Svar til Kára

Ingvar Helgi Árnason, prófessor emeritus í efnafræði, svarar gagnrýni Kára Stefánssonar á grein sína um kolabrennslu á Bakka.

Auglýsing

Enginn veit víst ævi sína fyrr öll er. Ekki datt mér í hug þegar ég setti saman nokkrar línur um það sem ég kallaði „Kolabrennsluna á Bakka“ að ég ætti eftir að lenda í ritdeilu við Kára Stefánsson. En úr því svo er komið ætla ég að svara nokkrum aðfinnslum Kára og koma mínum sjónarmiðum betur á framfæri. Ég mun hins vegar láta þar við sitja. Kára er þó velkomið að svara mér. Ég hef svona á tilfinningunni að honum líki vel að eiga síðasta orðið. Umræður um íslensk dægurmál eiga það til að enda í ómálefnalegu þrasi. Það er einmitt helsta ástæða þess að ég hef kosið að halda mig fjarri þeim vettvangi.

Ég veit hver Kári Stefánsson er en ég þekki hann ekki og ég tel fráleitt að hann þekki mig. Það ætti enginn að gerast dómari í eigin sök. Ég verð því í fyrsta lagi að biðja þá sem til mín þekkja að dæma hve líklegt það sé að ég hafi tekið mig til og samið pistil um „Kolabrennsluna á Bakka“ í leikaraskap „framinn í þeim tilgangi einum saman að réttlæta þá ákvörðun að fórna umhverfissjónarmiðum fyrir kísil” svo notuð séu orð Kára. Í öðru lagi fæ ég ekki betur séð en Kári geri mér upp skoðanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem hann getur ekki haft hugmynd um hverjar séu. Það þykir mér vera ómálefnalegt af honum. Ég hef vissulega skoðanir á þeim málum eins og mörgum öðrum en þeim held ég fyrir mig. Ég er bara ekki einn af þeim sem eru með allt á útopnunni. Skoðanir mínar í umhverfis- og náttúruverndarmálum birtast ekki í grein minni um kolabrennsluna á Bakka.

Auglýsing
En úr því að Kári Stefánsson, vel menntaður og virtur vísindamaður, virðist ekki hafa skilið hver var tilgangur minn með greininni um kolabrennsluna, þá gæti það jú sem best hafa hent marga aðra. Ég vil því reyna að gera betur. Þegar ég var ungur drengur í sveit var húsið okkar kynnt upp með kolum. Mér stóð stuggur af kolaofninum. Hann var stór og ógurlega heitur að innan þegar kolin brunnu af fullum krafti. Þetta var kolabrennsluofn. Kolakynt raforkuver í dag brenna kolasalla í heitu lofti. Það er sömuleiðis kolabrennsla. Brennsluvarminn er svo notaður til að hita vatn í gufukatli þar til gufan hefur náð hundraða gráða hita og þrýstingi upp á allt að 300 loftþyngdir. Nú heldur ferlið svo áfram á sama hátt og í jarðvarmavirkjunum okkar þar sem unnið er með ofurheita jarðhitagufu undir háum þrýstingi.

Nú skulum við skoða hvað fram fer á Bakka og Grundartanga. Þar sem ég hef aldrei skoðað verksmiðjuna á Bakka en margoft komið að Grundartanga, oftast með nemendur í ólífrænni efnafræði í skoðunarferðir, þá skulum við halda þangað í huganum. Það var hluti af námsefninu hjá mér að kynna nemendum íslenskan efnaiðnað. Ég sagði í fyrri grein minni að í meginatriðum væri efnaferlið sem fram fer í ljósbogaofnunum það sama í báðum verksmiðjum en á Grundartanga er járnoxíði bætt í ofninn ásamt kvartsi þannig að útkoman verður 75% kísill (Si) og 25% járn (Fe). Nú skulum við ímynda okkur að búið sé að fylla einn ofninn. Svo mundum við láta moka kolum ofan á fylluna og dálitlu af timbri og kveikja svo í herlegheitunum. Jú þetta mundi brenna eins og góð áramótabrenna og bráðum þyrfti að moka meiri kolum og timbri rétt eins og ég þurfti að moka meiri kolum í ofninn ógurlega á bernskuheimili mínu til að viðhalda brunanum. Ef svona væri staðið að verki á Bakka þá mætti alveg tala um kolabrennslu á Bakka. En framleiðslan væri engin. Það er ekki gott í verksmiðjurekstri. Málið er að ofnarnir á Grundartanga og á Bakka eru ekki kolabrennsluofnar. Þeir eru málmbræðsluofnar með ljósboga til að hita ofnfylluna að neðan og á því er reginmunur. Í ofnunum eiga sér flókin efnaferli stað. Þorsteinn Hannesson er eðlisefnafræðingur, sem starfað hefur í 35 ár hjá Elkem á Grundartaga. Þorsteinn er drátthagur maður og innan heimasíðu Elkem er bók með teikningum eftir hann sem allir mega nota til einkanota til að átta sig betur á framleiðsluferlinu. Ef nú einhver skarpur lesandi fer að rýna í efnajöfnurnar kynni hann/hún að sakna þess að ekkert er minnst á þátt járnsins. Það er vegna þess hve þáttur þess er einfaldur og fer eftir því sem ég kallaði jöfnu í greininni um kolabrennsluna og tekur ekki þátt í efnahvörfum kísilefnanna.   

Í smiðju Skalla-Gríms á Borg fór fram málmbræðsla svo karlinn gæti smíðað sér þá hluti úr járni sem hann vanhagaði um. Í skálanum á Borg logaði hins vegar langeldur sem menn gátu ornað sér við. Ég trúi að enginn á Borg hafi misskilið muninn á þessu tvennu. En með því að hrópa nógu oft kolabrennsla á Bakka þá fara fleiri og fleiri að trúa því að þar fari fram kolabrennsla, heil 66 þúsund tonn á ári (oj bara). Það er bara hreint ekki rétt. Þar eru hins vegar notuð kol og timbur til að framleiða kísilmálm. Mér þykir mikilvægt að fara með rétt mál. Öðrum kann stundum að finnast það aukaatriði. 

Höf­undur er pró­fessor emeritus í efna­fræði við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar