Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu

Auglýsing

Stundum líður mér eins og áhorf­anda í absúr­dleik­hús­i. 

Sam­fé­lagið okkar er um margt gott. Og raunar held ég að flest fólk sé gott, alla­vega í innsta kjarna sín­um. Ég held líka að flestir reyni að bæta sig, vanda sig í störfum sínum og leggja gott til sam­fé­lags­ins. 

En svo kemur "kerfið", eitt­hvert óskil­greint afl, sem við erum þó öll þátt­tak­endur í og berum ábyrgð á, og gerir eitt­hvað þver­öf­ugt. Og manni líður eins og verið sé að hafa okkur að fíflum eða að við séum að heyra fréttir frá ein­hverjum hlið­stæðum heimi sem er í tómu rugli. En svo erum það við sem erum í rugl­in­u. 

Auglýsing

Síð­ustu dagar hafa kannski ekki verið verri en margir aðrir en þó hafa minnst þrjú dæmi um þetta birst mér. Mál sem fá mig til að skamm­ast mín fyrir sam­fé­lag mitt en líka til að reyna að leggja gott til og gera bet­ur. 

Eitt:

Í vik­unni var hér haldin alþjóð­leg ráð­stefna um #Metoo-­bylt­ing­una. Ég átti þess ekki kost að sitja hana en skilst að hún hafi farið að mestu vel fram og mikið hafi verið á henni að græða. Á sama tíma birt­ust fréttir á mbl.is um að kona hafi fallið fram af svöl­um. Önnur frétt var birt um að hún hefði slasast alvar­lega við "fallið". 

Screenshot 2019-09-17 at 11.52.11.png

Eðli­legt er að sýna nær­gætni við fyrstu fréttir af hörmu­legum atburðum en þegar nákvæm­ari vitn­is­burður um atburða­rás­ina liggur fyrir er eðli­legt að upp­færa frétt­ir. Og það gerðu aðrir fjöl­miðlar sem greindu frá þessu einmitt. Þeir breyttu sínum fyr­ir­sögnum um leið og ljóst var að konan féll ekki. Henni var hrint fram af svöl­un­um. Slíkt ger­ist ekki sjálf­krafa. Það var ein­hver sem hrinti henni, sem sagt ger­andi. Samt kemur hann hvergi fram og er með öllu ósýni­legur í frétta­flutn­ingi mbl.is

Tvö:

Nú í byrjun sum­ars sam­þykkti Alþingi ný lög um kyn­rænt sjálf­ræði. Þessi lög eru mikil rétt­ar­bót fyrir trans­fólk eða ættu alla­vega að vera það. Mark­mið lag­anna er skýrt: "Lög þessi kveða á um rétt ein­stak­linga til þess að skil­greina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kyn­vit­und þeirra njóti við­ur­kenn­ing­ar. Einnig er lög­unum ætlað að standa vörð um rétt ein­stak­linga til lík­am­legrar frið­helgi."

Engu að síður ber­ast nú fréttir um að rík­is­stofnun sem á að þjóna okkur borg­ur­unum og fara að lögum neiti íslenskri konu um að leið­rétta kyn­skrán­ingu sína og nafn sitt í þjóð­skrá. Upp­gefin ástæða er að konan eigi lög­heim­ili í útlönd­um. Ekk­ert í lög­unum kveður þó á um að búseta á Íslandi sé skil­yrði eða að þessi íslenska lög­gjöf gildi ekki um alla íslenska rík­is­borg­ara. Þetta virð­ist geð­þótta­á­kvörðun kerf­is­ins, þrátt fyrir spá­nýja lög­gjöf sem ég held að vandað hafi verið til. 

Þrjú:

Mig setti hljóða þegar ég sá for­síðu Frétta­blaðs­ins í morg­un. Þrátt fyrir að Hæsti­réttur hafi, eftir ára­tuga­bar­áttu sak­born­inga og ann­arra, sýknað sak­born­inga í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum og for­sæt­is­ráð­herra Íslands beðið þá afsök­unar fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar á því rang­læti sem þeir hafa mátt þola, hefur ríkið hafnað bóta­kröfu eins þeirra með væg­ast sagt and­styggi­legum rök­stuðn­ingi. Rök­stuðn­ingi sem er hrein­lega eins og úr hlið­stæðum heimi þar sem engin mann­rétt­inda­bar­átta hefur átt sér stað, eng­inn hæsta­rétt­ar­dómur fallið og for­sæt­is­ráð­herra ekki beðið neinn afsök­unar á neinu. Þar sem segir meðal ann­ar­s: "Af hálfu íslenska rík­is­ins er öllum ávirð­ingum gagn­vart lög­reglu og dóm­stól­um, svo og ásök­unum um meinta refsi­verða hátt­semi, lög­reglu, ákæru­valds og dóm­stóla hafnað enda ósann­aðar með öllu". Svona getur ríkið ekki hagað sér, bara alls ekki. 

Hin fögru fyr­ir­heit eru eins og stjörnur á spor­baug sem svífa yfir okkur án þess að rekast nokkurn tím­ann á hinn kalda veru­leika kerf­is­ins. Hvernig getur maður hætt í þessu fárán­lega leik­riti?





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None