsa gagn­vart orku­vinnslu að teknu til­liti til sjón­ar­miða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. 

Enn tafð­ist þó frið­lýs­ing vatna­sviðs Jök­ulsár á Fjöllum og í jan­úar 2015 lagði orku­mála­stjóri til við Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar að virkjun Detti­foss - að bæði Arn­ar­dals­virkjun og Helm­ings­virkjun skyldu metn­ar, þá í þriðja sinn. Þessu hafn­aði Verk­efn­is­stjórnin enda höfðu báðir þessir virkj­un­ar­kostir og þar með vatna­svið árinnar verið afgreiddir á Alþingi.

Það var því ekki eftir neinu að bíða fyrir sitj­andi umhverf­is­ráð­herra sem kynnti í rík­is­stjórn áform um átak í frið­lýs­ingum hinn 8. júní 2018 eða fyrir rúmu ári og vel það. Í frétta­til­kynn­ingu umhverf­is­ráð­herra sama dag seg­ir:

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er kveðið á um slíkt átak, þar með talið að frið­lýsa svæði í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og svæði á eldri nátt­úru­vernd­ar­á­ætl­un­um, að stofna þjóð­garð á mið­há­lend­inu og að beita frið­lýs­ingum sem stjórn­tæki á við­kvæmum svæðum sem eru undir álagi ferða­manna.

Ekki er kunn­ugt að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, hafi haft uppi neinar mót­bárur nú 13 árum eftir að rík­is­stjórnin sam­þykkti frum­varp sem fól í sér frið­lýs­ingu Jök­ulsár á Fjöll­um.

Þjórs­ár­ver eru líka í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og ekki ann­ars að vænta en að umhverf­is­ráð­herra taki af skarið og frið­lýsi allt svæðið vestan árinn­ar, frá Hofsjökli niður að efstu foss­um.  

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar