Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar

Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar um fæðingarorlof og breytingar á því.

Auglýsing

Kæri Ásmundur Ein­ar.Ég vil byrja á því að þakka þér inni­lega fyrir að vera að taka til í fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu, sem er svo óskap­lega mik­il­vægt. Þegar fæð­ing­ar­or­lof­inu var breytt í upp­hafi þess­arar aldar var Ísland braut­ryðj­andi í heim­inum í þessum mál­um. Þrátt fyrir alls konar japl jaml og fuður tókst að breyta menn­ing­unni gagn­vart fæð­ing­ar­or­lofstöku feðra á núll einni svo ótrú­lega fljótt fór að þykja eðli­legt að feður tækju slíkt orlof, jafn­vel í fulla þrjá mán­uði. Ára­tug síðar þótti sýnt að níu mán­aða orlof er of lít­ið, sér­stak­lega í kerfi þar sem ekki er boðið upp á opin­bera, skipu­lagða, dag­gæslu fyrir börn undir tveggja ára aldri. Þar með komst leng­ing ­fæð­ing­ar­or­lofs úr níu mán­uðum í tólf á dag­skrá rík­is­stjórnar og 2013 lof­aði þáver­andi (en frá­far­andi) rík­is­stjórn að koma því í fram­kvæmd. Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs hefur síðan verið á dag­skrá, a.m.k. á tíma­bil­um, en loks­ins núna er þessi löngu tíma­bæra breyt­ing að kom­ast til fram­kvæmda. Það eru miklar gleði­fréttir og inni­legar þakkir fyrir það. Hitt er leið­in­legra og það er að greiðslu­há­markið verð­ur­ enn­þá of lágt til að flestir for­eldrar geti með góðu móti tekið sér heils­árs fæð­ing­ar­or­lof. 

Auglýsing
Í upp­hafi var ekki þak á fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslum annað en að þær voru alltaf mið­aðar við fyrri laun. Svo þegar nokkrir ofur­launa­strákar voru nán­ast búnir að tæma sjóð­inn þótti sýnt að eitt­hvert þak þurfti að vera. Það var sett (svo fólk fékk 80% af laun­unum sínum en aldrei hærra en X) og svo var þetta þak lækkað í skrefum þar til það end­aði í 535 þús­und 2008. Þá kom kreppa. Þáver­andi rík­is­stjórn lét svo þennan lið vel­ferð­ar­kerf­is­ins finna fyrir nið­ur­skurð­ar­hnífnum svo hámarks­greiðslur voru komnar niður í 300 þús­und þegar lægst lét, 2010. Núna níu árum síðar er það komið í 520 þús­und og á að verða 600 þús­und á næsta ári. Fljótt á litið virð­ist því vera að á 2020 muni greiðslu­há­markið loks­ins verða hærra en það var fyrir kreppu og það meira að segja nokkuð hærra. En það er það aðeins að nafn­inu til, í krónum talið. Það vantar nefni­lega enn nokkuð upp á að greiðslu­há­markið nái að virði því sem það var.

Árið 2008, þegar hámarks­greiðslur voru 535 þús­und á mán­uði, var helm­ingur launa­fólks í fullu starfi með heild­ar­laun um eða undir 369 þús­undum á mán­uði og efri fjórð­ungs­mörk heild­ar­launa þessa hóps 489 þús­und, sem þýðir að minna en einn af hverjum fjórum launa­mönnum var með svo há laun að þau næðu greiðslu­há­mark­inu. Með öðrum orð­um: Greiðslu­há­markið var nógu hátt svo flest voru með 80% launa sinna í orlof­inu.Upplýsingar um laun eru fengnar úr launarannsókn Hagstofu Íslands, sjá hér. https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/laun-og-tekjur/laun/ Yfirlit yfir þróun hámarksgreiðslna Fæðingarorlofssjóðs má sjá hér.  http://www.faedingarorlof.is/upphaedir-faedingarorlofs-og-faedingarstyrks/

Árið 2018 var mið­gildi heild­ar­launa fólks í fullri vinnu 632 þús­und og hafði því hækkað um 71% frá 2008. Neðri fjórð­ungs­mörk voru 507 þús­und, þ.e. mik­ill meiri­hluti  (75%) launa­manna voru með 507 þús­und eða meira í heild­ar­laun. Mörkin á hámarks­greiðslum úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði fyrir börn fædd 2018 (og líka nú, 2019) eru 520 þús­und, þannig að flest launa­fólk myndi vera í þeim hópi sem fengi hámarks­greiðsl­ur, þ.e. þyrfti að taka á sig launa­skerð­ingu til að fara í fæð­ing­ar­or­lof. Það að hækka markið upp í 600 þús­und lagar auð­vitað stöð­una aðeins en áttum okkur á því að markið er sam­t enn­þá lægra en heild­ar­laun meira en helm­ings launa­fólks í fullu starfi voru árið 2018 og svo hækk­uðu laun 2019 og munu gera einnig 2020, þegar þessi breyt­ing kemur til fram­kvæmda.

Minni skerð­ingar og miðum við meðal­jón

Nú þegar verið er að end­ur­skoða kerfið hvort sem er, vil ég hvetja þig til að nýta færið til hins ýtrasta og breyta því enn meira enda alls­endis óljóst hvenær slíkt færi kemur næst.  Auk þess að lengja orlofs­tím­ann er nefni­lega tvennt sem þarf nauð­syn­lega að gera. Fyrir það fyrsta gengur það mjög gegn hug­myndum um kynja­jafn­rétti að reikna orlofs­greiðslur sem hlut­fall af fyrri laun­um. ­Sjálf­sagt er að miða við síð­ustu átján mán­uði fyrir fæð­ingu, en hafa verður í huga vegna launa­munar munu karlar alltaf hafa þarna for­skot, sama hver við­mið­un­ar­tím­inn er. T.d. er kona í frjó­sem­is­með­ferð ólík­leg til að bæta við sig vinnu til að hækka mögu­lega vænt­an­legar fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­ur.

Þá er tals­vert um það að konur eru einar um fram­færslu barna sinna og er það því sér­stök hegn­ing fyrir ein­stæðar mæður að fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur séu skertar yfir höf­uð. En vilji fólk setja slíkar skerð­ingar á er að minnsta kosti sjálf­sögð krafa að þær eigi aðeins við um tekju­hærri hlut­ann, þannig til dæmis að fólk sem ekki næði mið­gildi heild­ar­launa fólks í fullu starfi (þ.e. helm­ingur launa­fólks) fengi óskertar greiðslur en fólk um og yfir mið­gildi fengi 80% fyrri launa, upp að settu marki.

Í öðru lagi þarf að hækka hámarks­greiðsl­urnar og best væri að ákvarða ekki ákveðna fjár­hæð sem síðan breyt­ist ef og þegar ráð­herra vill, heldur binda þær við þróun efna­hags­ins svo þær haldi virði sínu. Ljóst er að hámarks­greiðsl­urnar þurfa að vera þannig að meiri­hluti launa­fólks verður ekki fyrir tekju­skerð­ingu á meðan á orlofi stendur og þar þarf að líta til karl­anna, enda launa­hærri og síður lík­legri til að taka fullt orlof. Lang eðli­leg­ast þætti mér að taka til­lit til allra launa karla í fullu starfi í þessum útreikn­ingum og miða jafn­vel bara við með­al­talið. Að vísu er sá hængur á að þar sem tíma tekur að vinna þessar upp­lýs­ingar þá liggja þessar tölur ekki fyr­ir­ ­fyrr en 1-2 árum síð­ar, svo miða þyrfti við laun karla eins og þau voru fyrir tveimur árum og marg­falda með ein­hverjum stuðli. Fyrir 2020 myndi það þýða að hámarks­greiðslur fæð­ing­ar­or­lofs yrðu 783.000 að við­bættri leiðrétt­ingu vegna áætl­aðra launa­hækk­ana. Raunar þarf ekki einu sinni að kalla þetta hækkun heldur má kalla þetta leið­rétt­ingu. Árið 2008, þegar hámarkið var 535 þús­und, voru karlar nefni­lega með heild­ar­laun að upp­hæð 492 þús­und að með­al­tali. Hámarks­greiðsl­urnar vor­u sum sé tæp­lega 9% hærri en heild­ar­laun meðal­jóns. Svo ef við gefum okkur að laun hafi hækkað um 2% á yfir­stand­andi ári að með­al­tali þá væri það nokkuð nærri lagi að telj­ast leið­rétt­ing ef hámark fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna yrði sett 783000*1,11= 869 þús­und. Segjum bara 870 þús­und slétt. 

Með kærri kveðju,

Þóra Kristín Þórs­dóttir

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar