Matur er mannsins megin

Ari Trausti Guðmundsson segir að íslensk matvælastóriðja geti verið hinn nýi stórnotandi orku (raforku og heits vatns) hérlendis.

Auglýsing

Mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi hefur nær alla okkar sögu verið bæði til neyslu inn­an­lands og útflutn­ings, hvort sem er hertur fiskur fyrr á öldum eða rán­dýr sæbjúgu nú til dags. Þáttur útflutn­ings hefur orðið mjög gildur og má full­yrða að sumar vörur héðan hafa hátt vist­spor komnar á erlendan mark­að. Á tímum lofts­lags­breyt­inga og sístækk­andi mann­heima getur útflutn­ing­ur­inn vaxið veru­lega um leið og við verðum að lág­marka vist­spor hans. Nátt­úru­far, þekk­ing, mann­afli og auð­lindir á borð við neyslu­vatn, end­ur­nýj­an­lega orku og dýra­stofna ásamt gróðri, eru rammi mat­væla­fram­leiðsl­unn­ar, hér sem ann­ars stað­ar.

Við getum fram­leitt hrá­efni í mat­væli eða fullunna neyslu­vöru til að svara kalli tím­ans. Það berg­málar kröf­una um sjálf­bærni og hag­kerfi sem hvílir á end­ur­vinnslu, vöru­hringrás og völtu jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar. Og því til við­bót­ar: Á skyldu til að seðja fleiri munna en okkar eig­in, ef vel á að fara. Íslend­ingar eru tengdir öllum þjóðum um loft­hjúp jarð­ar, jafnt sem höf og lönd.

Fram­tíð mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi

Lyk­il­orð í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi, hvað vöru­flokka varð­ar, eru svipuð og víða í strand­ríkj­um: Fisk­ur, ýmis konar hrygg­leys­ingjar í sjó, sjáv­ar­gróð­ur, kjöt, egg, mjólk­ur­vör­ur, korn (bygg og hveiti­af­brigði) og græn­meti, auk ávaxta, aðal­lega berja. Lega lands­ins, í hlýn­andi heimi, setur okkur nýjar skorð­ur. Fisk­veiðar á heims­vísu hafa næstum náð þol­mörk­um. Hörfun haf­íss getur breytt því að ein­hverju leyti nyrst og syðst. Nýt­ing sjáv­ar­spen­dýra hefur sýnt sig að vera aðeins kleif að mjög tak­mörk­uðu leyti, í þágu jafn­vægis vist­kerfa.

Auglýsing
Óvissa ríkir um til­færslu fiski­stofna, til dæmis loðnu, vegna hlýn­unar sjáv­ar. Vöxtur fiskneyslu á heims­vísu felst í fisk­eldi að stærstum hluta. Hér á landi eru lág þol­mörk fyrir fisk­eldi vegna opinna sjó­kvía, en þau geta hækkað með eldi í lok­uðum sjó­kví­um. Land­eldi, byggt á jarð­varma, getur vaxið veru­lega. Fram­leiðsla dýra­af­urða, sjálf­bær og unnin af virð­ingu fyrir á dýra­vernd, verður ávallt tak­mörkuð hér vegna aðstæðna, en getur þó auk­ist. Korn­rækt verður einnig tak­mörkuð en aðrar mat­vörur úr gróðri geta náð miklum hæðum og magni vegna hrein­leika lofts og vatns, og aðgengi að jarð­varma.

Nýsköpun er mik­il­væg

Löngu er komið fram að nýsköpun er einn dýr­mæt­asti lyk­ill­inn að öfl­ugri mat­væla­fram­leiðslu til að seðja okkur sjálf og til vöru­þró­unar vegna útflutn­ings. Gildir einu hvort bent er á ný fæðu­bót­ar­efni, end­ur­bætt byggyrki, tölvu­kerfi í mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu, vöru­þróun salt­fisks eða hátækni­græjur í fisk­verk­un. Erlend nýsköp­un, til dæmis við hönnun gróð­ur­húsa og rekstr­ar­kerfi þeirra kemur líka við sögu.

Nýsköpun í öllum greinum mat­væla­fram­leiðslu getur gert okkur að mik­il­vægum fram­leið­endum á all­stóran mæli­kvarða í sam­fé­lagi þjóð­anna, það er að segja ef við tökum nú þegar við að und­ir­búa iðnað sem ég vil nefna íslenska mat­væla­stór­iðju. Hún getur verið hinn nýi stórnot­andi orku (raforku og heits vatns) og traust und­ir­staða hratt stækk­andi sam­fé­lags um leið og hún þjónar sam­fé­lögum víða um heim. 

Mat­væla­þörfin eykst

Marg­vís­legar tölur eru til um mat­væla­þörf heims­ins, þar sem enn sveltir sægur manna. Þær rek ég ekki en ástandið er alvar­legt og óþol­andi. Oft er til þess tekið að þol­mörk hnatt­ar­ins leyfi mann­kyn af stærð­argráðunni 11 til 12 millj­arða manna. Leyfum okkur að telja að vel fari og sú verði smám saman raunin á næstu ára­tugum og öldum sam­hliða batn­andi kjörum fólks í öllum löndum heims, einkum þó í þró­un­ar­lönd­um. 

Auglýsing
Ísland getur leikið mik­il­vægt hlut­verk í þessum efn­um. Við að miðla þekk­ingu á mat­væla­öflun og orku­öfl­un, einkum í þró­un­ar­lönd­um. Við að fram­leiða vist­væn mat­væli til útflutn­ings en líka til heima­brúks. Fólks­fjölgun á Íslandi verður nær örugg­lega mun hrað­ari en núver­andi spár birta, meðal ann­ars vegna vin­sælda lands­ins meðal þjóða með háar eða með­al­háar raun­tekjur á mann. Hingað snýr vax­andi straumur nýbúa, jafnt til vinnu sem dval­ar, til dæmis eft­ir­launa­þeg­ar. 

Atvinnu­þróun á Íslandi

Frum­fram­leiðsla allra sam­fé­laga er mik­il­væg. Okkar byggir á fáum en góðum auð­lindum og snýr fyrst og fremst að orku og mat­væl­um. Í mínum huga verðum að afmiðja sam­fé­lagið að hluta og einnig vöru­fram­leiðslu að nokkru marki. Það ger­ist með hvöt­um. Ég á við styrk­ari og stærri byggðir utan SV-horns­ins, efl­ingu lít­illa og með­al­stórra fram­leiðslu­ein­inga, styttri flutn­ings­leið­ir, greið­ari sam­skipti (sbr. ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins), skil­virk­ari gæða­stýr­ingu og betri tæki­færi til mennt­unar á lands­byggð­inni.

Þannig getum við skotið stoðum undir aukna, vist­væna frum­fram­leiðslu. Enn fremur stundað fjöl­breytta nýsköpun betur en með hag­ræð­ingu og sam­þjöppun í atvinnu­grein­um, eink­an­lega útgerð og vinnslu, og verk­smiðju­bú­skap. Þjón­usta og verslun fylgja þess­ari þró­un, jafn mik­il­vægar og þær eru. Mat­ar­holan Ísland er ekki tál­sýn. Mikil vist­væn og kolefn­is­jöfnuð fram­leiðsla til útflutn­ings á að vera mark­mið og eitt helsta keppi­kefli sam­fé­lags­ins, sam­hliða kolefn­is­hlut­lausu landi fyrir 2040.

Fram­tíð­ar­sýn

Kjöt­rækt og annar matur búinn til með frumu­ræktun er fjar­læg sýn. Hún á að aftengja mann og nátt­úru, hver svo sem til­gang­ur­inn er. Þau tengsl eru mann­inum eig­in­leg og for­senda skiln­ings á þróun mann­kyns. Við nátt­úr­nytjar eftir ólíkum land- og haf­svæðum hljóta mat­væli að vera bæði úr jurta- og dýra­rík­inu. Fita, prótín og kol­vetni eiga við mann­fólkið og öll nátt­úran er undir við öflun þeirra. Vist­spor eru ávallt fyrir hendi en sjálf­bærni, hvarf frá jarð­efna­elds­neyti og kolefn­is­jöfnun mót­væg­ið. Græn­meti úr sjó og af landi getur seint eða aldrei frelsað fólk frá lif­andi prótein­gjöfum úr sjó eða af landi. Vissu­lega sum okkar (og það er ágætt) en aðeins hluta mann­kyns. Meg­in­á­stæðan er þessi: Haf þekur 2/3 jarðar en land 1/3.

Við verðum að sjá til þess að víð­erni, skóg­ar, fjöl­breytt land­vist­kerfi og vötn hafi nægt rými til við­bótar við fólk og aðrar líf­verur á þurr­lend­inu sem að hluta er óbyggi­legt vegna hæðar yfir sjó og eyði­marka. Kolefn­is­bind­ing á landi verður að vera vel virk. Þar er skóg­lendi í lyk­il­hlut­verki. Rækt­un­ar­land bindur vissu­lega kolefni en í minna mæli og stærð þess er tak­mörkum háð. Haf­ið, sem seint verður heim­kynni manna, er gríð­ar­lega mik­il­vægt sem fæðu­upp­spretta, einkum prótíns og fitu. Enn fremur er svo­nefnt blátt kolefni afar mik­il­vægt, það er sjáv­ar­gróður og smá­líf­verur sem binda kolefni. En eitt er víst: Báðar auð­lind­irn­ar, æt dýr og ætan gróð­ur, verður að nýta til gagns en í miklu hófi.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar