Lífsferli í gegnum skólagöngu

Matthildur Björnsdóttir skrifar um reynslu sína af skólagöngu á Íslandi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Auglýsing

Það er hluti af lífs­ferli flestra á jörðu að fara í skóla frá unga aldri, en var ekki á Íslandi á mínum tímum fyrr en maður varð 7 ára. Við fimm manna fjöl­skylda komum til Íslands árið 1954 eftir að vera í burtu í ein­hver ár. For­eldrar lengur en ég.

Ég fór víst í Mela­skóla og í Laug­ar­nes­skóla en hef enga minn­ingu frá Laug­ar­nes­skól­an­um, veit bara að lík­ami minn var þar í smá­tíma. En ég man eftir að það stóðu könnur úti í gluggum í Mela­skól­anum sem litu út eins og han­ar, og úr þeim var volgu lýsi hellt niður kokin á okkur þegar við borð­uðum nest­ið. En ég hef hins­vegar enga minn­ingu um hvað það nesti var. Eftir það fór lýsi aldrei inn fyrir mínar var­ir, en seinna tók ég hylk­in.

Það var ekki fyrr en ég fór í Lang­holts­skól­ann árið 1955 að virkur hluti heila­bús­ins upp­lifði það, og var það trú­lega vegna þess að kenn­ar­inn var ynd­is­leg mann­vera og hrein­lega umvafði alla nem­endur sína með sinni miklu móð­ur­ást og mann­úð. Upp­lifun sem ég hafði ekki heima hjá mér og naut í skól­an­um.

Auglýsing

Ég vildi ekki missa af einum ein­asta degi í skól­anum með henni því að hún gerði allt svo skemmti­legt og ljúft. En svo piss­aði ég blóði einn dag­inn og neydd­ist þá til að vera heima í ein­hverja daga, og var ekki glöð yfir því.

Í því hverfi sem við vorum var líka önnur kona sem kom þannig fram við mig svo að það var ljúft að heim­sækja hana sem átti tvö börn og það eldra jafn­gam­alt mér.

Við höfðum eins og áður er sagt komið frá Banda­ríkj­unum held ég um vor árið 1954. Svo þegar við komum í sundin árið 1955 var verið að vinna að einum mestu og fram­sýn­ustu fram­kvæmdum stjórn­mála­á­kvarð­ana í land­inu, og það trú­lega bæði fyrr og síð­ar.

Það að þau höfðu ákveðið að nýta jarð­hit­ann og leiða heita vatnið úr iðrum jarðar inn í öll hús í Reykja­vík með píp­um. Svo hef ég lært að hug­myndin um það hafi ekki komið frá Íslend­ingi heldur frá Amer­ík­ana.

Það voru langir skurðir í göt­unum og við urðum að ganga yfir planka til að kom­ast inn og út af lóð­inni.

Þegar ég hugsa um þetta núna, og hvað það voru fáir bílar til, sé ég að það væri allt önnur athöfn og skipu­lagn­ing að gera slíkt núna þegar það eru jafn­vel tveir eða þrír bílar í fjöl­skyldu. En þá var bíll föður okkar einn af fáum í nágrenn­inu, það var svartur og hvítur Oldsmobíll, og þótti nágranna­börnum mikil dýrð að fá smá ferð í hon­um. Það var löngu áður en bíl­beltin komu, svo að hann gat hlaðið þeim inn í rúm­góðan bíl­inn og keyrt smá rúnt með hóp­inn, og allt fór vel.

Hita­veitu­lagn­ing­arnar urðu auð­vitað til þess að hann varð að geyma bíl­inn ein­hvers­staðar frá hús­inu. Og hef ég ekki glóru um hvar það var. Hita­veitan var og er guð­dóm­legt verk­efni sem hefur hlýjað stórum hluta þjóð­ar­innar í meira en hálfa öld.

Við vorum þar til árs­ins 1957 að við fluttum í hlíð­arn­ar.

Eigið hús­næði og leyndir sann­leikar

For­eldrar okkar voru að festa kaup á hlut í húsi í hlíð­unum og við þrjár sem þá vorum fæddar vorum teknar með mömmu til hins hálf­kláraða húss þar sem hún var að gera sitt til að leggja hönd á bygg­ing­una eftir að það var hægt að gera hluti eins og að skrúfa víra af og slíkt. Svo tók máln­ing við, vegg­fóðrun og slíkt, og við börn þeirra sem einnig voru að vinna í nágranna­hús­bygg­ingum skilin eftir úti til að leika okkur að ein­hverju, eins og til dæmis að baka drullukökur og skreyta með sól­eyjum og fífl­um. Setja þær á við­arkubb og þurrka og þykj­ast svo borða þær. Ég man ekki neitt eftir hvar við borð­uðum eða drukk­um, eða hvað við fengum þá.

Um haustið var komið að nýju skóla­ári. Þá varð slæm ákvörðun tekin fyrir mína hönd og ég ekki einu sinni spurð um það hvora leið­ina ég myndi vilja fara í strætó í skól­ann sem var af því að það var eng­inn skóli kom­inn í hlíð­arnar á því stigi. Auð­vitað hefði ég valið að halda áfram í Lang­holts­skól­anum hjá þessum ynd­is­lega kenn­ara, en mamma taldi sig þekkja fólk í smá­í­búða­hverf­inu og var ekk­ert að ræða neitt um þetta við mig. Börn og það líka tíu ára börn voru trú­lega ekki séð sem fær um að hugsa fyrir sig, né taka ákvarð­an­ir. En hún vissi samt ekki neitt hvað beið mín.

Harkan sex réð á þessum árum

Fjöl­skyldan sem ég átti að eiga sama­stað hjá í smá­í­búða­hverf­inu var auð­vitað sam­an­sett að mestu leyti af góðu fólki, en heim­il­is­fað­ir­inn var greini­lega ekki með góða stjórn á skapi sínu, sem trú­lega var frá óánægju með líf sitt og vinnu, og tók það út í að lemja syni sína í hádeg­inu. Ég vissi ekki til að þessir góðu drengir hefði gert neitt til að eiga slíkt skil­ið, og í raun á það eng­inn skilið að vera lam­inn þannig. Og aðrir fjöl­skyldu­með­limir og gestur vitn­uðu, en eng­inn sá sig geta stoppað það fyrir bless­aða dreng­ina. Það var engin leið fyrir tíu til tólf ára barn sem var gestur þar til að skipa honum að hætta, svo að allt heim­il­is­fólkið sat eða stóð og tók inn áfallastreit­una frá sam­hygð með drengj­unum kyngj­andi sárs­auk­anum í þögn.

Eldri dreng­ur­inn var jafn­gam­all mér og gengum við yfir­leitt sam­ferða frá heim­ili hans og upp í Breiða­gerð­is­skóla. Það voru þrír erf­iðir vetr­ar. Erfitt veð­ur, erfitt að ganga eldsnemma um morg­unn út á Miklu­braut­ina í hvaða veðri sem var til að bíða eftir strætó, svo frá heim­ili þeirra og upp til Breiða­gerð­is­skól­ans.

Mikla­brautin var ekki mal­bikuð á þessum árum og allt ansi dimmt fyrir átta á morgn­ana yfir hávet­ur­inn. Það voru hvorki snjó­ruðn­ings­for­eldrar né þyrlu­for­eldr­ar, þá í að dekra við okkur börnin til að sjá um að við værum örugg. Og kenn­ar­inn í þessum skóla var slæm­ur. Hafði enga hlýju til nem­enda sinna og tók mig aldrei upp, og ég lærði það löngu seinna að það var af því að ég var lægri í loft­inu en hinir í bekkn­um. Hugs­an­lega dró hann þá ályktun að það væri ekki not­hæfur heili í svo lít­illi stelpu. Honum var svo sagt upp seinna þegar for­eldrar fóru að þora að opna munn­inn og kvarta yfir hon­um.

Börnin urðu blóra­bögglar á tímum til­finn­inga­legrar hörku

Þegar mamma var búin að skreyta íbúð­ina og allt var klappað og klárt þá fóru erf­iðu til­finn­ing­arnar að birt­ast í henni hið innra. Brostnir draumar og í hjóna­bandi sem var ekki það sem draumur hennar hafði verið um, en þeim skipað að láta það end­ast. Og þau fengu hót­anir um slæma hluti ef þau myndu ekki hlýða.

Það ríkti algert ráða­leysi og kunn­áttu­leysi á þessum árum um að vinna með til­finn­ingar sínar í sam­fé­lagi sem dýrk­aði rök­hyggju fram yfir allt og svo hlýðni við kerf­ið. Frekar en að það sem ein­stak­ling­ur­inn fyndi sig kall­aðan til í lífi sínu væri virt og met­ið.

Við­horfið þá var eins og það að vera ein­stak­lingur og vita hver til­gangur manns væri fyrir líf manns, og það ekki síst fyrir konu væri séð sem óæski­leg­t. ­Konur nutu ekki oft slíkra rétt­inda þá að mega ráð­stafa eigin lífi og lífs­ferli.

Þeim, okkur kven­kyni var ætlað að vera barn­eigna­vél­ar. Við­horf sem myndu hafa skapað mikla van­sælu í mörgum konum sem þráðu ann­arss­konar líf á tímum iðn­væð­ingar sem var hlað­borð af mögu­leik­um.

En hún eins og fað­ir­inn á hinu heim­il­inu varð að fá útrás, sem fyrir henni var í orð­um, en ekki bar­smíð, og hún sá um að engin vitni yrðu að því þegar orða­flóð van­sæl­unnar rigndi yfir mig slysa­barnið sem var rótin að því öllu. Og það á tímum þegar for­eldrar voru séðir sem Guðir af yfir­völdum trú­ar­bragða lands­ins. Hafnir yfir alla gagn­rýni.

En meng­unin frá þeim sáru orðum fóru niður í iður, í lang­tíma geymslu.

Þessir þrír vetur liðu við að fara í strætó upp í smá­í­búða­hverfið og ein­hvern veg­inn rúll­aði ég það að mestu flesta daga.

Af ein­hverjum ókunn­ugum ástæðum gubb­aði ég stundum á nótt­unni án þess að vera veik, og var fín um morg­un­inn. Það athygl­is­verða gerð­ist að þessa morgna var það pabbi sem kom inn í her­bergið mitt, en ekki mamma. Ég var sú eina með sér her­bergi og hann þvoði upp gubbið og lét mig ekki fara í skól­ann þann dag­inn.

Þau ár var af og til öskrað á mig að ég væri dvergur sem ég er ekki, bara stutt í hinn end­ann.

Nú skil ég frá lestri bókar Bessels Van Der Kolk um að lík­am­inn geymi reynslu að það hafi verið lík­am­inn að losa sig við ein­hverjar af þeim bældu upp­lif­unum sem lík­am­inn hafði í sér

Þær hafi verið merki um bæl­ingu sem rök­hyggjan vissi ekki hvað væri, en lík­am­inn varð greini­lega að dæla þessu út úr sér.

Ég piss­aði undir öll þessi ár og einnig eftir að byrja í gagn­fræða­skóla, og var það mikil skömm og byrði en end­aði ein­hvern­tíma á gagn­fræða­skóla árun­um.

Ung­lingsár með nýrri reynslu

Þá tók það tíma­bil við að verða þrettán ára og nám í nýjum skóla sem var Gagn­fræða­skóli Aust­ur­bæj­ar. Vegna þess að vera lág í loft­inu um einn og hálfur metri að hæð fékk ég öskur frá drengjum um að ég ætti ekki heima í þeim skóla, og ætti þess vegna að fara í barna­skól­ann sem var næst hon­um. Auð­vitað fór ég ekki þang­að. Og ég heyrði þau orð ekki aft­ur.

Það var smá upp­lifun af ein­hverju nýju sjálf­stæði að verða þrettán ára. En ég var ekki með brjóst enn, og ekki komin á túr eins og hinar stelp­urn­ar. Það var fyndið að ein af stelp­unum í bekknum var með brjóst, en ekki eins stór og hún vildi að þau væru, svo að hún not­aði nælon­sokka til að bæta um bet­ur. Og hún var ekki feimin við að taka þá út og end­ur­skipu­leggja þá ef þeir voru að ónáða hana ef þeir fóru ekki nógu vel í brjósta­hald­ar­anum í það skipt­ið.

Hæfi­leikar mínir til að eiga við hár komu upp en ég man ekki hvern­ig. Það dugði einni stelp­unni til að taka mig sem þjón­ustu fyrir sig með hár, bökun og barnapöss­un, en hún gerði aldrei neitt fyrir mig á móti.

Ferm­ing­ar­færi­bandið

Þetta var líka tíma­bilið þegar ung­lingar voru meira og minna settir óspurðir á færi­band kirkj­unnar til að við myndum segja já við almættið og sú athöfn kallað ferm­ing og er enn hluti af kerfi hins Íslenska sam­fé­lags. Það er ekki gert hér í Ástr­alíu á þann hátt. Það koma ekki neinir listar í blöðum um þá sem hafa sagt það já, né neinar ferm­ing­ar­gjafir eða veislur ef ung­lingar láta ferma sig hér í Ástr­al­íu.

Umbunin fyrir að ganga í gegn um ferlið var og er í að það er haldin veisla og ung­ling­arnir fá gjaf­ir. Hér ger­ist slíkt ekki við þá játn­ingu, en það ger­ist þegar ung­lingar verða 21 árs.

Það voru nokkur atriði sem komu engan veg­inn heim og saman í því dæmi. Í fyrsta lagi að það var ekki rætt um neitt heima um hvað væri inni­falið í þessu ferli nema það sem ég yrði að gera, fara til prests­ins og láta setja permanent í hárið á mér, og klæð­ast þessum skrýtnu föt­um, og svo yrði veisla og ég fengi gjafir, en heila­búið í mér var þá það lamað að ég var ófær um að mót­mæla. Nú hef ég lært að sumir ung­lingar neita að fermast, eða neita að ferm­ast í kirkju og fara í borg­ara­lega ferm­ingu sem ekki var til þegar ég var á Íslandi.

Ég fór á færi­bandið til að fara í þessa tíma hjá presti sem í raun hafði engan áhuga fyrir okkur sem mann­verum, bara að vilja að fá sem minnst frá okkur um það sem við ættum að ját­ast. Hann spurði okkur aldrei neinna per­sónu­legra spurn­inga, en var ánægður ef ein­hver af okkur þrjá­tíu eða svo gat tuðað eitt­hvað smá úr biblíu eða sálmi, og sendi okkur svo heim eftir mjög stutta stund þar.

Hann var eng­inn sál­ar­gæslu­maður fyrir þennan hóp, bara að safna nöfn­um.

Og er myndin af hópnum tákn­ræn fyrir teng­ing­ar­leysi hans við okkur og við lítum öll út á mynd­inni eins og við séum öll lömb á leið til slátr­unar og prest­ur­inn með sér­kenni­legt bros „smirk“ af ánægju af að fá þessi nöfn á list­ann.

Pjátrið sem var kraf­ist að maður klædd­ist og skreytt­ist var svo út úr kú fyrir mér. Ég hafði enga gleði af því, sá mig bara sem verða að vera í þessu ferli. Það að verða að fá hæla­skó, og ég þá með aðeins mis­langa leggi vegna mjaðmar úr liði frá fæð­ingu sem þeim tókst ekki að laga í spít­al­anum þrátt fyrir við­leytni. Og það var nær ógern­ingur að fá hæla­skó í mínu núm­eri sem var með minni fætur en ætlað var að þær konur hefðu sem gengu í slíkum skóm. En þeir fund­ust nú samt eftir mikla leit, og ég man ekki til að nota þá nokkurn tíma aftur eftir þann dag. Því­lík sóun.

Það að verða líka að fá kjól og svo permanent og þessa hár­kór­ónu var allt eins og að vera hlutur á færi­bandi til að falla í kramið. Ekki neitt elskuð með­vituð þátt­taka.

Auð­vitað var veislan sem fylgdi flott, enda sér­grein mömmu að skipu­leggja og skapa allt fyrir veisl­ur. Ég upp­lifði mig samt ekki vera aðal­at­riðið og upp­lifði mig mjög utan við allt þetta. Það voru svo margir í veisl­unni sem ég hafði aldrei hitt eða þekkt eða talað við. Enda var það í fyrsta skiptið sem ég hafði hitt sumt af því fólki sem mamma sá sem kjörið tæki­færi að hóa saman fyrir þessa veislu og til­efni. Ég man eftir að fá lítið ferða­út­varp, úr og tösku með bandi í gegn til að loka henni, en á ekk­ert af þeim hlutum leng­ur.

Eini bekk­ur­inn sem hafði end­ur­fund

Nokkrum ára­tugum eftir að ljúka námi í Gaggó Aust kom maður til mín í Þórs­kaffi og spurði hvort að ég væri Matta og sá ég að það var kunn­ug­legt and­lit á hon­um. Hann reynd­ist bekkjar bróðir úr þeim skóla. Við spjöll­uðum og hann kom heim með mér og við spjöll­uðum yfir kaffi fram á morg­unn og hann kom með þá hug­mynd um að hóa bekkj­ar­systkin­unum sam­an. Hann sagð­ist myndi sjá um það, og ég sagð­ist myndi skaffa hús­næð­ið, þau kæmu heim til mín.

Svo rann dag­ur­inn upp og það var athygl­is­vert að sjá að stelp­urnar voru allar sjálfum sér líkar sem komu, en drengja­and­litin frá því að vera þrettán ára og ekki kyn­þroska drengir þegar ég hafði séð þá síð­ast höfðu auð­vitað breyst ansi mik­ið, svo að sumir urðu að kynna sig. Það var ljúft að sjá þau og hvað flest þeirra höfðu gert vel með líf sitt. Sú sem ég hafði verið hár­greiðslu­kona og fleira fyrir mætti þó ekki.

Lind­ar­götu­skól­inn og teikn fyrir fram­tíð

Eftir þessa tvo vetur þar taldi ég eins og við kven­kyn vorum meira og minna heila­þvegnar fyrir á þeim árum, að ég ætti að læra meira um hús­hald og þá lá leiðin í hús­stjórn­ar­deild­ina í Lind­ar­götu­skól­an­um.

Þar hitti ég aðra stelpu sem einnig lyktaði þetta með hár­greiðslu­hæfi­leika og aðra eig­in­leika og ég varð hár­greiðslu­konan hennar þá tvo vet­ur, og aftur án þess að ég fengi neitt í stað­inn.

Eftir að kynn­ast þessum tveim stelpum sá ég seinna að það var sama mynstrið í fjöl­skyldu þeirra, þar sem fað­ir­inn var dóminer­andi og móð­irin und­ir­gefin og án neins sjálf­stæð­is.

Svo að til­finn­inga­legt virð­is­leysi mitt var auð­vitað á botn­inum og þá sjálf­virkt skila­boð til þess dómíner­andi í þeim að fá þörfum sínum mætt, sjálfs­bjarg­ar­við­leitni sem þær höfðu lært með­vitað sem ómeð­vitað af feðrum sín­um, og kannski ekki viljað líkj­ast mæðrum sín­um, sem ég lái þeim ekki.

Lind­ar­götus­skól­inn var lít­ill skóli og skóla­stjór­inn var athygl­is­verður ein­stak­lingur með mun meiri per­sónu­legan áhuga fyrir nem­endum en hinir skóla­stjór­arnir höfðu ver­ið, alla vega um að ef við komum ekki í skól­ann hringdi hann heim og lét nem­endur vita að honum væri umhugað um líf þeirra og fram­tíð. Og auð­vitað mest um mik­il­vægi skóla­göngu og mæt­ingar sem und­ir­bún­ing fyrir atvinnu­líf í fram­tíð­inni.

Ég svaf einu sinni yfir mig og hafði ákveðið að ætla að segja að ég væri mamma og Matta væri veik. En stjóri vissi við hvern hann var að tala og spurði mig beint út hvort ég ætl­aði ekki að koma í skól­ann? Ég sagði auð­vitað já og fór með næsta strætó af því að for­eldr­arnir voru í útlönd­um. 

Svo var kenn­ari þar sem kenndi okkur ensku og hún lét okkur einu sinni syngja Ástr­alska lag­ið, „Waltzing Matilda“ og auð­vitað var mér strítt á því, en það var í lagi, það særði mig ekki. Það var að smá togna úr mér þá og myndin af okkur í bekknum var mynd af sextán ára ung­lingum sem virt­ust bara nokkuð bjart­sýn á fram­tíð­ina. Hvort við urðum full­komnar hús­mæður er spurn­ing­in, og jafn­rétt­is­bar­átta fór í gang nokkrum árum síðar með öðrum áherslum fyrir líf okkar kvenna. En drengirnir í bekknum til­heyrðu sjó­manna­deild­inni.

Lík­amar að lifa en án réttrar upp­lif­unar um sjálf

Dælur mömmu í mig frá hennar innri sárum voru ekki alveg eins tíðar vegna þess að tvær dætur höfðu bæst við með tveggja ára milli­bili, og ég ekki það mikið heima yfir dag­inn, en orðin komu samt þegar tæki­færi gafst án vitna. Og þau fóru í hina óræðu geymslu til síð­ari tíma.

Al­vöru sjálfs­með­vit­und var ekki í manni, og ekki í dæm­inu hjá þjóð­inni að slíkt væri mik­il­vægt. Lífið var meira og minna um að falla inn í kerfi hópsálar við­horfa, þó að við værum auð­vitað allar og öll með okkar eigin mis­þroskaða per­sónu­leika. Upp­götv­unin um hver við værum sem slík, og hvert okkar raun­veru­leika hlut­verk væri fyrir þetta líf var enn í heimi ókunn­ug­leik­ans. Hug­takið „Indi­vi­du­ation“ eins og það er að inni­haldi er ekki til í mál­inu á þann hátt að það komi eins út. Það að læra hver maður sé með kostum og göllum er það næsta sem ég get lýst því.

Ég náði ekki að gera það fyrr en eftir að vera komin hinum megin á hnött­inn til lands­ins þar sem lagið „Waltzing Matilda“ á upp­runa sinn. En það nafn er í raun ekki um konu heldur litla dýnu sem þeir not­uðu sem sváfu oft úti í nátt­úr­unni.

Þessi fjögur gagn­fræða­skóla ár voru eins og milli­stykki frá tíma­bili barn­æsku og áður en alvöru líf manns sem var ætlað að kall­ast að maður ætti að vera „full­orð­inn“ hófst. Ég skil orðið sem eigi að halda því fram að mann­veran sé full­kom­lega þroskuð á öllum sviðum en það er óraun­sætt. Það orð er ansi afstætt, og sjaldan alger­lega satt um nokkra mann­veru, þó að hún eða hann séu almennt vel virk í sam­fé­lag­inu og líf­inu.

Ég get ekki sett fingur mína á það hvort það sem ég lærði í skólum hjálp­aði með aðra lífs­reynslu, en ég var góð í að baka. Hlutur sem ég geri ekki mikið af leng­ur, en baka ein­staka köku af sér­stökum til­efn­um.

Sögu­kennsla var til dæmis gagns­laus og var öll um að læra hver drap hvern, hvernig og hvenær, atriði sem ég sá engan til­gang, gleði né gagn af, hvað þá þörf fyrir í lífi mínu. Heilsu­fræði­kennsla sleppti því mik­il­væg­asta sem var um getn­að­ar­færa­kerf­ið, og svo fram­veg­is, en við vorum þarna saman allir þessir krakkar og ung­lingar í gegn um þessi ár ekk­ert okkar neitt nálægt því að vera nærri nógu gagn­lega þroskuð. Fátt varð af lang­tíma teng­ingum eftir að skóla lauk.

En það að læra að skrifa með réttri staf­setn­ingu og slíku er hugs­an­lega það sem stendur upp úr fyrir mér. Skól­inn virt­ist meira færsla lík­amanna áfram í gegn um barna og ung­linga­skeiðið en að hann væri um að við finndum út hver til­gangur okkar sem ein­stak­linga væri hér á jörðu.

Heim­sóknir í bóka­safnið voru flótti minn inn í annan heim og þar lærði ég trú­lega ómeð­vitað um skrif frá hinum ýmsu bókum sem ég fann í bóka­söfn­um.

Og það var ansi langt í land með að afleið­ingar upp­eldis hreyfði sitt skrýtna höf­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar